top of page

Aðalfundur LSE 2017

Aðalfundargerð LSE 2017

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda2017

Haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp

dagana 13. og 14. október 2017.

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda

Dagskrá fundarins:

Föstudagur 13. október

Kl. 14:00 Setning aðalfundar LSE.

Kl. 14:05 Kosning starfsmanna fundarins

Kl. 14:10 Skýrsla stjórnar

Kl. 14:25 Ávörp gesta

Kl. 14:55 Umræða um skýrslu stjórnar

Kl. 15:15 Mál lögð fyrir fundinn og vísað til nefnda

Kl. 16:00 Fundi frestað – kaffihlé

Kl. 16:30 Málþing: Umhirða skógarins / Auðlindin skógrækt.

Kl. 16:30 Arnlín Óladóttir: „Gæði ungskóga“

Kl. 17:00 Björgvin Örn Eggertsson: „Umhirða ungskóga“

Kl. 17:30 Björn Helgi Barkarson: „Auðlindin skógrækt“

Kl. 18:00 Umræður

Kl. 18:30 Matarhlé.

Fundi fram haldið.

Kl. 19:30 Nefndarstörf

Kl. 21 – 22 Fræðsla og erlent samstarf, kynning og umræður. Maríanna Jóhannsdóttir, Hraundís Guðmundsdóttir, Björn B. Jónsson, Björgvin Örn Eggertsson, Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Laugardagur 14. október

Kl. 9:00 Framhald aðalfundar / nefndarstörf – nefndir skila áliti.

Kl. 11:00 Kosningar:

  • Formannskjör

  • Fjórir menn í stjórn

  • Fimm varamenn í stjórn

  • Tveir skoðunarmenn og tveir til vara

Kl. 11:30 Önnur mál.

Kl. 12:30 Fundarlok.

Kl. 12:30 Hádegisverður.

Kl. 14:00 Söguganga um svæðið

Kl. 17:00 Komið í hús.

Kl. 19:00 Fordrykkur

Kl. 19:30 Árshátíð skógarbænda.

  1. Setning aðalfundar.

Formaður Félags skógarbænda á Vestfjörðum Sighvatur Jón Þórarinsson setti fund og bauð gesti velkomna. Minntist á að um afmælisfund væri að ræða eða sá 20. í sögu Landssamtaka skógareigenda.

Sighvatur fól fundarstjóra fundarstjórn.

  1. Kosning starfsmanna fundarins.

Fundarstjóri bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár.

Starfsmenn fundarins skipaðir; Lilja Magnúsdóttir fundarstjóri og Freyja Gunnarsdóttir fundarritari, henni til aðstoðar var skipuð Hallfríður Sigurðardóttir.

  1. Skýrsla stjór nar og reikningar félagsins.

Jóhann Gísli Jóhannsson formaður LSE bauð gesti og félagsmenn velkomna. Jóhann Gísli fór yfir starf samtakanna frá síðasta aðalfundi. Haldnir hafa verið hefðbundir stjórnarfundi og reynt var að spara í tilkostnaði þeirra með því m.a. að funda um fjarfundabúnað. Tillögur frá síðasta aðalfundi fóru í viðeigandi afgreiðslu. Ekki hefur gengið hjá stjórn að ná fundum Umhverfis-og auðlindaráðherra heldur eingöngu aðstoðarkonu ráðherra. Lagðar voru fram ákveðnar spurningar á þeim fundi sem óskað var svara fyrir þennan aðalfund en þau svör hafa ekki borist.

Nokkuð var fundað með Bændasamtökum Íslands (BÍ) vegna álagningar félagsgjalda til BÍ.

Formaður og framkvæmdastjóri LSE mættu á ársfund en BÍ heldur Búnaðþing og ársfundi til skiptis.

Sagði formaður þetta vera í fyrsta skipti sem ekki þyrfti að ekki að væla yfir peningumþar sem samtökin eru komin með fasta fjárveitingu í gegnum Búnaðarlagasamningi en það fjármagn er eyrnarmerkt skógarafurðum, vinnslu og vöruþróun. Uppi voru hugmyndir um að annaðhvort s´raða starfsmann í samráði við Skógræktina eða skipa teymi og sú hugmynd varð ofaná. Sagði formaður að framkvæmdastjóri myndi segja frá teyminu í sínu erindi til fundarins.

Vegvísir af loftlagsvænni landbúnaði er verkefni sem sett var á laggirnar og utanum það heldur starfshópur með fulltrúum frá Umhverfis-og auðlindaráðuneyti og Bændasamtökum Íslands. Eru tvei fulltrúar frá BÍ og annar þeirra frá LSE.

Heimasíðan var endurnýjuð og er enn í vinnslu.

Verkefni um afurðamiðstöðvar í hverjum landshluta er enn í gangi en eru mislangt komin eftir landshlutum. LSE reynir að styrkja vinnu aðildarfélaganna eins og hægt er og þar getur teymisvinnan áðurnefnda komið inn.

Sameining skógargeirans hefur gengið ágætlega og LSE átt gott samstarf við Skógræktina. Í lögum um sameininguna er gert ráð fyrir samráði Skógræktar við LSE og fer það samráð fram með samráðsfundum tvisvar á ári.

Formaður biður fundinn að segja til hvað hann vilji að stjórnin ræði um á sameiginlegum fundum Lse og Skógræktinnar en þar koma líka einnig allir formenn skógarbændafélaganna.

LSE tók þátt í Fagráðstefnu skógræktarinnar – afmælishátíð sem var haldin í Hörpu í Reykjavík í tilefni 50 ára afmælis Rannsóknarstöðvarinnar á Mógilsá..

Blaðið „Við skógareigendur“ hefur verið gefið út 2 á ári. Það var gefið út í 7500 eintökum og því var dreift í alla póstkassa í dreifbýli.

Formaður sagði frá þeirri hugmynd sinni að breyta fyrirkomulagi varðandi ritnefnd blaðisins á þann hátt að einn fulltrúa frá öllum landshlutum yrði í ritnefnd til að hafa meiri tengingu til að afla auglýsinga og gefa það út einu sinni á ári og þá koma því út fyrir aðalfund á hverju ári og dreifa í dreifbýli.

Varðandi jólatrjáræktun hvað formaður það skoðun stjórnar LSE að slík tæktun ætti að vera ein tegund skógræktar og útfærast með reglugerð, líkt og skjólbeltarækt þannig að einhverjir færu í rækta jólatré og gera það að alvöru.

Formaður sagði frá að núverandi framkvæmdastjóri samtakanna, Hrönn Guðmundsdóttir, væri að láta af störfum 1. nóvember nk. Starf framkvæmdastjóra var auglýst og komu inn 17 umsóknir. Til samtakanna var ráðinn Hlynur Gauti Sigurðsson. Bauð formaður Hlyn velkominn til starfa og þakkaði jafnframt fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir samstarfið.

Helsta verkefnið er alltaf að fá meiri peningar þar sem verkefni skógarbænda eru í hálfgerðu svelti og farið að valda skemmdum í þeim skógi sem er að vaxa upp.

LSE átti fund með formanni sauðfjárbænda sl. laugardag. Niðurstaðan eða hugmynd sem varð til var að LSE færi í vinnu með sauðfjárbændum varðandi það að sauðfjárbændur færu í meira magni í skógrækt.

Formaður vill að LSE sé í forystu við að koma aðilum að skógrækt í stað þess að láta ganga framhjá samtökunum við slíkar ákvarðanir.

Skýrsla stjórnar fylgir fundargerð.

Fundarstjóri biður kjörbréfanefnd að hefja störf þau Guðmund Sigurðsson og Agnesi Guðbergsdóttur.

