top of page

Stjórnarfundir LSE 2013

79. stjórnarfundur LSE,

haldinn á Hótel Sögu 24. janúar 2013. Kl. 13:00

Mætt voru: Edda Björnsdóttir, formaður, Bergþóra Jónsdóttir, María E. Ingvadóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, Anna Ragnarsdóttir og Björn B. Jónsson framkvæmdastjóri LSE.

Fundur stjórnar LSE með formönnum og framkvæmdastjórum LHV.

Björn setti fund og bauð alla velkomna.

Allir verkefnisstjórarnir og formenn verkefnanna voru mættir.

Staðsetning LSE í stjórnkerfinu. Voru miklar umræður um veru LSE í atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu og þá í Bændasamtökum Íslands. Voru misjafnar skoðanir á því máli.

Sala á trjám úr skógum bænda. Var rætt um að samkvæmt samningum við verkefnin væri bændum óheimilt að gefa, selja eða taka upp tré úr samningsbundnum skógi verkefnanna.

Rætt var um uppgjör v/skógræktarframkvæmda við ábúðarlok.

Fundur stjórnar LSE haldinn í Bændahöllinni 25. janúar 2013 kl. 15:00

1 Fréttir frá félögum – stjórnarmenn fara yfir starf skógarbændafélaganna

FsS - María FsV - Bergþóra FsVestfj. - Sighvatur FsN - Anna FsA - Edda

2 Leiðbeiningarþjónusta bænda

3 ESB-verkefni með MATÍS. Aðrar nytjar skóga, European non- wood forest

4 Skógrækt undir umhverfis- og auðlindaráðuneyti - gestur Jón Geir Pétursson skrifstofustjóri landgæða

5 Skógar á Íslandi, Stefna á 21. öld

6 Kolefnismál. Greinagerð frá Birni Ármanni Ólafssyni

7 Kraftmeiri skógur

8 Við skógareigendur

9 Brunavarnir

10 Aðalfundur LSE 2013

11 Fjármál LSE

12 Önnur mál.

Edda setti fund og bauð alla velkomna.

1.

A. María sagði frá félagsfundi í nóvember 2012 þar sem rætt var m.a. um taxtamál og brunamál. Einnig væri undirbúningur fyrir aðalfund LSE á Hótel Örk 30. -31. ágúst 2013 kominn vel á veg, allt væri að skýrast varðandi dagskrána.

B. Bergþóra sagði að árlegt jólahlaðborð félagsins hefði farið vel fram og allir skemmt sér vel.

C. Sighvatur sagði engan fund hafa verið haldinn hjá skógarbændum á Vestfjörðum síðan við hittumst síðast.

D. Anna sagði það vera eins og hjá Vestfirðingum að enginn fundur hefur verið haldinn.

E. Edda sagði frá Jólakettinum og væru yfir 40 aðilar að selja sínar vörur þar. Mikil fundarhöld fyrir austan vegna falls Barra, en félagið átti hlut í Barra og einnig margir skógarbændur, væri líklegt að það fé væri glatað.

2.

Edda sat fund í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu 17. jan. Fundur sem var boðaður hjá Bændasamtökum Íslands í janúar vegna breytinga á Leiðbeiningarmiðstöð var frestað um óákveðinn tíma.

3.

Björn sagði frá því að MATÍS hefði mikinn áhuga á að starfa með okkur að skógargulls verkefninu okkar. Var rætt um verkefni á vegum Matís sem er COST verkefni og kallast PF1203-NWFPS um aðrar nytjar úr skógum. Samþykkt að fara í verkefnið og athuga hvort einhverjir skógarbændur geti unnið í verkefninu með MATÍS. Birni falið að fá skógarbónda í verkefnið.

4.

