Aðalfundur LSE 2018


Aðalfundargerð LSE 2018

PDF gögn

Fundargerð aðalfundar LSE 2018

Fjárhagsáætlun 2019

Skýrsla formanns starfsár 2018

Kolefnisþinglýsing

AÐALFUNDUR LANDSSAMTAKA SKÓGAREIGENDA 2018

Haldinn á Hellu

dagana 5. og 6. október 2018.

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda

Dagskrá fundarins:

Föstudagur 5. október

Kl. 14:00 Setning aðalfundar LSE, formaður FSS María E. Ingvadóttir

Kl. 14:05 Kosning starfsmanna fundarins ​​

Kl. 14:10 Skýrsla stjórnar og afgreiðsla ársreiknings,

formaður LSE Jóhann Gísli Jóhannsson og gjaldkeri LSE María E. Ingvadóttir

Kl. 14:25 Ávarp umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Kl. 14:40 Ávarp skógræktarstjóra, Þröstur Eysteinsson

Kl. 15:00 Ávörp gesta

Kl. 15:30 Umræða um skýrslu stjórnar

Kl. 15:45 Mál lögð fyrir fundinn og vísað til nefnda

Kl. 15:50 Fundi frestað – Kaffihlé

Kl. 16:00 Málþing: Skógrækt á tímamótum, María E. Ingvadóttir

Kl. 16:10 Skógarauðlindin -Flug til framtíðar, eigandi Svarma ehf. Tryggvi Stefánsson

Kl. 16:30 Rekstrarfélag í mótun, Gísli Jón Magnússon

Kl. 16:40 Sviðsstjórar Skógræktarinnar,

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Hreinn Óskarsson og Gunnlaugur Guðjónsson

Kl. 17:40 Umræður

Kl. 18:30 Matarhlé

Fundi fram haldið

Kl. 19:30 Nefndarstörf

Kl. 20:00 Birkiræktun, Þorsteinn Tómasson

Kl. 20:30 Eldvarnarbæklingur, Björn Bjarndal Jónsson

Skógarfang, Björn Bjarndal Jónsson

Laugardagur 6. október

Kl. 9:00 Framhald aðalfundar / nefndarstörf

Kl. 9:30 Nefndir skila áliti

Kl. 11:00 Kosningar:

  • Formannskjör

  • Fjórir menn í stjórn

  • Fimm varamenn í stjórn

  • Tveir skoðunarmenn og tveir til vara

Kl. 11:30 Önnur mál

  • Kannanir, -Tölur 2017, -Bragabót, -Þokkabót, Hlynur Gauti Sigurðsson

  • Skógarferð erlendis, Hraundís Guðmundsdóttir og Maríanna Jóhannsdóttir

  • Kvennaskógrækt í Skandinavíu, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir

Kl. 12:30 Fundarlok

Kl. 12:30 Hádegisverður

Kl. 14:00 Skógarferð

Kl. 19:30 Árshátíð skógarbænda

1

Setning aðalfundar og starfsmenn skipaðir.

Formaður Félags skógareigenda á Suðurlandi María E. Ingvadóttir setti fund og bauð gesti velkomna. Bað hún fundargesti afsökunar á þeirri töf sem varð á því að hægt væri að hefja fund. Einnig gat hún þess að Umhverfisráðherra hefði forfallast og hans staðgengill yrði Björn Helgi Barkarson.

Starfsmenn fundarins skipaðir; Ísólfur Gylfi Pálmason fundarstjóri og Freyja Gunnarsdóttir fundarritari, henni til aðstoðar var skipuð Elín Snorradóttir.

María fól fundarstjóra fundarstjórn.

Fundarstjóri bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár.

2

Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins.

