top of page

Landbúnaðarsýning 2018 lokið.


LSE básinn er klár. Stórfengleg sýning,

Hlynur Skrifar í bréfi til þeirra sem komu að sýningunni:

Þetta var stórkosleg sýning í Laugardalshöllinni og við getum verið stolta af okkar framlagi. Básinn fékk mikið lof og við vorum sýnileg, lífleg og fjölmenn á básnum. Lófabæklingurinn fauk út og óábyrgt vil ég segja að um 4000 eintök hafi farið til gesta.

Þau sem stóðu vaktina voru: Agnes, Guðfinnur, Bjarki, Hjördís, Hraundís, Berþóra, Guðmundur, Jói Gísli, Sigríður og María. Einnig þeir sem voru í viðbragðsstöðu fá þakkir.

Þeir sem höfðu vörur til sýnis voru: Panill og slíkt frá Bjarka, Hunang frá Agnesi, Ilmolíur og te frá Hraundísi, asparfjalir frá Sigurði Jóns, skífur og dufker frá Guðmundi Magg, drumbar frá Trjáprýði, reynihúsgögn frá Múlakoti, lerkihúsgögn og munir frá Einari Halldórs, taflmenn frá Halldóri, fuglar frá Úlfari, skurðarbreitti og munir frá Steinunni Jóns , skartgripir og munir frá Eddu og Hlyni. Auk þess voru skreytingar (lerkibolur) frá Miðhúsum og bolir frá Harrða voru greinar. Að lokum var skjár frá Jóa Gísla.

Að öðrum ólöstuðum vil ég sérstaklega þakka þeim Bjarka, Agnesi, Maríu og Hraundísi fyrir að koma básnum í það flotta form sem hann endaði í.

Nú ef ég fer að lasta eitthvað þá vantaði örlítið upp á að ljósin hefðu verið fullkomin en þau voru samt 98% góð, en í staðin fengum við ágætan afslátt.

Sem sagt, við við megum vera stolt af okkur!!!!

bottom of page