top of page

Afmælisfagnaður Félags skógarbænda á Vesturlandi 23. júní 2017

Kæru félagar ! Þann 23. júní, föstudag, verður félagið okkar 20 ára. Ákveðið hefur verið að blása til afmælisfagnaðar að Fitjum í Skorradal þann dag. Dagskráin hefst með heimsókn til Skógræktarinnar að Hvammi í Skorradag kl. 17:00 þar sem Jón Auðunn Bogason, starfsmaður Skógræktarinnar, mun taka á móti okkur og fræða okkur um starf Skógræktarinnar í Hvammi. Mæting á Fitjum er svo kl. 19:00 þar mun félagið bjóða upp á grillmat og skemmtidagskrá. Veitingarnar verða í veislusal sem áður var vélageymsla, ef veðrið verður gott þá er aðstaða til að vera utandyra. Boðið verður uppá drykki með matnum. Aðra drykki er velkomið að hafa með sér. Aðstaðan á Fitjum er fyrir húsvagna, hjólhýsi og tjöld einnig er hægt að fá gistingu á hlöðuloftinu á Fitjum en þar er opið rými, ekki herbergi. Þeir sem óska eftir gistingu á Fitjum hafi samband við Huldu Guðmundsdóttur í síma 893-2789. Skráning í grillið er hjá Guðmundi Sigurðssyni á netfangið gudmundur@skogur.is eða í síma 862-6361 fyrir 17. júní. n.k. Vonumst til að sjá ykkur sem flest þann 23. júní. Bestu kveðjur Bergþóra Halla og Guðmundur

bottom of page