Jón Geir Pétursson og Hermann Sveinbjörnsson frá umhverfis- auðlindaráðuneytinu mættu á fundinn. Edda óskaði eftir stuðningi við að fá fjármagn til reksturs starfsmanns fyrir LSE. Aðrar búgreinar hafa fasta tekjustofna til reksturs sinna stjórna. Var farið þess á leit við Jón Geir að hann kæmi á fund með Birni og Sveini Þorgrímssyni úr atvinnu- og auðlindaráðuneytinu. Jón Geir þakkaði fyrir fundinn og er allur af vilja gerður til að aðstoða okkur.

5.

Skógar á Íslandi, stefna á 21. öld. Þetta stefnumótunarplagg í skógrækt hefur verið afhent umhverfis- og auðlindaráðherra.

6.

Rætt var um bréf frá Birni Ármanni um fund sem hann sat fyrir okkar hönd. Formaður Kolviðar vill fá fund með Birni og Félag landeigenda óskar eftir samstarfi við LSE um hagsmunagæslu um kolefnisbindingu. Spurning hvort sala á kolefnisbindingu verði nokkurn tíma nema á heimsvísu.

7.

Kraftmeiri skógur: Bókaútgáfan er í fullum gangi, þýðingar nánast komnar. Hallur Björgvinsson samræmir efni bókarinnar. Tilboð í prentun bókarinnar kom frá átta fyrirtækjum og eru núna tvö þeirra í skoðun. Vonast er til að bókin komi út í lok apríl. Verkefnið gengur mjög vel.

8.

Við skógareigendur: Ritnefndin stendur sig mjög vel, en næsta blað kemur út í vor. Senda þarf inn pistla eða fréttir úr félögunum. Óskað er eftir að stjórnir félaganna sendi pistil frá sínu félagi.

9.

Ráðstefnan í Borgarnesi tókst mjög vel og verið er að vinna að lagasetningu vegna viðlagatryggingar þar sem skógur verður vonandi tekinn sem einn liður í tryggingu gegn vá.

10.

Aðalfundur LSE verður haldinn á Hótel Örk í Hveragerði 30. og 31. ágúst 2013. Er allt að smella saman varðandi erindi og annað fyrir fundinn. Verður fræðsluerindi um jólatrjáarækt og svo kolefnis mál. Aðalfundurinn byrjar um kl. 18.

11.

Framkvæmdastjóri fór yfir fjármál LSE. Staðan hefur lítið breyst milli ára, en þó hafa innistæður á reikningum aukist lítillega. Er það eingöngu vegna inngreiðslu vegna Kraftmeiri skóga sem er óráðstafað um áramót.

12.

Birni gefinn fullur aðgangur að bankareikningum LSE.

Næsti fundur óákveðinn.

Fleira ekki gert og fundi slitið 17.05.

Fundargerð ritaði Anna Ragnarsdóttir ritari.

 

82. stjórnarfundur LSE,

símafundur 17. apríl n.k. klukkan 16:30

Mætt voru: Edda Björnsdóttir, formaður, Bergþóra Jónsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, Anna Ragnarsdóttir, María E. Ingvarsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri LSE og Björn B. Jónsson.

1 Nýr starfsmaður LSE.

2 Aðalfundir félaga FsS- FsV - FsVestfj. - FsN - FsA

3 Leiðbeiningarþjónusta bænda- greiðsla til LSE

4 ESB-verkefnið með MATÍS. Aðrar nytjar skóga, European non- wood forest

5 Meðumsókn í framleiðnisjóð vegna jólatrjáarannsókna

6 Grisjunarverkefni með NMÍ

7 Kolefnismál. Samþykktir aðalfundar 2012 og framhald vinnu við CO2

8 Kraftmeiri skógur.

9 Heimasíðan

10Við skógareigendur

11 Brunavarnir, lokað málþing 29 maí n.k.

12Aðalfundur LSE 2013

13Næsti fundur stjórnar LSE

14Önnur mál.

Edda bauð fundar fólk velkomið, og setti fundinn.

1. Hrönn kynnti sig, Hrönn er búfræðingur, garðyrkjufræðingur og skógfræðingur. Hrönn býr að Læk í Ölfusi og er gift og á þrjú börn, starfaði hjá Suðurlandsskógum áður.

