top of page

Stjórnarfundir LSE 2018

120. stjórnarfundur

Fundargerð 120. stjórnarfundar

Landssamtök skógareigenda (LSE)

Bændahöll, 6. júní 2018

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE

Hraundís Guðmundsdóttir, varaformaður LSE (í fjarfundarbúnaði)

María E. Ingvadóttir, gjaldkeri LSE

Sighvatur Jón Þórarinsson, ritari LSE (í fjarfundarbúnaði)

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, meðstjórnandi LSE

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari

Fundur hófst kl. 10:15.

1. Landbúnaðarsýning

Hlynur hafði beðið Kolbrúnu Guðmundsdóttur, innanhússarkitekt, að sjá um útstillingu á bás LSE á sýningunni. Hún sat fundinn við þessa umræðu.

Hugmyndir og umræður:

Bekkir og borð: Setbekkjum yrði komið fyrir vítt og breitt um Laugardalshöllina, t.d. innan um aðra bása og við innganga. Bekkirnir yrðu að vera unnir úr viði frá skógarbændum og helst búnir til af þeim líka. Merkingar LSE og framleiðanda yrðu að vera nokkuð áberandi á þeim. Fang, framleiðir bekki eftir íslenskri hönnun en margar gerðir af bekkjum og borðum eru til um allt land. Annars vegar þyrfti að athuga hvaða smiðir hefðu áhuga á að sýna bekkina sína og hins vegar á hvaða básum væri vilji að hafa þá.

Skjáir: Hafa mætti „sjónvarps“skjá, eða skjái, þar sem myndband yrði látlaust í gangi sem sýndi ýmsa starfsemi meðal skógarbænda. Hlynur tekur að sér að útbúa myndböndin.

Veggklæðning: Panill frá Bjarka í Skógarafurðir eða skífur frá Guðmundi á Flúðum gætu þakið vegginn. Auk plöntubakka eða hvað eina.

Lófabæklingur: Hlynur hefur hafið hönnun á litlum bæklingi í umbroti ca. 5 cm. x 5 cm. þar sem eru myndir og stuttur texti af ávinningi af skógi í bland við annan landbúnað og fleira því tengt. Skógræktin og Bændasamtökin hafa sýnt þessu verkefni áhuga.

Súkkulaði: Ekki er vinalegt að stuðla að sykuráti í formi rjómasúkkulaðis þó svo að umbúðir kunni að vera úr skógarafurð (pappír). Tekið var fyrir hugmyndir með að gefa súkkulaði.

Fræðsluerindi: Hlynur hyggst halda stutt erindi á sýningunni um skógmælingar með LiDAR landupplýsingatækni í samvinnu við Svarmi- drónafyrirtæki.

Samvinna: Skógræktin hefur lýst yfir áhuga á samvinnu við undirbúning sýningarinnar. Það getur t.a.m. falið í sér mismunandi áherslur á hvað skal sýna. Stjórn leist ágætlega á.

Þátttakendur: Fáir skógarbændur hafa lýst yfir áhuga á þátttöku enn sem komið er enda lítið verið kallað eftir henni. Maríu og Hlyni falið að gera uppdrátt að bréfi sem formenn félaganna myndu koma áleiðis til félagsmanna. Þar væru tilmæli:

-Þátttökugjald/aðgangseyrir yrði 10.000 kr.

-Sýningarsvæði hvers og eins tæki mið af þátttöku.

-Væntanlega yrðu tveir til þrír einstaklingar sem stæðu vaktina á sýningunni og að þeir yrðu allir að gera öllum afurðum jafnt undir höfði sem og kunna góð skil á starfi LSE.

Kostnaður: Þegar hefur verið greitt 10 % staðfestingargjald fyrir 18 fermetra sýningarsvæði að upphæð 43.850 kr. Ætla má að heildarkostnaður á verkefninu verði hátt í milljón krónur. Ekki hefur verið sótt eftir styrkjum.

2. Yfirlit fyrri fundar

2.1. Fundargerð 119 fundar.

Kvittað var upp á fundargerð síðasta fundar.

2.2. Girðingareglur, tillaga.

Engin skrifleg svör Skógræktarinnar hafa komið við tillögu að girðingareglum sem LSE skilaði fyrir samráðsfund í fyrra.

2.3. Viðarmagnsúttekt á landsvísu

Ætlunin er að nýta styrkinn frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu upp á 1,5 milljón til viðarmagnsúttektar. Landkönnunarfyrirtækið Svarmi (drone-myndatökur), Skógræktin og LSE eru í óformlegu samstarfi um skógmælingar með LiDAR tækni. Svarmi og Verkís hafa keypt tæki sem kemst vonandi í notkun í águst.

2.4. Gróðureldar

Bæklingurinn um gróðurelda er kominn út og hefur verið formlega kynntur. LSE hefur fengið 1200 bæklinga í hendur. Leitað verður til Skógræktarfélags Íslands um samvinnu við dreifingu þar sem (félagatöl) óþarfi þykir að senda marga bæklinga á sama heimilið þar sem sumir félagsmenn LSE eru einnig félagar í skógræktarfélögum.

2.5 Skógarfang

Skógarfang-teymið stefnir á að halda fund á Suðurlandi í ágúst og skoða afurðarmál.

3. Skýrsla framkvæmdastjóra

3.1 Facebook- BOOST

Námskeið í „Viðburðarstjórn í skógrækt“ á Norðurlandi fékk vikuauglýsingu á LSE-Facebook (700 kr.). Ekki varð af námskeiði.

