7. Stjórnarfundur
Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, haldinn 5. nóvember 2019 að Víðihvammi 10, Kópavogi, klukkan 10:30.
Mættir: María E. Ingvadóttir, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Hannes Lentz og Októ Einarsson.
1. Fundargerð frá síðasta stjórnarfundi var samþykkt samhljóða og án athugasemda.
2. María sótti aðalfund LSE á Akureyri 11. til 13. október, ásamt fjórum öðrum félagsmönnum í FsS. Aðalfundurinn gekk vel. María hélt ræðu á fundinum þar sem hún kom með þau tilmæli til stjórnar LSE að það yrði stofnaður vinnuhópur til að vinna að tillögum um endurbætur á samstarfsreglum og uppgjöri Skógræktarinnar við skógarbændur. Hún hvatti líka til þess að stofnaður yrði vinnuhópur til að kanna og koma með tillögur um með hvaða hætti væri hægt að brunatryggja gróður- og skóglendi.
3. Björn B. Jónsson var kosinn í stjórn LSE, sem fulltrúi Sunnlendinga. Samþykkt var að biðja hann um að koma reglulega á fundi stjórnar FsS til að kynna málefni LSE.
4. Rætt var um félagsstarf vetrarins. Félagsfundur verður haldinn 9. nóv í Guðmundarlundi í Kópavogi. Þar verður sagt frá aðalfundi LSE á Akureyri, sögð saga upphafs Guðmundarlundar og gengið um í skóginum. Áfram er stefnt að félagsfundum með faglegu innleggi í febrúar og mars-apríl. Efni þeirra verður kynnt í Guðmundarlundi.
5. Rætt var um samvinnu við skógræktarfélög varðandi leshringi fyrir félagsmenn. Málið er í vinnslu.
6. Dæmi er um að sveitarfélag rukki skógarbændur fyrir framkvæmdaleyfi, en almennt tíðkast það ekki. Nú er verið að vinna drög að reglum um mat á umhverfisáhrifum í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Skilafrestur á athugasemdum er til 15. nóv. Maríu var falið að semja athugasemdir varðandi skýrar samræmdar reglur um framkvæmdarleyfi.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl 12:30.
Fundarritari Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir
6. Stjórnarfundur
Stjórnarfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi, haldinn 9. september 2019 að Víðihvammi 10, Kópavogi, klukkan 10:00.
Mættir: María E. Ingvadóttir, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Hannes Lentz, Októ Einarsson, Sigurður Karl Sigurkarlsson og Sigríður Hjartar.
1. Fundargerð frá síðasta stjórnarfundi var samþykkt samhljóða og án athugasemda. 2. Rætt var um félagsfundi vetrarins og samþykkt að hafa 3 félagsfundi með faglegu innleggi, í nóvember, febrúar og mars. Einnig var samþykkt að tveir stjórnarmenn sæju um skipulag og framkvæmd hvers fundar. Ákveðið var að kanna í tölvupósti hvernig fundi og hvaða fundarefni félagsmenn leggja til. Stefnt er að því að fara í haustferð í október.
3. Sigríður Hjartar, sem hefur verið fulltrúi FsS í stjórn LSE, gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Engin þeirra stjórnarmanna sem fundinn sátu gefur kost á sér í aðalstjórn. Ákveðið var að kanna meðal félagsmanna, hvort einhver er til í að vera fulltrúi FsS í stjórn LSE. Októ Einarsson gefur kost á sér sem varafulltrúa, að því tilskyldu að aðalfulltrúi taki sæti.
4. Aðalfundur LSE, verður haldinn á Akureyri 11. til 13. október. Ákveðið var að hvetja félagsmenn til þátttöku og veita hverjum félaga, sem sækir fundinn, 20 þús. kr styrk.
5. Rætt var um hvaða tillögur félagið hefur áhuga á að leggja fram á aðalfundi LSE. Þau efni sem þóttu brýnust voru: skýrari reglur um uppgjör Skógræktarinnar við skógarbændur; meiri eftirfylgni og ráðgjöf frá Skógræktinni til skógarbænda; brunavarnir; og tryggingamál.
