Forvarnir gegn gróðureldum
Haldið í samstarfi Brunavarna Árnessýslu, Landbúnaðarháskóla Íslands, Skógræktarinnar og Verkís.
Námskeiðið er öllum opið, hentar sérstaklega bændum, skógareigendum og öðrum sem eiga land sem eldur getur brunnið á og ógnað verðmætum.
Á námskeiðinu verður fjallað um hvaða lög og reglugerðir gilda um brunavarnir á skógarsvæðum og í sumarbústaðalöndum. Kynnt verður vefsíðan www.gróðureldar.is. Skipulag skóga og ræktaðra svæða með tilliti til brunavarna. Varnarsvæði – hvers konar gróður er á slíkum svæðum. Fjallað verður um mikilvægi vega og slóða á ræktuðum svæðum og gott aðgengi að vatni.
Er trjágróður miseldfimur? Hvað töpum við miklu kolefni ef hann brennur? Er hægt að tryggja tré/skóg? Sagt verður frá þeim búnaði og aðferðum sem nýtast við að ráða niðurlögum gróðurelda. Næsta slökkvilið, hvaða búnað hefur það til umráða? Eru öll slökkvilið eins útbúin? Hver eru fyrstu viðbrögð við gróðureldum, hvað þarf að vera til staðar í sumarhúsinu/á svæðinu? Skiptir máli hvernig gróður er næst mannvirkjum?
Kennarar: Dóra Hjálmarsdóttir Verkís, Björn B Jónsson og Björn Traustason Skógræktinni, Pétur Pétursson og Haukur Grönli Brunavörnum Árnessýslu, Björgvin Örn Eggertsson LbhÍ.
Tími: Fös. 8. mars kl. 13:30-17:00 (5 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi.
Verð: 8.800 kr. (Kaffi og gögn innifalin í verði).
Skráning til 5. mars.
Ræktum okkar eigin ber
Námskeiðið er ætlað öllu áhugafólki um ræktun berjarunna bæði til nytja eða til yndis.
Á námskeiðinu verður farið yfir hverjar séu helstu tegundir berjarunna í ræktun hér á landi. Hvernig skuli staðið að útplöntun þeirra með tilliti til sem mestrar uppskeru (millibil).
Hvernig er best að staðsetja runnana út frá skjóli og birtu. Hverjar eru þarfir mismunandi tegunda með tilliti til jarðvegs, áburðar, klippingar og annarrar umhirðu. Helstu tegundir sem teknar verða fyrir eru rifsættkvíslin, reynir, rósir, jarðarber, vínber í gróðurhús, hindber og brómber. Rætt verður um helstu meindýr og sjúkdóma í berjaræktun og hvernig best er að verjast þeim. Er hægt að verja uppskeruna fyrir ágengum fuglum? Hvernig á að standa að uppskerunni, á hvaða tíma og hvaða möguleikar eru við geymslu hennar. Rætt verður um úrvinnslu afurðanna og nemendur fá nytsamlegar uppskriftir af réttum þar sem uppskeran leikur stórt hlutverk. Möguleikar á lífrænni ræktun skoðaðir og hvernig hægt er að nota afskurði úr ræktuninni í safnhaugagerð.
Kennari: Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur og verkefnisstjóri LbhÍ.
Tími: Lau. 30. mars, kl. 9:00-15:00 (7 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.
Verð: 17.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og gögn innifalin í verði).
Skráning til 15. mars.
Matjurtaræktun í óupphituðum gróðurhúsum
Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á ræktun í köldum/óupphituðum gróðurhúsum, hvort sem menn eiga slík húsakynni eða hafa uppi áform um að eignast þau.
Helstu atriði sem farið verður yfir á námskeiðinu:
Ýmsar gróðurhúsagerðir
Staðsetning húsanna út frá birtu, skjóli, aðgangi að vatni og rafmagni
Helstu nýtingarmöguleikar kaldra (óupphitaðra) gróðurhúsa
Mismunandi frágangur gólfs
Jarðvegur, jarðvinnsla og áburðargjöf
Sáning og uppeldi
Tegundir sem henta til ræktunar, aðferðir við ræktun ólíkra tegunda
Meindýr, sjúkdómar og varnir
Þrif og sótthreinsun húsa og áhalda
Hvernig dreifa má uppskerunni á lengra tímabil og nýta húsin sem best
Notkunarmöguleikar húsanna yfir veturinn, vetrarfrágangur
Verkleg æfing í sáningu, dreifsetningu og pottun. Nemendur fá plöntur í potti með sér heim.