3.2 Hlynur til Brussel 18.maí.

Nýverið fór Hlynur til Brussel og fór á fund með Laura Salo, skrifstofustjóra (office manager) og Hélène Koch, ráðgjafi (CEPF Policy Advisor). Tilgangur fundarins var að kynna sér starf þeirra og minna á okkur hjá LSE.

3.3 Fundur með landbúnaðarráðherra

Fyrir hádegi 9. maí. áttu Jóhann Gísli Jóhannsson, Hlynur Gauti Sigurðsson og Sigurður Eyþórsson (BÍ) fund með Kristjáni Þór Júlíussyni landbúnaðarráðherra og aðstoðarmanni hans, Rebekku Hilmarsdóttur. Fylgt var eftir ályktun sem var samþykkt á Búnaðarþingi 2018.

3.4 Fundur með fulltrúum umhverfisráðherra

Eftir hádegi 9. maí áttu Jóhann Gísli Jóhannsson og Hlynur Gauti Sigurðsson (LSE) fund með Birni Barkarsyni, sérfræðing hjá umhverfisráðuneytinu og Orra Páli Jóhannessyni, aðstoðarmanni umhverfisráðherra. Farið var yfir innspýtingu í jólatrjáarækt og enn brýnt á mikilvægi snemmgrisjunar og lagt til að aukið yrði fjármagn í hvoru tveggja. Nefnd var 120 milljón króna innspýtingu á landsvísu í snemmgrisjun sem þyrfti að koma inn á allra næstu árum ef illa á ekki að fara fyrir ungri auðlindinni. Kolefnismál komu til umræðu og umdeilt eignarhald á þeim. Minnst var á ágætt framtak í aðgerðum á kolefnislosun með uppfyllingu í skurði en bent á að það er mjög umdeilt meðal bænda auk þess sem ávinningur af skógrækt í framræstu landi er árangursríkari leið til að binda kolefni. Að síðustu var komið inn á hið ómögulega, þ.e. að fá samtal samtímis með ráðherrum umhverfis, landbúnaðar og mögulega nýsköpunar.

3.5 Fjárlaganefnd

Fjárlaganefnd boðaði Málafylgjuteymi skógaræktar á fund 16. maí. Aðal inntak fundarins var hvernig betur mætti gera skil á fjármagni frá ríki til skógræktar. Teymið lagði til að taka yrði sérstaklega fram þá fjármuni sem ætti að leggja til skógræktar, en ekki fella það undir umhverfismál. Auk þess benti teymið á hækkandi kolefnisverð á heimsmarkaði (þvert á spár) og umtalsvert meiri ávinning af kolefnisbindingu í asparskógi í Sandlækjarmýri en búist var við, saman ber síðasta erindi af Fagráðstefnu skógræktar á Akureyri fyrir nokkru.

Þann 3. júní kom opinbert nefndarálit.

... 5. Lögð er áhersla á að forgangsraðað sé til skógræktarmála. Framlög til þeirra drógust mjög saman árin eftir bankahrunið en fjárfesting í þeim málaflokki styður við mörg markmið stjórnvalda í umhverfismálum. ...

3.6 Markaðsmál Bændasamtakanna

Bændasamtök Íslands héldu fund 3. maí með aðildarfélögum BÍ. Viðbragðsáætlun (bæklingur) við fjölmiðlaáreiti var kynnt og hefur hún nýst vel þeim sem eru í forystu BÍ.

4. Taxtar

Heimasíða Skógræktarinnar liggur niðri og því eru taxtar, sem Skógræktin gaf út fyrir árið 2018, birtir og aðgengilegir á skogarbondi.is.

Á samráðsfundi, sem haldinn var á Mógilsá 7. mars 2018, skilaði LSE frá sér tillögum um taxta í skógrækt. Tekið var mark á þeim. Þó er ýmsu ósvarað. Skógræktinni verður boðið að halda erindi um taxtamálin á aðalfundi LSE í október. Einnig verður Skógræktinni boðið að halda erindi um árangur af sameiningu Skógræktar ríkisins og Landshlutaverkefnanna sem varð að Skógræktinni árið 2017. Taxtamál verða einnig til umræðu á fyrirhuguðum samráðsfundi LSE og Skógræktarinnar í nóvember.

Hraundís víkur af fundi.

5. Aðalfundur 2018 á Hellu

Freyja Gunnarsdóttir hefur samþykkt að vera aðalritari eins og fyrri ár.

Fyrir fund hafði Sigríður Júlía Brynjólfsdóttir boðið fram erindi frá Félagi kvenna í skógrækt á Norðurlöndum. Samhljómur var að þiggja það boð.

Hlyni er falið að kanna nafnspjöld og nafnspjaldavasa fyrir fundinn.

Upp kom sú hugmynd að breyta fyrirkomulagi stjórnarlauna þannig að laun verði ákveðin fyrir fram á aðalfundum en ekki eftir á eins og nú tíðkast. Einnig að útborgun launa verði tvisvar á árinu, t.d. 1. júní og 1. desember.

6. Ársreikningur og yfirlit

Skrifað var undir Ársreikning 2017.

7. Austurbrú

Reikningur upp á 58.000 kr. barst LSE frá Austurbrú um endurnýjun á samstarfssamningi. Ákveðið var að rifta samstarfssamningnum við Austurbrú 2018. Samstarf hefur verið gott en þar sem engin augljós samstarfsverkefni eru í burðarliðnum er ekki talin þörf fyrir endurnýjun að svo stöddu.