6. Félagið þarf að tilnefna fulltrúa í málefnanefndir starfandi á aðalfundi LSE. Það er ekki hægt að gera fyrr en ljóst er hverjir mæta á fundinn. Þessar nefndir eru: Allsherjarnefnd Fjárhagsnefnd Fagnefnd Félagsmálanefnd Kolefnisnefnd Kjörbréfanefnd
7. Samvinna við skógræktarfélög var til umræðu og vilji til að efla hana kom fram. Samvinna við Skógarhátíðin á Snæfoksstöðum um Jónsmessuna tókst vel, en hún var samstarf Skógræktarfélags Árnesinga og FsS.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl 13.
Fundarritari Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir
5. Stjórnarfundur
Stjórnarfundur hjá Félagi skógareigenda á Suðurlandi 25.06.2019 kl 20 að Miðhúsum 1, Skeiða- og Gnúpverjahreppi
Mættir: María E. Ingvadóttir, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Hannes Lentz, Hrönn Guðmundsdóttir, Októ Einarsson, Sigríður Hjartar, Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir og Sigurður Karl Sigurkarlsson.
1 Fundargerð frá síðasta stjórnarfundi var samþykkt samhljóða og án athugasemda.
2 Stjórnin skipti með sér verkum á eftirfarandi hátt: Bjarnheiður tekur við ritarastörfum af Sigríði Hjartar; Októ verður gjaldkeri í stað Bjarnheiðar; Hannes og Sigurður taka sæti meðstjórnanda í aðalstjórn; Hrönn; Sigríður Hjartar og Sigríður Jónína skipa varastjórn.
3 Fundarmenn voru sammála um að skógarhátíðin á Snæfoksstöðum hefði tekist vel. Alls voru um 80 þátttakendur.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl 22.
4. Stjórnarfundur
Stjórnarfundur hjá Félagi skógareigenda á Suðurlandi 06.06.2019 kl 10 í Víðihvammi 10, Kópavogi Mættir: María E. Ingvadóttir, Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Hannes Lentz, Októ Einarsson og Sigurður Karl Sigurkarlsson.
1. Fundargerð frá síðasta stjórnarfundi var samþykkt samhljóða og án athugasemda.
2. María E. Ingvadóttir var endurkjörin formaður á aðalfundinum. Í aðalstjórn voru kjörin Bjarnheiður K. Guðmundsdóttir, Hrönn Guðmundsdóttir, Októ Einarsson, og Sigurður Karl Sigurkarlsson og í varastjórn Hannes Lentz, Sigríður Hjartar og Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir.
3. Ákveðið var að fresta verkaskaskiptingu stjórnar uns betri fundarþátttaka næðist.
4. Sigríður Hjartar, sem hefur verið fulltrúi FsS í stjórn LSE gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ákvörðun um fulltrúa stjórnar FsS í stjórn LSE var frestað.
5. Gengið var frá lausum endum varðandi skipulag skógarhátíðar á Snæfoksstöðum sunnudaginn 23. júní. Hátíð fyrir almenning með fjölbreyttri dagskrá verður frá kl 14-17 og kl 19 hefst skógarganga félagsmanna FsS. Skógarhátíðin er haldin í samvinnu við Skógræktarfélag Árnesinga.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl 12.
3. Stjórnarfundur
Stjórnarfundur hjá Félagi skógareigenda á Suðurlandi
15.3. 2019 kl. 10.00 í Víðihvammi 10, Kópavogi
Mættir: María E. Ingvadóttir, Bjarnheiður Guðmundsdóttir, Hannes Lentz, Októ Einarsson og Sigríður Hjartar.
[if !supportLists]1. [endif]Fundargerð frá síðasta stjórnarfundi var samþykkt athugasemdalaust.
[if !supportLists]2. [endif]Aðalfundur Félags skógareigenda á Suðurlandi verður haldinn að Gunnarsholti 6. apríl kl. 11:00. Venjuleg aðalfundarstörf. Ljóst er að mannaskipti verða í stjórninni. Sömuleiðis var rætt um fræðsluefni á aðalfundi og ýmsar hugmyndir komu upp.
