top of page

Skógarfang 2019

Skógarfang, 14. fundur, Bændahöll

14. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar.

Reykjavík, Bændahöllin 1. febrúar 2019

Mætt voru: Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, Björn B. Jónsson, Jóhann Gísli Jóhannsson, Gunnar Sverrisson og Hlynur Gauti Sigurðsson skráði fundinn. Johan Holst boðaði forföll.

Fundur hófst kl 10:30 og lauk 18:30 (hádegishlé 12:10-12:50)

1 Excel-skjalið (Hlynur)

"Hlynur kynnti Excel skjal sem inniheldur fjölmargt er viðkemur vinnu Skógarfangs. Sheetin í skjalinu innihéldu, ""Mánaðadagskrá"", ""Fundargerðir Skógarfangs"", ""Jólatré"", ""LSE afurðir"", ""Viðarmagnsúttekt, hugmynd"" og ""Svör við frumvörpum alþingis"". Rétt var léttlega um þetta.

Björn nefndi að EFLA viðhefði drónamælingar fyrir umsjónamenn skóga þegar rætt var um viðarmagnsúttekt. "

2 Tölugögn af viðarframleiðslu og innflutningu (Begga)

Begga kynnti tölur af viðarframleiðslu frá ýmsum árum. Mjög erfitt er að finna tölur um innflutning timburs til landsins hjá Tollinum/Hagstofu. Þörf er á meiriháttar greiningu. Meira en helmingur af timbri sem Skógræktin útvegaði var iðnviður (Elkem). Hlyni var falið að skrifa formlega beiðni til Hagstofunnar um innflutningstölur á viði og athuga flokkun hjá Þresti skógræktarstjóra um hvaða vöruflokkar eru til umræðu. svo sem: Bolviður, borðviður, eldiviður, kurl, spænir, iðnviður, jólatré, skrautgreinar. Tengiliður við Hagstofuna er Jón Guðmundsson, skógfræðingur.

3. Vöruhönnun

HGS og BJ sögðu frá að Björn Steinar Blumenstein væri langt kominn með húsgagnavörulínuna.

4 Drónafréttir

Hlynur sagði frá hvernig styrkur frá Umhverfis- og Auðlindarráðuneyti hafði verið notaður á síðasta ári. Annars vegar kortlagning og útfærsla á starfandi þjónustu og viðarvinnslum meðal skógarbænda og þróun á skógmælingum með dróna. Í samvinnu við Skógræktina og Svarma ehf. var sótt um styrk til að þróa það áfram.

5 Viðarvinnslustöð á Eskifirði. (Jóhann)

JHJ segir frá vinnu sem er komin langt af stað á Eskifirði. Magnús Þorsteinsson og Tandra bretti eru að reisa viðarvinnslustöð á Eskifirði. Þar verða unnin vörubretti, pellets og margt fleira.

Hádegishlé kl 12:10...12:50

6 Gæðafjalir-Bra Breder (Björn)

BJ sagði frá vinnu sem á sér stað í teyminu "Gæðafjalir". -Verkefnið var búið til í kringum Eirík Þorsteinsson sem er líklega reyndasti maðurinn á landinu við mat á viði. Stefnumótunarvinna stendur yfir í þróun á fræðslu og námsefni við viðarsögun í samvinnu við sænska sendiherra og fleiri. Innleiðing á CE er komin af stað sem og Evrópuvottun veður þýdd á íslensku senn. Staðla og vottunarkerfi á ösp CE stendur yfir. Samvinna við Límtré/Vírnet á þróun og nýtingu á íslenskum viði. Verkefnið fellst í að: Velja boli til niðursögunar, fletta, flokka, þurrka, líma bita og styrkleika prófa bita.

7 Ráðstefna um skógarafurðir

Kynntur var hópur sem heldur utan um ráðstefnuna: Hlynur, Ingi hjá Skógræktarfélagi Eyfirðinga og Ólafur Eggertsson hjá Skógræktinni. Hópurinn hefur ekki enn verið kallaður saman. Í framhaldinu þarf að kynna þetta fyrir Stjórn LSE og stjórn FSN. Kanna húsakynni og auglýsa sem allra fyrst. 120-130 manns áætlað. Ráðstefnan verður haldin samhliða aðalfundi LSE sem fer fram í október á Akureyri.

