top of page

Aðalfundir FSVf

Aðalfundur FSVf 2019

Aðalfundur Félag skógarbænda á Vestfjörðum, haldinn í Hlunnindasetrinu á Reykhólum,

laugardaginn 29. Júní 2019 klukkan 12.30.

Dagskrá

Venjuleg aðalfundarstörf.

1. Skýrsla stjórnar.

2. Reikningar lagðir fram

3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga, borið upp til samþykktar

4. Árgjald félagsins.

5. Kosningar.

6. Önnur mál.

Formaður félagsins: Naomi Bos bauð fundargesti velkomna og bauð fundargestum að fá sér súpu og brauð sem Alla ( Kristín Álfheiður) á Höfða sá um. Síðan setti Naomi fundinn og gengið var til dagskrár. Sighvatur var skipaður fundarritari en Naomi stýrði fundi.

Í upphafi fundar bað Naomi viðstadda að rísa úr sætum og minnast félaga okkar er fallið höfðu frá á árinu. Naomi spurði fundargesti hvort einhverjar athugasemdir væru um lögmæti fundarins. Engar athugasemdir voru gerðar og telst fundurinn því lögmætur.

1. Skýrsla stjórnar

Skýrsla stjórnar var lesin af Naomi Bos:

Síðasti aðalfundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum var haldinn að Hesti í Hestfirði þann 30. júní 2018. Á þeim fund þurfti að kjósa um nýjan stjórnarmann fyrir Naomi Bos og varamann hennar, Hallfríði. Þær gáfu báðar aftur kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu og varð stjórnin skipuð sama fólk og árið áður, það er: Sighvatur Jón Þórarinsson, Sólveig Bessa Magnúsdóttir og Naomi Bos. Samkvæmt lögum félagsins skiptir stjórn með sér verkum. Á fyrsta stjórnarfundi félagsins eftir aðalfund var verkaskipting stjórnar ákveðinn þannig að Sighvatur Jón Þórarinsson varð ritari, Sólveig Bessa Magnúsdóttir var áfram gjaldkeri, og Naomi Bos varð formaður.

Haldnir voru tveir bókaðir stjórnarfundir milli aðalfunda. Sá fyrri þann 2. október í Reykjanesi og sá síðari í dag 29. júní hér á Reykhólum. Fyrir utan þessa fundi hafa stjórnarmenn verið mjög mikið í tölvu- og símasambandi eftir efni og ástæðum.

Undirrituð situr í stjórn LSE fyrir hönd skógarbænda á Vestfjörðum, en Sighvatur er varamaður. Þetta var fyrsta árið sem ég sit sem aðalmaður í stjórn LSE, en árið áður var ég varamaður. Sighvatur hefur áður verið aðalmaður í stjórn LSE í 7 ár.

Við vorum búin að bjóða Hlyn, framkvæmdastjóra LSE, á aðalfundinn, en hann gat því miður ekki verið með. Hann sendi okkur þó kynningu sem hann ætlaði að vera með og skulum við kíkja á það og ræða starfsemi LSE seinna.

Eitt sem kom upp fyrir nokkrum mánuðum, var breytt fyrirkomulag um viðhaldsgreiðslur girðinga. Viðbrögð við þessum breytingum var helsta verkefnið sem kom inn á borð hjá okkur á síðasta starfsári. Eins og kom fram í vorbréfinu til bænda frá Skógræktinni, sem ég held að öll ykkar hafa fengið í pósti, eru girðingareglur fyrir nýjum samningum eru núna samræmdar fyrir allt landið. Samkvæmt þessum nýju reglum, verður kostnaður greiddur um leið og búið er að girða, en viðhaldsgreiðslur verða ekki lengur greiddar. Á samráðsfundi milli LSE og Skógræktarinnar í mars, skildum við það svo, að fyrirkomulag vegna viðhaldsgreiðslna eldri samninga væri óbreytt. En svo kom í ljós að það var ekki. Hætt verður með öllu föstum viðhaldsgreiðslum vegna girðinga, en bændur geta eftir sem áður sótt sérstaklega um styrk ef þeir hafa orðið fyrir miklum skaða sem kostar endurnýjun girðinga. Við erum nú ekki mjög sátt við það, og höfum líka fengið póst frá félagsmönnum um þetta. Við höfum þess vegna sent út bréf til að mótmæla þessari breytingu, og að skorað á Skógræktina að upplýsa skógarbændur betur. Ég ætla nú ekki að fjalla meira um það hér, en ég tel það vera mikilvægt að ræða þetta betur á eftir.