8. Við skógareigendur

Á síðasta stjórnarfundi var ákveðið að kalla til nýrrar ritnefndar skipuð einum frá hverjum landshluta. Komnir eru 3 í ritnefnd. Fulltrúi frá Norðurlandi er Helga Þórðardóttir, frá Vesturlandi er Sigurkarl Stefánsson og frá Vestfjörðum er Kristín Álfheiður Arnórsdóttir.

Ákveðið var að reyna nýja útgáfu á blaðinu „Við skógareigendur“ og verður það ekki gefið út í því broti sem það hefur verið hingað til. Þess í stað verður leitað samstarfs við Bændablaðið um að gefa það út sem „kálf“ í miðju blaðsins, sem yrði minnst 4 síður (4-8-12-16...). Vinna við auglýsingaöflun minnkar eða verður engin fyrir LSE. Dreifing blaðsins nær til fleiri. Mögulegt er að gefa út fleiri „kálfa“ yfir árið með stuttum fyrirvara. Auk „kálfsins“ má senda inn óháðar greinar í blaðið hvenær sem er.

9. Talnagögn frá skógarbændum

Hlynur og Arnór Snorrason hafa unnið að könnun fyrir skógareigendur. Tilgangurinn er að afla gagna um vinnuframlag við skógrækt í hinum ýmsu myndum. Arnóri er falið að safna þessum gögnum vegna Evrópsk utanumhalds. Könnunin er sett upp í Google-Form og verður svarað á netinu. Ákveðið var að leggja höfuð áherslu á að útvega gögn fyrir árið 2017 en viðbúið er að þær verði skeikular. Stefnt er að því að „vinnuframlag 2017“ opni 1. júlí og ljúki 1. ágúst. Vonandi verður önnur könnun, sem snýr að starfi LSE, opnuð 1. september og ljúki 1. okt. og niðurstöður gætu komið til birtingar á aðalfundi á Hellu.

Hlynur sýndi stjórninni drög af uppsetningu könnunarinnar.

10. Önnur mál

10.1 Aðalfundur FSVfj.

Fyrirhugað er að halda aðalfund Félags skógarbænda á Vestfjörðum 30. júní að Hesti í Hestfirði.

10.2 Samstarf um jólatrjáaræktun í Evrópu

Erindi barst frá Else Möller um Evrópusamstarf í jólatrjáarækt. Að sinni var ákveðið var að vera ekki í samstarfi við Jólatrjáaræktendur í Evrópu (The Christmas Tree Grower Council of Europe, CTGCE). Hugsanlega, þegar jólatrjáaframleiðsla verður stærri búgrein, verður forsvaranlegt að vera hluti af CTGCE.

10.3. Kokteilpinnar

Á ráðstefnu um ábyrga matvælaframleiðslu sem var í Hörpu í gær hafði formaður Samtaka iðnaðarins á orði í lokaávarpi að ákall er eftir kokteilpinnum úr íslenskum viði. Stjórn tók þessari áskorun fagnandi og nú er bara vonandi að smávörur sem kokteilpinnar verði að stórum iðnaði á Íslandi.

Næsti stjórnarfundur fyrirhugaður um mánaðamótin ágúst/september.

 

119. stjórnarfundur ​​

Fundargerð 119. stjórnarfundar LSE

Bændahöll, 4. apríl 2018

Fundarmenn:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE

Hraundís Guðmundsdóttir, varaformaður LSE

María E. Ingvadóttir, gjaldkeri LSE

Sighvatur Jón Þórarinsson, ritari LSE

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, meðstjórnandi LSE

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari

Fundur hófst kl 10:10

1. Yfirlit fyrri fundar

1.1. Girðingareglur, tillaga

Tillaga unnin af Sighvati og Hlyni og var send með tölvupósti á Sigríði Júlí Brynleifsdóttur, 6. mars 2018

Girðingareglur, tillaga unnin af Sighvati og Hlyni

Girðingareglur Skógræktarinnar

Athugasemdir LSE

Athugasemdir við tilteknar greinar :

3. grein: Taka þarf tillit til kostnaðar við mismunandi girðingar vegna mismunandi aðstæðna (mis erfið girðingastæði).

Stofnkostnaður verði allur greiddur Þegar girðingin er uppsett og samþykktur.

9.liður: Viðhaldsgjald ( 4% af stofnframlagi ) verði, að fullu, greitt frá öðru ári samnings, svo lengi sem talin er þörf á girðingunni vegna skógræktar og skógareigandi uppfylli að öðru leyti kröfur um friðun innan skógræktargirðingarinnar. Gera ráð fyrir möguleikum á að styrkja bæði rafgirðingar og hefðbundnar net-/gaddavírs- girðingar.

Almennt um girðingareglurnar og girðingar:

Allur stofnkostnaður verði að fullu greiddur þegar girðingin er uppsett og samþykkt og viðhaldsgjald (4% af stofnframlagi) að fullu greitt frá öðru ári eftir samþykkt girðingarinnar og svo lengi sem talin er þörf á.

Þar sem girðingarstæði geta verið mis erfið og þar af leiðandi girðingar mis dýrar er eðlilegt að tekið verði tillit til þess við útreikninga á stofnframlagi til girðinga. Á rýru landi og í fjalllendi henta rafgirðingar vel en í grasgefnu landi mun síður og jafnvel alls ekki. Í girðingareglunum væri æskilegt að möguleiki væri á stofnframlagi til mismunandi girðinga vegna mismunandi aðstæðna eins og að framan er getið.

