Meistaranafnbótin
- Skógarbændur
- Mar 25, 2019
- 1 min read
MASTER Naomi Bos
Master í búvísindum með áherslu á plöntuerfðafræði
Í mánuðinum náði einn stjórnarmaður LSE þeirri merku nafnbót "Master". Naomi Bos, sem er formaður félags skógarbænda á Vestfjörðum og skógarbóndi á Felli, útskrifaðist frá Landbúnaðarháskóla Íslands í búvísindum og í því tilefni var hún heiðruð á fundi á Mógilsá fyrir nokkru. Formaður landssamtaka skógareigenda, Jóhann Gísli, færði henni fjallaþöll (Tsuga mertensiana) á lok samráðsfundar LSE og Skógræktarinnar á Mógilsá.
Til hamingju með áfangann Naomi.



Comments