

Skógarbændur á Austurlandi fögnuðu 30 ára afmæli félagsins 19.apríl.
Félagið var stofnað 3.maí 1988. Félagið hefur alla tíð síðan verið í fararbroddi við uppbyggingu og hagsmunagæslu varðandi bændaskógrækt. Samkvæmt grein Björns B. Jónssonar í Við skógareigendur 1.tbl.11.árg. september 2017 "Saga nytjaskógræktar á lögbýlum". Þar segir að á Austurlandi eru 180 samningar um skógrækt upp á um 18. þúsund ha. búið að gróðursetja um 28. milljón plöntur í um 11. þúsund ha.
Hér fyrir neðan fylgja tvær myndir sem teknar eru á samastað með 15 áramillibili.
Texti. Jóhann Þórhallsson, Brekkugerði