Á síðustu áratugum hefur skógrækt breyst mjög mikið: Skógrækt er ekki lengur bara áhugamál, heldur líka atvinnugrein sem og mikilvæg fjárfesting til framtíðar. Mikilvægi skógræktar er ekki bara að binda kolefni, heldur bætir skógrækt lífið á margan hátt.

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki, þar sem við leggjum til bæði vinnu og landið okkar til þess að efla skógrækt. Mér finnst þess vegna að við megum vera stolt að vera hluti af því að skapa betri heima fyrir okkur sjálf sem og komandi kynslóðir. Því saman erum við á réttri leið.

2. Reikningar lagðir fram

Ársreikningur félags var lesinn og skýrður af Sighvati, ritara félagsins, þar sem Sólveig Bessa, gjaldkeri, gat ekki mætt á fundinn. Ársreikningurinn var skoðaður og undirritaður skoðunarmönnum félagsins án athugasemda , og undirritaður af stjórn félagsins.

Eignir félagsins um síðustu áramót er kr. 434.146 innistæðu á bankareikningi, engir ógreiddir reikningar og kr. 43.000 kr. í útistandandi ógr. félagsgjöldum.

3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

Eftir stuttar umræður um skýrslu stjórnar og reikninga félagsins var ársreikningurinn samþykktur.

4. Árgjald félagsins

5. Kosningar

Sighvatur Jón Þórarinsson, stjórnarmaður og Ásvaldur Magnússon varamaður hafa lokið sínu tímabili í stjórn. Sighvatur tilkynnti að gæfi ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Eftir stuttar umræður var stungið uppá Svavari Gestssyni sem aðalmanni í stjórn og Jónu Valgerði Kristjánsdóttur sem varamanni hans. Samþ. Samhljóða. Þau eru þá kosinn til næstu þriggja ára.

Tveir skoðunarmenn: Magnús Rafnsson og Viðar Már Matthíasson, núverandi skoðunarmenn félagsins voru kosnir skoðunarmenn fyrir næsta ár.

Tveir varaskoðunarmenn: Núverandi varamenn (Svanhildur og Sæmundur) voru kosinn varaskoðunarmenn fyrir næsta ár.

6. Önnur mál

Naomi kynnti „Tók um tré“ sem félagið hefur til sölu á kr. 4.000. Félagið fær í sinn hlut kr. 1.000 fyrir hverja selda bók.

Naomi ræddi um breyttar „girðingareglur“ Skógræktarinnar og viðbrögð Félags skógarbænda á Vestfjörðum við þeim. Arnlín tók til máls undir þessum lið og skýrði stuttlega sjónarmið Skógræktarinnar. Tók fram að auðvelt á að vera að sækja um styrk til viðhalds girðinga hafi tjón orðið. Einnig þakkaði hún stjórn félagsins fyrir viðbrögð við girðingareglunum. Naomi telur að misskilningur hafi ríkt milli skógarbænda og Skógræktarinnar varðandi þessi mál.

Almennar umræður um girðingar og girðingamál.

Naomi kynnti starfsemi LSE ( er stjórnarmaður í LSE). Haldnir eru tveir samráðsfundir milli LSE og Skógræktarinnar þar sem meðal annars eru kynntir þeir taxtar sem Skógræktin hyggst borga eftir á komandi ári. Telur að „samtalið“ við Skógræktina mætti vera skýrara til að koma í veg fyrir misskilning milli aðila.

Spurning hvort LSE eigi að vera aðili að „ Landbúnaðarklasanum“ . Kostar kr. 50.000 á ári.

Næsti aðalfundur LSE verður haldinn í Kjarnalundi við Akureyri dagana 11 - 13 október í haust. Málþing sem verður haldið samhliða aðalfundinum mun fjalla um gæðatimbur.

Halla tók til máls og vakti athygli á að dýrt sé fyrir almennan félagsmann að mæta á aðalfund LSE og hvatti til að leita allra leiða til að lækka kostnað vegna aðalfundarins.

Rætt var almennt um framtíð og starfsemi félagsins. Einnig hvort breyta megi tímasetningu aðalfundarins og halda hann fyrr á árinu og hætta að einblína á að halda hann um helgar. Gert er ráð fyrir að næsti aðalfundur félagsins verð haldinn á vestursvæðinu.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 15.00

Eftir fund bauð Tómas Sigurgeirsson skógarbóndi á Reykhólum til skógargöngu.

Á fundinn mættu átta manns.

Sighvatur Jón Þórarinsson,

Naomi Bos,

Kristín Álfheiður

Halla F. Sigurðardóttir

Arnlín Óladóttir

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir

Svavar Gestsson

Guðrún Ágústsdóttir

Aðalfundur FSVf 2018

Aðalfundur Félag skógarbænda á Vestfjörðum, haldinn að Hesti í Hestfirði, laugardaginn 30. Júní 2018 klukkan 12.30.

