top of page

Stjórnarfundir LSE 2014

88-89 ???

 

90. Stjórnarfundur LSE

miðvikudaginn 30 apríl 2014 kl. 20.00. Símafundur.

Mættir voru Jóhann Gísli Jóhannsson, María E Ingvadóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Anna Ragnarsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson og Hrönn Guðmundsdóttir

Formaður setti fundinn og bauð fundargesti velkoman. Síðan gengið til dagskrár.

Dagskrá

1.

Drög af samningi við ríkisvaldið unnið af Austurbrú lagt fram til kynningar:

Formaður fór yfir þá vinnu sem unnin hefur veri með Austurbrú og kynnti drög af bréfi og samstarfssamningi til fimm ára við ríkisvaldið um uppbyggingu á úrvinnslu skógarafurða. Heilmikil umræðaskapaðist um málefnið. Samþykkt var að stjórn fari yfir bréfið og samstarfssamninginn og komi athugasendum á framkvæmdastjóra 5. maí og honum falið að senda það á Atvinnu- og nýsköpunarráðherra og Fjármála- og efnahagsráðherra sem fyrst.

2.

Samstarfsvettvangur um kolefnismál. Lagt var fram bréf til Umhverfis- og auðlindaráðherra sem skrifað var í kjölfar fundar með kolefnisnefnd, framkvæmdastjóri og fomanni LSE og ráðuneytismönnum í Umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og skrifstofustjóra í Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu. Tilefnið er að óska eftir að sett verði á fót þriggja manna nefnd, þar af einn frá skógarbændum um kolefnisbindingu og losunarheimildir. Framkvæmdastjóra falið að ganga frá bréfinu og senda á ráðherra.

3.

Aðalfundur LSE. Undirbúningur er í fullum gangi. Búið er að tryggja næga gistingu og panta sal fyrir aðalfundinn. Önnu var falið að hafa samband við gististaði til að kanna hvenær skila þurfi lista er varðar gistingu. Framkvæmdastjóra falið að panta gistingu fyrir stjórn LSE.

4.

Uppgjör við Sls vegna skrifstofu og fl.

Lagt fram til kynningar uppgjör frá Suðurlandsskógum vegna aðstöðu á skrifstofu, prentkostnað og síma fyrir árið 2013. Stjórn samþykkir fyrirliggjandi uppgjör og felur Maríu og framkvæmdastjóra að ganga frá greiðslu til Sls. samkvæmt uppgjörinu.

Styrkur úr framleiðnisjóð. Sótt var um styrk í Framleiðnisjóð vegna úrvinnslu skógarafurða. Sótt var um 2,8 miljón króna en fengust 2 miljónir króna til verkefnisins. Styrkurinn verður greiddur eftir framvindu verkefnisins. 40% í upphafi síðan 40% og 20% þegar verkefni líkur samkvæmt verkáætlun sem send var inn með umsókn.

6.

Tillögur sem hafa borist.

Tillaga 1. frá Félagi skógarbænda á Austurlandi sendi LSEsvohljóðandi tillögu „Aðalfundur Félags skógarbænda á Austurlandi haldinn á Breiðdalsvík 23,3.2014. skorar á stjórn og framkvæmdastjóra LSE að beita sér fyrir því að framkvæmdastjórar landshlutaverkefnanna og Ríkiskaup framfylgi stöðlum um plöntur sem verkefnin kaupa.“ Framkvæmdastjóra var falið að senda bréf til framkvæmdastjóra landshlutaverkefnanna þar sem farið er fram á af gefnu tilefni að stöðlum um gæði plantna frá plöntuframleiðendum séu framfylgt.

Tillaga 2. frá Sigurði Ásgeirssyni ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn í Hveragerði 30. og 31. ágúst 2013, hvetur stjórn landssamtakanna að skipa nefnd sem hafi það hlutverk að endurskoða uppbyggingu félagskerfis skógarbænda með möguleika á aukinni aðkomu skógareigenda að skipulagi og framkvæmd skógræktar á bújörðum og stjórnunar á sölu og úrvinnslu á skógarafurðum. Nefndin skili tillögum til aðalfundar LSE 2014.”