  1. Ávörp gesta

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri ávarpaði samkomuna, sagði hann sameininguna ganga ágætlega og enn væri margt í gangi varðandi samræmingu. Sumt tilbúiið en annað enn í þróun.

Vildi hann sérstaklega nefna eitt verkefni sem væri að nálgast lokastig í þróun en það væri samstarf Skógræktarinnar, LSE, Endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslunnar og Skógræktarfélags Íslands um kynningar- og fræðslumál um skógrækt og landgræðslu.

Sagði hann markmiðið að efla faglega þekkingu og færni því við markmiðið sé ekki bara að vilja rækta meiri skóg heldur líka rækta skógareigendur.

Skógræktarstjóri gerði grein fyrir nokkrum mannabreytingum hjá stofnuninni en á Suðurland er kominn nýr skógarvörður, Trausti Jóhannsson og einnig nýr skógræktarráðgjafi, Jón Þór Birgisson.

Hallgrímur Indriðason, sem séð hefur um opinber skipulagsmál Skógræktarinnar undanfarin 13 ár, hætti störfum vegna aldurs nýlega og voru í hans stað ráðnir tveir starfsmenn, Hrefna Jóhannesdóttir í skipulagsmál og Björg Björnsdóttir í stöðu mannauðsstjóra. Sagði skógræktarstjóri að þörf hefði verið fyrir mannauðsstjóra eftir sameininguna því stofnunin vildi líka rækta hæft og gott starfsfólk.

Sagði stofnunina vera missa góðan skógræktarráðgjafa á Vesturlandi og var þar að vísa til nýráðins framkvæmdastjóra LSE en hann sagði það huggun harmi gegn að færi til LSE og skógareigendur um all land fengju að njóta starfskrafta hans. ´

Óskaði Þröstur Hlyni Gauta Sigurðssyni innilega til hamingju og velfarnaðar í nýju starfi um leið og hann þakkaði Hrönn Guðmundsdóttur fyrir frábært samstarf á liðnum árum.

Sagði Þröstur Skógræktina upplifa niðursveiflu í áhuga stjórnvalda á skógrækt sem skjóti nokkuðu skökku við fyrir skógræktarfólk þar sem því finnist rökin fyrir því að fjárfesta í meiri og betri skógum mjög augljós. Skógrækt sé fjárfesting.

Benti hann á gott dæmi þess að skógræktarverkefni kom í stað sauðfjárræktar á innanverðu Héraði þegar skera þurfti niður vegna riðu. Og nú, 30 árum seinna, sé enn blómleg byggð á Héraði. Skógrækt getur klárlega verið hluti af lausn vandans í sauðfjárrækt sem núna blasir við.

Mörg dæmi um land allt séu um að örfoka landi hefur verið breytt í framleiðslumikinn skóg.

Loks er aukin skógrækt besta leiðin til að binda kolefni úr andrúmsloftinu og draga þannig úr hnattrænni hlýnun.

Af hverju þurfum við meiri pening spyr skógræktarstjóri og tiltekur þrjár ástæður fyrir því

Í fyrsta lagi eykst kostnaður ár frá ári, í öðru lagi þarf að klára gróðursetningar samkvæmt eldri samningum og það þarf að gera nýja samninga. Í þriðja lagi eru það vaxandi skógar sem kalla en um þá þarf að hirða.

Við viljum hvort tveggja, meiri og betri skóga og það á ekki að þurfa að velja á milli. Þess vegna verður það að vera okkar sameiginlega markmið og verkefni að auka framlög til skógræktar.

Þrátt fyrir yfirstandandi samdrátt segist skógræktarstjóri líta bjartsýnum augum til framtíðar. Trén vaxa sem aldrei fyrr og framleiðni íslenskra skóga er miklu meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona, bara fyrir tveimur áratugum síðan. Árleg velta af vinnslu og sölu skógarafurða mælist nú í hundruðum milljóna króna þrátt fyrir smæð auðlindarinnar. Annan ágóða af skógum, svo sem vegna útivistar, jarðvegsverndar eða kolefnisbindingar má reikna í milljörðum króna og eykst ár frá ári.

Þetta er þó hvergi nærri nóg að sögn Þrastar. Við getum gert miklu betur og eigim öll að stefna því.

Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands ávarpaði fundinn og færði fundinum kveðjur frá stjórn og starfsmönnum BÍ. Sagði hann mikilvægt fyrir sig að fá að koma á fundi aðildarfélaga sem formann regnhlífasamtaka. Mikið var um að vera hjá BÍ þetta starfsár, undirskrift nýs búvörusamnings í febrúar 2016, fundir til kynningar á samningnum og svo kosning um hann. Einn angi þess var að gera samning við LSE um fjármagn. Almenn ánægja er með þann hluta búvörusamnings sem fjallar um skógrækt þó ansi hvassar umræður hafi orðið meðal stjórnmálamanna og fleiri um búvörusamninginn.

Ringulreið í stjórnmálum tefur mikið og mörg verkefni bíða.

Vonar að kosningar framundan muni aflétta því ástandi eins fljótt og auðið er.

Sagði frá samráðshóp – aðgengilegt á vef samtakanna – Fann ekkert um þennan samráðshóp á vef BÍ.

Sindri vakti athygli á að þessi samráðshópur væri ekki í því að endurskoða búvörusamning sú vinna færi fram í samstarfi við stjórnvöld.

Þakkaði Hrönn Guðmundsdóttur samstarfið og óskaði velfarnaðar sem og gestum fundarins.

Björgvin Eggertsson Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands ávarpaði fundinn. Sagðist hafa komið fyrst á fund LSE á Geysi í Haukadal, fyrir 19 árum.

Fór hann yfir það sem væri í gangi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ), sérstaklega þó að því sem snýr að skógrækt. Nýlega væri búið að ráða nýjan rektor, Sæmund Sveinsson, til eins árs.

Búið að vera mikið í gangi við að slípa saman þær þrjár starfstöðvar (Reykir, Hvanneyri, Keldnaholti) sem skólinn er á í dag.

Í farvatninu væri samstarf Skógræktarinna, LSE, Landgræðslunnar og skólans, kannski það fyrsta sem er sjáanlegt er plaggat af fuglum í skógi sem m.a. má sjá á baksíðu blaðsins „Við skógareigendur“. Mun verða áframhald á því að þessar stofnanir gefi út plaggöt og LSE eignist þau.

Þá fór af stað raunfærnimat fyrir skógtækninám Garðyrkjuskólans í Reykjum í samstarfi við Austurbrú sl. vor í fyrsta skipti og mættu 8 manns í námsmat á Reykjum.

Garðyrkjuskólinn tekur inn annað hvert ár. 74 byrjuðu fyrir rúmu ári en um er að ræða tveggja ára nám. Aldrei verið meiri áhugi á þeim brautum sem boðið er uppá að sögn Björgvins.

Björgvin sagði frá þegar skógræktaráfangi í bændadeildinni á Hvanneyri fór af stað 2005, Björgvin sagði það hafa verið skondið að kenna þennan áfanga í byrjun því kannski höfðu 3 af 30 manna bekk áhuga á skógrækt þá. Gekk misvel en tókst þó að opna augu nemenda á því að skógrækt væri viðbót við landnotkun. Þessi áfangi var tekinn út af námsskrá skólans fyrir ekki svo löngu en sé kominn inn aftur og sagðist Björgvin fagna því mjög.

Þakkaði Björgvin Hrönn fyrir frábært samstarf á liðnum árum og bauð nýjan framkvæmdastjóra, Hlyn Gauta Sigurðsson, velkominn til starfa og rakti tengsl hans við LBHI en Hlynur Gauti hefur bæði verið nemandi og kennari við skólann. Þakkar stjórn LSE fyrir gott samstarf og bar kveðjur starfsfólks og nýs rekstors LBHÍ til fundarins.