2. FSS. Er með aðalfund 27. apríl á Hótel Grímsborgum.

FSV. Eru með aðalfundinn 18. apríl að Hamri í Borgarfirði.

FSVestfj. Verða með sinn aðalfund um 20.-24. Júní. Óákveðin staðsetning.

FSN. Aðalfundurinn verður 19. apríl að Löngumýri í Skagafirði.

FSA. Ekki vitað hvenær aðalfundur verður.

3. Hrönn og Edda ætlar að kanna rétt LSE til greiðslna frá BÍ vegna leiðbeiningar-þjónustunnar.

4. Agnes Geirdal og Lilja Magnúsdóttir eru í verkefninu European non- wood forest . Þetta verkefni er á vegum MATÍS og LSE. Lilja frá MATÍS en Agnes frá okkar samtökum. Eru þær nýkomnar heim af fyrsta fundi og fáum við skýrslu frá Agnesi eftir hvern fund sem hún fer á.

5. LSE er meðumsækjandi með Else Möller, ásamt LbhÍ og Mógilsá, um styrk til framhaldsrannsókna á jólatrjárækt til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Niðurstöður þeirra rannsókna munu nýtast fyrir jólatrjáa ræktendur sem eru í verkefni LSE.

6. Nýsköpunarmiðstöl Íslands er í samstarfi við LSE að undirbúa átaksverkefni í grisjun hjá bændum. Verið að ræða við Vinnumálastofnun um samstarf. Urðu miklar umræður um málið, og verða öryggis málin efst á blaði í viðræðunum.

7. Mikil vinna eftir áður en kolefni verður selt. Formanni falið að senda greinagerð á félögin um málið.

8. Hópur skógarbænda og verkefnisstjórarnir fóru til Svíþjóðar m.a. til að læra að stýra leshópum um skógrækt. Leshóparnir byrja í haust og verða þá þeir skógarbændur sem fóru til Svíþjóðar hópstjórar víða um landið. Hrönn sagði þessa ferð hafa verið mjög lærdómsríka fyrir allan hópinn.

Bókin Skógarauðlindin, ræktun, umhirða, afrakstur kemur út í vor og verður til sölu hjá LBHÍ.

Hefur komið til tals að bjóða Búnaðarfélögum um landið að fá kynningu á skjólbeltagerð, og hvað þau gera mikið gagn í ræktun korns og ræktun túna.

Ýmislegt fleira er að gerast hjá Kraftmeiri skóum, sem verður kynnt á heimasíðunni www.skogarbondi.is og í blaðinu Við skógareigendur.

9. Heimasíðan er komin af stað. Eru öll skógarbændafélögin komin inn og geta því sett inn fundargerðir og annað sem félagið er að gera. Hrönn sér um að setja inn fyrir félögin og LSE.

10. Hrönn er kominn í ritnefnd blaðsins okkar Við skógareigendur. Næsta blað er nánast til og kemur út um mánaðarmótin apríl – maí. Norðlendingar taka við ritstjórn um næstu áramót.

11. Verið er að þróa brunavarnir í skógum og eru Suðurlandsskógar og Norðurlandsskógar að vinna í því verkefni ásamt öðrum. Lokað málþing verður haldið í maí lok um brunavarnaráætlanir. Öllum hagsmunaaðilum veðru boðið að taka þátt.

12. Aðalfundur LSE verður 30. – 31. ágúst í Hveragerði á Hótel Örk og er undirbúningur vel á veg kominn. Verða jólatrjáarækt og kolefnismál ofarlega á fundinum.

