top of page

Aðalfundur LSE 2018


Aðalfundargerð LSE 2018

PDF gögn

AÐALFUNDUR LANDSSAMTAKA SKÓGAREIGENDA 2018

Haldinn á Hellu

dagana 5. og 6. október 2018.

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda

Dagskrá fundarins:

Föstudagur 5. október

Kl. 14:00 Setning aðalfundar LSE, formaður FSS María E. Ingvadóttir

Kl. 14:05 Kosning starfsmanna fundarins ​​

Kl. 14:10 Skýrsla stjórnar og afgreiðsla ársreiknings,

formaður LSE Jóhann Gísli Jóhannsson og gjaldkeri LSE María E. Ingvadóttir

Kl. 14:25 Ávarp umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson

Kl. 14:40 Ávarp skógræktarstjóra, Þröstur Eysteinsson

Kl. 15:00 Ávörp gesta

Kl. 15:30 Umræða um skýrslu stjórnar

Kl. 15:45 Mál lögð fyrir fundinn og vísað til nefnda

Kl. 15:50 Fundi frestað – Kaffihlé

Kl. 16:00 Málþing: Skógrækt á tímamótum, María E. Ingvadóttir

Kl. 16:10 Skógarauðlindin -Flug til framtíðar, eigandi Svarma ehf. Tryggvi Stefánsson

Kl. 16:30 Rekstrarfélag í mótun, Gísli Jón Magnússon

Kl. 16:40 Sviðsstjórar Skógræktarinnar,

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, Hreinn Óskarsson og Gunnlaugur Guðjónsson

Kl. 17:40 Umræður

Kl. 18:30 Matarhlé

Fundi fram haldið

Kl. 19:30 Nefndarstörf

Kl. 20:00 Birkiræktun, Þorsteinn Tómasson

Kl. 20:30 Eldvarnarbæklingur, Björn Bjarndal Jónsson

Skógarfang, Björn Bjarndal Jónsson

Laugardagur 6. október

Kl. 9:00 Framhald aðalfundar / nefndarstörf

Kl. 9:30 Nefndir skila áliti

Kl. 11:00 Kosningar:

  • Formannskjör

  • Fjórir menn í stjórn

  • Fimm varamenn í stjórn

  • Tveir skoðunarmenn og tveir til vara

Kl. 11:30 Önnur mál

  • Kannanir, -Tölur 2017, -Bragabót, -Þokkabót, Hlynur Gauti Sigurðsson

  • Skógarferð erlendis, Hraundís Guðmundsdóttir og Maríanna Jóhannsdóttir

  • Kvennaskógrækt í Skandinavíu, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir

Kl. 12:30 Fundarlok

Kl. 12:30 Hádegisverður

Kl. 14:00 Skógarferð

Kl. 19:30 Árshátíð skógarbænda

1

Setning aðalfundar og starfsmenn skipaðir.

Formaður Félags skógareigenda á Suðurlandi María E. Ingvadóttir setti fund og bauð gesti velkomna. Bað hún fundargesti afsökunar á þeirri töf sem varð á því að hægt væri að hefja fund. Einnig gat hún þess að Umhverfisráðherra hefði forfallast og hans staðgengill yrði Björn Helgi Barkarson.

Starfsmenn fundarins skipaðir; Ísólfur Gylfi Pálmason fundarstjóri og Freyja Gunnarsdóttir fundarritari, henni til aðstoðar var skipuð Elín Snorradóttir.

María fól fundarstjóra fundarstjórn.

Fundarstjóri bauð fundarmenn velkomna og gengið var til dagskrár.

2

Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins.

Jóhann Gísli Jóhannsson formaður LSE bauð gesti og félagsmenn velkomna. Jóhann Gísli fór yfir starf samtakanna frá síðasta aðalfundi. Haldnir hafa verið sex stjórnarfundir á starfsárinu. Fyrsti fundur stjórnar eftir aðalfund 2017 fór í að koma tillögum fundarins í viðeigandi afgreiðslu. Í byrjun árs tók Hlynur Gauti Sigurðsson við starfi framkvæmdastjóra og er með skrifstofu í Bændahöllinni sem formaður segir gefa LSE meiri möguleika á að tengjast öðrum búgreinum landbúnaðarins. Formaður sat Búnaðarþing fyrir hönd LSE. Aðrir helstu fundir á vegum LSE sem formaður og/eða framkvæmdastjóri hafa setið eru m.a.: samráðsfundir með Skógræktinni, fundur með landbúnaðarráðherra, framkvæmdastjóra Bændasamtaka Íslands, aðalfundir aðildarfélaganna, fagráðstefna skógrækar og fleiri fundir.

LSE á fulltrúa í nefndum og vinnuhópum sem koma m.a. að jólatrjámál, námskeiðahaldi og verkáætlun um afurða og markaðsmál.

Stiklað hefur verið á stóru í samantekt á máli formanns en skýrsla stjórnar fylgir fundargerð.

María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir endurskoðuðum reikningum samtakanna árið 2017.

Niðurstöður rekstrarreiknings;

Rekstrartekjur 18.451.840

Rekstrargjöld 16.949.721

Rekstrarhagnaður 1.527.178

Niðurstöður efnahagsreiknings;

Eignir 2.424.597

Eigið fé 1.679.941

Eigið fé og skuldir 2.424.597

Margrét Guðmundsdóttir spurði um aukningu á viðskipatkröfum. María sagði að aukningin skapaðist vegna þess að það væri mismunandi hvenær félögin skiluðu af sér félagsgjöldum.

Þorsteinn Pétursson spyr um kostnað við endurskoðun og reikningsskil sem honum finnst nokkuð hár og spyr hvort þetta sér eðlilegur kostnaður. María sagði ekki hægt að segja til um hvað væri eðlilegt eða óeðlilegt því kostnaðurinn færi eftir því hve mikil vinna lægi að baki reikningsskilunum.

Rafn Sigurðsson spyr um þóknun til stjórnarmanna en hún hafði fimm faldast. María sagði frá því að hækkun hafði verið samþykkt á síðasta aðalfundi ásamt því að þá hefði líka verið samþykkt að greiða dagpeninga vegna ferða og fundardaga.

Reikningar samtakanna bornir upp og samþykktir samhljóða.

Undirritaðir og endurskoðaðir reikningarnir fylgja fundargerð ásamt skýrslu stjórnar.

3

Ávarp Umhverfisráðherra

Björn Helgi Barkarson talaði fyrir hönd umhverfisráðherra sem forfallaðist og sagðist geta tekið persónulega undir fyrstu orðin í ræðu ráðherra um að það væri kærkomið að fá tækifæri til að eiga samtal við LSE á þessum tímapunkti.

Umhverfis -og auðlindaráðuneytið hefur átt í miklu samstarfi við Landssamtök skógareigenda. Þau samskipti hafa síðustu 10 ár einkum einkennst af umræðu um að fjármunir til skógræktar séu of litlir. Skógrækt á lögbýlum sem áður var landshlutaverkefni í skógrækt hefur lagt grunninn að tilvist LSE. Þetta hefur gerst vegna þess að samningar hafa verið gerðir við hundruð landeigenda um samstarf við ríkið. Samningarnir fela í sér ákveðnar gagnkvæmar skyldur. Í öllum samningum gerir ríkið fyrirvara um sitt framlag, þ.e. að fjármunir inn í verkefnið fari eftir ákvörðun Alþingis um fjárlög hverju sinni. Þetta hefur gert það að verkum að við samdrátt á fjárveitingum til skógræktar, ekki síst eftir hrun, hefur hægt mjög á skógrækt á samningsbundnum svæðum. Með timburnytjar sem markmið þá er þetta ekki góð nýting fjármuna. Það má því velta fyrir sér hvort við eigum ekki að skerpa á áherslum um hagkvæmni í ræktun timburskóga þar sem vandað verður vel til skipulags í góðu samstarfi við sveitarfélög og alls undirbúnings, horft til vaxtarskilyrða, stærðarhagkvæmni og innviða á hverjum stað sem valinn er til ræktunar slíkra skóga. Þar sem skógrækt er með önnur markmið s.s. skjól, endurheimt eða útivist, megi gilda að einhverju leyti önnur viðmið. Það má gjarnan taka upp viðræður um þetta.