Dagskrá

Venjuleg aðalfundarstörf.

1. Skýrsla stjórnar.

2. Reikningar lagðir fram

3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga, borið upp til samþykktar

4. Árgjald félagsins.

5. Kosningar.

6. Önnur mál.

7. Framkvæmdastjóri LSE, Hlynur Gauti, gerir ráð fyrir að mæta og kynna starfsemi LSE og hvað er á döfinni á þeim vettvangi. Sigríður Júlía og Kristján frá Skógræktinni verða líka við og halda stutt erindi.

Oddný og Barði buðu uppá súpu og brauð. Næst setti Sighvatur, formaður félagsins, fundinn. Einnig var samþykkt að Naomi Bos myndi skrifa fundargerðina. Aðalfundur er lögmætur ef til hans er boðað með lögmætum hætti. Aðalfundarboð á að senda út með 14 daga fyrirvara, en var núna bara sent út með 10 daga fyrirvara. Aðalfundargestir gerðu ekki athugasemd við þennan tíma og telst aðalfundurinn því lögmætur.

1 Skýrsla stjórnar

Skýrsla félagsins var lesin af Sighvati formanni. Skýrsla stjórnar fylgir hér með:

Í upphafi fundar vil ég minnast félaga okkar sem látist hafa frá síðasta aðalfundi. Vil ég biðja viðstadda að rísa úr sætum.

Síðasti aðalfundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum var haldinn að Holti í Önundarfirði mánudaginn 19. júni á síðast ári. Á þeim fundi þurfti að kjósa um nýjan stjórnarmann fyrir Jóhann Björn, en hann gaf ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu en hann hefur verið í stjórn félagsins sem aðalmaður frá 2007 eftir því sem ég kemst næst. Færum við honum bestu þakkir fyrir óeigingjörn störf í þágu félagsins þar sem hann hefur haldið af festu utan um fjármálin. Í stað Jóhanns var Sólveig Bessa kosin i stjórn. Samkv. 6. gr. í lögum félagsins skipti stjórn með sér verkum að loknum aðalfundi. Sighvatur var áfram formaður, Naomi ritari og Sólveig Bessa tók gjaldkerastarfið.

Haldnir hafa verið tveir bókaðir stjórnarfundir á árinu. Sá fyrri þann 3. September í Reykjanesi og sá síðari í dag þann 30 júní hér á Hesti. Fyrir utan þessa fundi hafa stjórnarmenn verið í tölvu og símasambandi eftir efni og ástæðum.

Undirritaður situr í stjórn LSE fyrir hönd Skógarbænda á Vestfjörðum. Ef mig misminnir ekki eru það orðin 7. ár nú í haust en samkv. lögum LSE er hámarkstími einstaklings til setu í stjórn 8 ár. Hlynur Gauti framkvæmdastjóri LSE mun, vænti ég, segja ykkur frá starfsemi samtakana og ætla ég því ekki að fjalla um þau frekar.

Aðal verkefni Skógarbænda á Vestfjörðum á síðasta ári var að halda aðalfund LSE dagana 13 – 14 október í samstarfi við LSE. Fundurinn var haldinn í Reykjanesi og mættu eitthvað rúmlega 80 manns á fundinn og erum við vel sátt við það. Framkvæmd fundarins var hnökralaus og okkur til sóma að því er ég best veit. Ég vil þakka öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við undirbúning og framkvæmd fundarins en einkum vil ég þakka Öllu fyrir alla þá vinnu er hún lagði í undirbúning og einnig á fundinum sjálfum. Fjárhagslega held ég að við höfum komist vel frá þessu og framlag LSE uppá kr. 350.000 nægði til að borga allan kostnað vegna fundarins en ég var búinn að fá vilyrði um styrk uppá kr. 400.000 ef á þyrfti að halda. Til að þetta gæti gengið fengum við styrk frá fjölmörgum aðilum sem ég vil leyfa mér að nefna hér: Tungu silungur, Harðfiskverkun Finnboga, Ölgerðin, Nettó, Arna(mjólkurvinnsla), Bakarinn, Húsasmiðjan, Sætt og Salt, Vífilfell auk þess sem Sólveig Bessa, Sæmundur, Sighvatur og Alla lögðu öll fram eitt og annað .