Samþykkt samhljóða

Punktar sem fylgdu með tillögunni er henni var vísað til nefndar er vísað til stjórnar:

1 Landshlutaverkefnin verði sett alfarið undir stjórn skógareigenda og stuðningur ríkisins verði í formi ”búvörusamnings”.

2 LHV hafi eina fimm manna yfirstjórn með fulltrúum úr hverjum landshluta.

3 Fella niður ákvæði um að landeigandi þurfi að hafa lögbýli á skógræktarjörð sinni, til að vera gjaldgengur í skipulagðri nytjaskógrækt á bújörð sinni og sérstöðu/sérkennum miða við hvern landshluta.

4 Endurskoða verkferla í nytjaskógræktinni og einfalda þá, jafnframt að ná fram hagkvæmni með sameiningu verkefna innan landgræðslu og skógræktar.

5 Plöntuútboð verði tekin úr umsjá ríkiskaupa, skógarbændur hafi frjálst val á innkaupum sinna trjáplantna.

6 Sett verði í gang átak í framleiðslu 2-3 ára plantna til nota í grasgefið land og íbætur.

Stjórn LSE felur Maríu að skipa nefnd af Suður og Vesturlandi til að fara yfir tillögu Sigurðar og móta tillögur að endurskoðun og uppbyggingu félagskerfis skógarbænda og leggja fyrir stjórn LSE eigi síðar en 15 júlí 2014.

7.

Önnur mál.

 • Tölva samtakanna er komin til ára sinna og ekki hægt að uppfæra hana með nýju stýrikerfi sökum þess. Stjórn LSE samþykkir að farið verið í að leita tilboða í nýja tölvu sem lagt verði fyrir næsta fund.

 • Tillögur fyrir aðalfund 2014 þurfa að berast framkvæmdastjóra LSE eigi síðar en 15 júlí. Framkvæmdastjóra falið að hafa samband við formenn félaga og hvetja félögin að senda tímalega inn tillögur svo hægt sé að senda þær út á félagsmenn til kynningar með fundarboði.

 • Sótt var um styrk í Arionbanka vegna kynningarmyndbands fyrir skógrækt. Erindinu var hafnað.

 • Upplýsingar um opinn landbúnað lagðar fram til kynningar.

 • Næsti fundur verður haldinn í Reykjavík 10. Júní.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl. 22,15. HG

 

91. stjórnarfundur LSE haldinn í Bændahöllinni

10. júní 2014.

Mættir voru

Jóhann Gísli Jóhannsson, formaður LSE, María E. Ingvadóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Anna Ragnarsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson og Hrönn Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri LSE.

Formaður setti fundinn og gekk til dagskrár:

1.

Aðalfundir aðildarfélaganna. Formaður og framkvæmdastjóri hafa mætt á fjóra aðalfundi aðildarfélaganna en eftir á að fara á Vestfirði. Tilgangurinn er að kynnast starfi félaganna og fylgjast með hvernig gengur í hverjum landshluta. Starf félaganna er aðeins mismunandi, sum eru farin að huga að útvinnslumálum á meðan önnur huga að lifun plantna. Töluverð umræða skapaðist um hækkun félagsgjalda en borið hefur á fækkun félaga vegna þess og er það áhyggjuefni.

2.

Við skógareigendur er komið út og er að fara í dreifingu. Stjórn LSE fagnar útkomu blaðsins og sendir ritstjórn þakklæti fyrir gott blað.

Rætt var um söfnun auglýsinga í blaðið, en oft er erfitt að safna auglýsingum úti á landi. Framkvæmdastjóra falið að aðstoða ritnefnd við auglýsingasöfnun hjá fyrirtækjum sem starfa á landsvísu.

3.

Kraftmeiri skógur / fræðsluskógar. Framkvæmdastjóri sagði frá gangi mála í leshópum. Einn hópur hefur lokið störfum og aðrir langt komnir. Tilnefndir hafa verið þrír fræðsluskógar, Hrosshagi í Biskupstungum, Hvanneyri og Hvammur í Eyjafirði. Verið er að ganga frá fræðsluskiltum og uppsetningu þeirra. Rætt var um þau verkefni sem eftir á að klára og hvaða leiðir eru færar til að klára þau á tilsettum tíma. Framkvæmdastjóra falið að skoða málið betur í samráði við stýrihóp KMS.

