Aðalfundur LSE 2017

Aðalfundargerð LSE 2017

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda2017

Haldinn í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp

dagana 13. og 14. október 2017.

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda

Dagskrá fundarins:

Föstudagur 13. október

Kl. 14:00 Setning aðalfundar LSE.

Kl. 14:05 Kosning starfsmanna fundarins

Kl. 14:10 Skýrsla stjórnar

Kl. 14:25 Ávörp gesta

Kl. 14:55 Umræða um skýrslu stjórnar

Kl. 15:15 Mál lögð fyrir fundinn og vísað til nefnda

Kl. 16:00 Fundi frestað – kaffihlé

Kl. 16:30 Málþing: Umhirða skógarins / Auðlindin skógrækt.

Kl. 16:30 Arnlín Óladóttir: „Gæði ungskóga“

Kl. 17:00 Björgvin Örn Eggertsson: „Umhirða ungskóga“

Kl. 17:30 Björn Helgi Barkarson: „Auðlindin skógrækt“

Kl. 18:00 Umræður

Kl. 18:30 Matarhlé.

Fundi fram haldið.

Kl. 19:30 Nefndarstörf

Kl. 21 – 22 Fræðsla og erlent samstarf, kynning og umræður. Maríanna Jóhannsdóttir, Hraundís Guðmundsdóttir, Björn B. Jónsson, Björgvin Örn Eggertsson, Sigríður Jóna Sigurfinnsdóttir og Sigríður Júlía Brynleifsdóttir.

Laugardagur 14. október

Kl. 9:00 Framhald aðalfundar / nefndarstörf – nefndir skila áliti.

Kl. 11:00 Kosningar:

  • Formannskjör

  • Fjórir menn í stjórn

  • Fimm varamenn í stjórn

  • Tveir skoðunarmenn og tveir til vara

Kl. 11:30 Önnur mál.

Kl. 12:30 Fundarlok.

Kl. 12:30 Hádegisverður.

Kl. 14:00 Söguganga um svæðið

Kl. 17:00 Komið í hús.

Kl. 19:00 Fordrykkur

Kl. 19:30 Árshátíð skógarbænda.

  1. Setning aðalfundar.

Formaður Félags skógarbænda á Vestfjörðum Sighvatur Jón Þórarinsson setti fund og bauð gesti velkomna. Minntist á að um afmælisfund væri að ræða eða sá 20. í sögu Landssamtaka skógareigenda.

Sighvatur fól fundarstjóra fundarstjórn.

  1. Kosning starfsmanna fundarins.

Fundarstjóri bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár.

Starfsmenn fundarins skipaðir; Lilja Magnúsdóttir fundarstjóri og Freyja Gunnarsdóttir fundarritari, henni til aðstoðar var skipuð Hallfríður Sigurðardóttir.

  1. Skýrsla stjór nar og reikningar félagsins.

Jóhann Gísli Jóhannsson formaður LSE bauð gesti og félagsmenn velkomna. Jóhann Gísli fór yfir starf samtakanna frá síðasta aðalfundi. Haldnir hafa verið hefðbundir stjórnarfundi og reynt var að spara í tilkostnaði þeirra með því m.a. að funda um fjarfundabúnað. Tillögur frá síðasta aðalfundi fóru í viðeigandi afgreiðslu. Ekki hefur gengið hjá stjórn að ná fundum Umhverfis-og auðlindaráðherra heldur eingöngu aðstoðarkonu ráðherra. Lagðar voru fram ákveðnar spurningar á þeim fundi sem óskað var svara fyrir þennan aðalfund en þau svör hafa ekki borist.

Nokkuð var fundað með Bændasamtökum Íslands (BÍ) vegna álagningar félagsgjalda til BÍ.

Formaður og framkvæmdastjóri LSE mættu á ársfund en BÍ heldur Búnaðþing og ársfundi til skiptis.

Sagði formaður þetta vera í fyrsta skipti sem ekki þyrfti að ekki að væla yfir peningumþar sem samtökin eru komin með fasta fjárveitingu í gegnum Búnaðarlagasamningi en það fjármagn er eyrnarmerkt skógarafurðum, vinnslu og vöruþróun. Uppi voru hugmyndir um að annaðhvort s´raða starfsmann í samráði við Skógræktina eða skipa teymi og sú hugmynd varð ofaná. Sagði formaður að framkvæmdastjóri myndi segja frá teyminu í sínu erindi til fundarins.