Hlynur Gauti Sigurðsson nýráðinn framkvæmdastjóri LSE fékk orðið. Sagðist ælta að reyna að vera stuttorður og hnitmiðaður. Kynnti hann sjálfan sig, sagðist vera frá Egilsstöðum, hafa gengið þar menntaskóla og verið þar á skógræktarlínu, í landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri hefði hann lagt stund á umhverfisskipulag og svo á borgarskógfræði og landslagsarkitekt í Kaupmannahöfn (var það kannski í Svíþjóð?). Vann sem skógræktarráðunautur hjá Héraðs-og Austurlandsskógum en eftir flutning á suðvesturhornið fór hann að vinna hjá Skógræktinni á Vesturlandi. Sagðist ekki vera þekktur fyrir að tala í pontu. Væri meira fyrir að koma sínum hugmyndum fram í formi myndrænna forma (vídeó). Þakkaði stjórn fyrir að ráðs sig, er snortin og spenntur fyrir verkefnunum framundan og vonast eftir að eiga góðar stundir með skógarbændum um allt land í nýju starfi.

María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir endurskoðuðum reikningum samtakanna árið 2016.

Niðurstöður rekstrarreiknings;

Rekstrartekjur 9.232.085

Rekstrargjöld 12.288.460

Rekstrartap 3.119.917

Niðurstöður efnahagsreiknings;

Eignir 771.573

Eigið fé 152.763

Eigið fé og skuldir 771.573

Undirritaðir og endurskoðaðir reikningarnir fylgja fundargerð ásamt skýrslu stjórnar.

Hrönn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri LSE kynnti teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar en teymið var skipað í ársbyrjun 2017 og er skipa þremur fulltrúum LSE og þremur fulltrúm Skógræktarinnar. Teymið eða vinna þess fékk nafnið Skógarfang. Búið er að halda 5 fundi þar sem farið hefur verið yfir forgangsröðun verkefna og unnin verkáætlun. Stefnuna má finna í fylgiskjali.

Helstu markmið teymishópsins eru: að móta framtíðarstefnu um afurðar og markaðsmál skógrætkar til langs tíma, að gerð verði viðarmagnsgreining á landsvísu um nýtanlegt magn viðar, að upplýsingar um afurðar og markaðsmál verði aðgengileg á netmiðlum, að stórauka fræðslu um umhirðu skóga, að auka samstarf um kynningarátak „afurðir skógarins“, að sinna gæðamálum og gæðastýringu, að efla vöru og framleiðsluþróun skógarnytja, að skoða grisjunarkostnað með lækkun að leiðarljósi, að marka stefnu í ræktun og sölu jólatrjáa, reglulegir fundir í teymishópnum, að halda reglulega fundi með hagsmunaaðilum í skógrækt og þeim sem sinna úrvinnslu, að yfirlit teymishópsins verði lagt fram árlega.

Sagði Hrönn teymjið einnig hafa skoðað og kynnt sér úrvinnslu á nokkrum stöðum og leitað til sérfræðinga á Mógilsá varðandi möguleika á að vinna viðarmagnsúttekt á landsvísu. Spurning er um leiðir til að fjármagna slíka vinnu. Framundan sé að funa með stjórnum aðildarfélaga LSE og fleira en um spennandi vinnu sé að ræða sem hún vonar að eigi eftir að skila öllum betri skógi og verðmætari vöru.

  1. Umræður um reikninga og skýrslu stjórnar

Guðmundur Sigurðsson frá Vesturlandi þakkar stjórninni fyrir gott starf. Nauðsynlegt fyrir félagsmenn að hafa öfluga og góða starfsstjórn. Vildi nefna blaðið „Við skógareigendur“ og tekur undir tillögu formanns um að gefa það út einu sinni og dreifa ritstjórninni um landið.

Er ánægður með vinnu teymisins sem Hrönn kynnti. Tvö atriði sem LSE verður að efla og sinna – kynningarátak um afurðir og marka stefnu um sölu jólatrjáa. Þakkar Hrönn og býður Hlyn velkomin til starfa.

Jóhann Þórhallsson frá Félagi skógarbænda á Austurlandi kom í pontu þakkar fyrir skýrslu og starf LSE fyrir skógarbændur. Vill spyrja út í vinnuna á síðasta ári um rammaáætlun fjárlaga, 200 milljónir til næstu 5 ára til bændaskógræktar á bújörðum. Mikill samdráttur en samt er verið að tala um að fleiri fari í skógrækt t.d. sauðfjárbændur. Segir hann það göfugt og fallegt að halda við byggð í landinu og atvinnu en stjórnvöld þurfa að standa við þá samninga sem þau gera. Voru gerðar einhverjar athugasemdir við rammáætlunina spyr hann stjórn LSE.

Hvetur bændur til að halda áfram að planta skógi.

Björn Barkarson frá Umhverfis – og auðlindaráðuneytinu steig í pontu og þakkar fyrir að fá að vera viðstaddur fundinn. Kom upp varðandi spurningar sem eiga heima hjá ráðuneytinu. Gagnvart skógrækt hafa fjárframlög ekki náð sömu hæðum og 2008. Nýr veruleiki væri við gerð fjárlaga þar sem verið væri að horfa til lengri tíma. Það sé kostur en eins og fjármálaáætlun lítur út í dag þá er ekki um að ræða miklar breytingar á fjármagni til skógræktargeirans. Sagði að það þyrfti að berjast statt og stöðugt í því að fá fjármagn. Fagnar tillögum eins og frá formanni í skýrslu sinni að sameinast um lausnir í samstarfi – sauðfjárbændur/skógarbændur. Hvatti til að skógarbændur kæmu með mótaðar lausnir til ríkisvaldsins. Skorar á skógarbændur að halda áfram baráttunni og koma sínum skilaboðum til stjórnvalda. Óskar samtökunum til hamingju með nýjan framkvæmdastjóra og þakkar Hrönn fyrir samstarfið.

Lúðvíg Lárusson sagðist verða að nota tækifærið að fagna aðgerðum vegna tillögu 13 frá aðalfundi LSE 2016 en í framhaldi af henni fóru formaður og framkvæmdastjori á fund kolefnisfundar LSE þar sem samþykkt var lögmannsstofan Sókn ehf gerði drög af samningi um vinnu vegna eignarhalds á kolefni og þeim verðmætum sem það skapar. Sagði Lúðvíg hafa komist í samband við háskólanema sem hugsanlega væri hægt að fá til að gera skýrslu um kolefnisbindingu sem væri ódýrari leið en að eyða peningum í lögfræðistofu. Kemur með þá tillögu að stjórnin leggi fyrir 150.000 til nemanda til að vinna slíkt verkefni.

Jóhann Gísli Jóhannsson formaður fór yfir framkomnar umræður og svaraði því sem var beint til stjórnar. Sagðist verða að viðurkenna að stjórn LSE hefur sennilega ekki staðið sig nægilega vel í að ná peningum þar sem um minnkun fjárframlaga er að ræða. Það megi alltaf standa sig betur í slíkum málum en það er erfitt að fá sínu framgengt ef t.d. ráðherrar vilja ekki ræða við samtökin.

Vill að hugmyndin um þátttöku sauðfjárbænda verði sérverkefni með afmörkuðu fjármagni.

Sagði Lúðvíg hafa nefnt tillögu sem flutt var í fyrra. Lögmaður lagði upp ákveðið prógramm varðandi vinnu vegna þeirrar tillögu og stjórn sem mat það sem svo að væri of dýrt. Fagnar því ef hægt er fá einhvern til að skoða þetta, t.d. nema til að komast áfram í kolefnismálum.