Jóhann Gísli Jóhannsson formaður LSE bauð gesti og félagsmenn velkomna. Jóhann Gísli fór yfir starf samtakanna frá síðasta aðalfundi. Haldnir hafa verið sex stjórnarfundir á starfsárinu. Fyrsti fundur stjórnar eftir aðalfund 2017 fór í að koma tillögum fundarins í viðeigandi afgreiðslu. Í byrjun árs tók Hlynur Gauti Sigurðsson við starfi framkvæmdastjóra og er með skrifstofu í Bændahöllinni sem formaður segir gefa LSE meiri möguleika á að tengjast öðrum búgreinum landbúnaðarins. Formaður sat Búnaðarþing fyrir hönd LSE. Aðrir helstu fundir á vegum LSE sem formaður og/eða framkvæmdastjóri hafa setið eru m.a.: samráðsfundir með Skógræktinni, fundur með landbúnaðarráðherra, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, aðalfundir aðildarfélaganna, fagráðstefna skógrækar og fleiri fundir.

LSE á fulltrúa í nefndum og vinnuhópum sem koma m.a. að jólatrjámál, námskeiðahaldi og verkáætlun um afurða og markaðsmál.

Stiklað hefur verið á stóru í samantekt á máli formanns en skýrsla stjórnar fylgir fundargerð.

María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir endurskoðuðum reikningum samtakanna árið 2017.

Niðurstöður rekstrarreiknings;

Rekstrartekjur 18.451.840

Rekstrargjöld 16.949.721

Rekstrarhagnaður 1.527.178

Niðurstöður efnahagsreiknings;

Eignir 2.424.597

Eigið fé 1.679.941

Eigið fé og skuldir 2.424.597

Margrét Guðmundsdóttir spurði um aukningu á viðskipatkröfum. María sagði að aukningin skapaðist vegna þess að það væri mismunandi hvenær félögin skiluðu af sér félagsgjöldum.

Þorsteinn Pétursson spyr um kostnað við endurskoðun og reikningsskil sem honum finnst nokkuð hár og spyr hvort þetta sér eðlilegur kostnaður. María sagði ekki hægt að segja til um hvað væri eðlilegt eða óeðlilegt því kostnaðurinn færi eftir því hve mikil vinna lægi að baki reikningsskilunum.

Rafn Sigurðsson spyr um þóknun til stjórnarmanna en hún hafði fimm faldast. María sagði frá því að hækkun hafði verið samþykkt á síðasta aðalfundi ásamt því að þá hefði líka verið samþykkt að greiða dagpeninga vegna ferða og fundardaga.

Reikningar samtakanna bornir upp og samþykktir samhljóða.

Undirritaðir og endurskoðaðir reikningarnir fylgja fundargerð ásamt skýrslu stjórnar.

3

Ávarp Umhverfisráðherra

Björn Helgi Barkarson talaði fyrir hönd umhverfisráðherra sem forfallaðist og sagðist geta tekið persónulega undir fyrstu orðin í ræðu ráðherra um að það væri kærkomið að fá tækifæri til að eiga samtal við LSE á þessum tímapunkti.

Umhverfis -og auðlindaráðuneytið hefur átt í miklu samstarfi við Landssamtök skógareigenda. Þau samskipti hafa síðustu 10 ár einkum einkennst af umræðu um að fjármunir til skógræktar séu of litlir. Skógrækt á lögbýlum sem áður var landshlutaverkefni í skógrækt hefur lagt grunninn að tilvist LSE. Þetta hefur gerst vegna þess að samningar hafa verið gerðir við hundruð landeigenda um samstarf við ríkið. Samningarnir fela í sér ákveðnar gagnkvæmar skyldur. Í öllum samningum gerir ríkið fyrirvara um sitt framlag, þ.e. að fjármunir inn í verkefnið fari eftir ákvörðun Alþingis um fjárlög hverju sinni. Þetta hefur gert það að verkum að við samdrátt á fjárveitingum til skógræktar, ekki síst eftir hrun, hefur hægt mjög á skógrækt á samningsbundnum svæðum. Með timburnytjar sem markmið þá er þetta ekki góð nýting fjármuna. Það má því velta fyrir sér hvort við eigum ekki að skerpa á áherslum um hagkvæmni í ræktun timburskóga þar sem vandað verður vel til skipulags í góðu samstarfi við sveitarfélög og alls undirbúnings, horft til vaxtarskilyrða, stærðarhagkvæmni og innviða á hverjum stað sem valinn er til ræktunar slíkra skóga. Þar sem skógrækt er með önnur markmið s.s. skjól, endurheimt eða útivist, megi gilda að einhverju leyti önnur viðmið. Það má gjarnan taka upp viðræður um þetta.

