top of page

Lerkistaurar -fræstir, glæstir og næstir


Lerkiskógar vaxa víða um land með miklum ágætum. Náttúrulegir eiginleikar lerkis eru meðal annars góð ending viðarins og geta því verið ákjósanlegir girðingarstaur. Til þessa hafa þeir lekistaurar sem hafa verið notaðir í girðingar þótt vera ákaflega góðir en groddalegir og mun ómeðfærilegri en þeir innfluttu en íslensku staurarnir eru hins vegar umhverfisvænni og með minna kolefnisfótspor vegna þess að það þarf að sækja þá út fyrir landsteinana og ekki er þörf fyrir að baða þá upp úr efnum til að auka endingareiginleika þeirra. , heldur eru þeir oft baðaðir upp úr efnum til að ná fram betri endingu. Fyrir nokkru kom til landsins stauravél sem fræsir trjábolina sem gerir þá slétta eins og meðfærilega, eins og trélisti nánast. Þeir hafa samskonar útlit og þeir innfluttu. Eins og fram hefur komið er ending lerkistaura löngu búin að sanna sig á íslandi og er því um úrvals staura að ræða. Margir skógarnir eru nú orðnir það stórir að æskilegt er að grisja þá og fellur þá til efni sem hentar vel til girðingarstaura. Hingað til hefur efnið verið látið liggja í skógarbotninum þar sem það mun nýtast áfram í næringarhringrás skógarins en það verður þó í fjarlægri framtíð því eins staurarnir rotna svo seint. Ef hægt er að nýta efnið til gagns fyrir bændur og búalið er það mun meiri akkur. Skógarbændur sjá virkilega góðan árangur af skógarstarfi sínu og kaupendur fá mjög gott efni til brúks.

Íslenskir lerkiskógar vaxa vel og vaxa hratt og það timbur sem til fellur er allt í senn endingargott, nálægt okkur og skapar atvinnu hérlendis.

Í myndbandinu hér að neðan fer skógarbóndi yfir verkferlið.

VIDEO - MYNDBAND - VIDEO - MYNDBAND

bottom of page