top of page

Stjórnarfundir LSE 2012

70. Stjórnarfundur LSE

– símafundur 13. febrúar 2012 kl. 16:00.

Dagskrá

1 Frá því síðast.

2 Verkefni framundan hjá LSE.

3 Fjárhagur.

4 Aðalfundur félaga.

5 Önnur mál.

Formaður Edda Kr. Björnsdóttir setti fundinn kl. 16:04 og bauð menn velkomna. Mætt voru auk Eddu, María E. Ingvadóttir, Ásvaldur Magnússon, Bergþóra Jónsdóttir, Björn B. Jónsson og Anna Ragnarsdóttir.

1

Edda ræddi um bréf frá skógargeiranum til ráðherranefndar sem fjallar um að öll skógrækt verði í einu ráðuneyti.

Björn sagði frá væntanlegri greinagerð frá Ólafi Björnssyni lögfræðingi BÍ vegna eignarhalds á kolefnisbindingu. Málin voru rædd.

Edda sagði frá því að búið væri að grisja fyrstu grisjun í Ásgarði á Héraði og þar ætti að sleppa fé inn í vor. Er þetta fyrsti bærinn sem hefur klárað fyrstu grisjun hjá verkefnunum.

Anna sagði frá láti Erlings Aðalsteinssonar sem var í stjórn FSN og var í úrvinnslunefnd LSE. Var rætt um hvernig ætti að bregðast við ef um lát félaga innan LSE yrði. Talað var um að LSE myndi senda samúðarskeyti eða annað álíka ef viðkomandi hefði setið í stjórn LSE eða gegna öðrum sambærilegum trúnaðarstörfum fyrir landssamtökin, en landshlutafélögin sendi ef hinn látni hefði verið í stjórn félags skógarbændaeða virkur í félagsstarfi viðkomandi landshlutafélags á annan hátt.

2

Björn sagði frá umsókn LSE í Menntaáætlun ESB. Um er að ræða endurumsókn á sænska yfirfærsluverkefninu Kraftsamling skog. Sömu aðilar og síðast eru umsækjendur að viðbætti Norvik hf sem kemur inn sem meðumsækjandi.

Unnið er að því að Nýsköpunarmiðstöð komi að grisjunarverkefni með LSE. Sótt hefur verið um undirbúningsstyrk íverkefnið sem líkur eru á að fáist.

3

Rekstrarstyrkur til LSE á árinu 2012 frá Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneyti liggur ekki fyrir.

4

Aðalfundur FSN verður á Akureyri 23 mars 2012.

Sunnlendingar áætla aðalfund í byrjun maí, austfirðingar í mars, vestlendingar í apríl en ekki er vitað hvenær vestfirðingar verða með sinn aðalfund.

5

Austfirðingar eru að undirbúa næstu útgáfu á blaðinu Við skógareigendur, og er áætlað að koma út tveimur blöðum á árinu.

Edda er að fara á fund hjá BI.

Björn og María fara á aðalfund Félags landeigenda á Hótel Sögu. Fleiri úr stjórn FSS hugsa sér einnig að mæta á þann fund.

Rætt var um fagráðstefnu skógargeirans á Húsavík 27 – 29 mars 2012.

Björn sagði að fara ætti með rútu af suðurlandi vestur um og taka upp þá sem hefðu hug á að fara á ráðstefnuna.

Fleira ekki á dagskrá og var fundi slitið kl, 16:55.

Anna Ragnarsdóttir ritari.

 

71. Stjórnarfundur LSE.

á Hótel Sögu 16. mars 2012. Kl. 10:30.

Formanna- og stjórnarfundur

Dagskrá:

  1. Fundarsetning.

  2. Búnaðarþing – formaður

  3. Fréttir frá skógarbændafélögum – formenn fara yfir starfið í vetur og það sem er framundan

  4. Almenn mál:

  5. Ný skógræktarlög

  6. Sameining ráðuneyta

  7. Fjárveitingar til LSE

  8. Aðalfundur LLÍ

  9. Akurræktun jólatrjáa/fræðsla/heimasíða/umsókn um styrk

  10. Nefndastörf innan LSE – vinnureglur, BBJ

Skógarbændafélögin

  1. lög félaga

  2. heimasíður félaga

  3. Grisjunar- og úrvinnslumál:

  4. Kolefnismál

  5. Grisjunarverkefni

  6. Úrvinnsla afurða

  7. Aðalfundur LSE 2012

  8. Fræðslufundur

  9. Aðalfundur jólatrjáaræktenda

  10. Lagabreytingar/laganefnd ?

  11. Stefnumótun

  12. Næsti fundur

  13. Önnur mál.