Björn sagði það ánægjulegt að geta sagt frá því að lögð verða fram frumvörp á haustþingi um annars vegar landgræðslu og hins vegar skóga og skógrækt. Tvær veigamiklar breytingar verða á umhverfi skógræktar verði frumvarpið samþykkt. Annars vegar er mótun landsáætlunar í skógrækt sem gefur tækifæri til að móta framtíðarsýn og stefnu um skógrækt í landinu í víðum skilningi. Sú áætlun verður mótuð í víðtæku samráði. Hins vegar eru í frumvarpinu ákvæði um sjálfbæra nýtingu skóga sem fela í sér ákveðna skyldu skógareiganda til að nytja sinn skóg með sjálfbærum hætti og leita leyfis til fellingar skógar.

Sagði Björn að í ráðuneytinu væri vilji til að endurskoða reglugerð um skógrækt á lögbýlum náist að afgreiða frumvarp um skóga og skógrækt.

Markmið og aðgerðaráætlun núverandi ríkisstjórnar í loftslagsmálum mun fela í sér aukin umsvif í skógrækt. Ráðuneytið hefur mótað áherslur varðandi þá aukningu. Þær fela m.a. í sér að unnið verði með land sem er að losa kolefni t.d. rofið mólendi og lítt eða ógróið land. Þannig munum við sjá auknu fjármagni varið í að stöðva jarðvegseyðingu og jarðvegsrof, endurheimt birkiskóga og víðikjarrs, endurheimt votlendis og til nýskógræktar.

Auknum fjármunum til bæði landgræðslu og skógræktar verður einkum beint í gegnum stofnanir ráðuneytisins, Skógræktina og Landgræðslu ríkisins. Þeim hafi því verið falið að móta tillögur um ráðstöfun þessara fjármuna og er sú vinna í fullum gangi.

LSE hefur vaxandi hlutverki að gegna í framþróun skógræktar í landinu og getur beitt sér af auknum krafti sem fagleg samtök þeirra sem eiga skóg. LSE getur þannig orðið leiðandi í stefnumótun um skógrækt í landinu því ríkið þarf ávallt á því að halda að hagaðilar í samfélaginu hafi skýra sýn á það hvert þeir vilji stefna. Það getur bætt stefnumótun ríkisins, hvort sem hún er í formi löggjafar eða landsáætlunar um skógrækt.

Björn óskaði LSE árangursríks aðalfundar fyrir hönd ráðherra og vonast eftir góðu samstarfi við samtökin um verkefni næstu ára.

4

Ávarp skógræktarstjóra

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri ávarpaði samkomuna og sagðist hafa staðið á sama stað í pontu fyrir mánuði síðan á aðalfundi Skógræktarfélags Íslands.

Þá hafi ekki búið að greina frá áformum ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum og hann hefði ekkert mátt segja þótt skógræktarstjóra og landgræðslustjóra hafi verið sagt frá því fyrir fram svo þeir gætu farið að hugsa. Sagði þó að á þeim fundi að vænta mætti góðra frétta um loftslagsaðgerðir stjórnvalda á næstunni. Í lok fundar hafi verið gantast með það að von væri á milljörðum í skógrækt og fundur hafði hlegið.

Viku seinna var aðgerðirnar svo kynntar og viti menn, það ER von á milljörðum. Alls um fjórum milljörðum til skógræktar og landgræðslu á næstu fimm árum.

Ætlunin er síðan sú að upphæðin eins og hún verður orðin árið 2024, 1,5 milljarður á ári til landgræðslu og skógræktarverkefna til að binda kolefni, haldist áfram þannig að 7,5 milljarðar renni til kolefnisbindingar á árunum 2025 til 2029. Þetta gætu því orðið 11,5 milljarðar á næstu 10 árum ef allt gengur eftir.

Fyrsta ákvörðunin var að láta framleiða milljón birkiplöntur til gróðursetningar á næsta ári. Það er strax aukning á árlegri gróðursetningu um þriðjung. Hluti þess mun fara til skógræktar á lögbýlum, en allmikið birki er gróðursett á sumum jörðum. Sagði skógræktarstjóri þetta þó ekki til marks um hver hlutföll verða á milli trjátegunda í framhaldinu.

Undanfarinn mánuð hafa vinnuhópar starfsfólks Skógræktarinnar og Landgræðslu ríkisins verið að vinna áætlanir um hvernig best verði farið að því að nota þennan pening til kolefnisbindingar á komandi árum og hafa drög verið send í ráðuneytið.

Skógræktin er ekki komin með endanlega skiptingu á fjárveitingum næsta árs á milli verkefna, en það ár er ekki um verulegar upphæðir að ræða. Þetta byrjar temmilega en trappast síðan ört upp. Skógræktarstjóri segir það gott því það þurfi tíma til undirbúnings. Sama hvernig skiptingin verður nákvæmlega, þá er Skógræktin að gera ráð fyrir að skógrækt á lögbýlum verði mjög stór þáttur í framkvæmdum.

Það fyrsta sem fólk verður vart við er að það verður að auglýsa útboð á plöntuframleiðslu, sem skógræktarstjóri vonar að geti litið dagsins ljós í þessum mánuði. Það eru auðvitað plöntur til afhendingar frá og með árinu 2020 og verður það veruleg aukning frá því sem nú er.

Hvað þýðir þetta fyrir skógarbændur?

Áhersla verður á að ljúka við gróðursetningu í samningssvæði sem fyrir eru. Við gætum þurft að endurhugsa ýmsa hluti í sambandi við þjónustu til að virkja þá skógarbændur sem hafa verið lítið virkir.

Skógræktarstjóri hvetur þau sem eru búin að gróðursetja í samningssvæðin að íhuga að taka ný svæði til skógræktar.

Nú þarf að efla rannsóknir, m.a. til að ná betri mynd af áhrifum grisjunar á kolefnisbindingu. Grisjun getur leitt til aukinnar kolefnisbindingar til langs tíma. En það þarf að sanna og við þurfum að vita hvenær, hversu oft og hvernig best sé að grisja til að ná markmiðum um kolefnisbindingu samfara markmiðum um aðrar nytjar. Sagðist skógræktarstjóri ekki gera ráð fyrir að peningar úr kolefnispottinum verði notaðir til grisjunar til að byrja með, en það gæti breyst.

Það eru skemmtilegir tímar framundan og mikill uppgangur í skógrækt og landgræðslu. Skógarbændur verða þar í lykilhlutverki.

5

Ávörp gesta

Sigurður Eyþórsson framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands (BÍ) ávarpaði fundinn og byrjaði á því að færa kveðjur frá stjórn og starfsmönnum BÍ. Segir samtökin vinna í nýju umhverfi þar sem reksturinn byggir nú á félagsgjaldatekjum, eignatekjum og sölu á vöru og þjónustu en félagsgjöld voru tekin upp á síðasta ári.

Mikið hefur verið rætt um félagskerfi landbúnaðarins, en ekki má gleyma að félögin eru sjálfstæð og enginn tekur ákvörðun um þau nema félagsmenn sjálfir. Sagði virkilega ánægjulegt að fá skrifstofu LSE í Bændahöllina þar sem það eykur möguleikana á samvinnu og segir hana þegar hafa orðið meiri við þessa breytingu. Sagði að það verði sífellt meira áriðandi að vinna saman að því að verja byggð í landinu.

Það helsta í hagsmunabaráttu Bí er m.a. viðbrögð við dómi EFTA vegna íslenskra laga um að ekki megi flytja inn hrátt kjöt, ógerilsneydd egg og ógerilsneydda mjólk án sérstaks leyfis. Sagði dómurinn að þessi höft ætti að afnema þar sem þau stönguðust á við EES samninginn og segir að þau beri að afnema. Það getur haft veruleg áhrif á bændur hvernig að þessu verður staðið.