13. Næsti fundur áætlaður 15. maí kl:16.30. Verður boðaður með dagskrá síðar.

14. Jólatrjáræktendur á suðurlandi eru að fara í ferð til Sólveigar í Prestbakkakoti núna um helgina. Þeir hafa haft fund með fræðsluerindi annað hvert ár. Hrönn og Björn fóru austur á Hérað að hitta verðandi jólatrjáræktendur þar og verður sennilega Hrönn fulltrúi þar sem myndi heimsækja þá og koma þeim af stað. Hópstjóri ætti að vera einn af bændunum í sínum hópi. Marianne Lyhne kemur í sumar og er gert ráð fyrir að hún heimsæki alla jólatrjáræktendur.

Björn þakkaði fyrir samstarfið, þó svo að hann verði áfram með í Kraftmeiri skógur.

Sighvatur spurði um nefnd um samræmingu heiðrana.

Vekja þarf athygli skógarbænda um eigin ábyrgð á þeim sem fara inn í skóginn og slasast eða skemma sínar eigur þar. Ræða þarf við lögfræðing um málið.

Fundi slitið kl: 18:15.

Fundargerð ritaði Anna Ragnarsdóttir ritari.

 

84 stjórnarfundur LSE

haldinn í norðursal Hótel Sögu þriðjudaginn 2 júlí. Kl 11

Dagskrá

 1. Frá síðast

 2. Heimsóknir til jólatrjáaræktenda – staða mála

 3. Fjárhagur – staða mála

 4. Lagabreytingar lagðar fram til kynningar

 5. Aðalfundur LSE

 6. Fyrirlesarar fyrir málþing í tengslum við aðalfund LSE

 7. Fræðsluerindi um jólatrjáaræktun

 8. Kolefnisbinding staðan

 9. Átaksverkefnið í grisjun – staðan

 10. Önnur mál.

Mætt voru: Edda Björnsdóttir, formaður, Bergþóra Jónsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, Anna Ragnarsdóttir, María E. Ingvadóttir, og Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri LSE.

1.

Edda sagði frá fundi sem hún og Hrönn sátu með stjórn Landssamtaka landeigenda um stöðu mála varðandi bindingu og sölu kolefnis hér á landi. Það er ekkert að gerast í þessum málefnum hjá stjórnvöldum en ákveðið var að halda áfram að fylgjast með þróun mála og standa vörð um hagsmuni skógar og landeigenda í þessum málum.

Síðasti aðalfundur Félags skógarbænda var haldinn á vestfjörðum 28. júní í Súðavík. Hrönn mætti á fundinn og var með kynningu á Kraftmeiri skógum og sagði frá þeim verkefnum LSE sem eru í gangi. Ágætis mæting var á fundinn og á eftir var gengið um skógrækt sem er í hlíðinni fyrir ofan þorpið. Það urðu mannabreytingar í stjórninni þar, þar sem Sighvatur kom í aðalstjórn ásamt Guðrúnu Sigþórsdóttir og með þeim er Jóhann Björn.

2.

Kraftmeiri skógar standa fyrir heimsókn fagmanna til þeirra sem eru í akurræktun jólatrjáa. Heimsóknunum er tvískipt. Seinnipartinn í júlí fá þátttakendur á austur og norðurlandi heimsókn og í byrjun september fá vestlendingar og sunnlendingar heimsókn. Else Möller okkar sérfræðingur með í för á samt Hrönn Guðmundsóttur. Þeir sem eru í verkefninu akurræktun jólatrjáa ættu að notfæra sér að fá þessa heimsókn.

3.

María sagði hver fjárhagur LSE. væri, einnig sagðist Hrönn vera búin að fá umboðið til að geta greytt reikninga fyrir LSE. Edda sagði frá samtali sínu við Sigurgeir Sindra vegna fjármagns frá Bændasamtökunum til LSE.og ætla þau að hittast von bráðar.

4.

Lögð voru fram tillaga frá laganefnd LSE um breytingar á lögum. Miklar umræður urðu um tillögurnar þá sérstaklega á 5. grein sem varðaði breytingar á stjórnarkjöri. Samþykkt var að fresta afgreiðslu á tillögunum og var Eddu falið að koma með tillögu að breytingum á 5 greininni fyrir næsta stjórnarfund.

5.