Skýrsla stjórnar og reikningar samtakanna bornir upp og samþykktir samhljóða.

  1. Mál lögð fyrir fundinn og vísað til nefnda.

Nefndir sem starfa á fundinum eru:

Allsherjarnefnd – Formaður; Maríanna Jóhannsdóttir

Félagsmálanefnd – Formaður; Hraundís Guðmundsdóttir

Fjárhagsnefnd - Formaður; Margrét Guðmundsdóttir

Fagnefnd – Formaður: Hlynur Gauti Sigurðsson

Kjörbréfanefnd; Guðmundur Sigurðsson og Agnes Þórunn Guðbergsdóttir

Fundarstjóri gaf tillögum númer og vísaði til nefnda.

Tillaga nr. 1

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 13. og 14. október 2017, leggur til að árgjöld til LSE fyrir 2018 verði óbreytt eða kr. 5000 á hverja jörð og kr. 1500 á hvern skráðan félaga. Eindagi félagsgjalda sé 1. nóvember.

Greinargerð:

Tillagan felur í sér sama fyrirkomulag á innheimtu félagsgjalda og á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að innheimt félagsgjöld skili sér til LSE sama ár og þau eru innheimt hjá félögunum.“

Vísað til fjárhagsnefndar

Tillaga nr. 2

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 13. og 14. október 2017, leggur til að stjórnalaun verði óbreytt þ.e. formaður fái greiddar kr. 160.000, gjaldkeri kr. 95.000 og aðrir stjórnarmenn kr. 84.000. Síðan verði greiddir dagpeningar fyrir fundarsetu og nefndarstörf.“

Vísað til fjárhagsnefndar

Tillaga nr. 3

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 13. og 14. október 2017, samþykkir að fela stjórn LSE að ganga frá þátttöku samtakanna um samstarf aðila í fræðslu- og kynningarmálum.

Greinagerð:

Það er mikilvægt fyrir skógarbændur vera þátttakendur í uppbyggingu á fræðslu í greininni. Góð og markviss fræðsla eru undirstaða þess að góður árangur náist í skógrækt.

Vísað til félagsmálanefndar

Tillaga nr. 4

Tillaga frá Stjórn Félags skógarbænda á Norðurlandi í framhaldi af tillögu nr. 5 sem lögð var fram og samþykkt á aðalfundi LSE 2016

LSE beinir því til aðildarfélaganna, að þau finni leiðir til að kanna áhuga á meðal félagsmanna á námskeiðum. Talsverðar umræður urðu um þessi mál og menn sammála um nauðsyn þess að félagsmönnum stæðu til boða námskeið tengd skógrækt. Samfara þeim skipulagsbreytingum sem nú eiga sér stað í skógargeiranum, með tilkomu Skógræktarinnar, hefur verið stofnaður hópur sem hefur það verkefni að gera tillögu að fræðslu- og kynningarmálum. Samþykkt að kanna hvort LSE geti haft aðkomu að þeirri vinnu.

 LSE hefur kynnt aðildarfélögunum, að til umræðu sé að breyta aðalfundarformi samtakanna þannig að á aðalfundi samtakanna verði einungis fulltrúar frá aðildarfélögunum með atkvæðisrétt, en áfram verði fundurinn öllum félagsmönnum opinn. Því er beint til aðildarfélaganna að þau ræði þessa tillögu á meðal sinna félagsmanna. Skiptar skoðanir eru á þessum málum innan stjórnar Félags skógarbænda á Norðurlandi. Samþykkt að taka málið til umræðu á næsta aðalfundi félagsins.

Tillaga:

„Hvert félag eigi að lágmarki þrjá fulltrúa burtséð frá fjölda félagsmanna, auk þess einn fulltrúa fyrir hvert byrjað 100 félagsmanna. Þ.e. 1-100 félagsmenn = 1 fulltrúi til viðbótar, 101-199 = 2 fulltrúar til viðbótar osfrv. Tilnefna skal sama fjölda varamanna á sama hátt og tilnefning aðalmanna.

Greinargerð

Hvert félag setur sér reglur um hvernig fulltrúar á aðalfund skuldu valdir og gefur úr kjörbréf þeim til handa fyrir hvern aðalfund. Hvert félag sendir upplýsingar um sína fulltrúa, aðal- og varamenn innan ákveðins tímaramma til framkvæmdastjóra LSE / formanns stjórnar. Kjörbréfanefnd staðfesti á aðalfundi kjörgengi fulltrúa og upplýsir um það á fundinum. Allir félagsmenn LSE eiga rétt til setu á aðalfundi LSE með málfrelsi og tillögurétt en aðeins fulltrúar fara með atkvæði viðkomandi félags.“

Vísað til allsherjarnefndar og félagsmálanefndar

Tillaga nr. 5

Aðalfundur LSE haldinn 13. og 14. október í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp lýsir yfir eindregnum stuðningi við aukna skógrækt sauðfjárbænda. Með samdrætti í tekjum sauðfjárbænda og útliti fyrir fækkun sauðfjár í landinu er skógrækt áhugaverður kostur til að treysta búsetu. Hún dugir þó ekki ein og sér en getur hjálpað til við að halda byggð í sveitum landsins.

Vísað til allsherjarnefndar

Tillaga nr. 6

Aðalfundur LSE haldinn 13. og 14. október í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp bendir á að ein mesta vá komandi ára er hlýnun andrúmslofts og er brennsla jarðefnaeldsneytis mesti skaðvaldurinn. Íslensk þjóð með sitt fallega land og mikið magn náttúrulegrar orku á að hafa metnað til að standa í fremstu röð við að draga úr losun koldíoxíðs og er skógrækt áhrifarík aðferð til þess. Við ræktun skóga er aðalmarkmið að rækta nytjavið. Það eru þó fleiri jákvæð áhrif af slíkri ræktun og má þar nefna lífmassa sem fellur til á ræktunartímanum, binding jarðvegs og skjól fyrir menn og skepnur.

Vísað til allsherjarnefndarog fagnefndar

Tillaga nr 7

Aðalfundur LSE haldinn 13. og 14. október í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp telur brýnt að koma á betri reglum um slóðagerð á skógræktarsvæðum og verði þar horft til reynslu annarra þjóða. Við skipulagningu svæða verði strax teiknaðir inn slóðar og þeir flokkaðir þannig að mismikið verði í þá lagt eftir væntanlegri notkun og aðstæðum á hverjum stað.

Vísað til fagnefndar

Tillaga nr. 8

Aðafundur LSE haldinn 13. og 14. október í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp telur nauðsynlegt að koma á samræmdu fyrirkomulagi í girðingum þar sem tekið verði tillit til hversu auðvelt/erfitt er að girða viðkomandi land. Girðingarnar umlyki einungis skógræktarsvæði og haldi búfé utan þeirra svo lengi sem þurfa þykir. Eftirlit verði í höndum aðila sem jafnframt beri ábyrgð á að girðingarnar þjóni sínu hlutverki. Bændum verði gefinn kostur á að halda við girðingum á sínum jörðum en það verði tekið út á undan og eftir og greitt fyrir samkvæmt fyrirliggjandi samræmdum töxtum.

Vísað til fagnefndar

Tillaga nr. 9

Aðalfundur LSE haldinn 13. og 14. október í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp vekur athygli á nauðsyn þess að efla áhuga ungs fólks á skógrækt. Í félögum skógarbænda er meðalaldur nokkuð hár eins og í öðrum búgreinum og þar þarf að yngja upp. Hvað eina sem vekur áhuga og byggir upp jákvæða sýn fólks á búgreininni skógrækt, svo sem kynning og fræðsla, námskeið og fleira er til góðs. Samt eru það að öllum líkindum fjárhagslegar forsendur sem eru mikilvægasta atriðið, þannig að vinna við ræktunina stuðli að lífvænlegri afkomu.