8 Lokaskýrslan (Björn)

Björn lagði fram tillögu að efnisyfirliti fyrir skýrsluna. Mikið á eftir að gera. Fundarmenn beðnir að hugleiða kafla og verkaskiptingu vel fyrir næsta fund. Lagt var til að fá Óla Eggerts inn í Skógarfang og mögulega Björgu til að vera innan handar við gerð skýrslunnar.

9 Næsti fundur

Hlynur ætlar að athuga Google Sheet og hvort hægt sé að virkja það fyrir fundarmenn fyrir næsta fyrirhugaða fund 22. Febrúar sem haldinn verður í Bændahöllinni í Reykjavík. Á þann fund verður einnig kallaður til Ólafur Eggertsson.

 

Skógarfang, 15. fundur, Bændahöll

15. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar.

Reykjavík, Bændahöllin 21. febrúar 2019

Mætt voru: Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, Björn B. Jónsson, Jóhann Gísli Jóhannsson, Johan Holst, Gunnar Sverrisso, Ólafur Eggertsson og Hlynur Gauti Sigurðsson skráði fundinn.

Fundur hófst kl 10:30 og lauk 15:00 (hádegishlé 12:30-13:00)

1. Kynning á Skógarfangi fyrir nýja meðlimi teymisins

BBJ segir frá:

a) Límtré-þróunarvinnu (Samstarf með Skógræktin og Límtré/Vírnet)

b) Gæðafjalir (Samstarf með LBHI, Nýsköpunarmiðstöð, LSE, Skógræktin og Skóg.íslands). Unnið að frælsuverkefni og innleiðingu staðla. Samvinna þriggja landa (Ísl, Swe og DK) er í vinnslu um verkefni sem snýr að timburvinnslu sem verður líkast til unnið svipað og "Kraftmeiri skógur" verkefnið um árið. Vænta má að gerði verði þriggja ára kennsluáætlun sem mun taka nafnið "Grænni skógar 3". Andrés Pétursson og Margrét Jóhannesdóttir munu leggja hjálparhönd við umsóknir styrkja. JH minnist á samvinnu með, Nordwood. Logo-Sol og woodmicher sem dæmi. Iðnú útgáfa mun væntanlega annast útgáfu á námsefninu.

c) Gróðureldar, búið að stofnsetja nýja nefnd sem fylgir málinu eftir. Björn Traustason er fulltrúi Skógræktarinnar. Framhaldsverkefni hafið í samstarfi við nágrannaþjóðir, BBJ er fulltrúi í því.

d) Björn Steinar Blumenstein, kynnir innlend húsgögn á erlendri grundu.

c) Tandra-bretti, unnið er að uppseetningu á timburverksmiðju á Eskifirði.

2. Kortlagning viðarvinnslu.

Samantekt er langt komin, HGS.

3. Tölur um innflutning á timbri.

ÓE falið að leita til Þorbergs Hjalta um að vinna gögn fyrir lokaskýrslu og verða í samvinnu við Jón Guðmundsson hjá Hagstofunni.

4. Umræða var um lokaskýrslu

Fallist var á hefðbundið ritgerðarform. BBJ tekur að sér að hafa samband við Pétur Halldórs með yfirlestur. BBJ mun vinna áfram með efnisyfirlit skýrslunnar og mun koma með myndun kafla og tillögur að ábyrðgarmönnum þeirra.

4. Málþing

Málþing. Lagt var til að LSE tæki að sér að halda Málþing samhliða aðalfundi LSE 12.október á Akureyri.

Næsti fundur er áæatlaður 18.mars. Símafund (TeamViewer) .

Skógarfang, 16. fundur, Egilsstaðir og Vallanes

16. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar.

Tveir fundarstaðir: Fundarsalurinn á aðalskrifstofu Skógræktarinnar á Egilsstöðum og Asparhúsið í Vallanesi, 2.apríl 2019.

Mætt voru: Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, Björn B. Jónsson, Jóhann Gísli Jóhannsson, Ólafur Eggertsson, Hraundís Guðmundsdóttir (í fjarveru Gunnars Sverrissonar) og Hlynur Gauti Sigurðsson skráði fundinn. Johan Holst komst ekki.

Megin atriði fundarins var að skoða kaflaskipti og umfjöllun þeirra fyrir lokaskýrsluna, sem ætlað er að komi út í febrúar 2020.