Einnig nefndi Sigurður tollasamning við ESB sem tók gildi 1. maí sl. en verður að fullu kominn í gildi í byrjun árs 2021. Á þessu tímabili munu kvótar ESB fyrir tollfrjálsan innflutning fimmfaldast og kvótar Íslands á markað ESB þrefaldast.Segir Sigurður að aðstaða íslenskra framleiðslu standi ekki jafnfætis til að keppa við erlendan landbúnað og að greinin búi yfir ýmiskonar sérstöðu sem auðvelt er að glata.

BÍ telja nauðsynlegt að fara yfir tollvernd í landbúnaði í heild. Eðlilegt sé að afmarka með skýrum hætti til hvaða vara tollverndin á að ná og að tollframkvæmdin sé í lagi en dæmi séu um verulega ágalla á því sviði, ekki síst á sviði plöntuinnflutnings. Stjórnvöld bera þarna ríka ábyrgð og ekki sé til of mikils ætlast að þau framfylgi þeim lögum sem þau hafa sett.

Ekki er þó allt eftirlit í skötulíki og nefndi Sigurður engin önnur Evrópuþjóð skimi eins vel fyrir kamfýlóbakter og Ísland. Aukinn innflutningur eykur líkur á sýkingum m.a. sem eru ónæm fyrir sýklalyfjum sem er talið eitt alvarlegasta heilbrigðisvandamál í heiminum í dag.

Ekki er ágreiningur um það að íslenskur búfénaður og plöntur hafa búið við einangrun og hafa því ekki orðið fyrir sýkingum sem eru landlægar í Evrópu.

Nefnir ályktun um mótun ítarlegrar umhverfisstefnu fyrir landbúnað í heild. Hefur mikla þýðingu fyrir skógarbændur vegna kolefnismála. Stjórnvöld eiga eftir að útfæra hvernig þetta mál á að ganga fram og þá ekki síst í samstarfi við skógarbændur sem búa yfir þekkingunni.

Sigurður hvatti fundargesti til að kynna sér ályktanir Búnaðarþings á www.bondi.is og óskaði þeim jafnframt velfarnaðar í sínum störfum.

Guðríður Helgadóttir forstöðumaður starfs-og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) ávarpaði fundinn og bar kveðjur frá rektor skólans sem og Björgvini Eggertssyni námsbrautarstjóra starfs-og endurmenntunardeildar. Sagði hún frá því að framkvæmdastjóri LSE hefði sent henni svar í bundnu máli þegar hún hafi spurt hve lengi hún mætti/ætti að tala.

Þú mér frétt um fínan skóg

færir rétt um síðir

Fimmtán létt en fimm er nóg

fólkið þétt á hlýðir

Guðríður svaraði af bragði:

Þakka þér Hlynur hlýlegt ljóð

nú hlakka ég til að mæta

Ávarp skal flytja af miklum móð

og magnaðri visku við bæta

Guðríður sagði mögru árunum í skógrækt vera lokið því nú væri komin ;;böns af money“ eins og meistari Megas sagði um árið. Nú væri hægt að fara að rækta og rækta og vonandi væri til plöntuframleiðendur til að framleiða nóg. Minntist á Grænni skóga 1 og 2 og búið væri að sá fyrir námskeiðaröð nr. 3.

Sagði Björgvin vera á námskeiði í að klifra í trjám en það væri næstu námskeið sem yrðu á Íslandi enda tími komin til, skógurinn væri orðin hár.

Kynnti Guðríður líka fleiri námskeið s.s. eldvarnanámskeið og úrvinnslunámskeið. Það væri líka verkefni endurmenntunarinnar að fræða almenning um skóga.

Sagði hún erfitt að kenna búfræðingum að meta áfanga um nytjaskógrækt, ein hugmyndin var að endurskýra áfangann og kalla hann skógfjárrækt en það hafi hlotið dræmar undirtektir.

Sagðist alveg sleppa því að tala um loftlagsmál en kastaði fram vísu í lokin:

Ræddir voru reikningarnir

reiðum stóð á svörum

Bæklingur um brunavarnir

brann á allra vörum

6

Umræður um reikninga og skýrslu stjórnar

Birni Ármanni Ólafssyni fannst jákvætt að reikningarnir skiluðu hagnaði og að laun stjórnarmanna væru orðin þannig að fólk þyrfti ekki að leggja með sér lengur.

Nefndi hann svo kolefnismál þar sem hann hefur verið lengi verið baráttumaður þess að bændur eigi kolefnisbindingu skóga sinna. Sagðist ekki skilja að hann eigi tré en ekki kolefnisbindingu þess.

Nefndi að allt hefði verið frekar á leið niður undanfarin ár svo fréttir af fjármagni sem kæmi m.a. í skógarækt væri jákvætt en vildi fá peninga sem fara ættu í að endurheimta votlendi og mynda mýrar og nota það land undir skógrækt.

7

Mál lögð fyrir fundinn og vísað til nefnda.

Nefndir sem starfa á fundinum eru:

Allsherjarnefnd – Formaður; Hrönn Guðmundsdóttir

Félagsmálanefnd – Formaður; Birgir Sigurðsson

Fjárhagsnefnd - Formaður; Naomi Bos

Fagnefnd – Formaður: Halldór Sigurðsson

Kolefnisnefnd – Formaður: Björn Ármann Ólafsson

Kjörbréfanefnd – Formaður: Guðmundur Sigurðsson

Jóhann Gísli Jóhannsson formaður LSE tók til máls og kynnti tillögur frá samtökunum sem á að leggja fyrir fundinn

Tillögur frá stjórn LSE

1. Nýtt greiðsluform

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, leggur til að laun stjórnar sé ákveðin fyrir fram og að aðalfundur LSE ákveði launataxta fyrir þá stjórn sem mun vinna fram að næsta aðalfundi. “

Vísað til fjárhagsnefndar

2. Formaður með tvöföld laun

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, leggur til að laun stjórnar verði óbreytt að öðru leyti en því að laun formanns verði tvöföld laun almenns stjórnarmanns. Síðan verði greiddir dagpeningar fyrir fundarsetu og nefndarstörf. “

Vísað til fjárhagsnefndar

3. Árgjöld

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, leggur til að árgjöld til LSE fyrir 2019 óbreytt eða kr. 5000 á hverja jörð og kr. 1500 á hvern skráðan félaga. Eindagi félagsgjalda sé 1. nóvember.”

Greinargerð:

Tillagan felur í sér sama fyrirkomulag á innheimtu félagsgjalda og á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að innheimt félagsgjöld skili sér til LSE sama ár og þau eru innheimt hjá félögunum.

Vísað til fjárhagsnefndar

4. Nýskógrækt og sveitafélög

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, skorar á sveitarfélög að samræma afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.”

Greinargerð:

Afgreiðsla á framkvæmdaleyfi vegna skógræktar er mjög mismunandi á milli sveitarfélaga og heftir það afgreiðslu mála og mismunar umsækjendum þar sem kostnaður er einnig mismunandi. Þar sem um sambærilega framkvæmd er að ræða hvar sem menn búa á landinu ætti afgreiðsla framkvæmdaleyfis að vera stöðluð eða sambærileg.

Vísað til allsherjarnefndar

5. Verkefnaflutningur frá Skógræktinni til LSE

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, felur stjórn LSE að hefja viðræður við Skógræktina um það, hvort tímabært sé, að LSE taki að sér ákveðin verkefni sem Skógræktin sinni í dag.”

Greinargerð:

Hugmyndir hafa verið uppi um, að LSE, sem samnefnari skógarbænda, gæti tekið að sér ákveðin verkefni, sem Skógræktin sinnir nú. Svo sem ráðgjöf og uppgjör við skógarbændur, upplýsingagjöf og fræðslu, eða jafnvel plöntuafhendingu. Í dag er allt ferlið í höndum Skógræktarinnar og spurning hversu æskilegt það er, eða hvort til greina komi að Skógræktin deildi út ákveðnum verkefnum til LSE.