1. Edda Kr. Björnsdóttir setti fundinn kl. 10:30 og bauð menn velkomna. Mættir voru auk hennar Björn B. Jónsson, María E. Ingvadóttir, Anna Ragnarsdóttir Bergþóra Jónsdóttir. Jóhann Gísli Jóhannsson og Hallfríður F. Sigurðardóttir. Ásvaldur Magnússon mætti um kl. 11:20.

2. Edda fór yfir tillögur af búnaðarþingi, 2012 sem er ný afstaðið. Var spjall um tillögu um veiðibann á svartfugli sem umhverfisráðherra er með í vinnslu, og var gerð athugasemd um hana. Einnig var rætt um leiðbeiningarþjónustu Bændasamtakanna og um tillögu að fæðuöryggi þjóðarinnar.

3. María sagði frá starfi FsS. Haldnir eru stjórnarfundir mánaðarlega. Haldinn var félagsfundur á Hótel Heklu 5. nóvember 2011 og annar félagsfundur á Góu 25. febrúar 2012. Aðalfundur verður 5-6. maí 2012 á Hótel Geysir og verður félagið 20 ára á árinu. Jónsmessuganga 23. júní 2012 gengið verður um jörðina Hnaus. Skógarpósturinn er sendur út rafrænt og settur á heimasíðu félagsins.

Anna sagði fá starfi FSN, haldnir hafa verið tveir stjórnarfundir í vetur. Aðalfundurinn verður á Akureyri í Gömlu gróðrarstöðinni 23. mars 2012 kl. 20:00 í framhaldi af Grænni skóga 2 námskeiði. Valgerður og Brynjar Skúlason verða með erindi á fundinum. Undirbúningur fagráðstefnu á Húsavík 27-29. Mars 2012 er á loka sprettinum. Björkin blað félagsins er að koma út og verður sent á alla félagsmenn og alla samningsbundna skógarbændur á félagssvæðinu, en 1/3 þeirra er ekki í félaginu. Ólafur í Hlíð vill kaupa okkar part í kurlaranum, og hafa nokkrir skógarbændur í Skagafirði mikinn áhuga á að kaupa saman kurlara og þá jafnvel í félagi við félagið.

Hallfríður sagði frá starfi FsVf, haldnir eru símafundir af og til. Undirbúningur aðalfundar LSE í haust er kominn af stað, og er verið að skoða hvaða dagar komi til greina. Erfitt að halda stjórnarfundi þar sem vegalengdir eru miklar. Áætlað er að aðalfundur félagsins verði á Reykhólum í júní. Verið er að setja af stað hóp sem var á Grænni skóga námskeiðunum til að læra grisjun með haustinu.

Bergþóra sagði frá starfi FSV. Haldnir hafa verið tveir stjórnarfundir í vetur. Aðalfundurinn verður sennilega 3. Apríl 2012. Ætlar Björn Jónsson að mæta á fundinn og vera með erindi, einnig ætlar Hulda að vera með erindi. Skógargangan verður 23. júní og verður gengið í landi Arnarholts.

Jóhann Gísli sagði frá starfi FsH. Sagði hann stjórnarfundi fara mest fram í tölvubréfum og svo fundir eftir þörfum. Aðalfundurinn er áætlaður 21. Apríl 2012. Starfið er frekar rólegt eftir haustið þar sem félagið sá um aðalfund LSE á síðasta hausti. Jólakötturinn var haldinn í des og gekk hann mjög vel. Félagið bauð öllum sem störfuðu að undirbúningi eða við aðalfund LSE í haust, í kvöldmat og mættu nánast allir sem höfðu starfað fyrir félagið, og var fólk mjög ánægt með boðið. Undirbúningur að Skógardeginum mikla á Jónsmessu er í undirbúningi og er þegar farið að ræða við tónlistarskólann og leikfélagið að koma að þessum frábæra degi þeirra austfirðinga. Áætlað er að skógardagurinn kosti félagið um 2-3 miljónir. Grisjun fór fram í Heiðarhólma og er hreinsun langt kominn. Grisjun er farinn af stað á nokkrum bæjum á Héraði og eru nokkrir í fullu starfi við grisjun þar í vetur. Sveitarfélagið er ætlar að setja á fjárlög pening til að aðstoða við Skógardaginn mikla.