Í lokin vil ég leyfa mér að vitna í frétt sem birtist á vef RÚV þann 20 júni síðastliðinn þar sem segir:

„Eyðilegging skóglendis er alþjóðlegur harmleikur, þar sem verið er grafa undan grundvelli jafnvægis í loftslagsmálum,“ sagði Frances Seymor, rannsóknarfélagi við World Resources Institute sem unnið hefur að rannsóknum á skógareyðingu.

„Skóglendi er eina örugga, náttúrulega, sannreynda og raunhæfa kerfið sem við höfum til að binda og geyma kolefni.“

Plöntum fleiri trjám – ræktum meiri skóg. Það er fjárfesting til framtíðar og auður komandi kynslóða.

Höfða 20.06.2018

Sighvatur Jón Þórarinsson

2 Reikningar lagðir fram

Ársreikningur félags var lesinn og skýrður af Sighvati, formanni, þar sem Sólveig Bessa, gjaldkeri, var ekki við. Ársreikningurinn var þegar endurskoðað af einum skoðunarmanni félagsins, og undirritaður af stjórn félagsins. Það sýnist eins og hagnaður félagsins sé mjög hár árið 2017. En þetta einungis sýnist vera svona vegna þess að árgjöld til LSE, sem og nokkrir reikningar tengdir aðalfundi LSE sem haldinn var í Reykjanesi, voru ekki greiddir fyrir en eftir áramót. En eftir áramót var greitt 373.000 kr. til LSE, sem og 208.568 kr. í reikningum tengdum aðalfundi LSE (Bjór 16.960 kr., Reykjanes 144.100 kr., Súkkulaði 47.508 kr.). Það sem ekki kemur fram í ársreikningnum sjálfum, er sundurliðun á rekstrargjöldum og tekjum (sjá fyrir neðan).

Fjárhagsleg staða félagsins í júní 2018, er að félagið er með 434.146 kr. innistæðu í banka, engir ógreiddir reikningar og 91.000 kr. í útistaðandi félagsgjöldum.

3 Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

Eftir stuttar umræður um skýrslu stjórnar og reikninga var ársreikningurinn samþykktur.

4 Árgjald félagsins

Félag Skógarbænda á Vestfjörðum þarf að borga 5000 kr. á jörð, auk 1500 á félagsmann til LSE fyrir árið 2018. Þetta er óbreytt frá í fyrra. Stjórnin lagði til að félagsgjöld yrðu óbreytt, þ.e. 5000 kr. á jörð og 2000 kr. á félagsmann. Samþykktsamhljóða.

5 Kosningar

Kosið var um átta stöður: Ritari: Naomi, ritari, bauð sig fram til næsta 3 ára, og Halla, varamaður, bauð sig líka fram sem varamaður til næstu 3. ára. Þetta var samþykkt með lofaklappi. Tveir skoðunarmenn: Magnús Rafnsson og Viðar Már Matthíasson, núverandi skoðunarmenn félagssins voru kosnir skoðunarmenn fyrir næsta ár. Tveir varamenn: Núverandi varamenn (Svanhildur og Sæmundur) voru kosinn varaskoðunarmenn fyrir næsta ár. LSE vara-stjórnarmaður: Sighvatur formaður, sem hefur verið í stjórn LSE síðastliðinni 7 ár, bauð sig fram sem varamaður fyrir næsta árið, og var það samþykkt. LSE stjórnarmaður: Naomi ritari bauð sig fram sem stjórnarmaður fyrir næsta árið, og var það samþykkt.

Verða þau því í framboði fyrir Skógarbændur á Vestfjörðum í stjórn LSE á næsta aðalfundi félagsins sem haldinn verður á Hellu 5-6 október í haust.

6 Önnur mál

Þrír fundarmenn óskuðu eftir að gerast félagar í Félagi skógarbænda á Vestfjörðum. Þetta eru Edda Arnholz (220140-5049, myrar@snerpa.is), Elínbjörg Snorradóttir (130939-2529) og Steinþór Bjarni Kristjánsson, 100166-3569, Ytri-Hjarðardalur, duik@simnet.is).

Málið varðandi veglagningu um Teigsskóg var aðeins rætt. Félag skógarbænda á Vestfjörðum hefur ekki tekið formleg afstöðu til þessa máls. Í framhald af þessu var rætt um birkiskóga á Vestfjörðum og hverskonar yrki væri best að nota til ræktunar birkiskóga.