Rætt var um námskeiðin Grænni skóga og gagnsemi þeirra. Stjórn LSE hvetur LBHÍ að setja af stað Grænni skóga námskeið 1 og 2. og byggja meira á skógtækni frekar en skógfræði, svo skógarbændur fái meiri verkþekkingu. Sighvatur vakti máls á því hvort aðildarfélögin gætu sett af stað leshópa hver í sínum landshluta og var hann hvattur til að móta tillögu og koma með á næsta fund.

4.

Umsókn FsA í vaxtasamninga Austurlands var lögð fram til kynningar. Sótt var um styrk til viðarmagnsúttektar og markaðsgreiningar. Aðildarfélögin sem eru að huga að úrvinnslu eru hvött til að skoða vaxtarsamninga á sínum svæðum. Umsókn FsA verður send til formanna annarra félaga til kynningar og til viðmiðunar ef félögin ætla að sækja um slíka styrki.

5.

Styrkur til aðildarfélaganna vegna úrvinnslumála. LSE samþykkir að styrkja félag FsA um 500 þús í verkefni um afurða- og úrvinnslustöð. Framkvæmdastjóra falið að kalla eftir verkáætlun og búa til verklagsreglur fyrir greiðslu styrksins.

6.

Akurræktun jólatrjáa: Heimsóknir til þátttakenda í verkefninu „Akurræktun jólatrjáa“ verða kláraðar nú í byrjun júlí en Marianne Lynne kemur til landsins og fer ásamt Else Möller og framkvæmdastjóra LSE um Suðurland.

7.

Fjármál LSE. Verið er að vinna ársreikning LSE og verður hann sendur á milli stjórnarliða til undirritunar. Maríu og framkvæmdastjóra falið að vinna fjárhagsáætlun fyrir árið 2014 og 2015.

8.

Tölvumál LSE. Lagt var fram til kynningar tilboð frá Tölvu og rafeindaþjónustu Suðurlands ehf varðandi kaup á tölvu. Samþykkt var að vinna áfram með málið.

9.

Fundur með ráðherrum. LSE hefur gert drög að samningi við ríkisvaldið um fjárhag LSE og sent til fjármála- og efnahagsráðherra og landbúnaðarráðherra ásamt bréfi þar sem óskað er eftir fundi með ráðherrum varðandi málið. Framkvæmdastjóra falið að óska eftir fundi með ráðherrum.

10.

Aðalfundur LSE.

a

Útbúa boðskort fyrir aðalfund. Framkvæmdastjóra falið að láta prenta boðskort og gera gestalista.

b

Tillögur frá stjórn LSE.

 • Leggur til að aðildarfélögin samræmi lög félaganna að lögum LSE.

 • Leggja fram tillögu um kjörgengi. Það þarf að skýra reglur um atkvæðarétt á aðalfundum LSE og leggja til að það starfi kjörbréfanefnd á aðalfundum.

 • Lagabreytingar. Formanni falið að koma með tillögu að lagabreytingum í samræmi við breytingar á lögum Bændasamtaka Íslands varðandi kosningu fulltrúa á Búnaðarþing.

 • Stjórnin leggur fram tillögu varðandi fjárhag og árgjald.

 • Tillaga er varðar úrvinnsluverkefni og kynningu á vinnureglum vegna styrkveitinga LSE og kröfur um verkáætlun og skýrslugerð. Ath drög að reglum fyrir LHV.

 • Landsskipulagsvinna, koma með eitthvað á aðalfund. Endurskoða framtíðarsýn LSE.

c

Stjórnarmenn hvattir til að láta vita fljótlega hvort þeir gefi áfram kost á sér í stjórn LSE.

d

Lokaráðstefna KMS verður haldinn í tengslum við aðalfund LSE og er undirbúningur í fullum gangi.

e

Stjórnarfundur LSE verður haldinn föstudaginn 29. ágúst kl 11.00.

11.