Kennari: Ingólfur Guðnason garðyrkjufræðingur og brautarstjóri garðyrkjuframleiðslu hjá LbhÍ.
Tími: Lau. 23. mars, kl. 9:00-15:00 (7 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.
Verð: 18.500 kr. (Kaffi, hádegismatur og pottur með plöntu innifalin í verði).
Skráning til 15. mars.
Vinnuskólinn – verkstjórar
Námskeiðið hentar þeim sem starfa eða munu starfa sem verkstjórar eða flokkstjórar í vinnuskólum sveitafélaganna yfir sumartímann.
Fjallað verður um verkstjórn og líkamsbeitingu og algengar vinnuaðferðir. Farið er yfir helstu undirstöðuatriði í umhirðu grænna svæða svo sem hvaða verkfæri skulu notuð til ýmissa verka eins og í slátt, beðahreinsanir, hreinsun á stéttum og fleira. Hvernig á að gróðursetja tré, runna, sumarblóm og fjölæringa og sinna helstu umhirðuþáttum yfir sumartímann.
Námskeiðið er bæði bóklegt og verklegt.
Kennarar: Ágústa Erlingsdóttir brautarstjóri skrúðgarðyrkjubrautar við LbhÍ og Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur og verkefnisstjóri LbhÍ.
Tími: Fim. 23. maí, kl. 9:00-15:30 (8 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.
Verð: 16.500 kr. (Kaffi, hádegismatur innifalin í verði).
Skráning til 16. maí.
Er leiksvæðið í lagi? Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur
Námskeiðið er ætlað þeim sem starfa í garðyrkju og/eða koma að rekstrarskoðunum á leiksvæðum.
Fjallað verður um leiksvæði barna, gerð leikvalla, staðsetningu, efnisval og fleira. Fjallað verður um þær reglugerðir og staðla sem gilda á Íslandi um leiktæki og leiksvæði. Nemendur kynnast þeirri vinnu sem þarf að fara fram í tengslum við rekstrarskoðanir á leiksvæðum og hvernig þessum skoðunum er háttað hjá sveitafélögunum. Einnig verður fjallað um leiktæki og leiksvæði við fjölbýlishús og á sumarbústaðarsvæðum í tengslum við ábyrgð hús- og lóðafélaga á öryggi þeirra. Á námskeiðinu verður sýnt hvar nálgast má gögn til að undirbúa rekstrarskoðun, verkleg kennsla í framkvæmd rekstrarskoðunar á meðalstóru/stóru leiksvæði og sýnd dæmi um hvað þarf að skoða sérstaklega við skoðanir af þessu tagi.
Kennari: Heiðar Smári Harðarson landslagsarkitekt, skrúðgarðyrkjumeistari og stundarkennari við LbhÍ.
Tími: þri. 19. mars kl. 9:00-15:30 og mið. 20. mars kl. 9:00-12:00 (12 kennslustundir) LbhÍ Keldnaholti, Árleyni 22, 112 Reykjavík.
Verð: 29.000 kr. (Kaffi og hádegismatur innifalin í verði).
Skráning til 12. mars.
Að breyta sandi í skóg - endurheimt skóglendis
Námskeiðið er opið öllum þeim sem áhuga hafa á uppgræðslu og trjárækt á rýru landi. Námskeiðið er hluti af námskeiðaröð Grænni skóga á Suður- og Vesturlandi.
Fjallað verður um vaxtarskilyrði á rýru landi, þá þætti sem móta það (jarðveg, rof, frosthreyfingar, vind og vatn) og leiðir til að bæta þau. Kynntar verða helstu aðferðir og tegundir sem notaðar eru við uppgræðslu á rýru og örfoka landi og fjallað um þá þætti sem ráða vali á aðferðum hverju sinni. Sérstaklega verður fjallað um leiðir til að koma trjágróðri í örfoka land og hvernig hægt sé að stuðla að sjálfsáningu þeirra trjá- og runnategunda sem notaðar eru í Hekluskógaverkefninu. Aðferðir við gróðursetningu og beinstungu græðlinga verða sýndar og sagt verður frá því hvernig haga skuli að áburðargjöf á plöntur og græðlinga.
Farið verður yfir hvernig landeigendur á Hekluskógasvæðinu geta tengst eða komið að Hekluskógaverkefninu. Farið verður í vettvangsferð á Þorlákshafnasanda við Þrengslavegamót og ræktun við erfiðar aðstæður skoðuð.
