top of page

Stjórnarfundir LSE 2017

111. stjórnarfundur LSE haldinn í Bændahöllinni

13. Janúar 2017 og hefst kl 10,30

Mættir voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Hraundís Guðmundsdóttir, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, María E. Ingvadóttir og Sighvatur Jón Þórarinsson var í síma.

Gestir fundarins voru Björn B. Jónsson frá Skógræktinni, Bergþóra Jónsdóttir formaður FsV, Sigurlína J Jóhannesdóttir formaður FsN en Maríanna Jóhannsdóttir formaður FsA var í síma

Formaður bauð stjórn velkomna til fundar og gekk svo til dagskrár.

Dagskrá

  1. Frá síðast: Framkvæmdastjóri fór yfir ýmis atriði frá síðasta fundi.

  2. Staðan fjárhags LSE um áramót var þokkaleg. Það náðist að greiða alla útistandandi reikninga um áramót og vera plúsmegin. Fyrri hluti styrks samkvæmt samningi við UAR verður lagður inn 15 janúar og lokagreiðsla styrks frá Framleiðnisjóði kemur eftir skil á síðustu greinagerð.

  3. Skipun í starfshópa samkvæmt tillögum frá aðalfundi LSE. Á síðasta stjórnarfundi var samþykkt að hvert aðildarfélag tilnefndi einn fulltrúa í starfshóp um hlutverk LSE í breyttu umhverfi. Formenn aðildarfélaganna voru hvattir til að senda inn tilnefningu til framkvæmdastjóra. Stjórnin tilnefndi einnig tvo fulltrúa í starfshóp um verðmat skóga þau Hrefnu Jóhannesdóttir skógarbónda á Silfrastöðum og Lárus Heiðarsson skógarbónda á Droplaugarstöðum. Skógræktin tilnefndi einn fulltrúa í starfshópinn Hallgrím Indriðason. Starfshópur um hlutverk LSE hefur fundað einu sinni í gegnum síma og skipt með sér verkum og næsti fundur er næstu daga. Einnig er búið að boða til fyrsta fundar í starfshópnum um verðmat skóga. Starfshóparnir upplýsa stjórn LSE reglulega og skila niðurstöðum til stjórnar fyrir aðalfund LSE.

  4. Tillaga frá kolefnisnefnd; Formaður og framkvæmdastjóri mætti á fund kolefnisnefndar til að ræða tillögu frá aðalfundi varðandi viðurkenningu stjórnvalda á eignarhaldi kolefnisbindingu og láta reyna á það með lögsókn hvort 36 gr. Laga nr. 70/2012 um loftlagsmál standist. Á fundi nefndarinnar var samþykkt að fela einum fulltrúa nefndarinnar Hilmari Guðjónssyni lögfræðingi að skoða hvað er að gerast í þessum málum hjá nágrannalöndum okkar og hefur hann fengið nöfn þriggja tengiliða í Svíþjóð, Finnlandi og Skotlandi til að afla sér upplýsingar um stöðuna í þessum löndum. Niðurstaða þessarar rannsóknarvinnu verður svo kynnt skógarbændum á aðalfundi LSE.

  5. Heimasíðan. Verið er að leita leiða við að einfalda og uppfæra heimasíðu LSE. Fengist hefur tilboð frá Trs við uppfærslu og hýsingu. Einnig er verið að skoða aðrar leiðir. Síðan þarf að vera aðgengileg og einföld og nýtast bæði samtökunum jafnt sem aðildarfélögunum. Gera þarf félagsmenn virkari við efnisöflun svo síðan verði lifandi og fróðleg og tengja hana við fésbókarsíðu LSE . Lagt var til að stjórn skoði síður og komi með tillögur að uppsetningu til framkvæmdastjóra eigi síðar en 20 janúar. Framkvæmdarstjóra var falið að vinna áfram að þessu og leggja fyrir næsta stjórnarfund.

  6. Greiðsla fyrir akstur á stjórnarfundi. Lagðar voru fram til kynningar hugmyndir að greiðslu fyrir akstur á fundi LSE. Samþykkt var að greiða 50 kr. fyrir ekinn kílómeter en aldrei meira en lægsta flugfargjald. Leitað sé eftir ódýrustu leiðum og greitt eftir því. Gert upp eftir hvern fund.

  1. Endurnýjun ráðningasamnings við framkvæmdastjóra. Stjórn LSE samþykkir að fela formanni að ganga frá ráðningasamningi við framkvæmdastjóra og leggja fyrir næsta stjórnarfund.

  1. Við skógareigendur: Ritnefnd skipuð félögum úr Félagi skógarbænda á Vestfjörðum er búin að gefa út sitt annað blað. Blöðin voru gefin út í mun stærra upplagi en áður. Fyrra blaðinu var dreift á öll lögbýli en seinna blaðinu var dreift í alla póstkassa í dreifbýli og til félaga sem búa í þéttbýli. Vel gekk að safna auglýsingum í fyrra blaðið en seinna blaðið kom út í mínus. Rætt var um hvort gefa eigi blaðið út einu sinni á ári fyrir aðalfund og svo aftur á rafrænu formi sem birtist á heimasíðunni og fésbókarsíðu LSE. Stjórn LSE samþykkir að gefa blaðið út með þessum hætti árið 2017 til prufu.