LSE vill leggja áherslu á að þar sem girðingar eru komnar /þegar girðingar eru komnar, verði veitt fjármunum til gróðursetningar innan þeirra samkvæmt áætlun svo ekki dragist úr hófi að ljúka gróðursetningu innan þeirra. Þar sem fjármagn er takmarkað teljum við að gróðursetning innan girðinga samningsjarða sem þegar eru komnar hafi forgang.

1.2. Landbúnaðarsýning

Bás á sýningunni hefur verið fenginn. Hann verður 18 fermetrar. (sjá nánar í lið 2.8)

1.3. Líf í lundi

Enginn fundur hefur verið boðaður enn.

1.4. Viðarmangsúttekt.

Framleiðnisjóður hafnaði umsókn.

1.5. Fornleifaskráning, kostnaður.

Fyrirspurn var send á lögmann Bændasamtaka Íslands.

2. Skýrsla framkvæmdastjóra

2.1. Fundað með þingnefndum

Málafylgjuteymi (í daglegu tali kallað „lobbý-teymi“) er skipað fulltrúum hjá Skógræktinni, Landssamtökum skógareigenda og Skógræktarfélagi Íslands. Fjögur voru í forsvari út á við, það voru: Hreinn Óskarsson og Sigríður Júlía Brynjólfsdóttir, Jónatan Garðarsson og Hlynur Gauti Sigurðsson. Þau hafa fundað með umhverfis- og auðlindaráðuneyti og fjármálaráðuneyti. Þau fengu góðar viðtökur og skilningur var sýndur málaflutningi þeirra um fjórföldun skógræktar. Auk þess var fundað með umhverfisnefnd Alþingis á Mógilsá þar sem fulltrúar LSE voru Hlynur og Hraundís.

2.2. Hádegisfundur, Alþjóðadagur skóga 2018

Hádegisfundur, sem var í boði skógargeirans, var haldinn á Alþjóðadegi skóga, 21.apríl. þar sem þingmönnum var boðið að koma.

2.3. Spjaldtölva

Á stjórnarfundi 117 var framkvæmdastjóra falið að leita tilboða í spjaldtölvur (iPad), ætlaðar stjórnarmönnum. Ákveðið var að gera ekkert frekar.

2.3. Finnland

Hlynur og Jóhann Gísli fóru til Finnlands í ferð Jötunvéla. Verið er að vinna myndband um ferðina.

2.4. FB- keypti BOOST

Hlynur tók sér leyfi til að auglýsa viðburði á Facebook. Ódýrasta auglýsingin er um 700 kr. (u.þ.b. 100 kr. á dag í eina viku) Nú þegar er búið að auglýsa fyrir 1.700 + 895= 2.595 kr. ísl.

2.5. Styrkumsókn LBHI, Búfjárræktarferð

Þann 21. febrúar fékk Hlynur fyrirspurn hvort LSE vildi styrkja nemendur Landbúnaðarháskólans í búfjárræktarferð, sem átti að fara stuttu síðar. Hlynur afgreiddi málið í flýti og veitti ekki styrk.

Fyrirspurnir af þessu tagi verða að berast með lengri fyrirvara og ef styrkur er samþykktur fer LSE fram á að heimsótt verði skógræktarjörð í ferðinni.

2.6. Hlynur til Brussel 18.maí (gjöf)

Fyrirhugaður er fundur Hlyns með Evrópusamböndum skógareigenda í maí. Gjöf frá LSE verður veitt.

2.7. Skrifstofan í Bændahöll

LSE hefur fengið skrifstofu fyrir framkvæmdastjóra í bændahöllinni.

2.8. Landbúnaðarsýning

Næstu skref þarf að ákveða með stjórnum aðildarfélaganna. Finna þarf félagsmenn sem vilja koma að sýningunni og með hvaða hætti.

2.9. Búnaðarþing, tillagan

Á Bændaþingi var lögð fram tillaga. Hún hljóðar svo...

Skógrækt til framtíðar

Markmið:

Að Ísland verði sjálfbært um timbur, og skógrækt verði stöndug atvinnugrein sem stuðli að eflingu alls landbúnaðar. Skógrækt er árangursrík leið til bindingar kolefnis úr andrúmsloftinu.

Leiðir:

Nýta má fjármagn strax í dag t.d. við undirbúning lands, umhirðu skóga og skipulagningu. Með fjórfaldri aukningu fjármagns til skógræktar er hægt að koma til móts við alþjóðlega loftslagssamninga, efla atvinnu og styrkja búsetu á landsbyggðinni og verða sjálfbær um viðarframleiðslu.

Framgangur:

Bændasamtök Íslands (BÍ), ásamt Landssamtökum skógareigenda (LSE), hefji viðræður við landbúnaðarráðherra um að stórauka skógrækt á lögbýlum á Íslandi.

Ingvar Björnsson, Böðvar Sigvaldi Böðvarsson, Guðrún Gauksdóttir, Hávar Sigtryggsson, Jóhann Gísli Jóhannsson

3. Viðarmagnsúttekt á landsvísu

LSE hefur fengið vilyrði fyrir styrk að upphæð 1,5 milljón kr. frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti fyrir verkefnið „Viðarmagnsúttekt á landsvísu“. Formanni og framkvæmdastjóra var falið að koma með tillögu um ráðstöfun þessa styrks fyrir næsta stjórnarfund.