Björn sagði það ánægjulegt að geta sagt frá því að lögð verða fram frumvörp á haustþingi um annars vegar landgræðslu og hins vegar skóga og skógrækt. Tvær veigamiklar breytingar verða á umhverfi skógræktar verði frumvarpið samþykkt. Annars vegar er mótun landsáætlunar í skógrækt sem gefur tækifæri til að móta framtíðarsýn og stefnu um skógrækt í landinu í víðum skilningi. Sú áætlun verður mótuð í víðtæku samráði. Hins vegar eru í frumvarpinu ákvæði um sjálfbæra nýtingu skóga sem fela í sér ákveðna skyldu skógareiganda til að nytja sinn skóg með sjálfbærum hætti og leita leyfis til fellingar skógar.

Sagði Björn að í ráðuneytinu væri vilji til að endurskoða reglugerð um skógrækt á lögbýlum náist að afgreiða frumvarp um skóga og skógrækt.

Markmið og aðgerðaráætlun núverandi ríkisstjórnar í loftslagsmálum mun fela í sér aukin umsvif í skógrækt. Ráðuneytið hefur mótað áherslur varðandi þá aukningu. Þær fela m.a. í sér að unnið verði með land sem er að losa kolefni t.d. rofið mólendi og lítt eða ógróið land. Þannig munum við sjá auknu fjármagni varið í að stöðva jarðvegseyðingu og jarðvegsrof, endurheimt birkiskóga og víðikjarrs, endurheimt votlendis og til nýskógræktar.

Auknum fjármunum til bæði landgræðslu og skógræktar verður einkum beint í gegnum stofnanir ráðuneytisins, Skógræktina og Landgræðslu ríkisins. Þeim hafi því verið falið að móta tillögur um ráðstöfun þessara fjármuna og er sú vinna í fullum gangi.

LSE hefur vaxandi hlutverki að gegna í framþróun skógræktar í landinu og getur beitt sér af auknum krafti sem fagleg samtök þeirra sem eiga skóg. LSE getur þannig orðið leiðandi í stefnumótun um skógrækt í landinu því ríkið þarf ávallt á því að halda að hagaðilar í samfélaginu hafi skýra sýn á það hvert þeir vilji stefna. Það getur bætt stefnumótun ríkisins, hvort sem hún er í formi löggjafar eða landsáætlunar um skógrækt.

Björn óskaði LSE árangursríks aðalfundar fyrir hönd ráðherra og vonast eftir góðu samstarfi við samtökin um verkefni næstu ára.

4

Ávarp skógræktarstjóra

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri ávarpaði samkomuna og sagðist hafa staðið á sama stað í pontu fyrir mánuði síðan á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands.

Þá hafi ekki búið að greina frá áformum ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og hann hefði ekkert mátt segja þótt skógræktarstjóra og landgræðslustjóra hafi verið sagt frá því fyrir fram svo þeir gætu farið að hugsa. Sagði þó að á þeim fundi að vænta mætti góðra frétta um loftslagsaðgerðir stjórnvalda á næstunni. Í lok fundar hafi verið gantast með það að von væri á milljörðum í skógrækt og fundur hafði hlegið.

Viku seinna var aðgerðirnar svo kynntar og viti menn, það ER von á milljörðum. Alls um fjórum milljörðum til skógræktar og landgræðslu á næstu fimm árum.