Garðyrkjufélagið á Héraði tók við hóp skógarbænda sem vildi læra um ávaxta og berja rækt, og er fyrir huguð ráðstefna í vor.

4. Rætt var um greinargerð á áherslum frá Bændasamtökum Ísl. til nýrra skógræktarlaga.

Vinnu við sameiningu ráðuneyta í eitt atvinnumálaráðuneyti átti að vera lokið, en ekki er vitað hvort það verður fyrr en í haust. LSE ásamt fleirum úr skógargeiranum sendu bréf til ráðherranefndar um endurskipulagningu stjórnarráðsins, þar sem óskað var eftir að eiga viðræður við nefndina um þær hugmyndir sem uppi eru um vistun málaflokksins í stjórnarráðinu. Edda skrifaði undir fyrir hönd LSE.

Björn las bréf frá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytinu þar sem fram kom að LSE fær einungis 3,4 miljónir til reksturs starfsmans LSE. Á síðasta ári fengum við 4 miljónir.

Aðalfundur Landssamtaka landeigenda á Íslandi var haldinn í Reykjavík í febrúar þar sem Örn Bergsson var endurkjörinn formaður. Framkvæmdastjóri LSE ásamt nokkrum skógarbændum fóru á fundinn. Var skógarbændum boðið að ganga í félagið. Er félagið að vinna í málefnum landeigenda um allt land. Árgjaldið eru 6.000 kr. á einstakling.

Björn sagði frá akurræktun jólatrjáa, en búið er að stofna faghóp sem í eru fagmenn af öllum svæðunum, og er áætlaður fræðslufundur 11. Apríl 2012 sem verður í fjarfundarbúnaði á þeim stöðum sem eru komnir af stað. Björn sagði frá ferð sinni á aðalfund skógareigenda á norðurlöndum síðastliðið haust.

5. Lögð voru fram drög að nefndarstörfum á vegum LSE og voru þau samþykkt.

6. Rætt var um heimasíðu LSE. skogarbaendur.net óskað er eftir að félögin setji inn upplýsingar um stjórnir, lög félaganna, myndir úr starfinu og fundargerðir. Einnig að setja inn á heimasíður félaganna nýtt efni og breytingar á stjórnum.

7. Björn lagði fram minnispunkta um kolefnismál frá Lögmönnum Suðurlands. Var nokkur umræða um það bréf, einnig um stutta samantekt um samræmingu á reglum ESB um kolefnisjöfnun fyrir skóga og annan landbúnað. Urðu miklar umræður um kolefnisbindingu og losun kolefnis, einnig um eignarhald kolefnisbindingu sem bundið er með skógrækt.

Björn sagði frá fundum sem hann hefur verið á með Nýsköpunarmiðstöð um grisjunarátak á landsvísu, og er áætlaður fundur næstu daga, um grisjun, útkeyrslu og úrvinnslu. Verið er að athuga samstarf við Feng í Hveragerði um frekari vinnslu á gróf kurluðu og hálfþurru timbri, til dæmis úr greinum og öðru efni úr skóginum sem ekki er hægt að nota í verðmætari vinnslu. Þetta verkefni gæti byrjað næsta haust ef allt gengur upp.

María ræddi um úrvinnslufélag og mál sem því eru tengd, t.d. kolefni og úrvinnslu.

Jóhann Gísli ræddi ýmis mál varðandi nefndina.

Björn sagði að nefndarfólk og félagsmenn LSE vildu meiri umræður um hvort eigi að stofna félag um kolefnisbindingu. Björn telur að hlutastarf framkvæmdastjóra hafi hamlandi áhrif á starf LSE, þar sem ekki er hægt að sinna nema hluta af þeim verkefnum sem er mjög brýnt að vinna fyrir samtökin.

Bergþóra taldi að félögin þyrftu að vera dugleg að sækja um styrki til ýmissa verkefna.