7 Erindi frá gestir frá Skógræktinni og framkvæmdastjóri LSE

Sigríður Júlíu frá Skógræktinni var með stutt erindi. Í lok 2016 voru u.þ.b. 590 jarðir með samning við skógræktina, en árið 2017 varð sprenging í umsóknum, eða 45 umsóknir bárust Skógræktinni. Núna eru u.þ.b. jarðir með 620 samning við Skógræktina. Stofnun Skógræktarinnar og umfjöllun loftslagsmálum eru hugsanlegar ástæður fyrir þessari fjölgun. Árið 2017 var fyrsta árið sem rauntímaskráning gróðursetninga var tekin í notkun, en 67% skógarbænda tók þátt og gekk það mjög vel. Árið 2017 voru 1.8 miljón plöntur gróðursettar, en af því voru um 200.000 gróðursettar á Vestfjörðum. Að auka voru 200.000 plöntur gróðursettar í þjóðskógum og einnig gróðursetti Landgræðslan u.þ.b. 1 miljón plöntur, sem þýðir að alls u.þ.b. 3 milljóna plöntur voru gróðursettar árið 2017 á landinu öllu. Árið 2008 voru 20 plöntuframleiðendur á landinu, en eru núna 3 (2 eftir að Barri hættir eftir þetta ár, vegna þess að þeir eru að missa húsnæði sitt). Í öðrum fréttir, segir hún að það er líklegt að Skógræktin muni fá meiri peninga til skógræktar. Það er einkum að þakka góðum árangri verkhóps sem var sérstaklega skipaður til þess, og er samstarf milli Skógræktarinnar og LSE. En það er ekki fyrir en í haust að staðfesting á því mun koma.

Kristján frá Skógræktinni sagði frá skógrækt á Vestfjörðum 2017. Neikvæða er að það var mikið tjón vegna birkifeta og mófeta, sem og sitkalúsar. Jákvæða er að gróðursetning gekk vel og að nokkrir nýir samningar voru samþykktir. Stærsta tré á Vestfjörðum, sem er alaskaösp, var reyndar búin að lækka í 19.6 m hæð. Stærsta grenitré er 19.2 m að hæð. En stærsta alaskaösp í skjólbelti á Vestfjörðum er u.þ.b. 12 m, á Höfða.

Hlynur, framkvæmdastjóri LSE, sagði stuttlega frá hvaðan hann kemur og hvað hann gerir, og frá landbúnaðarsýningu sem haldinn verður í október í Reykjavík, sem og næsta aðalfundi LSE sem haldinn verður 5-6. október á Hellu. Sighvatur, formaður, bætti við að það sé mjög mikilvægt að tala um skógrækt sem landbúnað. Bent var líka á vefsíðuna www.skogarbondi.is.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 15.00

Eftir fund buðu Oddný og Barði fundarmönnum uppá skógargöngu að Hesti og meiri veitingar!!

Stjórninn og fundarmenn þakka húsráðendum á Hesti fyrir frábærar móttökur og veitingar.

Á fundinn mættu fjórtán manns alls, þar með talinn stjórn félagsins:

Sighvatur Jón Þórarinsson, Höfða, formaður Oddný Elínborg Bergsdóttir, Súðavík, vara gjaldkeri Naomi Bos, Felli, ritari

Kristján Jónsson, Skógræktin Sigríður Júlía, Skógræktin Hlynur, framkvæmdastjóri LSE Steinþór Bjarni Kristjánsson, Ytri-Hjarðardal Elínbjörg Snorradóttir Edda Arnholz Barði Ingibjartsson, Súðavík Hallfríður F. Sigurðardóttir, Svanshóli, vara-ritari Jóhann Björn Steingrímsson, Hólmavík

Valdimar Gíslason

Bergsveinn Gíslason

Aðalfundur FSVf 2017

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum, haldinn að Holti í Önundarfirði,

mánudaginn 19. júní 2017 klukkan 13.30.

Dagskrá

Venjuleg aðalfundarstörf.

1. Skýrsla stjórnar.

2. Reikningar lagðir fram.

3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga, borið upp til samþykktar.

4. Árgjald félagsins.

5. Kosningar.

6. Önnur mál.

7. Erindi frá Skógræktinni: Arnór Snorrason mun fjalla um aukna kolefnisbindingu með skógrækt í kjölfar Parísarsamningsins í loftslagsmálum. Einnig mun Sigríður Júlía fara yfir framvinduna hjá Skógræktinni, í framhaldi af því sem frá var horfið á bændafundunum.

Sighvatur, formaður félagsins, setti fundinn. Samþykkt að Naomi Bos myndi skrifa fundargerðina.

 1. Skýrsla stjórnar:

Skýrsla félagsins var lesin af Sighvati formanni. Í upphafi vildi hann minnast félaga okkar sem látist hafa frá síðasta aðalfundi. Birkir Friðbertsson í Birkihlíð í Súgandafirði og Lilja Jónsdóttir, Patreksfirði og bað hann viðstadda að rísa úr sætum í minningu þeirra.