Ætlunin er síðan sú að upphæðin eins og hún verður orðin árið 2024, 1,5 milljarður á ári til landgræðslu og skógræktarverkefna til að binda kolefni, haldist áfram þannig að 7,5 milljarðar renni til kolefnisbindingar á árunum 2025 til 2029. Þetta gætu því orðið 11,5 milljarðar á næstu 10 árum ef allt gengur eftir.

Fyrsta ákvörðunin var að láta framleiða milljón birkiplöntur til gróðursetningar á næsta ári. Það er strax aukning á árlegri gróðursetningu um þriðjung. Hluti þess mun fara til skógræktar á lögbýlum, en allmikið birki er gróðursett á sumum jörðum. Sagði skógræktarstjóri þetta þó ekki til marks um hver hlutföll verða á milli trjátegunda í framhaldinu.

Undanfarinn mánuð hafa vinnuhópar starfsfólks Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins verið að vinna áætlanir um hvernig best verði farið að því að nota þennan pening til kolefnisbindingar á komandi árum og hafa drög verið send í ráðuneytið.

Skógræktin er ekki komin með endanlega skiptingu á fjárveitingum næsta árs á milli verkefna, en það ár er ekki um verulegar upphæðir að ræða. Þetta byrjar temmilega en trappast síðan ört upp. Skógræktarstjóri segir það gott því það þurfi tíma til undirbúnings. Sama hvernig skiptingin verður nákvæmlega, þá er Skógræktin að gera ráð fyrir að skógrækt á lögbýlum verði mjög stór þáttur í framkvæmdum.

Það fyrsta sem fólk verður vart við er að það verður að auglýsa útboð á plöntuframleiðslu, sem skógræktarstjóri vonar að geti litið dagsins ljós í þessum mánuði. Það eru auðvitað plöntur til afhendingar frá og með árinu 2020 og verður það veruleg aukning frá því sem nú er.

Hvað þýðir þetta fyrir skógarbændur?

Áhersla verður á að ljúka við gróðursetningu í samningssvæði sem fyrir eru. Við gætum þurft að endurhugsa ýmsa hluti í sambandi við þjónustu til að virkja þá skógarbændur sem hafa verið lítið virkir.

Skógræktarstjóri hvetur þau sem eru búin að gróðursetja í samningssvæðin að íhuga að taka ný svæði til skógræktar.

Nú þarf að efla rannsóknir, m.a. til að ná betri mynd af áhrifum grisjunar á kolefnisbindingu. Grisjun getur leitt til aukinnar kolefnisbindingar til langs tíma. En það þarf að sanna og við þurfum að vita hvenær, hversu oft og hvernig best sé að grisja til að ná markmiðum um kolefnisbindingu samfara markmiðum um aðrar nytjar. Sagðist skógræktarstjóri ekki gera ráð fyrir að peningar úr kolefnispottinum verði notaðir til grisjunar til að byrja með, en það gæti breyst.

Það eru skemmtilegir tímar framundan og mikill uppgangur í skógrækt og landgræðslu. Skógarbændur verða þar í lykilhlutverki.

5

Ávörp gesta

Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands (BÍ) ávarpaði fundinn og byrjaði á því að færa kveðjur frá stjórn og starfsmönnum BÍ. Segir samtökin vinna í nýju umhverfi þar sem reksturinn byggir nú á félagsgjaldatekjum, eignatekjum og sölu á vöru og þjónustu en félagsgjöld voru tekin upp á síðasta ári.

Mikið hefur verið rætt um félagskerfi landbúnaðarins, en ekki má gleyma að félögin eru sjálfstæð og enginn tekur ákvörðun um þau nema félagsmenn sjálfir. Sagði virkilega ánægjulegt að fá skrifstofu LSE í Bændahöllina þar sem það eykur möguleikana á samvinnu og segir hana þegar hafa orðið meiri við þessa breytingu. Sagði að það verði sífellt meira áriðandi að vinna saman að því að verja byggð í landinu.

Það helsta í hags