4. Brunamál og Skógarfang

Björn B. Jónsson kemur inn á fund kl 11:00

4.1. Brunamál

Óskað er eftir 250.000 kr. styrk til prentunar á brunavarnarbæklingi. LSE fær 1200 bæklinga.

Samþykkt samhljóða.

4.2. Skógarfang

Björn gerði grein fyrir starfi vinnuhópsins.

12:05 hádegishlé

12:37 hefst fundur aftur

5. Eldri fundargerðir, birtingarmynd

Málefni fundarins og afgreiðsla mála, eru rituð í fundargerð. Eftir samþykkt fundarmanna verður fundargerð aðgengilegar á heimasíðu.

6. Jólatrjáanefnd, minnisblað

Nefnd, sem skipuð var eftir stjórnarfund 118, hefur skilað af sér minnisblaði. Þar stendur, meðal annars, að tímabundinn stuðningur við verkefni til jólatrjáaræktunar gæti tryggt búgreinina til framtíðar. Ekkert var ákveðið frekar.

7. Við Skógareigendur

Stofnuð verður ritnefnd skipuð einum félagsmanni frá hverju félagi skógareigenda. Stjórnir félaganna skipa nefndarmenn.

8. Samráðsfundur í nóvember

Formenn félaganna verða beðnir að koma saman fyrir aðalfund LSE og ræða hugmyndafræðina á bak við samskipti félaganna og Skógræktarinnar.

9. Talnagögn LHV, SÍ-LSE-SR

Beiðni kom frá Sigríði Júlíu Brynjólfsdóttur (Skógræktin), Arnóri Snorrasyni (Sr.) og Einari Gunnarssyni (Skógræktarfélagi Íslands) um að hittast á Fagráðstefnu sem haldin verður í næstu viku á Akureyri. Hugmyndin var að stjórn LSE og formenn aðildarfélaganna myndu hittast stuttlega og ræða um öflun afurðatalna úr skógum landsins, þar með talið úr skógum skógarbænda. Tími var ekki ákveðinn en vilji var til að hittast.

10. Næsti fundur ákveðinn

Engin ákveðin dagsetning er fyrir næsta stjórnarfund annað en júnímánuður var nefndur.

Fundi slitið kl 15:00

 

118. stjórnarfundur

haldinn í Bændahöllinni 12. feb 2018.

Fundarmenn:

Bergþóra Jónsdóttir, FsV

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE.

Hlynur Gauti Sigurðsson, framkvæmdastjóri LSE/fundarritari

Hraundís Guðmundsdóttir, LSE

María E. Ingvadóttir, LSE/FsS,

Maríanna Jóhannsdóttir, FsA

Sighvatur Jón Þórarinnsson, LSE/FsVf

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, LSE

Sigurlína Jóhanna Jóhannesdóttir, FsN

Fundur hófst kl 11:15

Dagskrá

Girðingamál.......................................................................................................................................................... 1

Skógarfang- Ársyfirlit 2017................................................................................................................................... 1

Landbúnaðarsýning 12-14 okt.............................................................................................................................. 1

Líf í lundi............................................................................................................................................................... 1

Viðarmagnsúttekt................................................................................................................................................. 2

Jóatrjáaræktun..................................................................................................................................................... 2

Sveitafélögin 70.................................................................................................................................................... 2

Heimasíða............................................................................................................................................................. 2

Verktakaekla......................................................................................................................................................... 2

Taxtar 2018........................................................................................................................................................... 2

Grænni skógar...................................................................................................................................................... 2

Við skógareigendur............................................................................................................................................... 2

Önnur mál............................................................................................................................................................. 2

1. Bergþóra, Námskeiðhald...................................................................................................................... 2

2. Maríanna, skógarbændaferð............................................................................................................... 2

Viðbrögð við einstök mál fundarins að fundi loknum.......................................................................................... 3

Girðingamál

LSE leggur til að allur girðingakostnaður verði greiddur af Skógræktinni þegar girðingin er uppsett (vinnuliður og efniskostnaður). Viðhaldskostnaður er einnig greiddur og tekið tillit til álags. Áhersla skal lögð á að flýta gróðursetningu á þeim jörðum sem hafa eldri samninga. Þegar ekki er lengur not fyrir girðingu ber landeigandi ábyrgð á því að fjarlægja hana?

Sighvati og Hlyni er falið að ganga frá tillögu að athugasemdum til Skógræktarinnar miðað við umræður á fundinum og þeim komið á framfæri fyrir samráðsfund LSE og Skógaræktarinnar sem verður 7. mars nk.

Skógarfang- Ársyfirlit 2017

Skýrsla Skógarfangs 2017 kynnt.

Landbúnaðarsýning 12-14 okt.

LSE ætlar að vera með kynningu á sýningunni. Þeir sem ætla að taka þátt taki þátt í kostnaði. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið áfram.

Líf í lundi

„Líf í lundi“ er fyrirbæri sem var búið til í forystu Skógræktarfélags Íslands. Hugmyndin er að efla skógarviðburði vítt og breitt um landið með sameiginlegri auglýsingaherferð og utanumhald. Jóhann fór yfir málin. Skömmu fyrir fund hafði hann hitt Brynjólf Jónsson framkvæmdastjóra SÍ og þar hafi verið ákveðið að athuga frekara samstarf. Hlynur verðu tengiliður LSE og mun mæta á fundi vegna þessa. LSE vill halda þessu á lífi.

Viðarmagnsúttekt

LSE og Skógræktin sóttu um styrk til Framleiðnisjóðs Landbúnaðarins um viðarmagnsúttekt á Landsvísu.