Ásvaldur vill að það verði stofnað pöntunarfélag á netinu, og þar gætu skógarbændur auglýst sýnar afurðir, svo sem staura, kurl og fleira.

Mörg verkefni eru á döfinni sem verið er að vinna í.

8. Aðalfundur LSE verður í höndum vestfirðinga í haust og urðu skiptar skoðanir hvenær besti tíminn væri. Rætt var um að hafa fræðsluerindi eftir hádegi á föstudag, þar sem þemað yrði beitarskógrækt, síðan yrði aðalfundurinn settur um kaffileitið og nefndarstörf um kvöld, einnig yrði aðalfundur jólatrjáaræktenda á föstudagskvöld.

Lagabreytingar á lögum LSE verða teknar fyrir á næsta fundi.

Stefnumótun LSE verður sett inn á heimasíðuna til kynningar.

9. Næsti fundur ekki ákveðinn, en fljótt eftir páska.

10. Stjórnarfólk beðið að láta ritara vita þegar það hefur lesið fundargerð, Björn ætlar að senda ársskýrslu framkvæmdastjórans LSE í tölvupósti næstu daga. Jóhann Gísli vill fá fundargerð eftir stjórnarfundi þar sem hann er fyrsti varamaður.

Fleira ekki á dagskrá og fundi slitið um kl. 15:50

Fundargerð ritaði Anna Ragnarsdóttir, ritari.

 

72. stjórnarfundur LSE

– símafundur 23.maí 2012 kl. 16:00

Dagskrá:

1. Fundarsetning 2. Almenn mál frá síðasta fundi: a. Aðalfundir félaga frá síðasta stjórnarfundi b. Sameining ráðuneyta – bréf frá formanni LSE til ráðherra c. Kolefnismál – frumvarp til laga d. Við skógareigendur e. Samningur við Bændablaðið 3. Nefndastörf innan LSE – skipunarbréf nefnda – sjá drög 4. Grisjunar- og úrvinnslumál: a. Grisjunarverkefni með NMÍ b. Vinna með hönnuðum 5. Úrvinnslunefnd LSE 6. Aðalfundur LSE 2012 7. Næsti fundur 8. Önnur mál.

1. Edda Kr. Björnsdóttir setti fundinn kl. 16:10 og bauð menn velkomna. Mættir voru auk hennar Anna Rgnarsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Ásvaldur Magnússon, Björn B. Jónsson og María E. Ingvadóttir.

2.a. María sagði frá aðalfundi FsS. sem haldinn var á Hótel Geysir 5 maí. Er félagið 20 ára á þessu ári og af því tilefni voru þrír félagar heiðraðir þeir Gunnar í Hrosshaga, Sigurður í Ásgerði og Hörður í Laxárdal. Farið var upp í Haukadal og víðar, mættu á fundinn um 55 mans. Bergþóra sagði frá aðalfundi Fsv. sem haldin var í maí. Sigvaldi Ásgeirsson og Hulda guðmundsdóttir sögðu frá Noregsferð sem var farið s.l. haust. Björn var með erindi um starfsemi LSE ásamt jólatrjáaræktun á ökrum, en það er frekar lítill áhugi fyrir jólatrjáarækt á vesturlandi, enn sem komið er. Ásvaldur sagði að vestfirðingar verði með sinn aðalfund í júní, en það hefði verið farið í þrjár skógargöngur í apríl og maí á vestfjörðum og hefðu tekist mjög vel, og vonandi verði áframhald á því að ári. Edda sagði að austfirðingar hefðu fjölmennt á sinn aðalfund og fundurinn verið mjög góður, sama stjórn situr áfram.

2.b. Edda sagði frá því að hugmyndir væru í gangi um að landshlutaverkefnin ættu að fara í Umhverfis- og auðlindaráðuneytið en skógarbændur ættu að vera áfram í Atvinnuvegaráðuneytið. Edda las bréf frá ráðherranefnd, og svöruðu þau Björn og Edda þessu bréfi 15 maí fyrir hönd LSE.

2. c. Björn sagði frá umsögn frá skógargeiranum til umhverfis- og skipulagsnefndar alþingis vegna hver eigi kolefnisbindinguna í skóginum. Björn og Björn Ármann fóru á fund nefndarinnar og komu sínum sjónarmiðum fram þar.

