top of page

Framlög afgreidd


Afgreiðsla framlaga á árinu 2017

Í flestum landshlutum gekk ágætlega hjá Skógræktinni, að greiða út framlög til skógarbænda, vegna framkvæmda á árinu 2017. Framkvæmdaliðir eru gróðursetning og áburðargjöf, en einnig verkliðir eins og jarðvinnsla, girðingaviðhald og slóðagerð.

Ekki tókst að gera upp við alla bændur á Suður- og Vesturlandi fyrir áramótin og nokkrir þurftu að leita eftir lánafyrirgreiðslu hjá bönkunum.

Ástæðu þessara tafa má rekja til sameiningar landshlutaverkefnanna og Skógræktar ríkisins á árinu 2016, en 2017 var fyrsta heila ár Skógræktarinnar. Skógræktin innleiddi nýja verkþætti og vinnubrögð við uppgjör til skógarbænda, sem áttu að skila betri árangri og skjótari afgreiðslu. Eins og stundum vill fylgja nýjungum, gekk dæmið ekki alveg upp, en nú er búið að slípa af hnökrana og verður allt kapp lagt á að uppgjör gangi hratt og vel fyrir sig á þessu ári, eins og að var stemmt með stofnun Skógræktarinnar.

Skógræktarstjóri og verkefnastjóri uppgjöra, hafa beðist velvirðingar á hvernig til tókst að þessu sinni.

Skógarbændur, sem aðrir, mega því horfa björtum augum inn í nýtt ár og vona að skógarnir vaxi enn sem fyrr.

bottom of page