Ritnefnd sendi stjórn LSE erindi um hvaða tilgang útgáfa blaðsins á að þjóna og aðrar vangaveltur. Stjórn LSE og formenn aðildarfélaganna eru að skoða erindið frá ritstjórn og eru beðin um að senda á framkvæmdastjóra sínar áherslur um tilgang blaðsins sem framkvæmdastjóri vinnur með og leggur fyrir fund með ritstjórn blaðsins sem haldinn verður í vikunni16.-19. janúar.

Framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu áfram.

  1. Björn B. Jónsson verkefnastjóri kynnti þau verkefni sem verða á hans borði í nýju starfi innan Skógræktarinnar.

Meðal þeirra verkefna eru fræðslumál, en Björn situr í fræðslunefnd þar sem Ólafur Oddsson fræðslustjóri Skógræktarinnar er formaður. Hann nefndi að unnið væri að því að undirbúa grunnnámskeið fyrir nýja skógarbændur. Einnig sagði hann frá samstarfi FsS og LBHÍ um fræðslu til skógarbænda í formi leshópa að fyrirmynd Kraftmeiri skóga.

Brunavarnir í skógum. Hann kynnti dæmi um brunavarnaáætlun og mynd af vatnstökulóni.

Markaðs og sölumál Skógræktarinnar. Hlutverk Björns verður að byggja upp samstarf innan skógargeirans til að samhæfa getu á sviði markaðs og sölumála, efla þekkingu, þróa tækni og aðferðir og nýta reynslu annarra þjóða. Lögð verður áhersla á að viðhalda góðu samstarfi við Landssamtök skógareigenda og félög skógarbænda í landshlutunum.

Umræður sköpuðust um úrvinnslu og markaðsmál og fagnar stjórn LSE ráðningu Björns og hlakkar til samstarfsins.

  1. Samstarf við skógræktina. Rætt var um samstarf LSE við skógræktina. Formgera þarf samstarfið svo það sé í föstum skorðum og um ákveðin atriði. Niðurstaða vinnu starfshóps sem vinnur að tillögum um hlutverk LSE innan nýrrar stofnunar nýtist vonandi stjórn LSE og skógræktinni við að forma þetta samstarf. Framkvæmdastjóra falið að fá fund með skógræktarstjóra hið fyrsta til að ræða þessi mál.

Einnig er mikilvægt að aðildarfélögin móti þá sýn hvernig félögin vilji haga samráði aðildarfélaganna og skógræktarinnar á hverju svæði en það er kveðið á um það í nýjum lögum um breytingu á ýmsum lögum vegna nýrrar skógræktarstofnunar. Félögin sendi á framkvæmdastjóra LSE sýnar hugmyndir um samskipti skógarbænda og skógræktarinnar fyrir 1. febrúar 2017 og stjórnin ræðir það á fundi með skógræktinni.

LSE hefur verið í viðræðum við skógræktinaum samvinnu í úrvinnslu skógarafurða og markaðsmálum. Samþykkt var að mynda teymi með þremur fulltrúum frá hvorum aðila. Stjórn LSE samþykkir að fyrir hönd LSE sitji formaður og framkvæmdastjóri auk eins skógarbónda. Ákveðin nöfn komu upp og var framkvæmdastjóra falið að vinna að málinu áfram og kynna stjórn og fá staðfestingu á tilnefningu fulltrúa frá skógræktinni. Boða þarf til fundar í teyminu, setja markmið og vinnuplan. Teymið þarf að hafa ákveðin fjárráð til að greiða fyrir vinnu og sérfræðiþjónustu.

Stjórn LSE samþykkir að greiða sínum fulltrúum í starfsnefndum og fyrir teymisvinnu dagpeninga kr. 24.900 pr fund.

  1. Staðan hjá félögunum.

  2. Maríanna Jóhannsdóttir formaður FsA: Haldinn verður fundur með Bjarka Jónssyni til að fara yfir stöðu hjá honum. Hann hefur orðið fyrir ýmsum áföllum t.d vegna skemmda á tækjum við spennufall sem varð á rafmagni. Á næstunni verður haldinn vinnufundur hjá félaginu til að fara yfir félagatal, skipuleggja fræðslu og ýmislegt fleira. Mikil vinna hefur lent á FsA vegna verkefnis um öflun hráefnis í viðarkyndistöðina á Hallormsstað. Stjórn FsA hefur ekki áhyggjur af samstarfinu við Skógræktina og væntir áfram góðs samstarfs.

