"Skógrækt til framtíðar" Samþykkt einróma

March 6, 2018

 

Búnaðarþing 2018 stendur yfir. Eftirfarandi ályktun var samþykkt á þinginu.

 

Skógrækt til framtíðar

 

Markmið:

Að Ísland verði sjálfbært um timbur, og skógrækt verði stöndug atvinnugrein sem stuðli að eflingu alls landbúnaðar. Skógrækt er árangursrík leið til bindingar kolefnis úr andrúmsloftinu. 

 

Leiðir:

Nýta má fjármagn strax í dag t.d. við undirbúning lands, umhirðu skóga og skipulagningu. Með fjórfaldri aukningu fjármagns til skógræktar er hægt að koma til móts við alþjóðlega loftslagssamninga, efla atvinnu og styrkja búsetu á landsbyggðinni og verða sjálfbær um viðarframleiðslu. 

 

Framgangur:

Bændasamtök Íslands (BÍ), ásamt Landssamtökum skógareigenda (LSE), hefji viðræður við Landbúnaðarráðherra um að stórauka skógrækt á lögbýlum á Íslandi.

 

 

 Ingvar Björnsson, Böðvar Sigvaldi Böðvarsson, Guðrún Gauksdóttir, Hávar Sigtryggsson og Jóhann Gísli Jóhannsson                                   

 

 

Engin mótmæli heyrðust frá fundarmönnum, einungis lof. Þó var bent góðfúslega á að þegar skógrækt er ætlað að styðja við búsetu í sveitum, ættu styrkir að renna til þeirra sem þar búa, en ekki til þeirra sem búa fjarri jörðum sínum. Fundarmenn voru misjafnlega sammála þessum málflutningi þar sem ávinningur af skógrækt hefur ótal marga aðra kosti en einungis sterkari og áhugaverðari búsetu. Auk þess má ekki útiloka að með gróskumeiri skógum skapist betri skilyrði fyrir alla landeigendur að búa á sínum jörðum.

 

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

 Landssamtök skógareigenda (LSE)  - Bændahöllinni við Hagatorg  - 107 Reykjvaík  -  GSM: 775 1070  -  hlynur@skogarbondi.is - kt 660897-2089