top of page

Stjórnarfundir 2017

37. Stjórnarfundur

37. Stjórnarfundur í Félagi skógarbænda á Vestfjörðum, haldinn í Reykjanesi

3. september 2017, klukkan 12.00.

Sighvatur, formaður félagsins, setti fundinn. Samþykkt að Naomi Bos skrifi fundargerðina.

Fundurinn var dagskrárlaus en nokkur mismunandi mál voru rædd:

  1. Þar sem Sólveig Bessa Magnúsdóttir, nýkjörinn stjórnarmaður í félaginu, sá sér ekki fært að mæta, gat stjórnin ekki skipt formlega með sér verkum, en gert er ráð fyrir því að Sighvatur verði formaður, Naomi verði ritari og Sólveig Bessa mun taka að sér að vera gjaldkeri í stað Jóhanns Björns Arngrímssonar sem hætti í stjórn félagsins á síðasta aðalfundi..

  1. Jóhann Björn Arngrímsson, fyrrverandi gjaldkeri, upplýsti nokkur atriði varðandi fjármál félagsins til þess að auðvelda skipti á gjaldkera. Hann benti líka á að það þarf að skila félagsgjöldum til LSE fyrir 1. nóvember og að það væri best að innheimta félagsgjöld fyrir áramót.

  1. Sighvatur sagði stuttlega frá stöðu hjá LSE. Framkvæmdastjóri LSE er búinn að segja upp, og það er búið að auglýsa starfið. Væntanlega verður hægt að kynna nýjan framkvæmdastjóra á næsta aðalfundi félagsins 13-14 október næstkomandi.

  1. Skýrsla stjórnar.

Verkefni LSE er að sjá um:

  • möppur, tillögur og önnur gögn í möppur, merkispjöld, og að sjá um skráningu

  • aðalritari

  • borðfána og fána í fánaborg

  • 2 tölvur og USB lykla fyrir ritara

  • pappír, heftara og annað slíkt

  • fyrirlesari fyrir málþingið

  • fyrirlesara fyrir jólatráafundinn (?)

  • prenta boðskort

  • senda auglýsingu á félagsmenn

  • setja auglýsingu í bændablaðið, á heima- og fésbókarsiðu

En verkefni aðildarfélagsins (Félags skógarbænda a Vestfjörðum) vegna aðalfundar eru líka ýmiskonar:

  • Að panta og semja um verð vegna fundaraðstaðar, fundarkaffi, kvöldmat á föstudegi, hádegismat og hátíðarkvöldverði á laugardegi og verð á gistingu.

à Sighvatur er búinn að taka frá Hótelið í Reykjanesi, Ísafjarðardjúpi, og er hann búin að panta og semja um verð. Gisting í tveggja manna herbergi í tvær nætur er 19.700 kr. (9.850 kr. pr. mann) með morgunverði og gisting í eins manna herbergi í tvær nætur, með morgunverði er 26.000 kr. Fundarpakki, sem inniheldur kaffi og með því á fundartíma, kvöldverður á föstudagskvöldinu, hádegismatur á laugardeginum og hátíðarkvöldverður á árshátíð skógarbænda 15.00 kr. pr. mann. Gestirnir panta og greiða bæði gistingu og fundarpakkann beint til hótelsins. En það þarf að staðfesta þetta við Hrönn, framkvæmdastjóra LSE.

  • Fá upplýsingar um aðstöðu fyrir nefndarstörf, skjávarpa, ljósritunarvél, aðgang að prentara og hljóðkerfi.

à Ljósritunarvél og prentari eru ekki við. En það er aðgangur að hljóðkerfi. Það þarf líka að sjá um skjávarpa, og væri hægt að spyrja hvort Sæmund Þorvaldsson væri ekki til í að taka með skjávarpa.

  • Redda fundarstjóra og aðstoðarritara

à Einn möguleiki er að spyrja hvort Halla (Svanshóli) væri til í að vera aðstoðarritari. Ekki er búið að ákveða hver verður fundarstjóri.

  • Að finna aðstoðarfólk við að setja gögn í möppur, taka á móti fundargestum og fara yfir félagatölin.

à Þetta þarf að athuga aðeins betur.

  • Upplýsingar frá svæðinu í möppurnar

à Þetta þarf að athuga aðeins betur, en það væri gaman að hafa upplýsingar um Reykjanesi í möppunni.

  • Er einhver til í að gefa penna?

à Jóhann Björn sagði frá því að það væri kannski hægt að fá penna (og kannski styrk) frá Sparisjóði Strandamanna, og hann mun spá í það.

  • Stangir fyrir fánaborg

à Stangir fyrir fánaborg eru ekki til á Hótelinu í Reykjanesi og það þarf að leysa þetta vandamál.