María E Ingvadóttir. FsS fékk styrk frá Uppbyggingarsjóði Suðurlands svokallað áhersluverkefni vegna verkefnis í úrvinnslu skógarafurða og undirbúning við stofnun rekstrarfélags um skógarafurðir. Félagið fær greitt eina milljón í sex mánuði til að vinna að framgangi verkefnisins.

Haldinn verður almennur félagsfundur, þar sem samningurinn og verkefnið verða kynnt.

Bergþóra Jónsdóttir formaður FsV: FsV fékk einnig styrk hjá Uppbyggingarsjóði Vesturlands vegna vinnu við viðarmagnsúttekt til að meta það magn viðar sem gæti komið út úr skógum á Vesturlandi næstu áratugina. Ráðinn var mastersnemi til að vinna að úttektinni í samstarfi við Mógilsá. Notast er við Evrópst módel sem tekur mið af aðgengi skóga og metið hvort það sé hagur að fara inn i reitinn og grisja.

Félagið á afmæli á árinu og verið er að skoða utanlandsferð á næsta ári. Það kom til tals hvort það væri sniðugt að tengja ferðina leshóp sem kom fram í máli Björns B. Jónssonar.

Sigurlína J. Jóhannesdóttir formaður FsN. Haldinn var fundur til að skipa í starfshóp um hlutverk LSE. Félagsmenn hafa rætt um aukna fræðslu handa skógarbændum. Hún nefndi að töluvert væri til af fræðsluefni og auðvelt að bjóða upp á námskeið fyrir skógarbændur ef óskað væri eftir því. Ekki er félagið að vinna að afurðarmálum, skógurinn er of lítill enn sem komið er, en hjá langflestum er skógurinn er of lítið vaxinn enn sem komið er.

Sighvatur Jón Þórarinsson formaður FsVestfj. Lítið að gerast fyrir vestan. Skógarbændur eru í gróðursetningafasa og ekki komið að úrvinnslu. Aðalfundur LSE verður haldinn í samstarfi við FsVestfj í október 2017. Aðalvinna félagsins verður að undirbúa aðalfundinn.

  1. Leshópar / leið til fræðslu fyrir skógarbændur: Félag skógareigenda á Suðurlandi og Landbúnaðarháskólinn á Reykjum fóru af stað með leshóp að fyrirmynd Kraftmeiri skóga, með það að markmiði að auka þekkingu á tækjum og aðferðum við að rækta skóg hér á landi. Hópurinn hittist fjórum sinnum og fjalla um ýmis tæki og aðferðir við að rækta skóg. Hópurinn fer svo saman á skógarsýningu í Svíþjóð. Framkvæmdastjóra LSE var boðið að sitja með hópnum á námskeiðinu til að fylgjast með því hvort þetta gæti hentað félögum í hinum landshlutunum og miðla þessu til þeirra.

  1. Félagsgjöld 2017. Lagt fram til kynningar samþykkt aðalfundar LSE 2016 á félagsgjöldum fyrir árið 2017. Samkvæmt samþykktinni hækka félagsgjöld til LSE upp í 5000 krónur á jörð og 1500 krónur á hvern félaga. Félagsgjöld greiðist fyrir 1. nóvember. Formenn voru hvattir til að kynna þetta í sínum félögum.

  2. Önnur mál

  1. Skógræktin í hverjum landshluta stefnir á að halda fundi í samstarfi við aðildarfélögin til að kynna verkefni skógræktar á bújörðum árið 2017. Fundirnir verða væntanlega í mars.

  2. Fagráðstefna skógargeirans verður haldi 23. og 24. mars næstkomandi í Hörpu. Auglýsing og dagskrá verður birt á heimasíðu Skógræktarinnar og LSE. Áhugasamir eru hvattir til að skoða þetta en margt áhugavert verið til umfjöllunar. Ráðstefnan er haldin í tengslum við 50 ára afmæli Rannsóknarstöðvar Skógræktarinnar á Mógilsá. Yfirskrift ráðstefnunnar er „Með þekkingu ræktum við skóg“

  3. Jólatrjásala. Bóndi á Vesturandi seldi Blómaval stafafuru jólatré í desember. Verðið sem þeir buðu var 4000 krónur fyrir utan vsk og með flutningi en það kostar með flutningabíl 60.000 kr að flytja 100 tré. Skógræktarfélag Íslands gefur út verðlista á sölu íslenskra jólatrjáa en þetta verð er fyrir neðan það viðmið. Mikilvægt er að LSE upplýsi skógarbændur um hvert markaðsverð á jólatrjám er svo þeir fari ekki að bjóða lægra verð en það sem er á markaðinu. Mikilvægt er að halda utan um skráningar á seldum jólatrjám frá skógarændum.

  4. Rætt var um verkefni og kjör skógarbænda. Bent var á að mikilvægt væri að skógarbændur fengju greitt jafnóðum fyrir vinnu í skógræktinni. Skapast geta óþægindi og erfiðleikar ef greiðslan dregst mikið og ef greitt er einungis einu sinni á ári og þá í lok desember ár hvert.

