top of page

DREIFBÝLISSKIPULAG- NÁMSKEIÐ LBHI


Dreifbýlisskipulag / Rural planning Námskeiðið hentar öllum þeim sem koma að skipulagsmálum á mismunandi stigum, s.s. eins og skipulagsfræðingum, lögfræðingum, verkfræðingum og sveitastjórnarfólki. Dreifbýlisskipulag er tiltölulega nýtt á Íslandi. Fram til 2010 var aðeins þéttbýli skipulagsskylt á Íslandi. Það er ekki fyrr en með skipulagslögum nr. 123/2010 sem sveitarfélögunum er skylt að skilgreina hvernig landi í dreifbýli er ráðstafað en fram til þess var það merkt sem landbúnaðarland. Fjallað verður um hvernig aukin áhersla á skipulag í dreifbýli birtist í landsskipulagi og svæðisskipulagi sveitarfélaga og loks er rýnt í aðalskipulag einstakra sveitarfélaga. Fyrr á tímum var hefðbundinn landbúnaður ráðandi í sveitum landsins en nú er öldin önnur og víða er um blandaða atvinnustarfsemi að ræða. Bættar samgöngur og nýir sjálfbærir orkugjafar eins og t.d. heimavirkjanir, sólarsellur og vindmyllur hafa ýtt undir þessa þróun. En hvernig er tekið á þessum þáttum í skipulaginu. Fjallað verður um landgæði og ólíka landnotkun, landbúnað, gott ræktanlegt land, skógrækt, landgræðslu og votlendi. Velt verður upp spurningum eins og: hver á land á Íslandi? Skiptir máli hver á landið? Hvaða hömlur setja lög og reglur á eignarréttinn? Hvað er almannaréttur? Loks verður rætt um náttúruvernd og nýju náttúruverndarlögin, friðlýst svæði og hálendisþjóðgarða. Þeir nemendur sem sækja þetta námskeið hjá Endurmenntun LbhÍ sækja sama námskeið og þeir nemendur sem skráðir eru í mastersnám í skipulagsfræðum við Landbúnaðarháskóla Íslands. Kennsla: Sigríður Kristjánsdóttir skipulagsfræðingur og Ragnhildur Sigurðardóttir umhverfisfræðingur Tími: Fös. 2. nóv, kl. 9:00-17:25 hjá LbhÍ á Hvanneyri. Verð: 24.500kr

bottom of page