LSE leggur til að Skógrætin kynni sér af alvöru LiDAR tækni og mælingar í skógum landsins við viðarmagnsúttektir.

Jóatrjáaræktun

Á fundi Skógarfangs 8.febrúar var farið yfir mál jólatrjáaræktunar. Þar var lagt til að skipuð yrði nefnd til að fara yfir þessi mál.

Formenn félaganna taka vel í þessa tillögu og munu leggja til einn mann hvert í jólatrjáanefnd. Nefndinni er ætlað að vinna hugmyndavinnu og kanni markaðsmálin en Skógræktin sæi um fagleg ráð

Sveitafélögin 70

Umsóknir til skógaræktar eru misjafnlega afgreiddar meðal sveitafélaga. Hlynur skal hafa samband við lögmann hjá BÍ varðandi hver skal greiða fyrir t.d fornleifaskráningu, lög o.þ.h.

Heimasíða

Hlynur kynnti nefndarmenn fyrir bótum á skogarbondi.is. Einnig bað hann um myndir af stjórnarmeðlimum, fundargerðir og félagalista til að setja á netið.

Verktakaekla

  1. Vinnuöryggi. Nauðsynlegt er að að Skógræktin skipuleggi vinnu verktaka þannig að verktakar viti hvaða verk eru framundan svo þeir geti skipulagt sig og mögulega aðlagað það annarri vinnu sem þeir vinna. Þetta á t.a.m. við um gróðursetningar, girðingar og grisjun.

  2. Lagt er til að verktakar fari á námsskeið svo rétt vinnubrögð séu viðhöfð við gróðursetnu.

Taxtar 2018

Minnt var á að samráðsfundur LSE og Skógræktarinnar verður 7. Mars kl 13:00 á Mógilsá.

Grænni skógar

Vekja má athygli á Grænni skóga námskeiðum meðal félagsmanna. Grænni Skógar III námsröðin er í býgerð.

Við skógareigendur

Rædd var hugmynd formanns á Aðalfundi LSE 2017 um að leggja af núverandi landshlutafyrirkomulag og vinna frekar með ritstjórn af öllu landinu. Á Aðalfundi var þó ekki tekin afstaða. Hlynur setur sig í samband við Lilju og kannar stöðuna.

Önnur mál

  1. Bergþóra, Námskeiðhald

Grænni skógar ætti að vera skyldunám fyrir verðandi skógarbændur.

  1. Maríanna, skógarbændaferð

Maríanna lagði til að skipulögð yrði fagferð fyrir skógarbændur út fyrir landsteinana.

Maríanna og Hraundís munu sjá um erlend samskipti.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl 15.50

Viðbrögð við einstök mál fundarins að fundi loknum

1. Girðingarreglur, tillaga unnin af Sighvati og Hlyni

Girðingarreglur Skógræktarinnar

Athugasemdir LSE

Athugasemdir við tilteknar greinar :

3. grein: Taka þarf tillit til mismunandi girðingarkostnað vegna mismunandi aðstæðna ( mis erfið girðingastæði).

Stofnkostnaður verði allur gr. Þegar girðingin er uppsett og samþ..

9.liður: Viðhaldsgjald ( 4% af stofnframlagi ) verði, að fullu, greitt frá öðru ári samnings, svo lengi sem talin er þörf á girðingunni vegna skógræktar og skógareigandi uppfylli að öðru leiti kröfur um friðun innan skógræktargirðingarinnar. Gera ráð fyrir möguleikum á að styrkja bæði rafgirðingar og hefðbundnar net-/gaddavírs- girðingar.

Almennt um girðingareglurnar og girðingar:

Allur stofnkostnaður verði að fullu greiddur þegar girðingin er uppsett og samþ. og viðhaldsgjald (4% af stofnframlagi ) að fullu gr. frá öðru ári eftir samþ. girðingarinnar og svo lengi sem talin er þörf á.

Þar sem girðingastæði geta verið mis erfið og þar af leiðandi girðingar mis dýrar er eðlilegt að tekið verði tillit til þess við útreikninga á stofnframlagi til girðinga. Á rýru landi og í fjalllendi henta rafgirðingar vel en í grasgefnu landi mun síður og jafnvel alls ekki. Í girðingarreglunum væri æskilegt að möguleiki væri á stofnframlagi til mismunandi girðinga vegna mismunandi aðstæðna eins og að framan er getið.

LSE vill leggja áherslu á að þar sem girðingar eru komnar /þegar girðingar eru komnar, verði veitt fjármunum til gróðursetningar innan þeirra samkvæmt áætlun svo ekki dragist úr hófi að ljúka gróðursetningu innan þeirra. Þar sem fjármagn er takmarkað teljum við að gróðursetning innan girðinga samningsjarða sem þegar eru komnar hafi forgang.

2. Landbúnaðarsýning

Eftir fundinn skoðaði Hlynur málið og hefur fengið 18 fermetra bás fyrir LSE og aðildarfélög. Staðfestingargjald hefur verið greitt. Einnig bað hann um 30 mínútur til fyrirlestrar á ráðstefnunni. Auk þess má LSE leggja til við skreytingar utan við bás, af beiðni Hlyns. Nánar útfært síðar.