Einnig var bent á mikilvægi þessa að hafa þurfi skýrari reglur um slóðagerð. Formenn aðildarfélaganna hvetur stjórn LSE að leggja bæði þessi mál fyrir ánæsta fundi LSE með Skógrækinni.

Næsti fundur LSE verður haldinn seinnipart febrúar, tímasetning send út síðar

 

112 stjórnarfundur haldinn í Bændahöllinni 17. mars 2017. Kl 11.00

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Hraundís Guðmundsdóttir, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, María E. Ingvadóttir og Hrönn Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð. Sighvatur Jón Þórarinsson tilkynnti veikindi.

Formaður bauð fundargesti velkomna og gekk svo til dagskrár

Dagskrá

[if !supportLists]1. [endif]Taxtar vegna framkvæmda 2017. Bréf frá Skógræktinni er varðar taxta vegna skógræktarframkvæmda 2017. Skógræktin leggur til að taxtar verið samræmdir á milli allra landshluta og hækki upp í taxta Héraðsskóga 2016. Formaður og framkvæmdastjóri áttu fund með sviðsstjóra Skógarauðlindasviðs til að ræða tillögu Skógræktarinnar. Í kjölfarið svaraði LSE bréfinu og lagði til 2 % hækkun á alla en með því fá skógarbændur á Austurlandi aðeins hækkun á milli ára og til að ná samræmingu verður hækkunin á alla. Félag skógarbænda á Austurlandi sendi inn tillögu um hækkun á taxta á Austurlandi um launavísitölu frá mars 2016 til jan 2017. Samþykkt var fresta málinu og ræða það frekar á samráðsfundi með Skógrækinni sem haldinn er síðdegis þann 17, mars. Svar hefur ekki borist frá Skógræktinni.

[if !supportLists]2. [endif]Félagsgjöld BÍ. Bændasamtök Íslands hefur sent út rukkun fyrir félagsgjöldum BÍ 2017. Með gíróseðli var sent út bréf til upplýsinga um félagsgjaldið og réttindi bænda/skógarbænda. Félagsaðild að BÍ eru valfrjáls. Skógarbændur með minni ársveltu en 1200 þús geta sótt um lægra félagsgjald 12000 pr. ár. En fullt gjald er 42000 kr. pr.ár. Skógarbændur eru hvattir að sendia inn póst á bondi@bondi.is og afskrá sig eða sækja um lægra félagsgjaldið. Guðbjörg Jónsdóttir verkefnastjóri um innleiðingu félagsgjalda BÍ kom á fundinn og upplýsit stjórn um hvaða réttindi felast í félagsgjaldinu. Guðbjörg sagði að stærsti hlutinn færi í hagsmunagæslu allra bænda þar með talið skógarbænda. Síðan væri afsláttur á ýmsum forritum sem bændur ættu rétt á, eiga rétt á umsóknum í starfsmenntasjóð, styrki vegna nýliðunar í greininni, afsláttur á Hótel Sögu, orlofshús og margt fleyra. BÍ gefur út bændablaðið, verið með þætti á N4, eru með heimasíðu, bændatorg og fl. Skógarbændur eru hvattir til að kynna sér réttindi sín á http://www.bondi.is/efst-a-baugi/upplysingar-um-felagsgjold-bi/2606, Bændasamtökin standa með öllum aðildarfélögum þar með talið skógrækt, því stærri sem bændasamtökin eru, þeim mun sterkari málsvari fyrir bændastéttina í heild. Guðbjörg hvatti aðildarfélögin að vera áfram í bændasamtökunum.

[if !supportLists]3. [endif]Fastir stjórnafundir. Samþykkt var að hafa fasta fundartíma fyrir stjórnarfundi. Ákveðið var að síðasti mánudagur í hverjum mánuði verði haldinn stjórarfundur. Ef ekkert fundarefni er þá frestast fundurinn til næsta mánaðar. Næsti stjórnarfundur verður mánudaginn 24 apríl kl 20:00, símafundur. Og síðan 29 maí. Nánar um það síðar.

[if !supportLists]4. [endif]Önnur mál: Rædd var tillaga sem samþykkt var á aðalfundi LSE í október 2016 þar sem því var beint til stjórnar LSE að skoðað verði fyrri næsta aðalfund hvort heppilegt sé að aðalfundur LSE verð fulltrúafundur. Framkvæmdastjóri hvattur til að mæta á aðalfundi aðildarfélaganna og ræða þessa tillögu og fá viðbrögð frá aðildarfélögunum.

Ekki fleyra gert og fundi slitið kl 12,30.

Næsti fundur 24. apríl.

 

113 stjórnarfundur LSE haldinn 24. apríl 2017.

Símafundur kl. 20,00. Hringja í 7557755 / 2233344 Dagskrá 1. Endurnýjun ráðningasamnings við framkvæmdastjóra. Drög að endurnýjuðum ráðningasamningi við framkvæmdastjóra voru lögð fram til kynningar. Framkvæmdastjóri vék af fundi á meðan stjórnin fjallaði um málið. Stjórn LSE samþykkti drögin og var formanni falið að ganga frá ráðningasamningi við framkvæmdastjóra.