Önnur mál.

a

Akurræktun jólatrjáa. Mikil umræða skapaðist um árangur af verkefninu. Framkvæmdastjóra falið að gera úttekt á gangi mála.

b

Brunavarnir LSE. Framkvæmdastjóra falið að fá upplýsingar um gang mála með vinnu varðandi brunavarnir í skógum og kynna það fyrir stjórn LSE á næsta stjórnarfundi.

c

Skógargull. Framkvæmdastjóra falið að safna upplýsingum um stöðu verkefnisins á landsvísu og senda á stjórn. Sunnlendingar eru að vinna með nema í Listaháskóla Íslands um verkefni við hönnun á spónaplötum límdum saman með kartöflumjöli.

d

Gullmerki LSE. Framkvæmdastjóra falið að láta hanna gullmerki LSE og fá tilboð í gerð merkja og senda tillögur á stjórn.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl 15:45

 

92. Stjórnarfundur Landssamtaka skógareigenda

11. Ágúst 2014. Símafundur kl 20:00.

Fundasími 7557755/2233344

Mættir voru Jóhann Gísli Jóhannsson, María E. Ingvadóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Anna Ragnarsdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson og Hrönn Guðmundsdóttir. Formaður bauð fundargesti velkomna og gekk til dagskrár.

Dagskrá:

1.

Aðalfundur LSE.

a

Lagðar fram til kynningar breytingar á lögum LSE. Töluverðar umræður sköpuðust um breytingarnar. Framkvæmdastjóra falið að fá túlkun á síðustu málsgrein í 2. gr. Í lögum LSE. Einnig að setja inn þær athugasemdir sem komu fram og senda á stjórn LSE til samþykktar og senda síðan út til félagsmanna 14 dögum fyrir aðalfund.

Stjórn LSE hvetur stjórnir félagannaað skoða tillöguna og gera breytingatillögur ef þurfa þykir og senda til framkvæmdastjóra fyrir 24 ágúst.

b

Ársreikningar LSE.

María kynnti ársreikning LSE fyrir árið 2013. Stjórn LSE samþykkir ársreikninginn.Framkvæmdastjóra falið að senda ársreikninginn til stjórnarmanna til undirritunar.

c

Tillögur fyrir aðalfund.

 1. Aðalfundur LSE leggur áherslu á að félög skógareigenda samræmi sín lög og aðlagi að lögum LSE.

 2. Árgjald LSE 2014. Stjórn LSE leggur til að félagsgjald til LSE verði 2000 krónur p.r. félagsmann aðildarfélaganna. Félögin sendi yfirfarið félagatal til LSE um áramót og framkvæmdastjóri sér um að senda reikning fyrir félagsgjaldinu til aðildarfélaganna. Eindagi félagsgjalda til LSE verði 10. júní ár hvert.

 3. Ítreka fyrri tillögu: Aðalfundur LSE skorar á umhverfis- og auðlindaráðuneytið að sjá til þess að fjármagn til LHV verði tryggt svo hægt verði að vinna eftir lögum nr. 95. frá 2006 um landshlutaverkefni í skógrækt, þar sem segir m.a að stefnt verði að ræktun skóga í hverjum landshluta í að minnsta kosti 5 % flatarmáls lands neðan 400 m. yfir sjó.

d

Akurræktun jólatrjáa – framhaldið.

Staða verkefnisins rædd og framkvæmdastjóra falið að skila greinagerð til stjórnar um stöðu verkefnisins og móta tillögu um framhaldið.

e

Stjórnarkjör.

Samkvæmt lögum LSE fer stjórnarkjör fram árlega. Málin rædd og voru stjórnarmenn hvattir til að skoða hug sinn um hvort þeir sæktust eftir áframhaldandi setu í stjórn LSE. Formanni falið að kanna hug varamanna og skoðunarmanna reikninga.

f

Kolefnisbinding og eignarhald.

Framkvæmdastjóra falið að hafa sambandi við Björn Ármann Ólafsson formann kolefnisnefndar LSE og fá greinagerð frá nefndinni á aðalfund LSE og tillögur ef þær liggja fyrir.

g

Vinna tillög upp úr landsskipulagsstefnu 2015-2026 og senda á stjórn.

2.

Fundur með ráðherra.