[if !supportLists]3. [endif]Komin eru fram drög að breytingum á náttúruverndarlögum nr. 60 frá 2013. Formaður lagði fram tillögu að athugasemdum, sem samþykkt var að senda inn fyrir hönd félagsins.
[if !supportLists]4. [endif]Stefnt er að Jónsmessufagnaði á Snæfoksstöðum í samvinnu við Skógræktarfélag Árnesinga sunnudaginn 23. júní sem áætlað er að hefjist um kl. 14. Dagskráin er enn á reiki en margar hugmyndir hafa komið fram. Félagar fá nánari fréttir þegar nær dregur.
[if !supportLists]5. [endif]Fundir voru hjá stjórn LSE og Samráðsfundur með Skógræktinni 13. og 14. mars. Aðal fundarefni voru girðingareglur og taxtar. LSE-fólk lagði áherslu á að greiðslur almennt s.s. girðingakostnaðar dragist ekki á langinn. Nokkrar umræður urðu um viðhaldskostnað. Verði verulegar skemmdir á girðingu má sækja um girðingarstyrk til Skógræktarinnar, en skógareigandi beri kostnaðinn af venjulegu viðhaldi. Ljóst er að LSE-fólk og forsvarsfólk Skógræktarinnar er ekki sammála um hvaða vísitölu skal nota sem viðmið við útreikning taxta. Hugmynd LSE um notkun launavísitölu féll í grýttan jarðveg.
[if !supportLists]6. [endif]Samstarf með sveitarstjórnum svæðisins er mikilvægt, einkum varðandi brunavarnir og þarf að fylgja eftir. Æskilegt er að funda reglulega með sveitarstjórnum til að styrkja samstarfið.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 12:00
Fundarritari Sigríður Hjartar
2. Stjórnarfundur
Stjórnarfundur hjá Félagi skógareigenda á Suðurlandi
27.2. 2019 kl. 11.00 í Víðihvammi 10, Kópavogi
Mættir: María E. Ingvadóttir, Bjarnheiður Guðmundsdóttir, Hannes Lentz, Októ Einarsson og Sigríður Hjartar.
[if !supportLists]1. [endif]Fundargerð frá síðasta stjórnarfundi var samþykkt athugasemdalaust.
[if !supportLists]2. [endif]FsS hefur fagnað Jónsmessu frá stofnun félagsins með því að fara í heimsókn til valins félaga, skoðað framkvæmdir og notið veitinga saman að lokinni göngu. Að þessu sinni varð fyrir valinu að heimsækja Snæfoksstaði. Þar sem Snæfoksstaðir eru í eigu Skógræktarfélags Árnesinga vaknaði sú hugmynd að slá saman Jónsmessuhátíð okkar og hugmyndinni um Skógardag Suðurlands og reyna þannig að auka vitneskju Sunnlendinga um Félag skógareigenda og skógrækt almennt, en eftir er að útfæra hugmyndina.
[if !supportLists]3. [endif]Stjórnin fagnar fyrirhuguðu námskeiði um brunavarnir sem hefur verið kynnt félagsmönnum og verður haldið á Reykjum í Ölfusi 8. mars. Brunavarnir i skóglendi, á bújörðum og sumarbústaðasvæðum eru mjög mikilvægar og brýnt að sem flestir kynni sér, bæði einstaklingar og sveitarfélög.
[if !supportLists]4. [endif]Binding kolefnis var rædd eins og oft áður. Álfélögin borga nær milljarð árlega í kolefnis-pott Evrópusambandsins, hvernig er fjármunum þess sjóðs varið? Nefnt var að fyrirtækið Klappir haldi utan um kolefnisreikning ýmissa íslenskra fyrirtækja.
Á fundum LSE hefur stundum komið til umræðu möguleikinn á að þinglýsa kolefnisbindingu á jarðir og hefur einn skógareigandi á Austurlandi gert það.
[if !supportLists]5. [endif]Framundan er samráðsfundur LSE og Skógræktarinnar þar sem girðingareglur og taxtar verða ræddir. Stjórn FsS leggur áherslu á að betur verði staðið að greiðslum Skógræktarinnar fyrir ýmsa samningsbundna verkþætti en gert hefur verið síðustu ár.