Vísað til félagsmálanefndar

Tillögur frá stjórn FSA

Halldór Sigurðsson kynnti tillögur frá Félagi skógarbænda á Austurlandi

6. Kostnaðarmat skógræktar

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, felur stjórn LSE að kostnaðarmeta skógrækt og einkum afurðir skógarins við lokahögg.”

Greinargerð:

Taxtar við skógarvinnu eru háir á Íslandi samanborið við önnur lönd. Samt sem áður virðist það lítt duga til að laða ungt fólk að skógrækt og skógræktarvinnu. Að einhverju leyti er það vegna samkeppni við aðra vinnu og hafa ber í huga að Ísland er dýrt land. Mikill kostnaður þýðir væntanlega dýrara timbur þegar kemur að lokahöggi sem vinnur gegn okkur til lengri tíma litið. Það þurfa allir að vera meðvitaðir um hvert stefnir bæði varðandi nýliðun í greininni, umhirðu og viðargæði og síðan afurðaverð. Jafnframt er nauðsynlegt að peningalegt virði ræktunarinnar liggi fyrir við sölu á á skógræktarjörðum.

Vísað til fagnefndar

7. Verklag við uppgjör

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, beinir því til stjórnar LSE að fara með Skógræktinni yfir það fyrirkomulag sem er við úttektir framkvæmda og fjárhagsuppgjör við bændur.”

Greinargerð:

Umhugsunarvert er að í dag eru allar framkvæmdir og fjárhagslegt uppgjör við skógarbændur framkvæmdar af Skógræktinni. Þar er átt við áætlanagerð, útvegun plantna, framkvæmdir og fjárhagslegt uppgjör.

Vísað til fagnefndar

8. Flutningur til Landbúnaðarráðuneytis

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, leggur þunga áherslu á að bændaskógræktin verði færð frá Umhverfisráðuneyti til Landbúnaðarráðuneytis.”

Rök:

Bændaskógrækt er eins og hver önnur grein landbúnaðar og því eðlilegt að hún sé undir Landbúnaðarráðuneytinu og fjármagn til hennar verði greitt út af Búnaðarstofu eins og annar stuðningur til landbúnaðarins.

Vísað til allsherjarnefndar

9. Samráðsfundir

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5.-6. október 2018, felur stjórn LSE að koma á samráði við Skógræktina sbr.6. gr. laga um breytingu á ýmsum lögum vegna nýrrar skógræktarstofnunar. Samráðsfundir myndu koma upplýsingum betur til bænda og færa þá nær ákvarðanatöku í einstökum málum. Skógarbændur leggja þunga áherslu á að koma að ákvarðanatöku um ráðstöfun fjármagns í bændaskógrækt.”

Vísað til allsherjarnefndar

10. Girðingartillaga.

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5.-6. október 2018, leggur til að eftirfarandi tillaga um girðingarmál verði samþykkt.”

-Skýr ákvæði verði í skógræktarsamningum um girðingar, bæði nýjar og úreltar og hvernig eftirliti verði háttað.

-Ríkið standi við sínar skuldbindingar um fjárveitingar.

-Tekið verði tillit til þess hve auðvelt er að girða og halda við girðingum á viðkomandi skógræktarsvæði.

-Bændur fái efni og vinnu greitt strax við verklok eins og aðrir þegnar samfélagsins.

-Skógræktin annist allt eftirlit

Greinargerð:

Í gegnum árin hefur girðingarkostnaður á skógræktarjörðum verið greiddur að fullu þegar landið er friðað, eftir undirritun skógræktarsamninga. Friðun er forsenda skógræktarinnar, en nú eru uppi hugmyndir um að girðingarvinnan verði ekki að fullu greidd fyrr en eftir jafnvel 10 ár. Það er umhugsunarvert af hverju svo algengt er að farið er fram á það við bændur að þeir láni sín vinnulaun bæði í skógrækt og öðrum greinum. Þeir sem eru að leggja slíkt til mættu gjarnan setja sig í þeirra spor. Ætli sé líklegt að samtök launafólks myndu skrifa undir þvílík tilboð frá vinnuveitendum. Reglur af þessu tagi vinna á móti því að ungt fólk komi inn í greinina og án kynslóðaskipta mun búgreinin eiga erfitt uppdráttar. Í öðru lagi er ekki hægt að reikna með styðstu mögulegu leið umhverfis skógræktarlandið, það verður að meta í hverju tilviki fyrir sig.

Það verða þó að vera ákvæði í skógræktarsamningunum um að ekki sé hægt að hefja framkvæmdir fyrr en fjármagn liggur fyrir og ef ekki verður plantað í landið innan þess tíma sem skógræktarsamningurinn hljóðar upp á geti skógræktin krafist endurgreiðslu á því fjármagni sem í girðinguna fór. Það er því lykilatriði að ríkið standi við þær áætlanir sem það gerir um fjárframlög til skógræktar en eins og við vitum hefur það ekki allt af staðist.

Hvað varðar hugmynd Skógræktarinnar um kvaðratrótar reglu um lengd girðinga þá er hún í sjálfu sér góð til að gera útreikninga á blaði en alls ekki í framkvæmd. Þetta gildir einkum ef viðkomandi land er erfitt girðingarland, en slíkt land er þar sem er mikill bratti, lítill jarðvegur, mikið um gil og árfarvegi, hreyfing á landinu (skriðuhætta), snjóþyngsli og snjóskriður, mikill ágangur vatns í leysingum og jafnvel krapaflóð og mjög brattar brekkur og börð sem kalla á sigfestur, horn og auka aflstaura. Þetta er algjör andstaða við þau svæði þar sem land er slétt, með djúpum jarðvegi og jafnvel engum vatnsföllum. Með því að láta hugann reika um einstök svæði á landinu er ekki erfitt að sjá hvar er auðvelt að girða og hvar erfitt. Það er ekki sanngjarnt að allir fái sömu greiðslu fyrir girðingar, heldur að skipta girðingarkostnaði niður í einhverja flokka t.d. með því að bæta 30% 60% og 90% álagi á girðinguna eftir því hversu erfitt landið er. Hliðstæðar reglur þurfa að gilda um viðhald. Sum okkar hafa áratuga reynslu í því að girða og halda við girðingum og vitum að máltækið ,,vel skal vanda það sem lengi á að standa“ á vel við um þessi mannvirki.

Síðan þarf að finna lausn varðandi þær girðingar sem taka yfir stór svæði, jafnvel nokkrar jarðir en sú aðferð var algeng á svæði Héraðsskóga í árdaga þess verkefnis. Þar komu oft fleiri að s.s. sveitarfélög og Vegagerðin. Í sumum tilvikum liggja þessar girðingar yfir jarðir sem alls ekki eru í skógrækt og þeir bændur hafa því jafnvel engan hag af því að halda þeim við. Samninga sem til eru um þessar girðingar þarf að fara í gegn um og taka ákvarðanir í framhaldi af því.

Eftir einhver ár verða girðingarnar ekki nauðsynlegar til að verja ræktunina og þá þurfa að vera ákvæði í samningunum um hver ber ábyrgð á þeim og séu þær komnar úr notkun þarf að hreinsa þær upp úr landinu.

Vísað til fagnefndar

11. Kolefnismál.

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5.-6. október 2018, bendir á að samkvæmt samningi um skógrækt á bújörðum eiga bændur allar afurðir sem verða til í skóginum (í 1.gr. segir að skógurinn sé eign landeiganda) þar með talda kolefnisbindinguna. Stjórn LSE er falið að finna farveg fyrir sölu kolefnis úr nytjaskógum bænda.”

Vísað til kolefnisnefndar

Tilaga frá Sigurði Jónssyni, FSS

María E. Ingvadóttir kynnti tillögu frá Sigurði Jónssyni.