Fundur hófst kl 10:30 á Egilsstöðum

1) Hagstofutölur

Óli Eggerts tekur að sér að finna og vinna upplýsingar áfram um ýmsar innfluttar timburvörur.

2) Gæðafjalir, staðan a. Hönnunarmars Björn Steinar Blumenstein kynnti vörulínu unna úr íslensku timbri á Hönnunarmars í Ásmundarsal 28.mars. Hann gaf einnig út bók sem fjallar um hönnunarferlið ásamt inngripi um skógarsögu landsins.

b. Staðlar Leyfi hefur fengist um að nota sænska staðla. Næsta skref er að koma Eiríki Þorteinssyni til Svíþjóðar að fá staðlabók og ítarefni. LSE er til í að leggja fjárhagslegan stuðning við förina.

c. Skóli, Linné. LBHI hefur sótt um Erasmus- nýsköpunarstyrk fyrir menntamál. Þetta er samvinnuverkefni við Linné-háskólann í Verksjö Svíþjóð og Kaupmannaháskóla (KU). Í haust verður settur saman hópur með um 20 íslenskum námsmönnum til að mótun námskeiðs í sögun og viðarnytjum í samvinnu við háskólann í Linné og KU. Einnig var sótt um Svensk-Islensk Arbejts fonden og von er að svari í apríl. Sá styrkur nýtist í Gæðafjalir verkefnið.

d. Límtré Viðurinn er kominn úr þurrkun en vandamál er að ná réttu rakastigi í öspinni. Vænta má niðurstaðna í júní.

3) Skýrslan „Stefna í afurða og markaðsmálum frá 2020 - 2035“ Viðarmagnsspá 2020/2035 - ÓE tekur að sér að fá upplýsingar um viðarmagnsspá hjá Mógilsá. - Björn tekur að sér að setja upp upp kaflaskipti skýrslunnar ásamt tillögu að ábyrgðarmönnum fyrir hvern kafla.

Fundur fluttur í Vallanes 12:30 Fundur hófst aftur kl 13:00

4) Málþing LSE / Fagráðstefna 2020 Velt var fyrir sér mögulegum þátttakendum að Málþingi LSE. Setja þarf upp dagskrá og huga að boðum og auglýsingum fyrir sumarfrí.

5) Næsti fundur verður fyrsta fimmtudag í maí, 2. Maí kl 10:00 í fjarfundabúnaði. Fundurinn þar á eftir verður fyrsta fimmtudag í júní, 6.júní kl 10:00 í fjarfundabúnaði og verður það síðasti fundur fyrir sumarfrí.

Fundi slitið kl 14:10 Hlynur Gauti Sigurðsson

Skógarfang, 17. „TEAMS-fjarfundur“

Teymisfundur í afurða og markaðsmálum skógræktar.

FUNDARGERÐ

Fimmtudaginn 9.maí 2018 kl 11:00

Mættir voru við tölvuna: ...á Hallormsstað: Bergrún Arna Þorsteinsdóttir og Jóhann Gísli Jóhannsson... ...á Selfossi, Skógræktin: Gunnar Sverrisson, heima fyrir: Björn B. Jónsson (með flensu)... og á Mógilsá: Ólafur Eggertsson og Hlynur Gauti Sigurðsson, sem skráir fundinn. Johan Holst komst ekki.

1. Kortlagning viðarvinnslu. Excel-skjalið, HGS

„Opna Excel skjalið“ er komið vel á veg og margir hafa skoðað og lagt blessun á. Það er enn í mótun.

2. Gæðafjalir – staðan við staðlamálin, HGS/ÓE

HGS og ÓE voru á fundi Gæðafjala fyrir um klst síðan. Hér eru helstu punktar.

- Staðlar og kennsluefni. Svíarnir, sem hafa með staðlamál og kennsluefni að gera, hafa hug á að koma til Íslands í byrjun júlí. Eiríkur Þorsteinsson og BBJ eru í sambandi við þá.

- Ísl kennsluefni. Ólafur Oddsson og Björgvin Eggertsson munu senn hefja vinnu við gerð kennslugagna viðarsögunar.

- Límtré er búið að þurrka viðinn sem er í tilraunaverkefni og næsta verkefni er val á viði og líming. Öspin loksins orðin þurr. Mikilvægt að fara ekki framúr okkur varðandi fjölmiðla og umtal.sbr. orðræðan um Elkem og brenni.