Kennarar: Hreinn Óskarsson skógfræðingur hjá Skógræktinni og Úlfur Óskarsson lektor við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Tími: Fös. 3. maí. kl. 16:00-19:00 og lau. 4. maí. kl 9:00-16:00 hjá Landbúnaðarháskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi (14 kennslustundir).
Verð: 22.000 kr. (Innifalið eru gögn, kaffi á námskeiðinu og matur í hádeginu á laugardeginum).
Skráning til 26. apríl.
Áburðargjöf í garðyrkju - Reykjum
Haldið í samstarfi við IÐUNA fræðslusetur
Námskeiði er ætlað garðyrkjufræðingum, skrúðgarðyrkjufræðingum og þeim sem sinna garðaráðgjöf.
Farið yfir helstu grunnatriði varðandi næringarefni og áburð. Hlutverk áburðarefna í plötum, hlutfall næringarefna og næringarskort. Sýrustig og kölkun jarðvegs. Helstu einkenni íslensk jarðvegs. Jarðvegsbætur og undirbúningur jarðvegs til ræktunar.
Lífræn áburður. Notkun, helstu tegundir lífræns áburðar, kosti og galla ásamt áburðarskömmtum.
Ólífrænn áburðir. Helstu tegundir tilbúins áburðar, hlutfall næringarefna í áburði og áburðarskammtar.
Kennari: Jón Kr. Arnarson garðyrkjufræðingur og verkefnisstjóri LbhÍ.
Tími: Mið. 13. mars, kl. 9:00-15:00 (7 kennslustundir) hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.
Verð: 17.000 kr. (Kaffi, hádegismatur og gögn innifalin í verði).
Skráning til 6. mars.
Ræktun í skólagörðum
Námskeiðið er ætlað starfsfólki skólagarða.
Á námskeiðinu verður fjallað um hvernig standa skuli að ræktun matjurta í skólagörðum. Fjallað verður um hvernig standa skuli að undirbúningi og skipulagningu fyrir ræktunina. Komið verður inná mikilvægi þessa að vera með góðan jarðveg. Einnig verður farið yfir jarðvinnslu og hvernig á að standa að útplöntun, sáningu og áburðargjöf. Kynnt verður hvernig bregðast skuli við illgresi, sjúkdómum og meindýrum. Farið yfir hvernig umhirða ræktunarinnar á að vera og hvenær á að uppskera. Farið verður yfir hvernig hægt er að nýta afurðirnar. Sagt frá hvernig hægt er að nota fræðslustundir, verkefni og dagbækur í skólagörðunum.
Kennari: Guðríður Helgadóttir garðyrkjufræðingur og staðarhaldari Garðyrkjuskólans (LbhÍ) Reykjum
Tími: Miðvikudagurinn. 22. maí, kl. 09:30-14:00 hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, Reykjum, Ölfusi.
Verð: 13.500 kr. (Kaffi, hádegismatur og efni innifalin í verði).
Skráning til 17. maí.
Uppbygging og viðhald göngustíga í náttúrunni Haldið í samstarfi við ASCENT verkefnið og Landgræðsluna Námskeiðið er ætlað ráðgjöfum, hönnuðum, landvörðum, verktökum og öðrum þeim sem hyggjast taka að sér uppbyggingu og viðhald göngustíga í náttúrunni. Lögð verður áhersla á handverkið og vernd náttúrulegs landslags og gróðurs.
Fjallað verður um helstu hugtök í jarðfræði og jarðvegsfræði. Þá verða helstu áskoranir kynntar sem snúa að t.a.m. vatnsrofi, frosti, jarðvegi og gróðurs. Samspil halla og rofs verður skoðað og ýmsar tengingar stíga í ólíku landslagi og með ólíkum fjölda notenda. Þá verður fjallað um ýmis hugtök og hönnunarviðmið kynnt. Notkunargildi verður skoðað út frá upplifun notandans og öryggi vegfarenda. Í lokin verður farið yfir mat á ástandi stíga og ýmsar hefðbundnar aðferðir og tæki kynnt til sögunnar eins og GIS, GPS o.fl.
Námskeiðið er í bland bóklegt og verklegt. Kennsla: Gunnar Örn Guðjónsson landslagsarkitekt
Tími: Fim, 11. apr og fös. 12. apr, kl. 9:00-16:00 hjá LbhÍ á Reykjum í Ölfusi (Garðyrkjuskólinn)
Verð: 39.000kr