12. Tilgangur LSE og aðildarfélagana

Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, leggur til að stjórn LSE skipi nefnd sem hafi það hlutverk að skilgreina betur hlutverk LSE og aðildarfélaga þess.

Skoðað verði sérstaklega:

1. Hvert er félagslegt hlutverk aðildarfélaga innan LSE.

2. Hver á aðkoma LSE og aðildarfélaga að vera í skógarsölu skógarafurða.

3. Er stofnun sölufélags í nafni LSE eða aðildarfélaga tímabær.

Nefndin ber að skila niðurstöðu sinnar á næsta aðalfundi LSE.

Greinagerð.

Í framtíðarsýn Landssamtaka skógareigenda 2012-2022, samvinna -þekking - árangur" er ekki skilgreind undir liðnum "hlutverk" hver aðkoma samtakanna eða aðildarfélaga skal vera í afurða- og úrvinnslumálum skógarafurða. Er það mjög bagalegt, sér í lagi þar sem aðkoma skógarbænda til framtíðar verður í sölu á timbri og öðrum nytjum skóga.

Sömuleiðis er hvergi getið um hlutverk skógarbænda í félagslegu hlutverki Landssamtaka skógareigenda í stefnumótun samtakanna, né í lögum LSE. Mikilvægt er að bæta úr því til að stefna til lengri tíma sé skýr hvort sem er í afurðamálum skógarbænda eða félagslegu hlutverki skógarbændafélaga.

Vísað til félagsmálanefndar

Tillögur frá Lúðvíg Lárussyni, FSV

Lúðvíg steig í pontu og fylgdi tillögum sínum úr hlaði.

13. Fimmtán daga fyrirvari

Tillaga til Aðalfundar LSE 5.-6. 10.2018 um að álykta að senda út tölvupóst/póst 15 dögum fyrir næsta aðalfund LSE ár hvert framkvæmd stjórnar á þeim málefnum sem samþykkt voru á síðasta aðalfundi. Hafi ekki tekist að ljúka verkinu er beðið um stutta skýringu á stöðunni.

Greinargerð:

Til að flýta fyrir nefndarstörfum og gera vinnubrögð aðalfundarins skilvirkari er lagt til að þessari framkvæmd verði komið á enda þótt niðurstöður verkefna verði lesin upp í skýrslu formanns sést hver árangur hefur orðið af málefnavinnunni.

Vísað til allsherjarnefndar

14. Gróðrarstöðvar í hvern landshluta

,,Tillaga til Aðalfundar og stjórnar LSE 5 og 6. 10.2018 að álykta að stofnaðar verði öflugar framleiðslustöðvar fyrir skógarplöntur í helstu landsfjórðungum þannig að framleiðslan komist sem fyrst til skógarbænda og bíði sem styst fyrir gróðursetningu.

Greinargerð:

Þar sem ein stærsta gróðrarstöð landsins Barri hefur hætt og framleiðslutæki og þekking hefur mögulega tapast er mikilvægt að minnka skaðann sem mest með endurreisn plöntuframleiðslu á Íslandi.

Vísað til allsherjarnefndar

15. Þinglýsing á bindingu kolefnis

,,Tillaga til Aðalfundar og stjórnar LSE 5. og 7. 10.2018 að leggja fram skýrar leiðbeiningar hvernig skógarbændur geta þinglýst kolefnisbindingu á jörðum sínum þannig að fram komi aðgerðaferlið þannig að allir skógarbændur sem vilja geta valið þessa leið.”

Greinargerð:

Þar sem einn skógarbóndi hefur að líkindum náð að þinglýsa kolefnisbindingu á jörð sinni er full ástæða til að allir þeir sem vilja gera hið sama geti gert það og sem fyrst áður en vindar stjórnmálanna breytast.

Vísað til kolefnisnefndar

16. Kynslóðaskipti

,,Tillaga til Aðalfundar og stjórnar LSE 5. og 6. 10.2018 að vinna að finna gott fræðsluefni og mynda ráðgjafaþjónustu um kynslóðaskipti í skógrækt þar sem hún nær að minnsta kosti yfir þrjár kynslóðir miðað við venjulega mannsaldur. Ástæða er til að fræða um þennan þátt strax í upphafi þannig að vitneskja sé til um hvert stefnir og hvernig og hvað þarf til.”

Greinargerð:

Ekki er ólíklegt að skógarbændur geti lent í þeim vanda að næsta kynslóð erfingja hafi ekki tileinkað sér vinnuferli og þekkingu í skógrækt þannig að fyrsta kynslóðin byrjar af eldmóði en sú næsta hefur aflað sér annarrar menntunar og starfa sem er 9-17 virka daga þannig að skógrækt fellur ekki endilega vel að því mynstri. Hér má ímynda sér þætti eins og að kynna skógræktina fyrir börnum snemma, fræða og ræða hvað felst í þessu ferli þegar tími er til kominn þannig að önnur kynslóðin hefur víðari reynslu en sú fyrsta. Þetta má gera með fræðandi lesefni, myndrænu efni og minni hópfundum vina og barna þeirra sem síðan læra af hverju öðru. Líklegar að fyrirmyndir séu til sem má aðlaga aðstæðum hérlendis.

Vísað til félagsmálanefndar

17. Áherslutrjátegundir við kolefnisbindingu

„Tillaga til Aðalfundar og stjórnar LSE 5. og 7. 10.2018 að leggja fram áætlun og beiðni um fjölda og breytileika þeirra trjátegunda sem skógarbændur í landshlutaverkefnunum treysta sér til að gróðursetja með háa kolefnisbindingu á jörðum sínum á ári hverju.”

Greinargerð:

Í ljósi skuldbindingar Íslands við Parísarsáttmálann um kolefnisbindingu má það ljóst vera að fram að þeim tíma, árin 2030 og 2040, verða þau tré sem fara í jörðu héðan í frá ekki hálfnuð í vexti né kolefnisbindingu þegar kemur að þessum tímamótum. Því er eðlilegt að stjórnvöld horfist í augu við nauðsyn þess að stórauka framlag og vinna með skógarbændum ásamt þeim nýju sem bætast þurfa í hópinn að um samvinnu verði að ræða en ekki einhliða ákvörðun stjórnvalda.

Vísað til kolefnisnefndar

Tillögur frá stjórn FSN

Sigurlína Jóhannesdóttir fylgdi tillögu Norðlendinga úr hlaði.

18. Greiðsla fyrir grisjun

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, leggur til að LSE þrýsti á að Skógræktin sinni betur en hingað til verkliðum sem felast í auknu verðmæti skóga, þ.e. veita framlög til umhirðu ungskóga, svo sem snemmgrisjun og slóðagerð henni tengd.”

Greinargerð:

Á undanförnum árum hefur umhirða ungskóga setið verulega á hakanum. Stjórn FSN skorar á stjórn LSE að þrýsta á Skógræktina að veita auknu fjármagni í fyrstu grisjun og slóðagerð í tengslum við hana. Verðmæti nytjaskóga byggist meðal annars á góðri umhirðu á fyrstu árunum.

Vísað til fagnefndar

María E. Ingvadóttir kynnti tillögu að fjárhagsáætlun

19. Fjárhagsáætlun

Fjárhagsætlun 2019

Fjárhagsáætlunin er á sér skjali í fundargögnum

Vísað til fjárhagsnefndar

8

Fundi frestað, kaffihlé.

Frá kaffi og fram að matarhléi fór fram Málþing samkvæmt dagskrá

9

Nefndarstörf

Nefndir unnu þær tillögur sem til þeirra var vísað.

10

Framhald aðalfundar, nefndir skila áliti.

Kjörbréfanefnd fór yfir þá sem teljast með gild kjörbréf með því að lesa upp nöfn þeirra.

Tillögur frá allsherjarnefnd:

4. Nýskógrækt og sveitafélög

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, skorar á Samband íslenskra sveitarfélaga að samræma afgreiðslu framkvæmdaleyfa vegna skógræktar.”