2.d. Vikulegir símafundir hafa verið í ritnefnd blaðsins „Við skógareigendur,, og eru það austfirðingar sem sjá um útgáfuna þetta árið. Von er á því að næsta blað komi út eftir Hvítasunnu.

2.e. LSE: hefur samið við Bændablaðið að vera með regluleg greinaskrif í blaðinu út árið 2012.

3. Rætt var um erindisbréf nefnda innan LSE og rætt um starfstíma nefnda og varamanna. Ákveðið að skoða uppsetningu erindisbréfa betur.

4.a. Undirbúningur að átaksverkefni í grisjun með Nýsköpunarmiðstöð gengur vel og er fundað einu sinni í viku, vonast er til að geta komið með greinagerð í ágúst.

4.b. Sigríður Heimisdóttir hönnuður hefur mikinn áhuga á íslensku timbri og er tilbúin að koma að hönnun á vörum úr íslenskum við.

5. Nokkrar umræður urðu um úrvinnslunefnd LSE. og voru skiptar skoðanir. Tillaga um að halda fund í ágúst um þessi mál og fara betur yfir þær hugmyndir sem eru í gangi um fyrirkomulag úrvinnslumál hjá skógareigendum.

6. Aðalfundur LSE. verður haldinn á Ísafirði 5-7 október 2012. Byrjað verður með ráðstefnu kl: 13:00 á föstudag og verður aðalfundur jólatrjáræktenda á sama tíma. Aðalfundurinn byrjar svo kl:17:00

7. Næsti fundur stjórnar LSE verður símafundur í júní.

8. Önnur mál. Félögin eru farinn að undirbúa skógargöngur víða um land.

Fleira ekki á dagskrá og fundi slitið um kl. 17:30 Fundargerð ritaði Anna Ragnarsdóttir, ritari.

 

73. stjórnarfundur LSE

– símafundur 10.júlí 2012 kl. 16:00

1. Almenn mál frá síðasta fundi: a. Aðalfundur FsVf b. Sameining ráðuneyta c. Við skógareigendur d. Jónsmessan 2. Ráðstöfun skógarafurða - fyrirspurn frá skógareiganda - sjá tölvupóst 3. Ný lög um loftslagsmál 4. Heimsókn erl. skógarbænda 5. Ný skógræktarlög 6. Kraftmeiri skógur 7. Aðalfundur LSE - Jólatrjárækt 8. Næsti fundur

9. Önnur mál

Edda Kr. Björnsdóttir setti fundinn kl 16:05 og bauð menn velkomna. Mættir voru auk hennar Anna Ragnarsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Ásvaldur Magnússon, María E. Ingvadóttir og Björn B. Jónsson.

1. Aðalfundur FsVf var haldinn 1. júlí og mættu Ásvaldur og Björn þar. Ágætis mæting var á fundinum. Barði gekk úr stjórn og í hans stað kom Lilja Magnúsdóttir. Vestfirðingar sjá um aðalfund LSE í haust á Ísafirði.

b. Engar upplýsingar hafa borist frá stjórnvöldum þannig að ekki er vitað í hvaða ráðuneyti skógrækt verður.

c. Blaðið Við Skógareigendur kom út í 1500 eintökum og hefur verið dreift til skógarbænda og víðar. Austfirðingar sáu um útgáfu blaðsins og voru duglegir að afla auglýsinga í það.

d. Skógardagurinn mikli var að venju haldinn í Hallomstaðarskógi, þar var margt um manninn og margt að gerast.

Sunnlendingar mættu að Hnausum í Flóa og gekk það vel í góðu veðri.

Vestlendingar mættu að Arnarholti í Stafholtstungum og tókst einnig vel.

2. Fyrirspurn kom frá skógarbónda um ráðstöfun skógarafurða og þá hvers vegna má ekki selja lifandi tré úr skógi verkefnanna?

Þessar spurningar hafa komið upp áður hjá stjórn LSE og því lagt var til að ræða frekar um málið á fundi með framkvæmdastjórum verkefnanna í haust.