Síðasti aðalfundur Félags Skógarbænda á Vestfjörðum var haldinn laugardaginn 19, júní 2016 í Dunhaga á Tálknafirði. Var Sighvatur þá endurkosinn í stjórn félagsins til næstu þriggja ára. Hefur stjórnin haldið verkaskiptingu sinni óbreyttri þ.e. Sighvatur-formaður, Jóhann-gjaldkeri og Naomi-ritari.

Haldnir hafa verið tveir bókaðir stjórnarfundir á árinu. Fyrri fundurinn var í Reykjanesi þann 23. október á síðasta hausti og sá síðari þann 19 júní. Þar fyrir utan hefur stjórnin skipst á orðsendingum í tölvupósti eða í síma eftir efni og ástæðum.

Sighvatur formaður situr í stjórn LSE fyrir hönd Skógarbænda á Vestfjörðum og á þeim vettvangi hefur ýmislegt verið að gerast. Jóhann Björn tók sæti í starfshópi sem fjallar um hlutverk LSE í breyttu starfsumhverfi með tilliti til stofnunar Skógræktarinnar. Þessi nýja stofnun, Skógræktin, hefur tekið við ríkisbatteríinu er varðar skógrækt í landinu. Stjórnin heldur ekki að það hafa orðið neinar kollsteypur hvað okkur skógarbændur varðar en eitt og annað hefur breyst og á eflaust frekar eftir að breytast. Og stefnir stjórnin að nánu samstarfi með Skógræktinni að skógræktarmálum en aðallega mun það verða í gegnum okkar heildarsamtök, LSE.

Þann 6 og 7 ágúst á liðnu sumri kom hópur skógarbænda af Vesturlandi í heimsókn/kynnisferð á okkar svæði og leit við hjá nokkrum skógarbændum. Komu þau m.a. við hjá formanninum og bauð hann þau velkomin fyrir hönd skógarbænda á Vestfjörðum. Ekki er vitað annað en ferð þeirra hafi tekist vel og þau haldið sátt til síns heima.

Síðan minnti hann á að þann 13 og 14 október 2017 mun LSE, í samstarfi við Félag Skógarbænda á Vestfjörðum, halda aðalfund sinn í Reykjanesi við Djúp, og að það er búið er að taka frá hótelið þessa daga. Að öðru leiti er undirbúningur ekki hafinn, en bað hann félagsmenn að muna dagsetninguna og ef þau eiga heimangengt að mæta á fundinn, m.a. til að hitta skógarbændur af öðrum svæðum.

 1. Reikningar lagðir fram:

Ársreikningur félagsins var lesinn af Jóhanni gjaldkeri. Ársreikningur var þegar endurskoðað af einum skoðunarmanni félagsins, og undirritaður af stjórn félagsins. Hann benti á það, að bæði árgjöld til LSE vegna 2014 og 2015 voru greidd 2015, og er upphæðinn sú sem Félag Skógarbænda á Vestfjörðum greiddi 2015 þess vegna hærri en upphæðinn sem félagið greiddi árið 2016.

Svo sagði Jóhann gjaldkeri frá því að það er núna búið að loka reikningnum hjá Landsbankanum enda er hann búinn að flytja öll bankaviðskipti til Sparisjóðs strandamanna.

 1. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga:

Eftir stuttar umræður um skýrslu stjórnar og reikninga var ársreikningurinn samþykkt.

 1. Árgjald félagsins:

Félag Skógarbænda á Vestfjörðum þarf að borga 5000 kr. á jörð, auk 1500 á félagsmann fyrir árið 2017 til LSE. Þetta er hækkun, og þess vegna var lagt fyrir af stjórninni að hækka félagsgjald félagsins úr 4000 kr á jörð og 1500 kr. á félagsmann á 5000 kr á jörð og 2000 kr. á félagsmann. Og var það samþykkt.

 1. Kosningar:

Kosið var um átta stöður: Jóhann Björn Arngrímsson, núverandi gjaldkeri félagsins, gaf ekki kost á sér til endurkjörs, eftir 10 ár í stjórn félagsins. Eftir miklar umræður var Sólveig B. Magnúsdóttir kosinn í stjórn til næstu 3 ára. Varamaður hennar til jafn langs tíma var kosinn Oddný Bergsdóttir. Varamaður fyrir Sighvat formann: Ásvaldur Magnússon var kosinn til næstu 2. ára. Tveir skoðunarmenn: Magnús Rafnsson og Viðar Már Matthíasson, núverandi skoðunarmenn félagsins voru endurkosnir til eins árs. Tveir varaskoðunarmenn: Varamenn voru kosnir til eins árs Svanhildur og Sæmundur. LSE stjórnarmaður: Sighvatur formaður, sem þegar er í stjórn LSE, bauð sig fram fyrir næsta árið, og var það samþykkt. LSE vara-stjórnarmaður: Naomi var stungið uppá sem varamanni fyrir næsta ár, og var það samþykkt.

