Í síðustu viku var Hlynur á vappi í Brussel ásamt sínum nánustu. Að morgni þriðjudagsins 22. maí kíkti hann við á skrifstofu samtaka Evrópskra skógareigenda (Confederation of European Forest Owners CEPF) en húsakynnin kalla þau "The forest house" og liggja að sama torgi og þinghús ESB (parlament). Þar tóku á móti honum þær Laura Salo, skrifstofustjóra (office manager) og Hélène Koch, ráðgjafi (CEPF Policy Advisor). Laura reiddi fram roknar kynningu á samtökunum og það má segja að starfsemi LSE og CEPF sé nákvæmlega eins, bara spurning um skala. Starfið fellst í að koma upplýsingum frá rót í topp, þ.e. frá bændum til æðstu koppa í ESB. Landssamtök okkar á Íslandi eru ákaflega lítil samtök miðað við t.d. Skandinavíuþjóðirnar. undir regnhlýf CEPF eru 23 aðildarfélög frá 19 löndum og 4 þeirra eru utan Evrópusambandsins. Lítil félög, eins og Grikkland sem dæmi, eiga aðild en vegna smæðar er þeirra árgjald mun lægra en hinna, eða um 2000 Evrur. Íslands væri væntanlega sett í sama flokk, þrátt fyrir að vera "stórasta þjóð í heimi". Á aðalfundi CEPF, sem haldinn verður í Svíþjóð innan fárra daga, verða Írar með áheyrnarfulltrúa og verða þeir væntanlega fullgildir félagar áður en langt um líður. Ísland á kannski ekki erindi inn að svo stöddu, en þegar afurðir úr skógum okkar verða meiri þyrfti að endurskoða þessa afstöðu að mati Hlyns.
Tíminn leið og Hlynur þurfti að drífa sig á flugvöllinn. Í kveðjugjöf færði hann gjafir sem slógu mjög í gegn en það var íslenskur lakkrís og ilmolía frá Hraundísi.
Megi þessi heimsókn vera byrjunin á einhverju stórfenglegu.
Hlynur, Laura og Hélène með ESB þinghúsið í bakgrunni. Tekið af svölum The Forest House.
Ilmolíur Hraundísar vekja alltaf lukku.
Skemmtilega grafið laufblað í borðið.
Fundarsalur
Inngangur í The Forest House.