Vísað til félagsmálanefndar

Tillaga nr. 10

Aðafundur LSE haldinn 13. og 14. október í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp beinir því til til Umhverfis og auðlindaráðuneytis að það hlutist til um að fjárframlög til skógræktar á bújörðum verði aukið nú þegar.

Greinargerð.

Í hruninu 2008 voru fjárveitingar til skógræktarverkefnanna lækkaðar verulega eins og skiljanlegt er. En þrátt fyrir bættan efnahag á síðustu árum hefur raungildi þessara fjárveitinga farið stöðugt lækkandi.

Á þessum tíma hefur bæst nýr kostnaðarliður við verkefnið á Austurlandi sem er millibilsjöfnun. Sá liður er algerlega nauðsynlegur þáttur í umhirðu skógarins til að hann verði að þeirri auðlind sem lagt var upp með.

Til að reyna að mæta að hluta til þessari þörf fyrir umhirðu, hafa fjárveitingar til nýgróðursetningar verið skornar niður þannig að sá þáttur er kominn langt niður fyrir það sem nauðsynlegt er til að samfella fáist til lengri tíma í skógarnytjarnar. Timburiðnaður sem stendur frammi fyrir áralöngu gati í framboði á hráefni á sér ekki bjarta framtíð.

Nú hefur í raun verið þrengt svo að verkefninu á Austurlandi að fljótlega verðum við að taka ákvörðun um að hætta frekari plöntun, en reyna þess í stað að bjarga sem mestu af þeim skógi sem þegar hefur verið plantað.

Vísað til félagsmálanefnd

Tillaga nr. 11

Aðalfundur LSE haldinn 13. og 14. október í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp samþykkir að hafist verði handa við gerð umhirðuáætlana, handbókar fyrir skógareigendur með það að markmiði að bændur hafi betri yfirsýn yfir þá auðlind sem skógur þeirra er.

Greinargerð Þörfin á að hafa betri yfirsýn yfir skógarauðlindina hefur gjörbreyst á undanförnum árum. Skógarnir hafa stækkað að flatarmáli, tréin eru orðin stærri og nýtanlegt efni úr skógunum eykst. Kaupendum timburs fjölgar og þarfir þeirra eru misjafnar.

Áætlanagerð í skógrækt á Íslandi hefur hingað til aðallega snúist um gerð ræktunaráætlana en nú erum við að komast á þann stað í skógræktinni að gerð umhirðuáætlana fer að verða nauðsynleg. Umhirðuáætlun er handbók fyrir skógareigendur til að hafa betri yfirsýn yfir auðlindina og má segja að hún sé órjúfanlegur hluti af ræktuninni. Í áætluninni ættu vera upplýsingar um ástand skógarins í dag og hvaða skógarreiti á að grisja á komandi árum, hvaða magn og afurðir koma úr grisjunum auk þess sem kostnaður og tekjur eru reiknaðar. Þessar upplýsingar eru mikilvægt hjálpartæki skógareiganda við ákvarðanatöku og skipulagningu umhirðuaðgerða. Venjulega eru umhirðuáætlanir gerðar fyrir 10 ára tímabil. Mikil vinna er framundan hjá skógræktarverkefnunum við gerð þessara áætlana.

Vísað til fagnefndar

Tillaga nr. 12

Aðalfundur LSE haldinn 13. og 14. október í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp leggur til að fyrsta gisjun eða millibilsjöfnun skóga verði gerð fyrr en nú er gert, eða þegar hæð trjáa er um það bil 1,5 m. Með því móti verður mjög dregið úr þeim kostnaði sem hlýst af því þegar verið er að millibilsjafna í skógi sem er orðinn margra metra hár og hægt er að millibilsjafna mun fleiri hektara fyrir þá fjármuni sem ætlaðir eru til verksins.

Greinargerð Í skógrækt þar sem tilgangurinn með ræktuninni er að framleiða afurðir til viðarvinnslu má skipta í 3 hluta. Þeir eru gróðursetningarhluti, umhirðuhluti og endurnýjunarhluti. Ríkið hefur gert samning við skógarbændur um að greiða 97% af kostnaði við gróðursetningarhlutann og fyrstu umhirðu skógarins og vegagerð í umhirðuhlutanum.

Gróðursetning nytjaskóga er aðeins fyrsta handtakið og það auðveldasta af mörgum áður en skógurinn er endurnýjaður og gróðursett er í svæðið aftur. Umfangsmesti og dýrasti hluti skógræktarinnar er fyrsta grisjun skógarins og vegagerð í umhirðuhlutanum. Þessar framkvæmdir eru stór kostnaðarliður og litlar eða engar tekjur koma á móti. Fyrsta umhirða skógarins er einnig sú mikilvægasta því þá eru valdir þeir einstaklingar sem eiga að gefa tekjur í framtíðinni. Gera þarf stofnvegi og slóða svo að við grisjun skóganna sé hægt að koma því efni sem fellur til á hagkvæman hátt út úr skógi og að vegi þar sem flutningabíll getur nálgast efnið og flutt í úrvinnslu.

Einn aðal tilgangur hefðbundinnar grisjunar skóga er að skapa eins verðmætan skóg eins fljótt og mögulegt er og að nýta við af trjám sem annars myndu drepast vegna ljósleysis og rotna í skóginum væri hann ekki grisjaður. Vaxtarskilyrðin fyrir þau tré sem eru af bestu gæðum og hafa mestan vaxtarþrótt eru bætt með því að fjarlægja (grisja) tré sem keppa við þau um ljós, næringu og vaxtarrými. Grisjun eykur ekki heildarviðarframleiðsluna heldur stuðlar hún að eins verðmætri og hagkvæmri viðarframleiðslu og hægt er. Grisjun eykur, ef rétt er af henni staðið, viðnámsþrótt skógarins gegn skemmdum af völdum veðurs s.s. snjóa, stormviðra og sjúkdómum. En grisjun er vandmeðfarin framkvæmd og getur haft þveröfug áhrif ef ekki er rétt af henni staðið. Mikil hætta er á því að skógur sem grisjaður er of seint verði fyrir skakkaföllum vegna þess að eftirstandandi tré velta um koll eða brotna vegna vinds og/eða snjóþyngsla.

Til að auðvelda aðgengi útvistarskóga þarf líka að huga að grisjun í þeim. Ógrisjaðir skógar eru oftast torfarnir og í sumum tilvikum ómanngengir.

Vísað til fagnefndar

Tillaga nr. 13

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 13. og 14. október 2017, skorar á samtökin að leggja fram tillögur um stóraukna skógrækt á Íslandi til að mæta betur markmiðum Íslands í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið sem Ísland er aðili að.“

Skýringing er: innifalin.

Vísað til félagsmálanefndar

Tillaga nr. 14

,,Fundurinn tekur afstöðu til fjárveitingar til 5. árs nema í lögfræði við Háskólann á Akureyri sem tekur að sér að gera verkefni í eignarétti um eignarhald á kolefnisbindingu sé og verði eign skógarbænda og sé skilgreind sem framleiðslueining skógræktar hvers skógarbónda í samræmi við stærð og aldur skóga þeirra og skráðir eru í lögbundna skráningu skv. alþjóðasamningi.

Því verði fjárhagslegur ávinningur hvers skógarbónda. Lagt er til 150.000 kr. fjárveitingu þar sem 100 þúsund kr. verði greiddar en síðustu 50 þúsund kr. veittar ef verkefnið er vel útfært og hagnast samtökunum.