Vegvísir af loftlagsvænni landbúnaði er verkefni sem sett var á laggirnar og utanum það heldur starfshópur með fulltrúum frá Umhverfis-og auðlindaráðuneyti og Bændasamtökum Íslands. Eru tvei fulltrúar frá BÍ og annar þeirra frá LSE.

Heimasíðan var endurnýjuð og er enn í vinnslu.

Verkefni um afurðamiðstöðvar í hverjum landshluta er enn í gangi en eru mislangt komin eftir landshlutum. LSE reynir að styrkja vinnu aðildarfélaganna eins og hægt er og þar getur teymisvinnan áðurnefnda komið inn.

Sameining skógargeirans hefur gengið ágætlega og LSE átt gott samstarf við Skógræktina. Í lögum um sameininguna er gert ráð fyrir samráði Skógræktar við LSE og fer það samráð fram með samráðsfundum tvisvar á ári.

Formaður biður fundinn að segja til hvað hann vilji að stjórnin ræði um á sameiginlegum fundum Lse og Skógræktinnar en þar koma líka einnig allir formenn skógarbændafélaganna.

LSE tók þátt í Fagráðstefnu skógræktarinnar – afmælishátíð sem var haldin í Hörpu í Reykjavík í tilefni 50 ára afmælis Rannsóknarstöðvarinnar á Mógilsá..

Blaðið „Við skógareigendur“ hefur verið gefið út 2 á ári. Það var gefið út í 7500 eintökum og því var dreift í alla póstkassa í dreifbýli.

Formaður sagði frá þeirri hugmynd sinni að breyta fyrirkomulagi varðandi ritnefnd blaðisins á þann hátt að einn fulltrúa frá öllum landshlutum yrði í ritnefnd til að hafa meiri tengingu til að afla auglýsinga og gefa það út einu sinni á ári og þá koma því út fyrir aðalfund á hverju ári og dreifa í dreifbýli.

Varðandi jólatrjáræktun hvað formaður það skoðun stjórnar LSE að slík tæktun ætti að vera ein tegund skógræktar og útfærast með reglugerð, líkt og skjólbeltarækt þannig að einhverjir færu í rækta jólatré og gera það að alvöru.

Formaður sagði frá að núverandi framkvæmdastjóri samtakanna, Hrönn Guðmundsdóttir, væri að láta af störfum 1. nóvember nk. Starf framkvæmdastjóra var auglýst og komu inn 17 umsóknir. Til samtakanna var ráðinn Hlynur Gauti Sigurðsson. Bauð formaður Hlyn velkominn til starfa og þakkaði jafnframt fráfarandi framkvæmdastjóra fyrir samstarfið.

Helsta verkefnið er alltaf að fá meiri peningar þar sem verkefni skógarbænda eru í hálfgerðu svelti og farið að valda skemmdum í þeim skógi sem er að vaxa upp.

LSE átti fund með formanni sauðfjárbænda sl. laugardag. Niðurstaðan eða hugmynd sem varð til var að LSE færi í vinnu með sauðfjárbændum varðandi það að sauðfjárbændur færu í meira magni í skógrækt.

Formaður vill að LSE sé í forystu við að koma aðilum að skógrækt í stað þess að láta ganga framhjá samtökunum við slíkar ákvarðanir.

Skýrsla stjórnar fylgir fundargerð.

Fundarstjóri biður kjörbréfanefnd að hefja störf þau Guðmund Sigurðsson og Agnesi Guðbergsdóttur.

  1. Ávörp gesta

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri ávarpaði samkomuna, sagði hann sameininguna ganga ágætlega og enn væri margt í gangi varðandi samræmingu. Sumt tilbúiið en annað enn í þróun.

Vildi hann sérstaklega nefna eitt verkefni sem væri að nálgast lokastig í þróun en það væri samstarf Skógræktarinnar, LSE, Endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslunnar og Skógræktarfélags Íslands um kynningar- og fræðslumál um skógrækt og landgræðslu.

Sagði hann markmiðið að efla faglega þekkingu og færni því við markmiðið sé ekki bara að vilja rækta meiri skóg heldur líka rækta skógareigendur.

Skógræktarstjóri gerði grein fyrir nokkrum mannabreytingum hjá stofnuninni en á Suðurland er kominn nýr skógarvörður, Trausti Jóhannsson og einnig nýr skógræktarráðgjafi, Jón Þór Birgisson.