María sagði frá undirbúningi aðalfundar LSE í ágúst. Samþykkt var að LSE. veitti FsS styrk vegna aðalfundarins um 300.000 kr.

6.

Í tengslum við aðalfund LSE verður málþing um kolefnisbindingu. Haft hefur verið samband við Huga Ólafsson skrifstofustjóra Umhverfis og auðlindaráðuneytisins, Jón Geir Pétursson, og fl um að halda fyrirlestur á málþinginu. Hugmynd er að fá Sigurð Jónsson lögfræðing og stjórnarmann Landssamtaka landeigenda til að halda erindi. Hrönn er falið að ganga frá málinu.

7.

Rætt var um að fá Else Möller að vera með erindi um Masters verkefnið sitt á fræðslufundi fyrir jólatrjáaræktendur sem verður í tengslum við aðalfundinn. Hrönn falið að ganga frá málinu.

8.

Eddu falið að athuga með prentun á nýum möppum og boðskortum. Hrönn sér um nafnspjöldin. Rætt var um fyrirlesara og boðsgesti á aðalfundinn.

9.

Átaksverkefni í grisjun með Nýsköpunarmiðstöð hefur ekki þróast sem skildi og er því ákveðið að setja það í bið og skoða málið betur.

10.

Sighvatur óskaði eftir að allar tillögur og ályktanir sem samþykktar voru á síðasta aðalfundi og var vísað til stjórnar yrðu skoðaðar, þannig að þær væru allar frágengnar.

Fundi slitið kl. 14.00.

Fundargerð ritaði Anna Ragnarsdóttir ritari.

 

87. stjórnarfundur LSE

haldinn í gegnum síma 3 desember 2013 kl 16,00

Mættir voru Jóhann Gísli Jóhannsson, María E Ingvadóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Anna Ragnarsdóttir og Sighvatur Jón Þórarinsson og Hrönn Guðmundsdóttir sem ritar fundargerð.

Formaður setti fundinn, bauð fundargesti velkomna og gekk svo til dagskrár.

Dagskrá fundarins:

1.

Fundargerð síðasta fundar lögð fyrir og Samþykkt.

2.

Gengið frá aðalfundargerð. Engar athugasemdir gerðar og verður hún sett inn á heimasíðu LSE.

3.

Kolefnisnefnd:

Staða varðandi skipun í kolefnisnefnd. Formanni var falið að skipa þrjá menn í kolefnisnefnd en málið sett í bið þar til ljóst verður hversu mikið fjármagn LSE fær á næsta ári.

4.

Frá síðasta fundi.

Formaður og framkvæmdastjóri LSE fóru á fund með skrifstofustjóra og sérfræðingi íUmhverfis- og auðlindaráðuneytinu varðandi fjármögnun LSE. Farið var yfir þá möguleika sem LSE á í styrkumsóknum. Í framhaldi fóru fulltrúar LSE á fund með framkvæmdastjóra BÍ. þar sem málefni LSE. voru reifuð. Ákveðið var að halda fund með formanni og framkvæmdastjóra BÍ þann 6. desember um félagskerfi skógarbænda og fjármagn til rekstrar búgreinasambands. Einnig ræða stöðu Landbúnaðarskólans á Hvanneyri og er það álit stjórnarað tryggja verði að skógfræðinám verði áfram á Hvanneyri.

5.

Framtíð LSE – styrkumsóknir

Formaður fór yfir styrkumsóknir LSE sem eru í ferli hjá Atvinnu - og nýsköpunarráðuneytinu vegna reksturs LSE og Umhverfis – og auðlindaráðuneytinu til að byggja upp og þróa úrvinnslu skógarnytja. Þessar umsóknir þurfa að skilast inn fyrir kl 16 þann 4 desember 2013 auk greinagerða um hvað verkefnið felur í sér.

6.

Kraftmeiri skógur – stöðuskýrsla.