2. Greiðslur vegna fundarsetu og nefndarstarfa.Framkvæmdastjóri lagði fram yfirlit yfir greiðslur fyrir stjórnarfundi, nefndarstörf og akstur. Framkvæmdastjóra var falið að greiða fyrir fundar og nefndarstörf og akstur samkvæmt yfirlitinu.

3. Heimasíða LSE og nýtt netfang. Framkvæmdastjóri kynnti að ný heimasíða væri komin í loftið. Valgerður Baccmann setti síðuna upp og leiðbeinir framkvæmdastjóra við að setja inn á síðuna og uppfæra hana. Lesa þarf vel yfir efnið sem komið er inn og gera smá leiðréttingar. Kallað verður eftir efni frá aðildarfélögunum svo heimasíðan verði sem mest lifandi. Tengiliður síðunnar verður með netfangið skogarbondi@skogarbondi.is sem er netfang í eigu LSE og framkvæmdastjóri fær nýtt netfang hronn@skogarbondi.is. Senda þarf út tilkynningar varðandi breytingu á netfangi.

4. Taxtar vegna skógræktarframkvæmda á bújörðum. Skógræktin sendi stjórn LSE til umsagnar tillögu að töxtum vegna endurgreiðslu samþykkts kostnaðar vegna skógræktarframkvæmda. Ákveðið var að samræma taxta á landsvísu og tillagan hljóðaði upp á hækkun sem svaraði töxtum Héraðs og Austurlandsskóga fyrir árið 2016. Stjórn LSE sendi Skógræktinni tillögu til baka um 2 % hækkun á tillögu Skógræktarinnar, þannig að taxtar á Austurlandi hækkuðu aðeins og um leið samræmt á milli landshluta. Skógræktin samþykkti tillögu LSE.

5. Verðmat skóga, yfirlit nefndar. Lögð var fram stöðuskýrsla vegna verðmats skógar. Í stöðuskýrslunni eru tilgreindar þrjár leiðir til að meta skóga. Þeir þættir sem haf áhrif á verðmatið í öllum tilfellum er Staðsetning, Flatarmál skógarins, aldur, viðarmagn, umhirða og viðargæði. Nefndin er áhugasöm og finnst skynsamlegt að fá mastersnema til að fara ofan í saumana á verðmati skóga og vinna verkefni um reglur um slíkt verðmat. Nefndin telur að það gæti verið áhugavert verkefni. Stjórn LSE er ánægð með það sem komið er en töluverð umræða skapaðist um skýrsluna m.a hvort taka ætti inn í verðmæti kolefnisbindingar, verðmæti beitarskógar fyrir annan landbúnað, útivistargildi og verðmæti annarra nytja úr skógum. Framkvæmdastjóra falið að ræða við nefndina hvort tillit yrði tekið til þessara þátta við gerð reglna um verðmat skóga.

6. Önnur mál Formaður fór aðeins yfir vinnu teymis um afurðar- og markaðsmál skógræktar. Teymið hefur fundað tvisvar og á næsta fundi verður lögð lokavinna á stefnu og verkáætlun „Skógarfangs“ ( sem er starfsheiti teymisins“ um afurðar og markaðsmál skógræktar sem kynnt verður fyrir stjórn LSE á næsta stjórnarfundi. Næsti fundur teymisins verður 4. maí í Skagafirði þar sem skógarbændurnir Hrefna og Jóhann á Silfrastöðum verða heimsótt og þeirra starfsemi skoðuð. Lögð var fyrir fundinn stöðuskýrsla frá nefnd um verðmat nytjaskóga og væntanlega á næsta stjórnarfundi verður lögð fram skýrsla frá nefnd um hlutverk LSE í breyttu umhverfi. Mikilvægt er að allir starfshópar sem skipaðir voru á síðasta aðalfund nái að klára sína vinnu vel fyrir næsta aðalfund.

Næsti fundur verður mánudaginn 29 maí. Ekki fleira gert og fundi slitið kl 21.00

 

114 stjórnarfundur haldinn í Bændahöllinni

13. júní 2017. Kl 10.30

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson formaður, Hraundís Guðmundsdóttir, Agnes þórunn Guðbergsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, María E Ingvadóttir og Hrönn Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður bauð fundargesti velkomna og gekk svo til dagsrkár.

Dagskrá

  1. Starfshópar – yfirlit

  2. Starfshópur um hlutverk LSE. María Ingvarsdóttir fór yfir stöðuna. Búið er að funda einu sinni og fara yfir stefnu og hlutverk LSE og vinna tillögu upp úr henni sem löggð verði fram á næsta aðalfundi LSE. María er hvött til að vinna áfram við að móta drög að tillögu til að leggja fyrir nefndina og svo fyrir næsta stjórnarfund um 20 ágúst næstkomandi.