Formaður og framkvæmdastjóri fóru á fund með Sigurði Inga Jóhannssyni umhverfis – og auðlindaráðherra, Birni Barkar sérfræðingi og Ingveldi Sæmundsdóttir aðstoðamanni ráðherra. Fundarefnið var umræða og kynning á áður sendum samningsdrögum við ríkisvaldið varðandi fjármagn til LSE vegna úrvinnsluverkefna á skógarafurðum. Ráðherra tók vel í erindið og ætlar að ræða við fjármála- og efnahagsráðherra um aðkomu ríkisins að verkefninu. Vonast er til að einhverjar fréttir verði komnar af því hvort erindið fái brautargengi hjá ríkisvaldinu sem hægt verði að kynna á aðalfundi LSE.

3.

Landsskipulagsstefna 2015-2026:

Kynningar- og samráðsfundur um Landsskipulagsstefnu 2015-2026 verður haldinn 15 ágúst. Framkvæmdastjóri mætir á fundinn fyrir hönd LSE.

4.

Greinaskrif – jákvæðar fréttir um skógrækt sem atvinnugrein.

Mikilvægt er að slá á þá neikvæðu sýn sem einstaka einstaklingar hafa á skógrækt á bújörðum og þær ranghugmyndir er varðar aðkomu ríkisins að verkefninu. Best vopnið er að senda jákvæðar fréttir um uppbyggingu skógarauðlindarinnar og þá atvinnusköpun sem er að byggjast upp um land allt og á bara eftir að aukast.

Sjónvarpsrásin INN verður með þætti um líf og störf fólksá landsbyggðinni . Framkvæmdastjóra falið að benda á skógrækt sem umfjöllunarefni í þættina og þá atvinnuuppbyggingu sem er að skapast á landsbyggðinni af vegna hennar og þeim atvinnumöguleikum sem er að skapast fyrir ungt og öflugt fólk.

5.

Brunavarnir/ yfirlit

Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu í brunavörnum í skógum. Vinna er í gangi við samræmingu merkinga á kort fyrir brunavarnaáætlanir.

6.

Skógargull/ yfirlit. Stjórn LSE óskar eftir skýrslu frá Agnesi Geirdal varðandi evrópuverkefnið „Aðrar nytjar í skógum“.

7.

Önnur mál.

a

Gullmerki LSE.

Verið er að gera frumdrög að gullmerki LSE. Framkvæmdastjóra falið að send drögin af merkinu til stjórnar.

b

Félagatöl og greiðslufyrirkomulag

Framkvæmdastjóra er falið af fá uppfærð félagatöl aðildarfélaganna fyrir aðalfund LSE

Fundi slitið kl 23,10

 

93. stjórnarfundur LSE í Miðgarði í Skagafirði

29. ágúst 2014

Dagskrá

1.Tillögur fyrir aðalfund

2.Nefndir á aðalfundi

 • kjörbréfanefnd

 • Alsherjarnefnd

 • Kolefnisnefnd

 • Fjárhagsnefnd

 • Laganefnd

 • Félagsmálanefnd

3.Gullmerki LSE

4.Önnur mál

1.Tillögur fyrir aðalfund

Farið yfir tillögur frá stjórn sem lagðar verða fyrir aðalfundinn.

2.Nefndir á aðalfundi

Eftirfarandi sex nefndir og formenn þeirra ákveðnar fyrir aðalfundinn:

Kjörbréfanefnd – form. Hraundís Guðmundsdóttir

Alsherjarnefnd – Margrét Guðmundsdóttir

Kolefnisnefnd – Björn Ármann Ólafsson

Fjárhagsnefnd – Páll Ingvarsson

Laganefnd – Þórarinn Svavarsson

Félagsmálanefnd – Sigríður Hjartar

Öllum fundarmönnum var skipt niður á nefndir en þeim frjálst að skipta um nefnd ef þeir kjósa svo.

3.Gullmerki

Stjórn LSE ákvað að sæma Eddu Björnsdóttur Gullmerki LSE á árshátíð Landssamtaka skógareigenda í Miðgarði í Skagafirði laugardaginn 30. ágúst 2014.

Önnur mál

María lagði fram tillögu að lagabreytingum og var henni bent á að leggja þær fyrir aðalfund því stjórnin hefur nú þegar sent sínar tillögur að lagabreytingum til félagsmanna skv. þeim fyrirvara sem tilgreindur er í lögum félags LSE.

Farið yfir skipulag aðalfundarins sem haldinn verður 29. og 30. ágúst í Miðgarði í Skagafirði. með fundarstjóra.

bottom of page