3. Rætt um ný lög um loftslagsmál sem samþykkt voru á síðustu dögum Alþingis fyrir sumarlokun. Sérstaklega var rætt um ákvæði 36. greinar sem fjallar um meðferð losunarheimilda sem tengjast bindingu kolefnis. En þar segir “ losunarheimildir sem verða til við bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi eða vegna endurheimtar votlendis í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á því sviði skulu bókfærðar á reikning íslenska ríkisins í skráningarkerfi skv. 22. gr“.

Þrátt fyrir ákvæði í þessum lögum sem segir að binding kolefnis í gróðri skuli bókfærð á reikning íslenska ríkisins þá halda skógareigendur fast við fyrri samþykktir um að kolefnisbinding í skógi er eign skógareigenda, enda timbrið sem verður til í skógum að mestu byggt upp af kolefni og því erfitt að skilja það frá sem eign annarra en þeirra sem eiga skógana.

Stofna á sjóð til að styðja m.a. við landgræðslu og skógrækt til að auka bindingu á kolefni.

Við lestur laganna þá er margt óljóst sem þar kemur fram og þarf nánari skýringa við. Stjórnin felur því formanni og framkvæmdastjóra að eiga fund með ráðamönnum til að fá gleggri skilgreiningu á

einstökum greinum þessara nýsettu laga.

4. 40 skógarbændur frá Svíþjóð komu hingað til lands og var Björn ásamt fleirum að sýna þeim skógrækt á Íslandi. Var farið til skógarbænda á Suðurlandi og víðar, einnig komu þeir á námskeið Grænni skógar sem var í Hveragerði.

5. Greinagerð laganefndar um ný skógræktarlög liggja frammi til umsagnar. Óskaði Björn eftir að stjórnarfólk færi yfir drögin og kæmu með ábendingar um það sem betur má fara í greinagerðinni.

6. Verkefnið hefur fengið mjög góða umsögn í Brussel, sem lofar góðu um framhaldið.

7. Undirbúningur er kominn vel á veg og verður send dagskrá til formanna á næstu dögum, þeir sjá svo um að senda til allra félagsmanna sinna. Aðalfundur jólatrjáaræktenda verður einnig og stendur til að Marianne Lyhen sérfræðingur við danska Landbúnaðarháskólann komi og haldi fyrirlestur um jólatrjárækt.

Fundurinn samþykkir að leggja 250.000 kr. til aðalfundarinns.

8. Björn hefur samband um 15. ágúst til að ákveða dagsetningu næsta fundar sem verður símafundur.

9. Grisjunarverkefni með Nýsköpunarmiðstöð hefur fengið Mógilsá til að taka saman hver grisjunarþörfin er í hverjum landshluta fyrir sig. Nokrir hafa haft samband og viljað komast í grisjunina. Vonandi verður hægt að byrja grisjun í haust í samstarfi við verkefnið.

Rætt var um stofnun úrvinnslufélags, en því máli frestað til haustsins.

Fleira ekki á dagskrá og fundi slitið um kl. 17:45.

Fundargerð ritaði Anna Ragnarsdóttir ritari.

 

74-75 ?

 

76. stjórnarfundur,

símafundur LSE haldinn 18. okt. 2012 kl. 16:00

Mættir voru: Edda Björnsdóttir, Anna Ragnarsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, María E. Ingvadóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson og Björn B. Jónsson Dagskrá: 1. Fundarsetning og fundargerð síðasta fundar.

2. Verkaskipting stjórnar.

3. Fundargerð aðalfundar og farið yfir samþykktar tillögur fundarins.

Hver og ein tillaga verður tekin fyrir og vísað í réttan farveg.

4. Kraftmeiri skógur

5. Næsti fundur

6. Önnur mál

  1. Fundarsetning og fundargerð síðasta fundar.

Formaður setti fund og farið var yfir, í stuttu máli, nýafstaðinn aðalfund LSE. Vestfirðingum eru færðar bestu þakkir fyrir vel undirbúinn fund og framkvæmd hans.

Fundargerð síðasta fundar samþykkt.

  1. Verkaskipting stjórnar.

Formaður lagði til óbreytta verkaskiptingu stjórnar að öðru leyti en því að Bergþóra verður varaformaður og Sighvatur meðstjórnandi. Samþykkt samhljóða.

  1. Fundargerð aðalfundar og farið yfir samþykktar tillögur fundarins.

Fundargerð ekki tilbúin frá riturum aðalfundar.