  3. Starfshópur um verð mat skóga. Skipuð þriggja manna starfshópur til að útbúa reglur um verðmat skóga og kynna á næsta aðalfundi LSE. Nefndin hefur starfað og skoða ýmsa þætti er varðar verðmat, skoðað leiðir sem farnar voru í Finnlandi og Noregi. Nefndin taldi gott að fá nema til að vinna BS verkefni um verðmat skóga og er búið að senda inn tillög þess efnis til LBHÍ sem er að skoða þann möguleika. Stjórn LSE samþykkti þetta ferli og framkvæmdastjóra var falið að ræða við Bjarna Diðrik um hugsanlegt fjrámagn sem gæti fylgt

  4. Teymi um afurðar og markaðsmál. Teymið hefur fundað fjórum sinnum og er að leggja lokahönd á tillögu að þriggja ára stefnu og verkáætlun um afurðar- og markaðsmál skógræktar. Stefnan er byggð upp með helstu markmiðum, leiðum að markmiðum, áætlun og verkv-ferlum og tímaplani. Stefnan er að fara í lokayfirlestur hjá teyminu og eftir það verður hún send á stjórn LSE og framkvæmdaráð Skógræktarinnar og síðan verður farið að vinna eftir henni.

  5. Kolefnisnefnd. Samþykkt var tillaga á síðasta aðalfundi LSE þar sem skorað var á stjórn LSE að skoða að það að farið verið í mál við ríkið um eignarhald á kolefnisbindingu í skógum skógarbænda. Hilmar Gunnlaugsson lögfærðingur á austurlandi situr í kolefnisnefnd LSE og er að skoða þessi mál fyrir hönd skógarbænda. Málið rætt og talað um að skógarbændur geti selt kolefnisbindingu ef markaður er til. Framkvæmdastjóra LSE er falið að fá Þröst og Arnór inn á næsta stjórnarfund til að ræða þessi mál.

  6. Tillögur fyrir aðalfund LSE 2017. Á næsta stjórnarfundi verða afgreiddar tillögur sem eiga að fara fyrir aðalfund.

  7. Ráðningasamningur

  8. Fundur með fulltrúa ráðherra og ráðuneytis UAR.

  9. Loftlagsvænni landbúnaður / kynning á stöðu mála og samningur við

  10. Fræðslumál.

  11. Leiðsögn í skógum / kynning. Framkvæmdastjóri kynnt fyrirhugað námsekið í leiðsögn í skógum sem getur veri leið fyrir skógarbædnur til að skapa sér vinnu í eigin skógi. Námskeiðin verða á vegum LBHÍ og Skógræktarinnar. Ólafur Oddsson

  12. Leshópar / sýning /kynning. Framkvæmdastjóri kynnti leshóp og ferð á Elmía wood og möguleika á að stjórn LSE og formenn aðildarfélaganna á að heimsækja féag skógareigenda í Svíþjóð, skógarþjónustuaðila og plöntuframekiðanda og fl í Síþjóð næsta vor. Framkvæmdastjóra falið að skoða málið frekar og kynna fyrir stjórn.

  13. Fyrirhuguð ferð til Svíþjóð með áherslu á fræðslu og ráðgjöf til skógareigenda / kynning. Samþykkt var að senda tvo fulltrúa og LSE greiðir útlagðan kostnað og á móti miðli af reynslu sinni og efni í blaðið og heimasíðu.

  14. Önnur mál.

Ekki fleyra gert og fundi slitið kl 13.55

Hér eftir höfum við súkkulaðirúsínur á fundum

 

115 stjórnarfundur LSE haldinn 29. ágúst 2017 í Bændahöllinni,

Betri stofunni og hefst kl. 10,30

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson formaður, Hraundís Guðmundsdóttir, María E. Ingvadóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, Agnes Þórunn Guðbergsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

  1. Tillögur frá síðasta aðalfundi.

  2. Tillögur frá síðasta aðalfundi /staðan

Tillaga nr. 3 um að skora á Skógrækina að heimila að skógarbændur geti nýtt jólatré úr reitum sínum án þess að það hafi áhrif á framlög við umhirðu. Tillögunni var vísað til stjórnar.

Tillaga nr. 5. Um hvort aðalfundur LSE verði fulltrúaráðsfundur ???? málið rætt hvort það ætti að kjósa fulltrúa á fundinn frá hverju félagi. Það er skoðun okkar að fundurinn verði virkari samþykkt var að málið verið skoðað nánar

Tilaga nr. 11 þar sem stjórn var falið að semja um meiri áherslu á umhirðu skógar á milli plöntunar og lokahöggs. Málin rædd og ýmis sjónarmið, margir skógar er það stórir að skógarbændur ráða ekki við umhirðuna og það þarf að leita til verktaka til verkefnisins. Stjórn LSE getur knúið á að skógræktin vinni umhirðuáætlunar fyrir alla skógarbændur.skoða það að sett verði farm tillaga á aðalfundi um gerð umhirðuáætlunar.