Jafnframt vakti það furðu stjórnar að Skógræktin skuli ekki nota launavísitölu í útreikningum sínum á greiðslum hinna ýmsu verkþátta heldur notast við vísitölu framfærslukostnaðar og vísitölu neysluverðs.
Fleira var ekki rætt og fundi slitið kl. 13
Fundarritari Sigríður Hjartar
1. Stjórnarfundur
Stjórnarfundur hjá Félagi skógareigenda á Suðurlandi
22.janúar. 2019 kl. 10.30 í Víðihvammi 10, Kópavogi
Mættir: María E. Ingvadóttir, Bjarnheiður Guðmundsdóttir, Októ Einarsson og Sigurður Karl Sigurkarlsson, Sigríður Hjartar símleiðis.
[if !supportLists]1. [endif]Fundargerð frá síðasta stjórnarfundi var samþykkt athugasemdalaust.
[if !supportLists]2. [endif]Stjórnin var sammála því að stefna á félagsfund laugardaginn 2. febrúar. Félagsfundir hafa að undanförnu verið haldnir í Gunnarsholti og er horft til sama fundarstaðar. Ýmsar uppástungur voru um fyrirlesara og sömuleiðis umræðuefni. Meðal annars var nefnt að þar sem Skógræktin mun á næstunni einbeita sér að skógartrjám, lerki, greni, furu, ösp og birki, þurfi skógareigendur sjálfir að verða sér úti um „skrautið“, svo sem berjarunna, blómrunna, og fagurtré, til að lífga upp á skógarjaðra og rjóður . Ýmsu af þessu “augnakonfekti“ má fjölga á tiltölulega einfaldan hátt.
[if !supportLists]3. [endif]Stefnt er á aðalfund fyrr en oft áður, jafnvel í byrjun apríl. Að undanförnu hefur verið fundað á Reykjum í Ölfusi og hefur það gefist vel.
[if !supportLists]4. [endif]Jónsmessukvöld hefur verið hátíðarkvöld hjá FsS í meira en 20 ár. Sjálfa Jónsmessuna ber að þessu sinni upp á mánudag. Nákvæm dagsetning er auðvitað ákvörðun gestgjafa hverju sinni. Gott væri að fá ábendingar um skógarsvæði, sem gaman væri að heimsækja.
[if !supportLists]5. [endif]Bændur hafa að góðu heilli verið hvattir til aukinnar þátttöku í nytjaskógrækt. Sækja þarf um framkvæmdaleyfi hjá sveitastjórnum og breytilegt er hvort tekið er gjald fyrir leyfið. Það hefur jafnvel borið við að ekki sé samræmi í greiðslukröfum innan sama svæðis. Mikilvægt er ekki sé verið að innheimta gjald af aðilum án þess að raunveruleg vinnuframlegð komi á móti. Senda þarf sveitastjórnum ályktun um þessi mál.
[if !supportLists]6. [endif]Unnur Brá Konráðsdóttir, fulltrúi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum, kom á fundinn og ræddi ýmis mál sem brenna á skógareigendum. Skógarbændur, auk Landgræðslu og Skógræktarinnar, eru þeir aðilar sem binda mest kolefni innan lands en eignarhald á bindingunni, sem er samningsatriði í alþjóðasamningum, hefur lítið verið rætt að undanförnu. Á næstunni verður fundur Norðurlanda í Finnlandi þar sem umhverfisráðherra og Unnur Brá mæta fyrir Íslands hönd. Mikilvægt er að Norðurlönd verði samtaka um hvernig mæla skal og halda utan um C-bindinguna, vottun og viðurkenningu á bindingu.
Spurningin um hvernig eignarhaldi C-bindingarinnar verður háttað skiptir skógarbændur höfuðmáli eins og mikilvægt er fyrir stórfyrirtæki hvernig þau sem þurfa að kaupa kvóta, innan lands eða utan, fá það fært í bókhaldið.
Margt fleira þessu tengt bar á góma en fundi var slitið kl. 12.15.
Sigríður Hjartar fundarritari