Greinargerð:

Afgreiðsla á framkvæmdaleyfi vegna skógræktar er mjög mismunandi á milli sveitarfélaga og heftir það afgreiðslu mála og mismunar umsækjendum þar sem kostnaður er einnig mismunandi. Þar sem um sambærilega framkvæmd er að ræða hvar sem menn búa á landinu ætti afgreiðsla framkvæmdaleyfis að vera stöðluð eða sambærileg.

Samþykkt samhljóða

8. Flutningur til Landbúnaðarráðuneytis

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, leggur þunga áherslu á að bændaskógræktin verði færð frá Umhverfisráðuneyti til Landbúnaðarráðuneytis.”

Rök:

Bændaskógrækt er eins og hver önnur grein landbúnaðar og því eðlilegt að hún sé undir Landbúnaðarráðuneytinu og fjármagn til hennar verði greitt út af Búnaðarstofu eins og annar stuðningur til landbúnaðarins.

Nefndin leggur til að tillögunni verði vísað til stjórnar LSE til nánari skoðunar.

Samþykkt með einu atkvæði á móti

9. Samráðsfundir

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, felur stjórn LSE að koma á samráði aðildarfélaganna og Skógræktarinnar sbr. 6. gr. laga um breytingu á ýmsum lögum vegna nýrrar skógræktarstofnunar. Samráðsfundir myndu koma upplýsingum betur til bænda og færa þá nær ákvarðanatöku í einstökum málum. Skógarbændur leggja þunga áherslu á að koma að ákvarðanatöku um ráðstöfun fjármagns í bændaskógrækt.”

Þröstur Eysteinsson skógræktarstjóri sagði Skógræktina vera að hugsa þetta og spyr hvort skógarbændur vilji bara að samráðið verði með stjórnum aðildarfélaganna.

Lögð var fram breytt tillaga eftir að nefndin hafði lagað orðalag.

Halldór Sigurðsson útskýrði hver hugsunin hefði verið við samningu tillögunnar en það væri að bændur kæmu meira að ákvarðanatöku, núverandi mynd væri meira á þá leið að upplýsingagjöf færi fram.

Þröstur segir Skógræktina vilja fara að lögum og hafi staðið fyrir fundum og samráði bæði með því að mæta á fundi og halda fundi. Vill fá að vita hvað bændur meina með meira samráði því Skógræktin sé að leita leiða til að koma til móts við skógarbændur. Framundan er fundarröð sem Skógræktin stendur fyrir og segir hann að þar vilji Skógræktin endilega að bændur komi fram með sín sjónarmið.

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir nefnir í tengslum við þá samráðsfundi sem hafa farið fram að Skógræktina leggi fram dagskrá og mál sem þau telja mikilvæg og á fundum hafi stjórnir aðildarfélaga verið spurðar hvað þær vilji leggja fram eða hafa fundina.

Guðbrandur Brynjólfsson leggur til að tillögunni sé vísað frá þar sem hún virðist óþörf eftir upplýsingar frá þeim tveim síðustu er tjáðu sig um hana.

Samþykkt með meirihluta atkvæða gegn 3 að vísa tillögunni frá.

13. Fimmtán daga fyrirvari

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, skorar á stjórn LSE að senda út tölvupóst/póst 15 dögum fyrir aðalfund LSE ár hvert, yfirlit framkvæmda stjórnar á þeim málefnum sem samþykkt voru á síðasta aðalfundi. Hafi ekki tekist að ljúka verkinu er beðið um stutta skýringu á stöðunni. Afgreiðslur mála verði aðgengilegar á heimasíðu.“

Greinargerð:

Til að flýta fyrir nefndarstörfum og gera vinnubrögð aðalfundarins skilvirkari er lagt til að þessari framkvæmd verði komið á enda þótt niðurstöður verkefna verði lesin upp í skýrslu formanns sést hver árangur hefur orðið af málefnavinnunni.

Samþykkt með einu atkvæði á móti

Tillögur frá Fagnefnd:

6. Kostnaðarmat skógræktar

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, felur stjórn LSE að kostnaðarmeta skógrækt og einkum afurðir skógarins við lokahögg.”

Greinargerð:

Taxtar við skógarvinnu eru háir á Íslandi samanborið við önnur lönd. Samt sem áður virðist það lítt duga til að laða ungt fólk að skógrækt og skógræktarvinnu. Að einhverju leyti er það vegna samkeppni við aðra vinnu og hafa ber í huga að Ísland er dýrt land. Mikill kostnaður þýðir væntanlega dýrara timbur þegar kemur að lokahöggi sem vinnur gegn okkur til lengri tíma litið. Það þurfa allir að vera meðvitaðir um hvert stefnir bæði varðandi nýliðun í greininni, umhirðu og viðargæði og síðan afurðaverð. Jafnframt er nauðsynlegt að peningalegt virði ræktunarinnar liggi fyrir við sölu á á skógræktarjörðum.

Samþykkt samhljóða

7. Verklag við uppgjör

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, beinir því til stjórnar LSE að fara með Skógræktinni yfir það fyrirkomulag sem er við úttektir framkvæmda og fjárhagsuppgjör við bændur.”

Greinargerð:

Umhugsunarvert er að í dag eru allar framkvæmdir og fjárhagslegt uppgjör við skógarbændur framkvæmdar af Skógræktinni. Þar er átt við áætlanagerð, útvegun plantna, framkvæmdir og fjárhagslegt uppgjör.

Samþykkt samhljóða

10. Girðingartillaga.

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, leggur til að eftirfarandi tillaga um girðingarmál verði samþykkt.

-Skýr ákvæði verði í skógræktarsamningum um girðingar, bæði nýjar og úreltar og hvernig eftirliti verði háttað.

-Ríkið standi við sínar skuldbindingar um fjárveitingar.

-Tekið verði tillit til þess hve auðvelt er að girða og halda við girðingum á viðkomandi skógræktarsvæði.

-Bændur fái efni og vinnu greitt strax við verklok.

-Skógræktin annist allt eftirlit.“

Greinargerð:

Í gegnum árin hafa verið ólíkar reglur um greiðslu á girðingarkostnaði eftir landshlutum. Nauðsynlegt er að samræma þær reglur. Friðun er forsenda skógræktar. Ekki hægt að reikna með styðstu mögulegu leið umhverfis skógræktarlandið, það verður að meta í hverju tilviki fyrir sig. Taka verður tillit til aðstæðna á hverri jörð þegar meta á kostnað við girðingar t.d. með mismiklu álagi á girðingar á erfiðu landi.

Það er því lykilatriði að ríkið standi við þær áætlanir sem það gerir um fjárframlög til skógræktar.

Síðan þarf að finna lausn varðandi þær girðingar sem taka yfir stór svæði, jafnvel nokkrar jarðir en sú aðferð var algeng á svæði Héraðsskóga í árdaga þess verkefnis. Þar komu oft fleiri að s.s. sveitarfélög og Vegagerðin. Í sumum tilvikum liggja þessar girðingar yfir jarðir sem alls ekki eru í skógrækt og þeir bændur hafa því jafnvel engan hag af því að halda þeim við. Samninga sem til eru um þessar girðingar þarf að fara í gegn um og taka ákvarðanir í framhaldi af því.

Eftir einhver ár verða girðingarnar ekki nauðsynlegar til að verja ræktunina og þá þurfa að vera ákvæði í samningunum um hver ber ábyrgð á þeim og séu þær komnar úr notkun þarf að hreinsa þær upp úr landinu.

Samþykkt samhljóða

Margrét Guðmundsdóttir hefur ekkert út á tillöguna að setja. Skilur ekki girðingarþátt skógræktarinnar en spyr hvort samræmt á milli landssvæði hvernig er greitt fyrir þennan þátt.

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir sagði margar aðferðir í gangi við greiðslur fyrir girðingar. Verið væri að reyna að samræma það hvernig og hvaða aðferð verður notuð.