Hallgrímur Indriðason, sem séð hefur um opinber skipulagsmál Skógræktarinnar undanfarin 13 ár, hætti störfum vegna aldurs nýlega og voru í hans stað ráðnir tveir starfsmenn, Hrefna Jóhannesdóttir í skipulagsmál og Björg Björnsdóttir í stöðu mannauðsstjóra. Sagði skógræktarstjóri að þörf hefði verið fyrir mannauðsstjóra eftir sameininguna því stofnunin vildi líka rækta hæft og gott starfsfólk.

Sagði stofnunina vera missa góðan skógræktarráðgjafa á Vesturlandi og var þar að vísa til nýráðins framkvæmdastjóra LSE en hann sagði það huggun harmi gegn að færi til LSE og skógareigendur um all land fengju að njóta starfskrafta hans. ´

Óskaði Þröstur Hlyni Gauta Sigurðssyni innilega til hamingju og velfarnaðar í nýju starfi um leið og hann þakkaði Hrönn Guðmundsdóttur fyrir frábært samstarf á liðnum árum.

Sagði Þröstur Skógræktina upplifa niðursveiflu í áhuga stjórnvalda á skógrækt sem skjóti nokkuðu skökku við fyrir skógræktarfólk þar sem því finnist rökin fyrir því að fjárfesta í meiri og betri skógum mjög augljós. Skógrækt sé fjárfesting.

Benti hann á gott dæmi þess að skógræktarverkefni kom í stað sauðfjárræktar á innanverðu Héraði þegar skera þurfti niður vegna riðu. Og nú, 30 árum seinna, sé enn blómleg byggð á Héraði. Skógrækt getur klárlega verið hluti af lausn vandans í sauðfjárrækt sem núna blasir við.

Mörg dæmi um land allt séu um að örfoka landi hefur verið breytt í framleiðslumikinn skóg.

Loks er aukin skógrækt besta leiðin til að binda kolefni úr andrúmsloftinu og draga þannig úr hnattrænni hlýnun.

Af hverju þurfum við meiri pening spyr skógræktarstjóri og tiltekur þrjár ástæður fyrir því

Í fyrsta lagi eykst kostnaður ár frá ári, í öðru lagi þarf að klára gróðursetningar samkvæmt eldri samningum og það þarf að gera nýja samninga. Í þriðja lagi eru það vaxandi skógar sem kalla en um þá þarf að hirða.

Við viljum hvort tveggja, meiri og betri skóga og það á ekki að þurfa að velja á milli. Þess vegna verður það að vera okkar sameiginlega markmið og verkefni að auka framlög til skógræktar.

Þrátt fyrir yfirstandandi samdrátt segist skógræktarstjóri líta bjartsýnum augum til framtíðar. Trén vaxa sem aldrei fyrr og framleiðni íslenskra skóga er miklu meiri en bjartsýnustu menn þorðu að vona, bara fyrir tveimur áratugum síðan. Árleg velta af vinnslu og sölu skógarafurða mælist nú í hundruðum milljóna króna þrátt fyrir smæð auðlindarinnar. Annan ágóða af skógum, svo sem vegna útivistar, jarðvegsverndar eða kolefnisbindingar má reikna í milljörðum króna og eykst ár frá ári.

Þetta er þó hvergi nærri nóg að sögn Þrastar. Við getum gert miklu betur og eigim öll að stefna því.

Sindri Sigurgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands ávarpaði fundinn og færði fundinum kveðjur frá stjórn og starfsmönnum BÍ. Sagði hann mikilvægt fyrir sig að fá að koma á fundi aðildarfélaga sem formann regnhlífasamtaka. Mikið var um að vera hjá BÍ þetta starfsár, undirskrift nýs búvörusamnings í febrúar 2016, fundir til kynningar á samningnum og svo kosning um hann. Einn angi þess var að gera samning við LSE um fjármagn. Almenn ánægja er með þann hluta búvörusamnings sem fjallar um skógrækt þó ansi hvassar umræður hafi orðið meðal stjórnmálamanna og fleiri um búvörusamninginn.

Ringulreið í stjórnmálum tefur mikið og mörg verkefni bíða.

Vonar að kosningar framundan muni aflétta því ástandi eins fljótt og auðið er.

