top of page

Finnlandsferð


Finnlandsferðin mun hefjast í Helsink, svo farið til Joensuu, þaðan til Jyväskylä og svo aftur til Helsinki

30 komast með!!!

Ágæti skógarbóndi – ráðgjafar.

Undanfarna mánuði höfum við unnið að undirbúningi ferðar fyrir skógarbændur og ráðgjafa með áherslu á að kynnast notkunarmöguleikum dráttarvéla við skógarvinnu. Í samvinnu við Valtra og Kesla (framleiðandi af skógarkrönum og fellihausum) erum við búnir að setja saman ferð þar sem blandað er saman áhugaverðum heimsóknum til bænda og fyrirtækja ásamt fræðsluerindum. Tilgangur ferðarinnar er að þáttakendur fái góða mynd af hvernig hægt sé að nýta dráttarvélar á sem hagkvæmastan hátt við fjölbreytta skógarvinnu.

Hámarksfjöldi þáttakenda er 30 og fyrstur kemur fyrstur fær.

Kostnaður við ferðina er kr: 97.000. Innifalið er: Flug, rúta, gisting og fæði nema síðasta daginn.

Skráningur á ferðina er best að senda á tölvupóst: fm@jotunn.is.

Fararstjóri er: Finnbogi Magnússon.

Allar frekari upplýsingar um ferðina veitir Finnbogi Magnússon í síma 4800410

DAGSKRÁ

26.2.2018 Mánudagur

07.30 Brottför frá Keflavík til Helsinki.

12.55 Lending í Helsinki.

13.45 Brottför frá Helsinki með rútu (samlokur og drykkir í rútunni) og ekið til Joensuu með mögulegri heimsókn á leiðinni.

19:30 Komið á hótel í Joensuu.

20:30 Kvöldmatur og Sauna

27.2.2018 Þriðjudagur

08:00 Heimsókn í verksmiðju Kesla

11:00 Heimsókn til skógarbónda

12:00 Hádegismatur.

13.00 Brottför áleiðis til Soulathi með heimsókn til skógarbónda á leiðinni.

18:00 Komið á hótel í Jyväskylä

19:00 Kvöldmatur.

28.2.2018 Miðvikudagur

09:00 Brottför frá hótel til verksmiðju Valtra.

09.30 Verksmiðjuheimsókn hjá Valtra.

11.00 Erindi um hvernig má nota dráttarvélar á hagkvæman og fjölbreytilegan hátt við skógarvinnu.

12:00 Hádegismatur

13:00 Erindi um verðmæti afurða frá grysjun úr ungum skógum.

16:00 Komið á hótel í Jyväskylä.

19:00 Kvöldmatur

01.3.2018 Fimmtudagur

08.00 Brottför frá hóteli til Helsinki.

12.00 Komið á flugvöll

14.20 Brottför frá Helsinki

15.55 Lending í Keflavík

bottom of page