Edda Kr. Björnsdóttir spyr hvort í þeirri vinnu sé eitthvað samstarf við hagsmunaaðila eins og sauðfjárræktendur. Svarið var nei.

14. Gróðrarstöðvar í hvern landshluta

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, að álykta að stofnaðar verði öflugar framleiðslustöðvar fyrir skógarplöntur í helstu landsfjórðungum þannig að framleiðslan komist sem fyrst til skógarbænda og bíði sem styst fyrir gróðursetningu.“

Greinargerð:

Þar sem ein stærsta gróðrarstöð landsins Barri hefur hætt og framleiðslutæki og þekking hefur mögulega tapast er mikilvægt að minnka skaðann sem mest með endurreisn plöntuframleiðslu á Íslandi.

Nefndin afgreiddi ekki þessa tillögu, leggur til að tillögunni verði vísað frá

Samþykkt með meirihluta atkvæða að vísa tillögunni frá

18. Greiðsla fyrir grisjun

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, leggur til að LSE þrýsti á að Skógræktin sinni betur umhirðu í ungskógum og veiti meira fjármagni til snemmgrisjunar og slóðagerðar.”

Greinargerð:

Á undanförnum árum hefur umhirða ungskóga setið verulega á hakanum. Aðalfundur LSE skorar á stjórn LSE að þrýsta á Skógræktina að staðið verði við samninga og auknu fjármagni varið í fyrstu grisjun og slóðagerð í tengslum við hana. Verðmæti nytjaskóga byggist meðal annars á góðri umhirðu á fyrstu árunum.

Samþykkt samhljóða

Tillögur frá Félagsmálanefnd:

5. Verkefnaflutningur frá Skógræktinni til LSE

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, felur stjórn LSE að hefja viðræður við Skógræktina um það, hvort tímabært sé, að LSE taki að sér ákveðin verkefni sem Skógræktin sinni í dag.”

Greinargerð:

Hugmyndir hafa verið uppi um, að LSE, sem samnefnari skógarbænda, gæti tekið að sér ákveðin verkefni, sem Skógræktin sinnir nú. Svo sem ráðgjöf og uppgjör við skógarbændur, upplýsingagjöf og fræðslu, eða jafnvel plöntuafhendingu. Í dag er allt ferlið í höndum Skógræktarinnar og spurning hversu æskilegt það er, eða hvort til greina komi að Skógræktin deildi út ákveðnum verkefnum til LSE.

Samþykkt samhljóða

12. Tilgangur LSE og aðildarfélagana

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, samþykkir að stjórn LSE skipi nefnd sem hafi það hlutverk að skilgreina betur hlutverk LSE og aðildarfélaga þess.

Skoðað verði sérstaklega:

1. Hvert er félagslegt hlutverk aðildarfélaga innan LSE.

2. Hver á aðkoma LSE og aðildarfélaga að vera í sölu skógarafurða.

3. Er stofnun sölufélags í nafni LSE eða aðildarfélaga tímabær.

Nefndin ber að skila niðurstöðu sinni á næsta aðalfundi LSE.“

Greinagerð.

Í framtíðarsýn Landssamtaka skógareigenda 2012-2022, samvinna -þekking - árangur" er ekki skilgreind undir liðnum "hlutverk" hver aðkoma samtakanna eða aðildarfélaga skal vera í afurða- og úrvinnslumálum skógarafurða. Er það mjög bagalegt, sér í lagi þar sem aðkoma skógarbænda til framtíðar verður í sölu á timbri og öðrum nytjum skóga.

Sömuleiðis er hvergi getið um hlutverk skógarbænda í félagslegu hlutverki Landssamtaka skógareigenda í stefnumótun samtakanna, né í lögum LSE. Mikilvægt er að bæta úr því til að stefna til lengri tíma sé skýr hvort sem er í afurðamálum skógarbænda eða félagslegu hlutverki skógarbændafélaga.

Samþykkt samhljóða

16. Kynslóðaskipti

,, Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, að vinna að finna gott fræðsluefni og mynda ráðgjafaþjónustu um kynslóðaskipti í skógrækt þar sem hún nær að minnsta kosti yfir þrjár kynslóðir miðað við venjulega mannsaldur. Ástæða er til að fræða um þennan þátt strax í upphafi þannig að vitneskja sé til um hvert stefnir og hvernig og hvað þarf til.”

Greinargerð:

Ekki er ólíklegt að skógarbændur geti lent í þeim vanda að næsta kynslóð erfingja hafi ekki tileinkað sér vinnuferli og þekkingu í skógrækt þannig að fyrsta kynslóðin byrjar af eldmóði en sú næsta hefur aflað sér annarrar menntunar og starfa sem er 9-17 virka daga þannig að skógrækt fellur ekki endilega vel að því mynstri. Hér má ímynda sér þætti eins og að kynna skógræktina fyrir börnum snemma, fræða og ræða hvað felst í þessu ferli þegar tími er til kominn þannig að önnur kynslóðin hefur víðari reynslu en sú fyrsta. Þetta má gera með fræðandi lesefni, myndrænu efni og minni hópfundum vina og barna þeirra sem síðan læra af hverju öðru. Líklegar að fyrirmyndir séu til sem má aðlaga aðstæðum hérlendis.

Nefndin leggur til að tillögunni verði vísað frá.

Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni frá

Lúðvíg Lárusson rökstuddi hvernig hægt væri að gera þetta m.a. með fræðsluefni.

Sigríður Júlía Brynleifsdóttir talaði um námskeið og fræðslu þegar verða skipti á jörðum. Sagði það vera inn í skilyrðum að fara á grunnnámskeið í skógrækt og á heimasíðu Skógræktarinnar væri mikið fræðsluefni og fjöldi námskeiða í boði þannig að mikil fræðsla væri fyrirliggjandi.

Tillögur frá Kolefnisnefnd:

11. Kolefnismál.

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, bendir á að samkvæmt þinglýstum samningi um skógrækt á bújörðum eiga landeigendur skóginn og þar með talda kolefnisbindingu í trjám og jarðvegi ásamt öðrum afurðum skógarins.

Stjórn LSE er falið að finna leiðir til sölu kolefnisbindingar í nytjaskógum bænda og til þess sé fengið yfirlit frá Skógræktinni yfir bindingu kolefnis á bújörðum með skógræktarsamninga.“

Greinargerð:

Í 1.gr. laga um landshlutaverkefi í skógrækt segir að skógurinn sé eign landeiganda og samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnar lýðveldisins Íslands er ekki hægt að taka af mönnum eignir nema bætur komi fyrir.

Samþykkt samhljóða

15. Þinglýsing á bindingu kolefnis

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, samþykkir að beina því til stjórnar LSE að vinna skýrar leiðbeiningar um hvernig skógarbændur geti staðið að þinglýsingu kolefnisbindingar á jörðum sínum þar sem fram komi aðgerðaferlið svo að allir skógarbændur sem vilja geti valið þessa leið.“

Greinargerð:

Þar sem einn skógarbóndi hefur þinglýst sölu á kolefnisbindingu á jörð sinni er full ástæða til að allir þeir sem vilja gera hið sama.

Samþykkt samhljóða

17. Áherslutrjátegundir við kolefnisbindingu

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5.-6. október 2018, samþykkir að beina til Skógræktarinnar að nýttar verði afkastamestu kolefnisbindandi trjátegundir sem völ er á og hæfa hverri landgerð, og tryggja þannig að nýting fjármagns verði sem best.“

Samþykkt samhljóða

Tillögur frá Fjárhagsnefnd:

1. Nýtt greiðsluform

„Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, leggur til að laun stjórnar sé ákveðin fyrir fram og að aðalfundur LSE ákveði launataxta fyrir þá stjórn sem mun vinna fram að næsta aðalfundi. “

Samþykkt samhljóða

2. Formaður með tvöföld laun

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, leggur til að laun stjórnar verði óbreytt að öðru leyti en því að laun formanns verði tvöföld laun almenns stjórnarmanns. Greiðslur fyrir árið 2018: Almennur stjórnarmaður kr. 114.000, gjaldkeri kr. 125.000 og formaður kr. 228.000. Greiðslur fyrir árið 2019: Almennur stjórnarmaður kr. 120.000, gjaldkeri kr. 135.000 og formaður kr. 240.000. Síðan verði greiddir dagpeningar fyrir fundarsetu og nefndarstörf. “

Samþykkt samhljóða

3. Árgjöld

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Hellu 5. og 6. október 2018, leggur til að árgjöld til LSE fyrir 2019 verði óbreytt eða kr. 5000 á hverja jörð og kr. 1500 á hvern skráðan félaga. Eindagi félagsgjalda sé 1. nóvember.”