Vísað til fjárhagsnefndar, allherjarnefndar og félagsmálanefndar

Tillaga nr. 15

Fjárhagsætlun 2018

Fjárhagsáætlunin er á sér skjali í fundargögnum

Vísað til fjárhagsnefndar

  1. Fundi frestað, kaffihlé.

Frá kaffi og fram að því matarhléi fór fram Málþing þar sem Arnlín Óladóttir, Björgvin Örn Eggertsson og Björn Helgi Barkarson fluttu erindi og fram fóru umræður um þau.

  1. Nefndarstörf

Nefndir unnu þær tillögur sem til þeirra var visað.

  1. Framhald aðalfundar, nefndir skila áliti.

Kjörbréfanefnd fór yfir þá sem teljast með gild kjörbréf með því að lesa upp nöfn þeirra.

Tillögur frá allsherjarnefnd:

Tillaga nr. 4

Nefndin tók ekki aftöðu til tillögunnar.

Tillaga nr. 5

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 13. og 14. október 2017, lýsir yfir eindregnum stuðningi við aukna skógrækt sauðfjárbænda. Með samdrætti í tekjum sauðfjárbænda og útliti fyrir fækkun sauðfjár í landinu er skógrækt áhugaverður kostur til að treysta búsetu. Hún dugir þó ekki ein og sér en getur hjálpað til við að halda byggð í sveitum landsins. Lagt er til að stjórn LSE vinni með Landsamtökum sauðfjárbænda, Bændasamtökum Íslands og Skógræktinni að útfærslu verkefnisins.“

Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 6

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 13. og 14. október 2017, skorar á íslensk stjórnvöld að auka verulega framlög til skógræktar og standa við gerða samninga við skógarbændur. Fundurinn hvetur stjórnvöld til að vera í forystu vestrænna ríkja sem binda kolefni á öflugan og sjálfbæran hátt.

Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 14

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 13. og 14. október 2017, samþykkir heimild til að greiða 5. árs nema í lögfræði við Háskólann á Akureyri fyrir að gera verkefni um eignarétt kolefnisbindingar í skógrækt. Verkið verði eign LSE. Tilgangurinn er að fá fræðilega úttekt á eignarhaldi kolefnisbindingar. Lagt er til að 150.000 kr. verði greiddar fyrir verkið.“

Samþykkt með meirihluta atkvæða gegn 1.

Um þessa tillögu fóru fram nokkrar umræður en upprunalega tillagan fór í afgreiðslu til þriggja nefnda.

Þröstur Eysteinsson benti á að ekki væri bara um vonda íslensku að ræða í upphaflegu tillögunni heldur væri verið að gefa sér niðurstöðu fyrirfram. Fundarstjóri sendi formenn Allsherjar - og Fjárhagsnefndar til baka með tillögu 14 og bað þá um að koma með skiljanlega tillögu til baka.

Lúðvíg upphaflegum flutningsmanni lýst betur á tillöguna eins og hún er núna.

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir frá Skógræktinni á Vesturlandi spyr hvort hægt sé að eiga slíkt verkefni vegna höfundarréttar.

Þröstur Eysteinsson sagði að búinn væri að falla dómur varðandi slíkt, niðurstaðan var sú að verkið væri eign stofnunarinnar sem lét gera verkið eða keypti það en höfundarrétturinn þess sem vann verkið. Það þarf alltaf að vitna í höfundinn eða fá leyfi hans til að birta verkið í heild.

Tillögur frá Fagnefnd:

Tillaga nr. 7

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 13. og 14. október 2017, telur brýnt að koma á betri reglum um slóðagerð á skógræktarsvæðum og verði þar horft til reynslu annarra þjóða. Við skipulagningu svæða verði strax teiknaðir inn slóðar og þeir flokkaðir þannig að mismikið verði í þá lagt eftir væntanlegri notkun og aðstæðum á hverjum stað.“

Samþykkt samhljóða

Valgerður Jónsdóttir frá Skógræktinni á Norðurlandi bendir á bæði varðandi þessa tillögu og nr. 11 að það vanti hver á að vinna verkið. Spyr hvort ekki þurfi að beina svona tillögum til ákveðinna aðila til umfjöllunar..

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir gott að fá fram hvað skógarbændur vilja svo það má alveg beina tillögum beint til þeirra eða stjórnar LSE til áframhaldandi vinnslu.

Tillaga nr. 8 var ekki afgreidd úr nefnd

Tillaga nr. 11

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 13. og 14. október 2017, samþykkir að hafist verði handa við gerð umhirðuáætlana, handbókar fyrir skógareigendur, með það að markmiði að bændur hafi betri yfirsýn yfir þá auðlind sem skógur þeirra er.

Greinargerð:

Þörfin á að hafa betri yfirsýn yfir skógarauðlindina hefur gjörbreyst á undanförnum árum. Skógarnir hafa stækkað að flatarmáli, trén eru orðin stærri og nýtanlegt efni úr skógunum eykst. Kaupendum timburs fjölgar og þarfir þeirra eru misjafnar.

Áætlanagerð í skógrækt á Íslandi hefur hingað til aðallega snúist um gerð ræktunaráætlana en nú erum við að komast á þann stað í skógræktinni að gerð umhirðuáætlana fer að verða nauðsynleg. Umhirðuáætlun er handbók fyrir skógareigendur til að hafa betri yfirsýn yfir auðlindina og má segja að hún sé órjúfanlegur hluti af ræktuninni. Í áætluninni ættu að vera upplýsingar um ástand skógarins í dag og hvaða skógarreiti á að grisja á komandi árum, hvaða magn og afurðir koma úr grisjunum auk þess sem kostnaður og tekjur eru reiknaðar. Þessar upplýsingar eru mikilvægt hjálpartæki skógareiganda við ákvarðanatöku og skipulagningu umhirðuaðgerða. Venjulega eru umhirðuáætlanir gerðar fyrir 10 ára tímabil. Mikil vinna er framundan hjá skógræktarverkefnunum við gerð þessara áætlana.“

Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 12 ekki afgreidd, efni hennar fellur undir tillögu 11 að mati nefndarinnar.

Tillögur frá Félagsmálanefnd:

Tillaga nr. 3 og 9 voru sameinaðar:

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 13. og 14. október 2017, samþykkir að fela stjórn LSE að ganga frá þátttöku samtakanna um samstarf aðila í fræðslu- og kynningarmálum svo fremi sem fjárhagur samtakanna leyfir.

Greinargerð:

Það er mikilvægt fyrir skógarbændur að vera þátttakendur í uppbyggingu á fræðslu í greininni. Góð og markviss fræðsla er undirstaða þess að góður árangur náist í skógrækt. Í félögum skógarbænda er meðalaldur nokkuð hár eins og í öðrum búgreinum og þar þarf að yngja upp. Hvað eina sem vekur áhuga og byggir upp jákvæða sýn fólks á búgreininni skógrækt, svo sem kynning og fræðsla, námskeið og fleira er til góðs. Samt eru það að öllum líkindum fjárhagslegar forsendur sem eru mikilvægasta atriðið, þannig að vinna við ræktunina stuðli að lífvænlegri afkomu.“

Samþykkt samhljóða

SighvaturJón Þórarinsson frá Félagi skógarbænda á Vestfjörðum benti á að fella orðið samhljóða út úr tillögunni og það samþykkt.

Björn Bj. Jónsson frá Skógræktinni á Suðurlandi sagði frá fundi í síðustu viku þar sem rætt var um þetta samstarf, ekki væri um útgjöld hjá þeim sem eru að taka þátt að ræða nema LSE ber að kosta fulltrúa inn í nefndina. Starfið á að standa undir sér, aðilar eiga ekki að þurfa að borga neitt fyrirfram. Yfirlýsingin er nokkuð negld niður varðandi þetta verðandi samstarf.