3. Innflutningur á timburafurðum, framhald fyrri umræðu, ÓE

Fyrstu tölur ræddar um innflutning á timbri til Íslands og hvenær við getum orðið sjálfbær. Sagað timbur er yfirburða stærsti flokkurinn (timbur 24) af innfluttu timbur í timbursölur og hefur farið vaxandi síðasta áratug. Mest er flutt inn frá Baltísku löndunum, Finnlandi og Svíþjóð. Það þarf um 150-200 þúsund rúmmetra árlega af bolviði til að annast núverandi innflutning á timbri til landsins. Það þarf því að fella árlega um 600-850 hektara af skógi á hverju ári til að ná sjálfbærni. Fyrstu spár gera ráð fyrir að það muni verða uppúr 2060.

4. Viðarmagnsspá, ÓE

Sænskt viðmið er að sögun á 1000m3 þýðir eitt ársverk, næsta ársverk fyrir næsta þúsund og svo framvegis. Hagkvæm sögunarmilla í nálægð skóga þarf um 3000m3 af bolviði árlega.

Rætt var um hvort vert væri að spyrja helstu byrgja um innflutning, BYKO, Bauhaus, Límtré og Húsasmiðjan.

5. Lokaskýrslan, kaflaskipti / ábyrðaraðilar, BBJ

Tímaplan var lagt upp, lokaskil skýrslu eiga að vera klár í mars 2020. Viðmið er 50-60 blaðsíður.

Tillögur um ábyrgðarmenn á köflum voru lagðar til.

Vangaveltur voru um fjármögnun. Björn ætlar að skoða hugsanlegan kostnað fyrir næsta fund.

6. Umræðum um Málþing frestað fram á næsta fund.

7. Næsti fundur áætlaður 4. Júní í fjarfundabúnaði. Kl 10:00

Fundi slitið kl 12:15

Hlynur Gauti Sigurðsson

3. júní var ákveðið að fresta næsta fundi fram yfir sumarið.

Skógarfang, 18. Bændahöll

18. fundur í teymi um afurðir og markaðsmál skógræktar. Reykjavík, Bændahöllin 2.oktober 2019 Mætt voru: Bergrún Arna Þorsteinsdóttir, Björn B. Jónsson, Jóhann Gísli Jóhannsson, Gunnar Sverrisson, Ólafur Eggertsson og Hlynur Gauti Sigurðsson skráði fundinn. Fundur hófst kl 09:00

1. Fréttir héðan og þaðan FSN. Hlynur segir frá FSN fundi sem hann sat í Svíþjóð í síðustu viku. Þar greindi hann frá því hvað kolleikar í Skandinavíu hafa á prjónunum. Mikil orka fer í að útskýra fyrir þingmönnum í Brussel mikilvægi skógæktar. Danmörk. Hlynur segir frá því helsta sem fór fram í skógarbændaferð sem var farin í ágúst. Nánar er fjallað um það í næsta Bændablaði, tölublað nr. 19 2019. Svíþjóð. Björn segir frá Svþíþjóðarferð sem nemendur í Grænni skógar 1 á Vestur og Suðurlandi fóru í september. Framfarir eru í tæknimálum í trjáiðnarði. Tré eru í auknu mæli notuð í föt og textíl. Plöntuframleiðsla hjá Svíum er orðin mjög tæknivædd með umtalsverðum betri gæðum og afköstum. Skógargöngur. Björn segir frá uppskrift af viðburði sem gæti farið fram hjá skógarbændum. Í stað þess að bjóða til opins skógar er útvöldum boðið, svo sem stjórnum og verktökum í skóginum, fræðingum og náttúruverndarsamtökum. Við þessar aðstæðu skapast samræður sem geta nýst bæði gestum og skógarbændum betur í skógrækt. Límtré/Vírnet. Skýrslan um íslensku límtré-tilraunina er í yfirlestri. Í framhaldinu má þróa áfram þessa vinnu Límtré/vírnets í góðri samvinnu sem verið hefur. Til tals kom að vinna að þróun með fyrirtækinu Fjölin og greiningarvinnu með verkfræðistofunni EFLA, sviðsmyndagreining. Þurrkun. Bergrún mun fjalla um þurrkun á Málþingi á Akureyri eftir 10 daga. Umræða skapaðist um þurrkunaraðstæður. Ólafur hefur lagt upp rannsókn um styrk á ösp. Þörf er á að rannsaka frekar aspir, svo sem mun á klónum í sögun, gæðum og ræktun. TreProX. Fengist hefur styrkur frá Erasmus + sem er Evrópusambandsstyrkur. Styrkurinn er í grunninn samstari Landúbunaðarháskóla Íslands við Linné- háskólann í Svíþjóð og Kaupmannahafnarháskóla. Nýskölunarmiðstöð Íslands og Skógræktin koma að verkefninu. Verkefnið nær utan um timburmeðhöndlun, Grænni skóga 3 námskeið og kennslu fyrir ""fólkið á söginni"". Guðríður Helgadóttir hjá LBHI er skráður verkefnisstjóri en Björn Bjarndal mun leiða verkefnið til að byrja með. Aðrir sem koma að verkefninu eru Björgvin Eggertsson (LBHI) Christian (KU), Sigurður Ormarsson (Linné), Jonaz (Linné), Bengt Nilsen (KU), Eiríkur Þorsteinsson (Nýsköpunarmiðstöð Íslands) og Ólafur Eggertsson (Skógræktin). Staðlaráð, vinna er hafin Grænni skógar 3. Búið að funda einu sinni um mótin á námskeiðaröðinni Grænni skógar 3. Það mun einnig hafa í för með sér grunndvallar breytingar á eldri námsekiðaröðunum Grænni skógar 1 og 2. Námskeiðaröðin verður þýdd á ensku og jafnvel dönsku.