  • Skippuleggja skógargöngu

à Það verður að skipuleggja skógargöngu á svæðinu. Það var ákveðið að hafa skógargöngu í kringum hótelið, fræðast um saltverkið og fjöruna í Reykjanesi. Sighvatur og Kristín Álfheiður munu hafa samband við mögulega leiðsögumenn.

  • Umsjón með árshátíð, skemmtiatrið, veislustjóri, ræðumann eða konu, tónlist

à Þetta var rætt, og ákveðið að Sighvatur og Kristín Álfheiður ætla að spá í þetta.

  • Bjóða boðsgestum

à Þetta mál var rætt, en ekki ákveðið. En sveitarstjóri Suðavikurhrepps var nefndur sem mögulegur gestur.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl 15.00

Fundargerð rituð af Naomi Bos

Á fundinn mættu: Sighvatur Jón Þórarinsson, Höfða, formaður.

Kristín Álfheiður Arnórsdóttir, Höfða, vegna undirbúnings aðalfundar. Jóhann Björn Arngrímsson, Hólmavík, fráfarandi gjaldkeri. Naomi Bos, Felli, ritari.

36. Stjórnarfundur

Fundargerð

36. Stjórnarfundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum, haldinn að Holti í Önundarfirði,

þann 19. Júní 2017, klukkan 12.30.

Dagskrá:

  1. Farið yfir reikninga siðasta árs og þeir samþykktir af stjórn

  2. Ákveða árgjald félagsins til að leggja fyrir aðalfund

  3. Félagatal – fara yfir

  4. Undirbúa kosingar á aðalfundi

  5. Skýrsla stjórnar

  6. Aðalfundur LSE í Reykjanesi 13. og 14. október í haust

  7. Önnur mál

Sighvatur, formaðurinn félagsins, setti fundinn. Einnig var samþykkt að Naomi Bos myndi skrifa fundargerðina.

  1. Farið yfir reikninga siðasta árs og þeir samþykktir af stjórn.

Farið var yfir reikninga siðasta árs, og sagði Jóhann, gjaldkeri, frá helstu punktunum. Reikningurinn var svo samþykktur og undirritaður af stjórn félagsins.

  1. Ákveða árgjalds félagsins til að leggja fyrir aðalfund.

Þar sem ársgjöld LSE hafa hækkað, ákvað stjórnin að hækka félagsgjöld upp í 5000 kr/jörð auk 2000kr/félagsmann og að leggja þetta fyrir aðalfund.

  1. Félagatal – fara yfir.

Það var farið yfir félagatal. Félagar samkv. Félagatali voru 87 þann 31. desember 2016. Þrír félagsmönnum létust í árinu. Þrír nýja félagsmenn gengu í félagið.

  1. Undirbúa kosingar á aðalfundi.

Staðan er sú að það þarf að kjósa í átta stöður:

Kosnir 2014 – Jóhann Björn, varamaður Oddný à Þarf að kjósa í stað þeirra. Kosnir 2015 – Naomi Bos, varamaður Halla à þarf ekki að kjósa. Kosnir 2016 – Sighvatur, varamaður ? à Gleymdist að kjósa. Þurfum því núna að kjósa varamann til tveggja ára. Kjósa þarf árlega skoðunar og varaskoðunarmenn. Eins og er, eru Viðar Már og Magnús aðalmenn, en Svanhildur og Svavar Gestsson eru varamenn. Þó það sé ekki í lögum félagsins hefur aðalfundur oft kosið aðila fyrir tilnefningu í stjórn LSE á næsta aðalfundi, sem og varamann.

  1. Sighvatur formaður lagði fyrir skýrslu stjórnar, og var hún samþykkt af stjórn.

  2. Aðalfundur LSE í Reykjanesi 13. og 14. október í haust

Aðalfundur LSE verður haldinn í Reykjanesi þann 13. og 14. október í haust, og er búið að taka frá hótelið þessa daga. Annars þarf að vera í samband við LSE varðandi undirbúninginn. Meðal annars þarf að ákveða umræðuefni fyrir málþing sem verður haldið áður en aðalfundurinn formlegt byrjar. Það væri kannski áhugaverð að hafa ‚Skógrækt á Vestfjörðum‘ sem umræðuefni.

  1. Önnur mál

Hrönn Guðmundsdóttir lagði fyrir að það væri gaman að vera með merki, þar sem Félag Skógarbænda á Vestfjörðum er einasta skógarbænda félagið sem er ekki með merki. Stjórninni fannst það góð ábending, og var ákveðin að tala um þetta á aðalfundinum.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 13.30

Á fundinn mættu:

Sighvatur Jón Þórarinsson, Höfða, formaður Jóhann Björn Arngrímsson, Hólmavík, gjaldkeri Naomi Bos, Felli, ritari Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri LSE

bottom of page