 1. Önnur mál:

Sighvatur formaður fjallaði um það, að okkar félagi vantaði merki, og var tekið undir það af öllum. Líka var samþykkt að Sæmundur Þorvaldsson myndi reyna að finna út hvort það væri hægt að endurnýta merki Skjólskóga á Vestfjörðum.

Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá LSE hélt erindi um LSE og samstarfið milli LSE og Skógræktarinnar. Hún fjallaði meðal annars um mismunandi verkefni sem eru unnin á vegum LSE og sagði hún frá því að samstarfið milli LSE og Skógræktarinnar væri mjög virk og mjög ganglegt bæði fyrir LSE og Skógræktina. Svo sagði hún frá auknu samstarfi við bændasamtökin, sem eru að taka meira tillit til okkur, enda er það náttúrulega mjög jákvæð þróun. Blaðið ´Við Skógareigendur´ verður gefið út árlega í stað fyrri tvisvar ári. Í staðinn fyrir þetta verður vefsíða LSE endurbætt og verður þar hægt að finna meira af upplýsingum, fréttir og fróðleik en áður hefur verið. Loksins benti hún á það að það vantar meiri peninga, og að það vantar reglur og staðalsamning varðandi grisjun skóga.

 1. Erindi frá Skógræktinni:

Sigríður Júlía for yfir framvinduna hjá Skógræktinni, í framhaldi af því sem frá var horfið á bændafundunum. Skógræktin er stofnun fyrir aukna þekkingu, vernd og friðun skóga, og sjálfbæra nýtingu og uppbygging skógarauðlindir, auk þess að vera þjónustustofnun. Þjóðskógar eru núna u.þ.b. 5000 ha., en bændaskógarnir eru 25.000 ha. Um landið allt eru u.þ.b. 600 bændur með samning við Skógræktina. En þó það sér aukin áhugi á skógrækt eru ekki nægir peningar, og verða ekki næstkomandi 5 árin samkv. stefnu stjórnvalda. Hún lauk máli sínu með því að segja frá helstu breytingum gagnvart bændum.

Arnór Snorrason fjallaði um aukna kolefnisbindingu með skógrækt í kjölfar Parísarsamningsins í loftslagsmálum. Talaði hann þá sérstaklega um sögu landsskógaúttektar á Íslandi og stöðuna eins og hún er í dag.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16.30

Í lok fundar bauð Ásmundur Magnússon fundarmönnum uppá skógargöngu í Holti.

Á fundinn mættu nítján manns alls, þar með talin stjórn félagsins.

Sighvatur Jón Þórarinsson, Höfða, formaður Jóhann Björn Arngrímsson, Hólmavík, gjaldkeri Naomi Bos, Felli, ritari

Aðalfundur FSVf 2016

Aðalfundur Félag skógarbænda á Vestfjörðum, haldinn í Dunhaga, Tálknafirði,

laugardaginn 19. júní 2016 klukkan 13.00.

Dagskrá

Venjuleg aðalfundarstörf.

1. Skýrsla stjórnar.

2. Reikningar lagðir fram

3. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga, borið upp til samþykktar

4. Lagabreytingar (tillaga að lagabreytingum fylgir í viðhengi )

5. Árgjald félagsins.

6. Kosningar.

7. Önnur mál.

Sighvatur, formaður félagsins, setti fundinn. Einnig var samþykkt að Naomi Bos myndi skrifa fundargerðina.

Formaður hélt stutt erindi til minningar Magnúsar Guðmundssyni frá Kvígindisfelli. Magnús var mjög virkur félagsmaður og einn stofnenda félagsins. Hann var skemmtilegt maður með mikinn áhuga á skógrækt, og munu allir sakna hans.

 1. Skýrsla stjórnar:

Skýrsla félagsins var lesin af Sighvati formanni. Auk þess sagði hann að útgáfa blaðsins ´Við Skógareigendum´ hafði farið mjög vel af stað, og þakkaði hann ritstjórninni fyrir góða samvinnu fyrir hönd Hrannar Guðmundsdóttur framkvæmdarstjóra LSE.

Einnig benti formaðurinn á að stefnt er að auknu samstarfið milli skógarbændafélagana og nýrrar stofnunar ´Skógræktin´. En hvernig þetta er hugsað er ennþá óljóst.