Stjórnin fór yfir samþykktar tillögur frá aðalfundi og fól framkvæmdastjóra að senda þær áfram á ráðuneyti, stofnanir og aðra þá sem tillögunum er beint til.

Stjórnin skipar í eftirtaldar nefndir:

Laga- og reglugerðanefnd;

  1. Ásvaldur Magnússon formaður

  2. Gunnar Sverrisson

  3. Maríanna Jóhannesdóttir

Vara: Sigrún Grímsdóttir og Guðbrandur Brynjúlfsson

Í vinnuhóp vegna kolefnismála;

Björn Ármann Ólafsson og Þröstur Eysteinsson

Framkvæmdastjóra er falið að greiða þóknun til Björns Ármanns vegna nefndarvinnu hans.

  1. Kraftmeiri skógur.

Samþykkt að veita framkvæmdastjóra umboð til að stofna euro-reikning í Landsbankanum á Selfossi, sem verður einvörðungu notaður vegna ESB-styrks til verkefnisins Kraftmeiri skógur.

Verkefnið Kraftmeiri skógur er komið í fullan undirbúning. Unnið er að heimasíðunni www.skogarbondi.is og eins er unnið að undirbúningi á útgáfu bókarinnar Nya Tiders Skog.

Samningar vegna yfirfærslu á öðrum heimasíðum inn á þessa nýju heimasíðu verða gerðir á næstunni, m.a. við eigendur www.skogarbaendur.net.

  1. Næsti stjórnarfundur LSE verður haldinn um miðjan nóvember. Boðað verður til hans með dagskrá.

  2. Önnur mál

  3. Þakkarbréf hefur borist frá Atvinnuveganefnd alþingis þar sem þakkaðar eru móttökur skógareigenda í september s.l.

  4. Bréf barst frá jólatrjáræktendum á Norðurlandi þar sem spurst var fyrir um möguleika á að fjármagni verði veitt til Norðurlandsskóga til að veita ráðgjöf í ræktun jólatrjáa. Framkvæmdastjóra falið að svara erindinu.

  5. María ræddi vsk í skógrækt. Nokkur umræða varð um málið.

Fundi slitið klukkan 17:45

Björn B. Jónsson

77. stjórnarfundur,

símafundur LSE haldinn 1. nóvember 2012 kl. 16:00

Mætt voru: Edda Björnsdóttir, formaður, Bergþóra Jónsdóttir, María E. Ingvadóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, Jóhann Gísli Jóhannsson og Björn B. Jónsson framkvæmdastjóri. Fjarverandi Anna Ragnarsdóttir. Dagskrá:

1

Fundargerð aðalfundar LSE.

Fundargerð aðalfundar 2012 rædd og samþykkt.

Berþóra og María lesa yfir texta áður en fundargerð verður send út til dreifingar.

2

Stefnumótun LSE, Framtíðarsýn Landssamtaka skógareigenda 2012-2022.

Fyrir fundinum lá yfirfarin stefnumótunin frá aðalfundi.

Hún var samþykkt með áorðnun breytingum, sem voru að mestu málfarslegar. Berþóra og María taka að sér lokayfirlestur áður en stefnumótunin fer í prentun.

3

Önnur mál

a) Björn sagði stuttlega frá aðalfundi Kolviðar sem var haldinn 31. október s.l. Björn ásamt Birni Ármanni Ólafssyni, tilnefndum fulltrúa LSE í vinnuhóp vegna kolefnismála, sátu fundinn.

Á fundinum kom fram að eins og er þá er lítill markaður fyrir sölu á kolefnisbindingu hér á landi. Hugi Ólafsson skrifstofustjóri í umhverfis- og auðlindaráðuneyti flutti erindi um stöðu loftslagsmála á alþjóðavettvangi og áhrif hér á landi. Fátt nýtt kom fram.

Fundi slitið klukkan 17:10

Björn B. Jónsson

78. stjórnarfundur LSE,

símafundur haldinn 3. desember 2012 kl. 14:30

Mætt voru: Edda Björnsdóttir, formaður, Bergþóra Jónsdóttir, María E Ingvadóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson, Anna Ragnarsdóttir og Björn B Jónsson framkvæmdastjóri.

