Landssamtök skógareigenda, LSE, standa á tímamótum, en tuttugu ár eru frá stofnun samtakanna.
Í þetta sinn verður aðalfundurinn haldinn í Reykjanesi, í samstarfi við Félag skógarbænda á Vestfjörðum, dagana 13. og 14. október 2017.
Fundurinn hefst kl. 14.00, föstudaginn 13. október, með venjulegum aðalfundarstörfum. Gert verður hlé á fundinum kl. 16.00 og honum svo framhaldið laugardaginn 14. október
kl. 9.00.
Málþing, verður haldið í tengslum við aðalfundinn og hefst það kl. 16.30 á föstudeginum. Þema málþingsins er umhirða skógarins. Einnig verður erindi frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, með yfirskriftinni Auðlindin skógar.
Söguganga og árshátíð. Félag skógarbænda á Vestfjörðum býður fundargestum í sögugöngu eftir aðalfundinn og svo endum við með skemmtilegri árshátíð skógarbænda.
Skráning. Skógarbændur eru hvattir til að skrá sig fyrir 1. október. Skráning er tvíþætt, annars vegar í gistingu á hótelinu á netfangið rnes@rnes.is og hins vegar þarf að skrá sig á aðalfundinn og árshátíðina hjá Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóra LSE í síma
899-9662 eða á netfangið hronn.lse@gmail.com.
Mikilvægt að skrá sig á báðum stöðum, ef gist er á hótelinu.
Verð. Gisting í tveggja manna herbergi í tvær nætur er 19.700 krónur á mann með morgunverði.
Gisting í eins manns herbergi í tvær nætur 26.600 kr. með morgunverði.
Fundarpakki, kr. 15.000 á mann. Innifalið er: Kaffi og með því á fundartíma, kvöldverður á föstudagskvöldinu, hádegisverður á laugardeginum og hátíðarkvöldverður á árshátíð skógarbænda.
Dagskrá aðalfundar og málþingsins verður send út síðar. Nánari upplýsingar veitir Hrönn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri LSE í síma 899-9662 eða á netfangið hronn.lse@gmail.com.
Fólk er hvatt til að hafa með sér sundföt, en í Reykjanesi er besti heiti pottur Evrópu.
Skógarbændur eru hvattir til að taka helgina frá og fjölmenna á fundinn. Efla félagsandann, koma sínum sjónarmiðum á framfæri og skemmta sér í góðum félagsskap.