 1. Reikningar lagðir fram

Ársreikningurinn félags var lesinn af Jóhanni gjaldkeri. Ársreikningur var þegar endurskoðað af einum skoðunarmanni félagsins, og undirritaður af stjórn félagsins. Hann vakti líka sérstaklega athygli á liðnum ´Annar rekstrarkostnaður´, sem var í mínus vegna niðurfellingar á skuld frá Hótel Ísafirði. Skammtimakröfurnar eru allar vegna „ógreidd félagsgjöld“, og eru 342.500 kr. alls. Vegna breytingar hjá LSE, greiddi Félag Skógarbónda á Vestfjörðum þetta ár bæði ársgjöld vegna ársins 2014 og 2015 til LSE. Spurt hvernig ársgjald til LSE er reiknað, svaraði hann að það er 3000 kr. á jörð, auk 1000 á félagsmann.

 1. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

Eftir stuttar umræður um skýrslu stjórnar og reikninga var ársreikningurinn samþykktur.

Formaðurinn bætti líka við að næsti LSE aðalfundur verður fyrsta helgi í október á Egilsstöðum.

 1. Lagabreytingar

Nokkrar lagabreytingar í fyrstu, fimmtu, sjöttu og sjöundu grein voru lagðar fyrir fundarmenn til samþykkis og eru þær eins og í skjalinu sem fylgir með. 1. Gr. Samþykkt 5. Gr. Rætt var um þetta, og ákveðið að breyta ekki að félagsmönnum skuli vera sent boð með minnst 14 daga fyrirvara á aðalfund félagsins. 6. Gr. samþykkt. 7. Gr. samþykkt.

Stjórnin var spurð um nýja stofnunin ´Skógræktin´. Fjallað nánar um þetta efni undir liðnum ´Önnur mál´.

 1. Árgjald félagsins

Stjórnin lagði til óbreytt félagsgjöld. Sem sagt, 4000 kr. á jörð og 1500 kr. á félagsmann, og var það samþykkt

 1. Kosningar

Kosið var um fimm stöður: Stjórnarmaður: Sighvatur Jón Þórarinsson, núverandi formaður félagsins, var á eini sem bauð sig fram:, og var hann samþykktur fyrir næstu 3. árin. Tveir skoðunarmenn: Magnús Rafnsson og Viðar Már Matthíasson, núverandi skoðunarmenn félagssins voru samþykktir fyrir næsta árið. Tveir varamenn: Núverandi varamenn voru samþykktir fyrir næsta árið.

 1. Önnur mál

Hrönn Guðmundsdóttir ætlaði að flytja erindi en hún komst ekki á fundinn.

Lilja Magnúsdóttir flutti erindi um heimsókn hennar til Bangor í Wales í StarTree verkefninu. Hún skoðaði markað þar sem ýmiskonar vörur úr skógum voru kynntar. Þetta var mjög áhugaverð kynning, og benti Lilja á að tækifærin á Íslandi eru verulegur.

Sæmundur Þorvaldsson flutti erindi, og sagði frá fjölda jarða sem eru með samning við Skjólskógar á Vestfjörðum, fjöldi plantna sem voru gróðursettar árin 2000-2016 og hlutföll mismunandi tegunda. Líka talaði hann stuttlega um breytingarnar sem eru að verð, en öll landshlutverkefnin og Skógrækt ríkisins sameinast í stofnun sem mun heita ´Skógræktin´. Þessi stofnun mun formlega taka yfir 1. Júlí 2016, og er hægt að nálgast upplýsingar um þetta í skjalinu ´Skógræktin: Stefna og skipulag´, sem hægt er að nálgast á www.skogur.is.

Svo bauð Lilja Magnúsdóttir fundarmönnum uppá skógargöngu á Kvígindisfelli, þar sem skógrækt er stundað á u.þ.b. 70/80 ha.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 16.30

Fundargerð rituð af Naomi Bos

Á fundinn mættu: Sighvatur Jón Þórarinsson, Höfða Jóhann Björn Arngrímsson, Hólmavík Naomi Bos, Felli Guðrún Ágústsdóttir, Hólaseli Svavar Gestsson, Hólaseli Arnlín Óladóttir, Bakka Kristín Álfheiður Arnórsdóttir, Höfða, Torfi Elías Andrésson, Gileyri Rannveig Einarsdóttir, Hvammeyri Sæmundur Þorvaldsson, Klukkuland Sólveig Halldórsdóttir, Hólmavík Lilja Magnúsdóttir, Kvigindisfelli

bottom of page