Tillaga nr. 13. Um viðukenningu á eignarhaldi kolefnis. Áttum samtal við Hilmar Gunnlaugsson þar sem rætt var um að tæki þetta sem verkefni í námi sem hann er í. Hann sendi á okkur drög að samningi sem lagður var fram á fundi stjórnar ... og hefur ekki gerst neitt meira í þessum málum. Málin rædd og skiptar skoðanir á þessu máli. Stjórn LSE er sammála því að LSE er ekki að fara í prófmál varaðndi eignarhald á kolefni. Senda þarf svar til kolefnisnefndar

Tillaga nr. 14. Þar sem skoðar var á stjórn LSE að kalla saman samráðs fulltrúa hagsmunaaðila tengda landnýtingu. Við lögðum til að Ari Trausti yfði fenginn á ársfund landbúnaðarins til að fjalla um landnýtingu síðan erum við búin að vera í sambandi við BÍ en ekki vannst tími í vorn og svo ætluðum við að reyna núna en öll orka fer í sauðfjárbændur og er stefnan að reyna þetta í náovember.

  1. Reglur um verðmat skóga. Kynning. Skipaðir voru tveir fulltrúar frá LSE, Hrefna Jóhannesdóttir og Lárus Heiðarsson og einn fulltrúi frá Skógræktinni, Hallgrímur Indriðason. Nefndin hefur fundað nokkrum sinnum og skoðað málið frá ýmsum hliðum, fengið upplýsingar frá nágrannalöndum og skila til LSE einni skýrslu umstöðuna .... Niðurstaða var að heppilegast væri á fá nemanda til að vinna þetta sem nemendaverkefni. Haft var samband við Bjarna Diðrik Sigurðsson sem auglýsit eftir nemanda. Einn gaf sig fram sem er með MS í viðskipta og hagfræði og MS ritgerðin hans fjallaði um verðmat á nýsköpunarfyrirtækjun.

  2. Breytt hlutverk LSE í nýju umhverfi. Kynning María sagði frá vinnu nefndarinnar og lagði fram drög af stefnu og hlutverk LSE. Stjórn hvatti nefndina til að hittast og kallar eftir sameiginleri tillögu frá nefndinni.

  3. Teymi um úrvinnslu og markaðsmál skógarafurða.

  4. Aðalfundur LSE Undirbúningur er í fullum gangi komnar tölur í gistingu og annan kostnað. Ekki verður farið í skógargöngur heldur verður farið í fræðslugöngu um staðinn sem hefur mikla sögu.

  5. 20 ára afmæli LSE.

  6. Málþing fyrir aðalfund. Áhugi er fyrir því að ræða um umhirðu skógarins og fá erindi frá UAR um hvernig þau sjái fyrir sér skógrækt nú og í framtíðinni og hvort þau hafi trú á skógrækt sem hægt sé að byggja á til framtíðar. Leitað hefur verið efti erindi frá Lárusi Heiðarsyni og Arnlín Ólafsdóttur til að fjalla um umhirðu og send hefur verið inn fyrirspurn til ráðuneytisins um hvort þeir sendi fulltrúa á málþingið til að fjalla um sýn ráðuneytisins. Hver er tilgangur skógarins hvað sjáið þið fyrir sér með skógrækt

  7. Tillögur fyrir næsta aðalfund

  8. Félagsgjöld til LSE Samþykkt að lögð verði fram tillaga um óbreytt félagsgjöld fyrir árið 2018

  9. Fjárhagsáætlun 2018

  10. Tillögur frá nefndum

  11. Tillögur frá FsA eru komnar, engar koma frá FsVestfj, önnur félög senda inn mjög fljótlega

  12. Fjárhagur LSE

  13. Rætt var um möguleika á að félögin gæti sótt um styrk til LSE vegna afurðarmála. Félag skógareigenda á Suðurlandi stefnir á að sækja um vegna vinnu við afurðarmiðstöð. Ferlið þarf að vera svipað og hjá FL og LSE býr til reglur um.

  14. Starfsmannamál. Framkvæmdastjóri hefur sagt upp störfum 1. ágúst og hún hættir störfum 1. nóvember. Stjórn LSE samþykkir að auglýsa starfið og gera kröfur um tölvukunnáttu, hafi góð tök á íslenskri tungu, menntun og reynslu sem nýtist í starfinu einnig reynslu af rekstri. Hafa mikla samskiptahæfni, gott vald á Íslensku, ensku og einu norðurlandamáli.

Auglýsing send út 1 september umsóknarfrestur rennur út 15 sept boðað verður til stjórnarfundar þann 22 sept til að fara yfir umsóknir. Starfshlutfall verður 80 % og senda á umsóknir á netfangið joibreidi@gmail.com og í bréfpósti á Austurveg 1-3. 800 Selfoss.