Sagði frá samráðshóp – aðgengilegt á vef samtakanna – Fann ekkert um þennan samráðshóp á vef BÍ.

Sindri vakti athygli á að þessi samráðshópur væri ekki í því að endurskoða búvörusamning sú vinna færi fram í samstarfi við stjórnvöld.

Þakkaði Hrönn Guðmundsdóttur samstarfið og óskaði velfarnaðar sem og gestum fundarins.

Björgvin Eggertsson Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands ávarpaði fundinn. Sagðist hafa komið fyrst á fund LSE á Geysi í Haukadal, fyrir 19 árum.

Fór hann yfir það sem væri í gangi hjá Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ), sérstaklega þó að því sem snýr að skógrækt. Nýlega væri búið að ráða nýjan rektor, Sæmund Sveinsson, til eins árs.

Búið að vera mikið í gangi við að slípa saman þær þrjár starfstöðvar (Reykir, Hvanneyri, Keldnaholti) sem skólinn er á í dag.

Í farvatninu væri samstarf Skógræktarinna, LSE, Landgræðslunnar og skólans, kannski það fyrsta sem er sjáanlegt er plaggat af fuglum í skógi sem m.a. má sjá á baksíðu blaðsins „Við skógareigendur“. Mun verða áframhald á því að þessar stofnanir gefi út plaggöt og LSE eignist þau.

Þá fór af stað raunfærnimat fyrir skógtækninám Garðyrkjuskólans í Reykjum í samstarfi við Austurbrú sl. vor í fyrsta skipti og mættu 8 manns í námsmat á Reykjum.

Garðyrkjuskólinn tekur inn annað hvert ár. 74 byrjuðu fyrir rúmu ári en um er að ræða tveggja ára nám. Aldrei verið meiri áhugi á þeim brautum sem boðið er uppá að sögn Björgvins.

Björgvin sagði frá þegar skógræktaráfangi í bændadeildinni á Hvanneyri fór af stað 2005, Björgvin sagði það hafa verið skondið að kenna þennan áfanga í byrjun því kannski höfðu 3 af 30 manna bekk áhuga á skógrækt þá. Gekk misvel en tókst þó að opna augu nemenda á því að skógrækt væri viðbót við landnotkun. Þessi áfangi var tekinn út af námsskrá skólans fyrir ekki svo löngu en sé kominn inn aftur og sagðist Björgvin fagna því mjög.

Þakkaði Björgvin Hrönn fyrir frábært samstarf á liðnum árum og bauð nýjan framkvæmdastjóra, Hlyn Gauta Sigurðsson, velkominn til starfa og rakti tengsl hans við LBHI en Hlynur Gauti hefur bæði verið nemandi og kennari við skólann. Þakkar stjórn LSE fyrir gott samstarf og bar kveðjur starfsfólks og nýs rekstors LBHÍ til fundarins.

Hlynur Gauti Sigurðsson nýráðinn framkvæmdastjóri LSE fékk orðið. Sagðist ælta að reyna að vera stuttorður og hnitmiðaður. Kynnti hann sjálfan sig, sagðist vera frá Egilsstöðum, hafa gengið þar menntaskóla og verið þar á skógræktarlínu, í landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri hefði hann lagt stund á umhverfisskipulag og svo á borgarskógfræði og landslagsarkitekt í Kaupmannahöfn (var það kannski í Svíþjóð?). Vann sem skógræktarráðunautur hjá Héraðs-og Austurlandsskógum en eftir flutning á suðvesturhornið fór hann að vinna hjá Skógræktinni á Vesturlandi. Sagðist ekki vera þekktur fyrir að tala í pontu. Væri meira fyrir að koma sínum hugmyndum fram í formi myndrænna forma (vídeó). Þakkaði stjórn fyrir að ráðs sig, er snortin og spenntur fyrir verkefnunum framundan og vonast eftir að eiga góðar stundir með skógarbændum um allt land í nýju starfi.

María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir endurskoðuðum reikningum samtakanna árið 2016.

Niðurstöður rekstrarreiknings;

Rekstrartekjur 9.232.085

Rekstrargjöld 12.288.460

Rekstrartap 3.119.917

Niðurstöður efnahagsreiknings;

Eignir 771.573

Eigið fé 152.763

Eigið fé og skuldir 771.573

Undirritaðir og endurskoðaðir reikningarnir fylgja fundargerð ásamt skýrslu stjórnar.

</