3. Viðarmangsúttekt.

Svar barst frá Framleiðnisjóði við umsókn frá barst bréfleiðis skömmu eftir fund. Umsókn var hafnað. Þar stóð: „Í ljósti mikillar eftirspurnar eftir fjármunum sjóðsins víkur þetta verkefni í forgangi.“)

4. Jólatrjáanefnd.

Nefndin er skipuð:

Hrönn Guðmundsdóttur (FSS)

Önnu Ragnarsdóttur (FSN)

Jóhanni Þórhallssyni (FSA)

Sighvati Þórarinssyni (FSVf)

Sólveigu Jónsdóttur (FSV)

5. Fornleifasrkáning, kostnaður.

Fyrirspurn var send á Lögfræðing Bændasamtaka Íslands 27.3 2018. Svar hefur ekki borist

Komdu sæl Guðrún Vaka

Í framhaldi af spjalli okkar í morgun, um réttarstöðu landeiganda, þegar kemur að því að stofna samning til skógræktar með aðstoð frá Skógrækinni.

Létt upprifjun.

Þegar landeigandi vill leggja land undir skógrækt og fá styrk frá Skógræktinni þarf að undirrita samning um tiltekið lands sem alla jafna er 25 hektarar upp í 199 hektarar. Viðkomandi sveitastjórn þarf að veita leyfi fyrir skógræktarframkvæmdum. Sveitafélögin eru mörg og hafa til þessa afgreitt þetta misjafnlega. Sum hafa krafist framkvæmdaleyfis, önnur ekki. Skógræktin leggur þunga áherslu á að það sé á hreinu að réttur til skógræktar sé á tæru hvort sem framkvæmdaleyfishafinn sé sveitafélagið eða landeigandi. Það er sveitafélögum skilt að gera úttekt á fornleifum í sveitafélaginu en sveitafélögin hafa sinnt þeirri skildu misjafnlega vel. Til er dæmi um Sveitafélag hefur krafið landeiganda, sem vill hefja skógrækt, um að hann kosti fornelifaskráningu á sinni jörð, a.m.k. því svæði sem ætlað er undir skógrækt. Hver er réttur landeiganda gagnvart sveitafélagi?

Ég kallaði þennan kafla "létta upphitun" þar sem ég get lengi haldið áfram og vil ég glaður gera, óskirðu þess.

Ef þú telur að ég geti lagt hönd á plóg lætur þú mig vita. Ég er vil gjarnan koma þessu máli í réttan farveg.

Hér að neðan má sjá bókun úr fundargerð stjórnarfundar.

Sveitafélögin 70

Umsóknir til skógaræktar eru misjafnlega afgreiddar meðal sveitafélaga. Hlynur skal hafa samband við lögmann hjá BÍ varðandi hver skal greiða fyrir t.d fornleifaskráningu, lög o.þ.h.

Kveðja

Hlynur Gauti Sigurðsson

framkvæmdastjóri LSE

 

117. stjórnarfundur haldinn í Bændahöllinni 17. jan 2018. Kl 10.00

Mætt voru:

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður,

María Elínborg Ingvadóttir,

Hraundís Guðmundsdóttir,

Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir,

Sighvatur Jón Þórarinsson (í fjarfundabúnaði frá Höfða, Vestfjörðum, Skype),

Hrönn Guðmundsdóttir (yfirgaf fundinn í hádeginu)

Hlynur Gauti Sigurðsson ritaði fundargerð.

Starfsmannamála.

Breytingar á prókúru frá fráfarandi framkvæmdastjóra, Hrönn Guðmundsóttur, til nýs framkvæmdastjóra, Hlyns Gauta Sigurðssonar. Allir samþykkir. Hrönn og Hlynur ganga frá því.b. Símamál. Nýr framkvæmdastjóri sækir um nýtt símanúmer hjá Símanum. Fráfarandi framkvæmdastjóri heldur gamla númerinu. Hrönn fer í málið.c. Tölvumál. Nýr framkvæmdastjóri (Hlynur) mun notast við aðra tölvu en þá sem LSE hefur til eigna. d. Skrifstofuaðstaða. Í Bændahöllinni er ekki laust sem stendur, en þar er æskilegasti kostur fyrir skrifstofu. Hlynur ætlar að leita að öðru skrifstofuhúsnæði til bráðabirgða.e. Akstur og dagpeningar. - Akstur. Jóhann ætlar að kanna taxta hjá bílaleigum og gera samning ef hentar. Notkun eftir þörfum. Akstur á Selfoss á „aðlögunartíma“ framkvæmdastjóra verður samið um milli Jóa og Hlyns á eftir. - Ýmist verða greiddir dagpeningar eða greiddir reikningar. Ákveðið hverju sinni.

Fundarform

Hlynur leggur fram tæknivæddara fundarform. Hugmynd um að hver stjórnarmaður fái spjaldtölvu og að stjórnarfundir fari yfir í Skype fjarfundarbúnað eða annað álíka forrit. Með þessu sparast ferðakostnaður og af verður væntanlega tímasparnaður. Spjaldtölvan myndi einnig nýtast sem skjalageymsla fyrir stjórnarmann. Fundir með hefðbundnu sniði yrðu þó ekki lagðir af, heldur væri þetta viðbót og val stjórnar hverju sinni. Niðurstaða: Hlynur athugar með kaup á spjaldtölvum, forritum og leyfi.

Heimasíðan skogarbondi.is

a. Kanna eignarhald á léninu skogarbondi.is. Hraundís segir lénið vera á okkar nafni. Sjá betur á þessari heimasíðu og skrá inn skogarbondi.is. https://www.isnic.is

b. Hlynur kynnti gróflega eplica hjá Hugsmiðjunni og fór yfir mögulega hýsingu á heimasíðu LSE (skogarbondi.is) hjá þeim. Það er ekki tímabært að velta því fyrir sér á þessum tímapunkti, kannski síðar. Áfram verður stuðst við VIX hýsinguna.

c. Hlynur fór yfir helstu breytingar, sem þegar eru sýnilegar á vefsíðunni, sem og það sem koma skal. Öllum leist vel á og heldur hann áfram þeirri vinnu.