Nánari upplýsingar veitri Jóhann Gísli Jóhannsson 893-9775

  1. Önnur mál Hraundís sagði frá ferð sem hún fót til Svíþjóðar og lagði til að ferðin verði kynnt nánar á aðalfundinum nú í haust. Skoðað var skógrætk og úrvinnsla í smáum stíl í Svíþjóð.

Hraundís sagði frá fundi samtaka skógareigenda sem verður haldinn í Danmörk í septembermánuði. Hraundísi var falið að kanna möguleika fyrir LSE að ganga inn í samtökin og sækja þessa fundi. Senda upplýsingarnar til stjórnar.

LSE hafnar að senda fulltrúa LSE á alþjóðalega jólatrjáaráðstefnu á Akureyri þann 4-8 sept.

Jóhann Gísli nefndi

Ekki fleira gert og fundi slitið

 

116. stjórnarfundur LSE haldinn í BÍ

þriðjudaginn 5. desember og hófst kl 9.00

Mætt voru Jóhann Gísli Jóhannsson, Hraundís Guðmundsdóttir, María E. Ingvadóttir, Sigrún Þorsteinsdóttir, Naomi Bos og Hrönn Guðmundsdóttir sem ritaði fundargerð.

Formaður bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa og fundargesti velkomna á fundinn og gekk síðan til dagskrár.

  1. Aðalfundargerð:

Fundargerð aðalfundar var samþykkt og framkvæmdastjóra falið að senda fundargerðina á formenn aðildarfélaganna og setja inn á heimasíðu LSE. Framkvæmdastjóra falið að senda á félagsmenn að aðalfundargerð sé komin inn og einnig þegar verið er að setja inn fréttir til að auka notkun síðunnar.

  1. Tillögur frá aðalfundi afgreiðsla: Farið var yfir tillögur frá aðalfundi LSE og þeim vísað í farveg. Þær tillögur sem vísað er á Skógræktina verða teknar fyrir á samráðsfundi Skógræktarinnar og LSE þann 6. desember.

  2. Stjórnar og nefndarlaun: Framkvæmdastjóri lagði fram til kynningar yfirlit á stjórnar- og nefndarlaunum og yfirlit yfir dagpeninga fyrir árið 2017. Búið er að greiða hluta af kostnaðinum og restin verður greidd fyrir áramót.

  3. Styrkumsóknir aðildarfélaganna: Lögð var fram umsókn um styrk upp á 2 millj. króna vegna undirbúning afurðarstöðvar á Suðurlandi. María kynnti stöðu verkefnisins. Búið er að kynna verkefnið fyrir skógarbændum á Suðurlandi. Verkefnið lítur vel út og áætlanir sýna að verkefnið geti skilað arði. Stjórn LSE samþykkti að veita félaginu styrkinn og verður hann greiddur í tvennu lagi 1 miljón fyrir áramót og 1 miljón þegar fjármagnið kemur frá ríkinu eftir áramót. María sendir á stjórn úrdrátt úr skýrslu sem unnin var fyrir verkefnið. (Hér þyrfti að vísa til samþykktar stjórnar LSE sem gekk út á að styrkja landshlutafélögin í undirbúning afurðarstöðva.)

Félag skógarbænda á Austurlandi sækir um styrk er varðar ráðgjöf til að tryggja réttindi skógarbænda í nýjum skógræktarlögum .....Framkvæmdastjóra falið að fá nánari skýringu á umsókninni og senda á stjórn LSE. Málinu frestað til næsta fundar.

  1. Samráðsfundur: Farið yfir tillögu Skógræktarinnar um nýjar girðingarreglur fyrir skógarbændur. Samþykkt að ræða ákveðna þætti reglugerðarinnar eins og greiðslu fyrir girðinguna og hver er ábyrgð skógareigandans er varðar aðgang fólks að skógræktarsvæðinu. Hver er ábyrgur ef viðkomandi slasast. Málið tekið fyrir á samráðsfundinum. Einnig var samþykkt að ræða uppgjör til bænda sem hafa dregist úr hófi.

  2. Önnur mál:

  3. Lagt var til að taka fyrir á næsta stjórnarfundi málefni kolefnisnefndar, tilgang nefndarinnar og hlutverk hennar.

  4. Lagt var fram erindi frá starfshópi um brunavarnir í skógrækt þess efnis hvor LSE hafi áhuga á að koma að hönnun og útgáfu á bæklingi og veggspjaldi sem verið er að vinna að um eldvarnir í gróðri, leiðbeininar um fyrstu aðgerðir gegn eldi í gróðri ásamt ítarefni fyrir þá sem eru að vinna skógræktaráætlanir. Mun þetta vera tilbúið næsta vor. Kostnaðaráætlun hljóðar upp á tvær milljónir króan.

Stjórnin tekur vel í erindið og er tilbúin að vera með. Upphæð verður ákveðin á næsta fundi eða þegar aðrir styrkir verða á hreinu. LSE er tilbúin að dreifa bæklingnum til skógarbænda.

  1. Næsti fundur ????

Ekki fleira gert og fundi slitið kl 12:40.

bottom of page