top of page

NÁMSKEIÐ!!! -Viðburðastjórnun í skógrækt


Boðið heim í skóg - Skemmtun, fræðsla og upplifun í skógi

Viðburðastjórnunarnámskeið fyrir skógræktarfólk

Námskeiðið er ætlað áhugafólki um skógrækt, skógareigendum og starfsfólki í skógrækt og öðrum þeim sem hafa áhuga á að taka á móti hópum í skóglendi.

Á námskeiðinu verður fjallað um skipulagningu þess að bjóða fólki heim í skóg, reynslu af skógarviðburðum hér á landi, eins og skógardögum, móttöku hópa í skógi og samstarfi um slíka viðburði, skipulag og uppsetningu dagskrár sem höfðar til mismunandi markhópa, skipulag og stjórnun, greiningu áhættuþátta, verkefnaval og kynningu.

Kennarar: Gústav Jarl Heiðmörk, Eygló Rúnarsdóttir kennari HÍ, Þór Þorfinnson skógarvörður Hallormsstað, Jón Ásgeir Jónsson verkefnisstjóri SÍ og Ólafur Oddsson fræðslustjóri Skógræktarinnar.

Tími: Lau. 24. mars. kl. 9:00-17:00 hjá Garðyrkjuskóla, Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.

Verð: 17.000 kr. (Kaffi og hádegismatur og gögn innifalin í verði).

Skráningarfrestur er til 22. mars 2018.

Námskeiðið er sameiginlegt verkefni samstarfsaðila um skógarfræðslu þ.e. Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslunnar, Landsamtaka skógareigenda, Skógræktarfélags Íslands og Skógræktarinnar.

Ólafur Oddsson hefur haldið fjöldan allan af námskeiðum um notagildi skógaafurða og öllu sem viðkemur skógi.

bottom of page