1

Fundur settur og fundargerð síðasta fundar samþykkt.

2

Hvar er LSE staðsett í stjórnkerfinu?

Ekki er komið á hreint í hvaða ráðuneyti LSE verður, en beðið er eftir fundi þar sem þetta getur skýrst.

3

Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2013.

Sótt hefur verið um fjármagn til rekstrar LSE, til bæði umhverfis og auðlindaráðuneytis og til atvinnu og nýsköpunarráðuneytis, fyrir árið 2013. Ekki eru miklar líkur á að fjármagn aukist til LSE frá því sem það er nú.

4

Nefnd um kolefnismál.

Kolefnisnefnd hefur verið skipuð og eru Björn Ármann og Björn B. Jónsson fyrir LSE, aðrir í nefndinni eru Jón Geir Pétursson og Hugi Ólafsson fyrir umhverfis og auðlindaráðuneyti og Þröstur Eysteinsson frá Skógrækt ríkisins.

5

Kraftmeiri skógur.

Verið er að ganga frá samningum við alla þá er skrifa eða þýða efni í bókina fyrir verkefnið, en skiladagur er 25. janúar 2013.

Heimasíðan www.skogarbondi.is er að klárast og eru Norðurlandsskógar, Suðurlandsskógar og LSE komin þar inn. Hér eftir verður allt efni sent til Björns.

Félögin innan LSE munu svo hafa sínar undir síður og bera ábyrgð á að setja efni inn á þær.

Þórarni Svavarssyni eru þökkuð góð störf við fyrrverandi heimasíðu LSE, en heimasíða LSE www.skogarbaendur.net verður lögð niður á nýju ári.

Gert hefur verið merki fyrir verkefnið Kraftmeiri skógur.

Á næstu dögum er von á erlendu samstarfsfólki okkar til fundar um verkefnið, síðan verða fundir stýrihóps Kraftmeiri skóga í Svíþjóð og Danmörk á næsta ári.

Harpa Dís Harðardóttir mun starfa með Birni að verkefninu Kraftmeiri skógur.

Næsta verkefni í Kraftmeiri skógur, er m.a. undirbúningur fyrir leshópa, sem er eitt af verkefnum Kraftmeiri skóga. Þeir sem verða valdir til að stýra leshópum eru u.þ.b. 8 skógarbændur sem eru búnir með Grænni skóga I og II, en þeir munu fara til Svíþjóðar og læra stjórnun leshópa.

6

Aðalfundur LSE 2013.

Aðalfundur LSE hefur verið ákveðinn á Hótel Örk í Hveragerði dagana 30. ágúst til 1. september n.k. Ráðstefna í tengslum við aðalfundinn verður um kolefnismál.

7

Bréf sem hafa borist.

Bréf frá Framleiðnisjóði Landbúnaðarins, þar sem sjóðurinn hafnar framlagi til akurræktunar jólatrjáa.

Bréf frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem tilkynnt er að erindi vegna endurskoðunar á Viðlagatryggingu með tilliti til brunatryggingar á skógum, er komið inn til nefndar um endurskoðun á lögum um Viðlagatryggingu.

Bréf frá Else Möller um umsókn um styrk vegna masterverkefnis um ræktun jólatrjáa. Erindinu er vísað til skoðunar í tengslum við verkefnið Kraftmeiri skógur.

Blaðið Við skógareigendur er komið út, er það 2. tbl. 2012.

Framtíðarsýn LSE er send með því blaði.

Auglýsingarvoru seldar í þetta blað fyrir kr. 345.000.-

8

Næsti stjórnarfundur

Ákveðið að hafa stjórnarfund 24. janúar 2013 í Reykjavík.

9

Önnur mál.

Rætt var um nýja reglugerð um framkvæmdaleyfi, einkum vekur 5. grein upp spurningar, þar sem stærð og umfang er ekki nefnt varðandi framkvæmdir. Framkvæmdaleyfisgjaldið í 13. grein er einnig óskrifað blað.

Bréf frá sjónvarpsstöðinni INN um jólakveðjur nú um jólin. Ákveðið var að hafa jólakveðju hjá Ríkisútvarpinu eins og undanfarin jól.

Fundi slitið klukkan 15:55.

Fundargerð ritaði Anna Ragnarsdóttir ritari.

bottom of page