Drög að girðingareglum Skógræktarinnar

Skógræktin lagði fram nýjar girðingareglur. LSE hefur þær til umsagnar og boðið að gera athugasemdir við þær á næsta samráðsfundi með Skógræktinni. Drög Skógræktarinnar hafa verið send formönnum aðildarfélaganna til umsagnar.

Bergþóra, formaður á Vesturlandi, svaraði fyrir fund:Tillögur girðingareglna: Miðað við allt of lágt fjárframlag til skógræktar líst okkur ágætlega á tillögur Skógræktarinnar.Plöntuúthlutun til skógarbænda hefur í mörg ár verið langt undir áætlunum og því margir hektarar girtir og tilbúnir til gróðursetninga.Okkur þykir því mikilvægt að nýta þá fjárfestingu sem þegar hefur verið lögð í girðingar og setja í forgang að gróðursetja innan þeirra.Það er gleðilegt að umsóknum um nýskógrækt fjölgi en miðað við stöðu mála finnst okkur eðlilegt að nýir aðilar, þurfi líka að bíða eftir að fá fullgreitt fyrir girðingarnar.Mikilvægast er að finna leiðir til að nýta fjármagnið sem best. Í framhaldinu voru tvær tillögur ræddar á fundinum.

Tillaga 1: Efniskostnaður, (ekki vinna) við girðingu er greiddur að fullu eftir að girðing er komin upp en vinnuliðurinn greiddur í áföngum eftir framvindu gróðursetningar, miðað við hektara.

Tillaga 2: Allur kostnaður er greiddur út þegar girðingin er komin upp. Það myndi væntanlega þýða að skemmri tíma tæki að fullgróðursetja innan þegar uppsettra girðinga og er það bæði gott fyrir slit/endingartíma á girðingu og fyrir skógrækt hverrar jarðar. Að sama skapi yrðu þeir sem ekki eiga afgirt land, að bíða lengur.Eins og fram kemur í athugasemd formannsins á Vesturlandi, er það hins vegar tilgangslaust að verja stórum fjárhæðum í að girða af land, sem ekki verður hægt að gróðursetja í, fyrr en meira fjármagn fæst til trjáplöntukaupa.

Bókhald

Bókhaldsþjónusta LSE er keypt af KPMG. KPMG hefur unnið vel fyrir félagið, en verðmiðinn hefur þótt full hár. Hlynur og María vinna í málinu, sem verður rætt á næsta fundi. Önnur mál

Finnlandsferð

Jötunvélar bjóða upp á ferð til Finnlands fyrir 30 manns til að skoða skógartæki. Skógarbændur eru hvattir sérstaklega til að fara.

Ógreidd framlög vegna framkvæmda

Skógræktin hefur enn ekki greitt nokkur framlög til skógarbænda á Vesturlandi og Suðurlandi.Stjórn LSE lítur þetta alvarlegum augum og telur algjörlega óásættanlegt. Jóhann og Hlynur ætla á fund skógræktarstjóra og fara yfir málið. Einnig ætlar Hlynur að skrifa frétt um þetta á heimasíðu LSE. Þetta er forkastanlegt.

Kennsla í grunnskólum

Áhugi er á að efla skógarkunnáttu landsmanna á öllum aldursskeiðum. Vilji er meðal LSE stjórnar að vinna með Ólafi Oddssyni hjá Skógræktinni að því efla þetta enn frekar.

Erindi Félags skógarbænda á Austurlandi

Umsókn um styrk vegna:

- Vinna við athugasemd við drög að skógræktarlögum

- Áhersla skógarbænda á Austurlandi Formaður Félags skógarbænda á Austurlandi sækir um styrk til LSE vegna útlagðrar vinnu og kostnaðar Félags skógarbænda á Austurlandi, við gerð athugasemdar við frumvarp um ný skógræktarlög.

Stjórn LSE sendir inn athugasemdir og umsagnir við frumvörp er tengjast hagsmunum skógarbænda og fagnar því, þegar félögin gera það einnig, það sýnir styrk og samstöðu skógarbænda. Þegar félögin hafa sent inn athugasemdir og umsagnir, hafa stjórnir félaganna unnið það verk. Stjórn LSE sér hvorki ástæðu til, né möguleika á að kosta þau verkefni sem stjórnirnar vinna í þágu síns félags. Það sama má segja um önnur verk félaganna, þar sem sjónarmiðum skógarbænda er komið á framfæri, til dæmis með fundum og skrifum, bæði við ráðamenn og almenning.Stjórn LSE telur sér ekki fært að verða við styrkbeiðni Félags skógarbænda á Austurlandi.

Fyrirspurn um styrki

Sigrún spyr út í styrkjafyrirkomulag vegna úrvinnslu skógarafurða, en það er sérstakt átaksverkefni í skógrækt.

Formannafundur

Lagt er til að fundur formanna aðildarfélagana með stjórn og framkvæmdastjóra LSE, verði miðvikudaginn 7. febrúar í Bændahöllinni kl. 11:00 (eða 12. janúar)

Ekki fleira gert og fundi slitið kl 16:00

Það var farið að snjóa.

bottom of page