Hrönn sagði frá að tveir leshópar á Suðurlandi væru farnir af stað og sá þriðji, sem eru skógarbændur sem búsettir eru í Reykjavík fer af stað í næstu viku.

Fundur var haldinn með stjórn Félags skógarbænda á Austurlandi og formanni og framkvæmdastjóri LSE um verkefnið Kraftmeiri skóg og stöðu á leshópum fyrir austan. Ræddar hugmyndir þeirra hvernig hægt er að koma leshópum af stað. Stefnan er að halda slíkan fundi á norðurlandi, vestfjörðum og vesturlandi strax á nýju ári.

Framkvæmdastjóri hefur verið að vinna að milliskýrslu svo tryggt verði að önnur greiðsla af þremur fáist vegna verkefnisins. Skýrslunni var skilað inn 30. nóv. Safna þurfti öllum gögnum sem viðkom verkefninu og ljósrita og kvitta fyrir. Þessi gögn fylgja milliskýrslunni.

7.

Fagráð skógræktar

Lse er með fulltrúa í fagráði skógræktar og er Hrönn Guðmundsdóttir aðalfulltrúi og Jóhann Gísli Jóhannsson til vara. Fyrsti fundur var haldinn 3. des þar sem farið var yfir erindisbréf þar sem fram komu þau mál sem fagráði er ætlað að fjalla um.Helstu mál fagráðs eru m.a. að fjalla umverkefnaáætlun Rannsóknarstöðvarinnar á Mógilsá, samræmingu skógræktarstarfsins, skipulag fræöflunar, stefnumörkun í úrvinnslumálum og fl. Stefnt er að því að fagráðið fundi mánaðarlega yfir veturinn og er næsti fundur í janúar.

8.

Gullmerki LSE – staða mála.

Á síðasta fundi var Hrönn falið að skoða og fá tilboð í gerð gullmerkis fyrir LSE. Eitt tilboð hefur borist og er það frá Gull- og silfursmiðju Ernu ehf. Huga þarf að hönnun merkisins.

9.

Önnur mál.

 • Hrönn sagði frá að blaðið „Við skógareigendur“ er að koma út og er það síðasta blað ritnefndar á Austurlandi. Anna Ragnarsdóttir upplýsti fundinn að ný ritnefnd hefur verið skipuð og eru það skógarbændur á Norðurlandi sem taka við keflinu. Ritnefndina skipa Anna Guðmundsdóttir formaður nefndar, Sigrún Grímsdóttir og Lára Ellingsen.

 • Aðalfundur LSE 2014 verður haldinn í Miðgarði í Skagafirði dagana 22-24 ágúst.

 • Anna sagið frá fróðlegum fyrirlestri sem haldinn var á Grænni skóga námskeiði og fluttur af Brynhildi Bjarnadóttur lektor á Hug – og félagsvísindasviði Háskólans á Akureyri um kolefnismál og hvernig kolefnisbinding í skógi er reiknuð út. Hvatti hún LSE að nýta sér þekkingu Brynhildar í þágu skógarbænda.

 • María sagði frá formannafundi Bændasamtakanna en hún fór á hann sem fulltrúi LSE. Þar komu fram áhyggjur af stöðu LBHÍ í sameiningarferli sem hugmyndir eru uppi um. Taldi hún rétt að LSE ályktaði um þessi mál. Samþykkt var að formaður og framkvæmdastjóri LSE sem væru að fara á fund með formanni og framkvæmdastjóra BÍ ræddu þessi mál og lýstu stuðningi okkar eða yrðum í samvinnu við BÍ varðandi ályktun um málið.

 • Rætt var um að senda jólakveðju og var Hrönn falið að senda í tölvupósti jólakveðju á skógarbændur, setja jólakveðju á heimasíðuna og í ríkisútvarpið.

 • Næsti fundur verður í janúar og er hugmyndin að boða á þann fund formenn félaga skógarbænda og framkvæmdastjóra landshlutaverkefnanna.

 • Ekki fleira gert og fundi slitið kl 17,56

88-89 ???

bottom of page