Tillaga nr. 4 var dregin til baka eftir nokkrar umræður og því ekki afgreidd

Þröstur Eysteinsson segir Skógræktina þykja vænt um LSE og vill að allt gangi vel. Oft segir hann svona tillögur koma fram vegna þess að fólki finnst eitthvað að núverandi formi en hann hafi ekki heyrt neitt slíkt. Af hverju er þessi tillaga lögð fram?

Jóhann Gísli Jóhannsson formaður segir ekkert vandamál hafa komið upp en umræða hafi komið upp að landshluti gæti fjölmennt á fund og bylt stjórn t.d. Telur að þetta verða til þess að félögin myndu þurfa að greiða fyrir fulltrúa og það réðu félögin varla við eða LSE þyrfti að borga alla. Segir sitt álit að bíða með breytingar á fundaforminu.

Edda Kr. Björnsdóttir frá Félagi skógarbænda á Austurlandi segir aðalfundina vera grasrótina að hittast og segir að vísa ætti þessari tillögu frá þar sem hún byggir á lagabreytingu og þyrfti því að koma með fundarboði mánuði fyrir fund. Finnst það vera styrkur að grasrótin hittist og skiptist á skoðunum við fagmenn.

Valgerður Jónsdóttir frá Skógræktinni á Norðurlandi steig í pontu til að svara fyrir Félag skógarbænda á Norðurlandi sem lagði tillöguna fram. Forsagan væri sú stjórn LSE sendi þetta erindi á öll félögin og Norðlendingar vera eina félagið sem hefur svarað þessu erindi sem sent var. Segir félagið gera sér grein fyrir að um lagabreytingu sé að ræða en meiningin væri að taka þetta til umræðu á fundinum.

Hrönn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri segir rétt að erindið var sent til félaga eftir síðasta aðalfund.

Flutningsmenn draga tillöguna til baka.

Tillaga nr. 10

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 13. og 14. október 2017, samþykkir að stjórn Lse beini því til Umhverfis- og auðlindaráðuneytis að það hlutist til um að fjárframlög til skógræktar á bújörðum verði aukið nú þegar.

Greinargerð:

Í hruninu 2008 voru fjárveitingar til skógræktarverkefnanna lækkaðar verulega eins og skiljanlegt er. Þrátt fyrir bættan efnahag á síðustu árum hefur raungildi þessara fjárveitinga farið stöðugt lækkandi.

Á þessum tíma hefur bæst nýr kostnaðarliður við verkefnið á Austurlandi sem er millibilsjöfnun. Sá liður er algerlega nauðsynlegur þáttur í umhirðu skógarins til að hann verði að þeirri auðlind sem lagt var upp með.

Til að reyna að mæta að hluta til þessari þörf fyrir umhirðu, hafa fjárveitingar til nýgróðursetningar verið skornar niður þannig að sá þáttur er kominn langt niður fyrir það sem nauðsynlegt er til að samfella fáist til lengri tíma í skógarnytjarnar. Timburiðnaður sem stendur frammi fyrir áralöngu gati í framboði á hráefni á sér ekki bjarta framtíð.

Nú hefur í raun verið þrengt svo að verkefninu á Austurlandi að fljótlega verðum við að taka ákvörðun um að hætta frekari plöntun, en reyna þess í stað að bjarga sem mestu af þeim skógi sem þegar hefur verið plantað.“

Samþykkt samhljóða

Margrét Guðmundsdóttur frá Félagi skógarbænda á Vesturlandi finnst margar tillögur vera með sama þema og bendir á hvort ekki væri betra að sameina þær frekar.

Tillaga nr. 13

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 13. og 14. október 2017, vísar því til stjórnar LSE að halda áfram að herja á stjórnvöld að auka skógrækt til að standa við markmið Íslands í loftslagsmálum í samræmi við Parísarsamkomulagið sem Ísland er aðili að.“

Samþykkt samhljóða

Jóhann Gísli vill fá að vita hverjar þessar breyttu áherslur ættu að vera? Telur það gott fyrir stjórnina að vita það.

Þröstur Eysteinsson segir ekkert vera nýtt í þessum efnum. Leiðin er að tala maður á mann, tala við stjórnvöld, halda fundi, gefa út blöð, vekja athygli á málaflokknum þ.e. að hafa óbein áhrif á þá sem ráða einhverju. Nefnir að franskir brændur keyri dráttarvélum niður í bæ, það er þeirra háttur. Hvort það breytir einhverju fyrir þá efast hann um. Segir hann að breyttar áherslur þurfa að koma fram sem mótaðar hugmyndir, stjórn sé engin galdramenn sem úthugsa nýjar útfærslur.

Björn Ármann Ólafsson frá Félagi skógarbænda á Austurlandi telur þetta mikilvægt mál, hann hafi lengi staðið í lobbyisma vegna kolefnisbindingar. Vill að stjórnvöld standi við það að segja að skógrækt sé góð en ekki að kyngja einhverri tilvísun frá ESB.

Fundarstjóri vísaði tillögunni aftur til nefndar til frekari umfjöllunar, fellt var út orðalagið nýjar, breyttar áherslur.

Lúðvíg flutningsmanni upphaflegu tillögunnar lýst betur á tillöguna eftir orðalagslagfæringar.

Tillaga nr. 14

Félagsmálanefnd leggur til að tillögu 14 verði vísað frá.

Frávísunartillagan var felld með 23 atkvæðum gegn 9.

Tillögur frá Fjárhagsnefnd:

Tillaga nr. 1

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 13. og 14. október 2017, leggur til að árgjöld til LSE fyrir 2018 verði óbreytt eða kr. 5000 á hverja jörð og kr. 1500 á hvern skráðan félaga. Eindagi félagsgjalda sé 1. nóvember.

Greinargerð:

Tillagan felur í sér sama fyrirkomulag á innheimtu félagsgjalda og á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að innheimt félagsgjöld skili sér til LSE sama ár og þau eru innheimt hjá félögunum.“

Samþykkt samhljóða

Tillaga nr. 2

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp 13. og 14. október 2017, leggur til að árslaun stjórnar verði eftirfarandi; formaður fái greiddar kr. 190.000, gjaldkeri kr. 125.000 og aðrir stjórnarmenn kr. 114.000. Síðan verði greiddir dagpeningar fyrir fundarsetu og nefndarstörf.“

Samþykkt samhljóða

Björn Bj. Jónsson bað um orðið – bendir stjórnarmönnum á að þeim ber skylda að borga fullan skatt af dagpeningum.

Óskar Bjarnason telur um allt of lágar greiðslur sé að ræða í upphaflegu tillögunni og leggur fram breytingartillögu um að hver liður hækki um kr. 30.000

María Ingvadóttirgjaldkeri stjórnar tekur undir breytingartillögu Óskars og segir samtökin hafa efni á þessari hækkun.

Margrét Guðmundsdóttir formaður nefndarinnar segir ekki hafa farið fram mikil umræðu um launin í nefndinni. Sem formaður segist hún alveg geta stutt breytingartillöguna.

Lára Ellingsen frá FsN spyr hvað varamenn fái borgað sem sitja fundi. Svarið var að þeir fá greidda dagpeninga.

Tillaga nr. 15

Fjárhagsætlun 2018, með þeim tveimur breytingum sem samþykktar tillögur kölluðu á, lögð fram.

Samþykkt samhljóða

  1. Kosningar.

Fundarstjóri fór yfir helstu reglur varðandi kosningar.

Formannskjör:

Fundarstjóri lýsti eftir framboði til formanns. Ekkert mótframboð kom og formaður, Jóhann Gísli Jóhannson, því lýstur sjálfkjörinn með lófataki.