Greinargerð:

Tillagan felur í sér sama fyrirkomulag á innheimtu félagsgjalda og á síðasta ári. Gert er ráð fyrir að innheimt félagsgjöld skili sér til LSE sama ár og þau eru innheimt hjá félögunum.

Samþykkt samhljóða

19. Fjárhagsáætlun

Fjárhagsætlun 2019

Fjárhagsáætlunin er á sér skjali

Formaður nefndarinnar, Naomi Bos, útskýrði breytingar á fjárhagsáætlun

Samþykkt samhljóða

Björn Bj. Jónsson flutti erindi um varnir og viðbrögð gegn gróðurbrunum á Íslandi sem átti að vera á dagskrá til fræðslu á föstudagskvöldinu en hafði þurft að fresta.

11

Kosningar.

Fundarstjóri fór yfir helstu reglur varðandi kosningar.

Formannskjör:

Fundarstjóri lýsti eftir framboði til formanns en Jóhann Gísli Jóhannsson gefur kost á sér til áframhaldandi setu. Ekkert mótframboð kom og formaður, Jóhann Gísli Jóhannsson, því lýstur sjálfkjörinn með lófataki.

Fjórir menn í stjórn:

Tveir núverandi stjórnarmenn Hraundís Guðmundsdóttir og Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir gáfu kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. María E. Ingvadóttir gefur ekki kost á sér áfram enda hennar kjörtímabil liðið og Sighvatur Jón Þórarinsson gefur ekki kost á sér sem aðalmaður heldur sem varamaður. Naomi Bos gefur kost á sér sem aðalmaður. Stungið er upp á Októ Einarssyni sem aðalmanni en hann aftók að vera aðalmaður. Af Suðurlandi gefur Sigríður Hjartar kost á sér. Engin mótframboð komu fram og voru þessir aðalmenn til stjórnar kjörnir með lófaklappi.

Aðalmenn eftir kosningu eru: Hraundís Guðmundsdóttir, Sigrún Hrönn Þorsteinsdóttir, Naomi Bos og Sigríður Hjartar.

Fimm varamenn í stjórn

Núverandi varamenn Björn Ármann Ólafsson, Bergþóra Jónsdóttir, Sigurlína Jóhannesdóttir gáfu kost á sér til áfram og Októ Einarsson í stað Sigríður Hjartar sem hættir sem varamaður og Sighvatur Jón Þórarinsson í stað Naomi Bos sem hættir sem varamaður. Engin mótframboð komu fram og voru þessir varamenn til stjórnar kjörnir með lófaklappi.

Varamenn eftir kosningu eru: Björn Ármann Ólafsson, Bergþóra Jónsdóttir, Sigurlína Jóhannesdóttir, Sighvatur Jón Þórarinsson og Októ Einarsson

Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

Núverandi skoðunarmenn Jóhanna H. Sigurðardóttir og Arnar Hjaltason gefa kost á sér áfram. Engin mótframboð. Lýst rétt kjörin.

Kosning tveggja varaskoðunarmanna reikninga.

Varaskoðunarmenn tilnefndir Guðmundur Sigurðsson og Sigurður Jónsson. Gefa kost á sér áfram. Engin mótframboð. Lýst rétt kjörnir.

12

Önnur mál.

Þórunn Sveinbjarnardóttir kom í pontu og sagði frá skógrækt þeirra hjóna. Sagði mikinn skóg vera orðinn í Reykjavík. Sagði frá atviki varðandi háar aspir sem hún tók eftir að voru horfnar og fékk þær skýringar við eftirgrennslan að það hefðu orðið mistök. Pantað hefði verið að láta fjarlægja neðstu greinar en þær voru allar fjarlægðar og þurfti að fella 7 metra staurana sem stóðu eftir. Tók þetta sem dæmi um tungumálavandræði.

Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri LSE sagði frá könnunum sem hafa verið gerðar sl. ár..

Fyrsta var um tölur úr skóginum fyrir árið 2017, 60 svöruðu af 500 útsendum spurningalistum.

Næsta könnun var kölluð Bragabót sem var upplýsingakönnun. 104 svöruðu af 500 útsendum spurningalistum.

Þriðja könnunin var kölluð Þokkabót sem var könnun á viðhorfum skógarbænda til LSE, Skógræktarinnar m.a. með tilliti til þjónustu, upplýsingagjafar og sameiningu,100 svöruðu.

Framkvæmdastjórinn notaði tækifærið til að kynna landbúnaðarsýningu sem fer fram næstu helgi. LSE er með bás þar.

Hraundís Guðmundsdóttir kynnti fyrirhugaða ferð skógarbænda til Danmerkur í ágúst 2019. Fór hún yfir dagskrá ferðarinnar og hvar yrði dvalið. Hópurinn getur talið 30 manns og þarf að staðfesta fyrir 25. nóvember nk.

Kvennaskógrækt í Skandinavíu, Sigríður Júlía Brynleifsdóttir sagði frá því að fyrir 2 árum kom hópur kvenna frá Noregi til Íslands, samtökin; Konur í skógrækt, og voru samtökin þá 30 ára. Samtökin hvetja konur til að taka þátt í skógrækt og afla sér menntunar. Sigríði Júlíu og Eddu Oddsdóttur var boðið á aðalfund þessara samtaka það ár og fór Sigríður Júlía einnig á aðalfund þeirra á síðasta ári og hélt erindi. Mikill áhugi hjá þessum samtökum að tengjast Íslandi meira t.d. á því hvort íslenskar konur myndu stofna samsvarandi samtök eða jafnvel verða deild innan þeirra samtaka. Samtökin stungu líka upp á því að sækja um styrk til að standa fyrir ráðstefnu og kynna málefnið fyrir konum víðar í Skandinavíu. Það fékkst meiri peningur og er verið að undirbúa kvennaráðstefnu í Svíþjóð 7. – 9. Júní 2019 í Jönköping um leið og Skogs Elmia skógræktarsýningin stendur yfir þar. Fram undan er opinn fundur, 11. nóvember á Mógilsá, þar sem verður stofnaður félagsskapur íslenskra kvenna í skógrækt og hvetur Sigríður Júlía fundarmenn að mæta á þann fund sé áhugi fyrir hendi.

Fundarstjóri þakkaði fyrir sig og starfsmönnum fundarins.

María E. Ingvadóttir þakkaði fyrir góða þátttöku í fundinum, þakkað starfsmönnum og fundarstjóra, Ísólfi Gylfa, og færði honum gjöf.

13

Aðalfundi slitið.

Formaður, Jóhann Gísli Jóhannsson, steig í pontu og þakkaði fyrir þann stuðning sem hann fékk í formannskjöri. Þakkaði starfsfólki og Sunnlendingum góðan viðurgjörning. Sagði það tilhlökkunarefni stjórnar að hafa nóg að starfa þar sem meirihluti tillagna væri vísað til stjórnar. Þakkaði þeim stjórnarmönnum sem eru að hætta og bauð nýja velkomna.

Að svo sögðu sleit formaður fundi og óskaði fundarmönnum góðrar ferðar og góðrar heimkomu.

Fundaritarar:

Freyja Gunnarsdóttir

Elín Snorradóttir

bottom of page