top of page

Enn Grænni skógar

Á föstudaginn mættu á Hvanneyri þáttakendur í námskeiðsröðinni "Grænni skógar 1" en á rúmum áratugi hafa á þriðja hundrað manns sótt þessi námskeið sem kennt hafa verið um allt land. Björgvin Eggertsson heldur utan um námskeiðin rétt eins og fyrri ár. Um 20 manns af Suðurlandi, Vesturlandi og Norðurlandi eru þátttakendur að þessu sinni og lofar hópurinn mjög góðu. Í fystu var farið yfir fyrirkomulag og helstu atriði. Auk þátttakenda voru starfsmenn LBHI, Skógaræktarinnar og LSE saman komin auk kennarans Páls Sigurðssonar sem stýrir skógæktarbrautinni við LBHI.

Megi skógurinn vera með þeim.

bottom of page