Fjórir menn í stjórn:

Þrír núverandi stjórnarmenn Hraundís Guðmundsdóttir, María E. Ingvadóttir og Sighvatur Jón Þórarinsson gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og Sigrun Þorsteinsdóttir gaf kost á sér sem aðalmaður í stað Agnesar Þórunnar Guðbergsdóttur sem er að ganga úr stjórn. Engin mótframboð komu fram og voru þessir aðalmenn til stjórnar kjörnir með lófaklappi.

Fimm varamenn í stjórn

Þrír núverandi varamenn Björn Ármann Ólafsson, Bergþóra Jónsdóttir og Sigríður Hjartar gáfu kost á sér til áfram og Sigurlína J. Jóhannsdóttir í stað Sigrúnar Þorsteinsdóttur og Naomi Bos í stað Jóhanns Björns Arngrímssonar sem hættu sem varamenn. Engin mótframboð komu fram og voru þessir varamenn til stjórnar kjörnir með lófaklappi.

Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

Skoðunarmenn tilnefndir Jóhanna H. Sigurðardóttir og Arnar Hjaltason gefa kost á sér. Engin mótframboð. Lýst rétt kjörin.

Kosning tveggja varaskoðunarmanna reikninga.

Varaskoðunarmenn tilnefndir Guðmundur Sigurðsson og Sigurður Jónsson. Gefa kost á sér áfram. Engin mótframboð. Lýst rétt kjörnir.

  1. Önnur mál.

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir bað um orðið og brýndi skógarbændur og alla í framhaldi af málþingi í gær varðandi umhirðu að huga að öryggismálum og tala um þau. Sýndi vídeó sem var tekið við fellingu trés, þar sem allar öryggisreglur voru brotnar.

María Ingvadóttir kvaddi sér hljóðs. Þakkaði Sigríði Júlíu fyrir að hefja máls á öryggismálum, telur að öryggismál séu ekki í nægilega góðu lagi m.a. brunavarnir. Sagði frá fundi í Félagi skógareiganda á Suðurlandi þar sem rætt var um brunamál og á fundinn komu aðilar frá brunavörnum og frá tryggingafélagi. Nefnd er að fjalla um öryggismál og mun bæklingur vera í farveginum.

Valgerður Jónsdóttir biður fólk að merkja við 11. og 12. apríl 2018 á dagatalinu en þá mun Fagráðstefna skógrektar vera haldin í Hofi á Akureyri.

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri segir frá að stofnunin sé í ýmsu erlendu samstarfi m.a. um erfðalyndir trjáa í evrópusamstarfi. Ráðið var breskt fyrirtæki til að taka upp vídeó á Íslandi í sumar. Vídeóið hafi verið sýnt víða og hefur vakið athygli þannig að nú hafa fleiri aðilar áhuga á að taka upp myndbönd á Íslandi sem snerta skógrækt – ekki endilega erfðalyndir – heldur t.d. loftlagsmál. Slík fyrirspurn kom til Skógræktinnar um hvort áhugi væri fyrir að taka þátt og hvort það væru ekki einhver vandamál hér á landi varðandi loftslagsbreytingar sem hægt væri að taka á. Síberíulerki að drepast vegna hlýrra loftslags (barrviðaráta) t.d. en þegar farið var að ræða þetta þá komu bara upp jákvæðar afleiðingar loftslagsbreytinga, meiri vöxtur og fleira.

Þröstur biður fólk að vera í sambandi ef það dettur eitthvað í hug sem fellur undir það að varða Ísland og vera tengt vandamálum í skógrækt sem mætti rekja til loftslagsmála og hvernig skógarbændur fást við vandamálið.

Daníel Þórarinsson frá Vesturlandi segir gott að vera bjartsýn og vera ekki að horfa á vandamálin. Nefnir þó eitt í sambandi við hlýnuna sem neikvætt og hugsanlegt atriði í vídeó – árás skordýra á birkið.

Björgvin Eggertsson svarar því hvar hægt væri að kaupa stöng til mælinga á flatarmáli/þéttleika – benti á sænska vefsíðu www.skogma.se

Talaði um öryggismál og hvernig farið er yfir þau á þeim námskeiðum sem Endurmenntun heldur t.d. í trjáfellingum. Hvetur til notkunar á öryggistækjum.

Edda Sigurdís Oddsdóttir talaði um nýju skordýrin sem eru að berast vegna hlýnunar. Sagði hún að kvæmatilraun væri í gangi í birki þar sem væri verið að skoða hvort hægt sé með vali á réttu erfðaefni að forðast þetta. Svo er spurning hvort eigi að fara að flytja inn náttúrulegan fjanda til að halda kvikindunum niðri. Það séu kostir og gallar við hlýnun, hlýnunin hjálpar til við vöxt og engar skyndilausnir séu til.

Fundarstjóri hvatti fólk til að sýna ábyrga hegðun í umgengndi við skóga með tilliti til þess að bera ekki smit með sér til landsins eða innanlands.

Barði í Hestfirði – tók eftir því snemma sumars að óværa kom á villta birkið í 150 – 200 metra hæð en ekkert sást á gróðursetta birkinu en það kom þegar fór að hausta eins og seinni bylgja óværu kæmi þá. Náði hvorki föðurnafninu eða almennilegu samhengi þarna.

Sæmundur Kr. Þorvaldsson frá Skógræktinni á Vesturlandi ræddi um óværuna í birkinu. Ryðsveppur í birki hefði verið snemma á ferðinni en fluga seinna á ferðinni.

Hrönn Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri sýndi nýju síðuna www.skogarbondi.is sem er verið að byggja upp. Hvetur fólk til að senda inn myndir, fréttir og frásagnir. Minntist líka á blaðið „Við skógareigendur“ og beinir því til stjórna aðildarfélaga að uppfæra netfangalista og heimilisfangalista félagsmanna.

Notaði tækifærið til að þakka fyrir samstarfið, gefandi samskipti og viðkynningu.

Björgvin Eggertsson talaði um að heimasíður skógræktargeirans væru misgóðar en nokkrar mjög fínar, benti t.d. á útgáfu og fræðslu á síðu Skógræktarinnar. Hvetur fólk til að leita og skoða, mikill fróðleikur sem fólk getur nálgast sjálf.

Hlynur Gauti Sigurðsson sýndi vídeó af síðu Skógræktarinnar um barrviðarátu á lerki.

María Ingvadóttir f.h. Félags skógareiganda á Suðurlandi býður fólk velkomið til aðalfundar á Suðurlandi að ári. Notar tækifærið til að þakka Hrönn fyrir frábært samstarf og býður Hlyn Gauta velkominn til starfa. Þakkar fyrir góðan fund.

Fundarstjóri kynnti það sem fram færi síðar í dag eftir aðalfund. Söguganga og árshátíð. Þakkaði góðan fund. Biður félögin að fara heim með það í nesti að vinna tillögur betur.

  1. Aðalfundi slitið.

Formaður, Jóhann Gísli Jóhannsson, steig í pontu og þakkaði fyrir þann stuðning sem hann fékk í formannskjöri. Mælist samt til þess að það fari alltaf fram kosning en ekki sé kosið með lófaklappi.

Þakkaði starfsfólki og Vestfirðingum góðan viðgjörning. Þakkar starfsmönnum Skógræktarinnar og LBHÍ fyrir að vera á fundinum, það skipti miklu máli að hafa fagmennina með.

Þakkaði formaður Agnesi setu í stjórn og bauð nýjan stjórnarmann og varamenn velkomna. Þakkar Hrönn fyrir gott samstarf.

Að svo sögðu sleit formaður fundi og óskaði fundarmönnum góðrar ferðar og góðrar heimkomu.

Freyja Gunnarsdóttir Hallfríður Sigurðardóttir

(sign) (sign)

bottom of page