2. Stefna 2020 / 2035 Kaflaskipting í lokaskýrslu sem Skógarfang mun skila af sér í byrjun árs 2020 er sem hér segir: Áætlað blaðsíðutal miðast við texta, myndir og töflur í stærð A4 Kaflaskipting

Númer kafla, heiti kafla, ábyrðgarmenn, fjöldi blaðsíðna 1 Efnisyflirlit 1 2 Inngangur, BBJ og JGJ 1 3 Trjátegundir, Aðalsetinn Sigurgeirsson 4 4. Viðarmagnsspá, Ólafur Eggertsson, Arnór Snorrason 4 5. innflugningur á timbri og timburvörum, ÓE 3 6 Tækjagreining, GS/BAÞ/JH. 4 6.1. grisjun og felling 1 6.2 Útkeyrsla 1 6.3 flutningur á bolvið 1 7 Úrvinnsla í dag, aðilar í úrvinnslu, HGS 7.1 Aðrar úrvinnslut og tækjabúnaður þeirra 3 8 Nýting hráefnis 3 8.1 Smíðaviður /flettiefni 2 8.2 Eldiviður/kurl, girðingarstaurar 2 9 Aðrar nytjar 9.1 Handverk, Óli odds 1 9.2 Jólatré/skrautgreinar BBJ/Steinar 1 9.3 Sultur og krydd, BAÞ 1 9.4 Ferðaþjónusta Hreinn Óskars 1 9.5 Býflugur Hraundís og Agnes 1 9.6 Aðrar nytjar Óli odds 1 10 Þróunarverkefni í úrvinnslu timburs BBJ og HGS 8 11 Gæðamál, 11.1 Staðlar, Eiríkur Þorsteinsson 2 11.2 CE vottun, Eiríkur Þorsteinnson 2 11.3 Gæðavottun ísl. skóga, Hreinn Óskarsson 2 11.4 Endurmenntun, ýmis menntun, Björgvin Eggertsson 1 12 Markaður og sala, Gunnlaugur Guðjónsson /JGJ/HGS (leita í skýrsluna fyrir austan) 2 13 Stefna skógræktarinnar í afurða og markaðsmálum BBJ 2 14 Stefna LSE í afurða og markaðsmálum BBJ 2 15 Lokaorð 1 16. Atriðaorðaskrá 2 17 Heimildaskrá ? 3 63 áætlaðar blaðsíður

Öllum köflum skal verið skilað inn 1.des Fjárhagsáætlun LSE, skal miðað við að veita 200000 kr í prentkostnað Pétur Halldórs hefur fallist á að vera prófarkalesari, hann skal hafa lokið yfirlestri um miðjan janúar. Björn yfirgaf fundinn kl 11:30

3. Málþing um viðargæði og afurðir Rædd var dagskrá málþings

Fundi slitið kl 12:00

Næsti fundur áætlaður um miðjan nóv, ritstýflufundur (Fjarfundur)

bottom of page