Nr. 364 27. mars 2015 REGLUGERÐ um (5.) breytingu á reglugerð nr. 189/1990 um innflutning og útflutning á plöntum og plöntuafurðum. 1. gr. Við upptalningu á skaðvöldum í viðauka I með reglugerðinni bætist eftirfarandi: Phytophthora ramorum lyngrós, lerki, eik o.fl. 2. gr. Við viðauka III bætist eftirfarandi: trjáættkvísl sem bannað er að flytja til landsins (fræ eru undanskilin). 12) Þinur (Abies spp.) til áframhaldandi ræktunar. 3. gr. Við viðauka IV bætist nýr liður í plöntur til áframhaldandi ræktunar eða fjölgunar: f) Lyngrósir (Rhododendron spp.) að undanskilinni Rhododendron simsii, má eingöngu flytja inn ef plöntur koma frá vaxtarstað þar sem Phytophthora ramorum finnst ekki. 4. gr. Reglugerð þessi er sett samkvæmt heimild í lögum nr. 51/1981 um varnir gegn sjúkdómum og meindýrum á plöntum og öðlast gildi 1. júní 2015. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, 27. mars 2015. F. h. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ólafur Friðriksson. Baldur Arnar Sigmundsson. __________ B-deild – Útgáfud.: 17. apríl 2015