top of page

PLÖNTUR ERU AÐDÁUNARVERÐAR


PLÖNTUR ERU AÐDÁUNARVERÐA

Í fimmta skipti verður DAGUR AÐDÁUNAR Á PLÖNTUM 2019 (FoPD 2019) þann 18. maí.

Hátíðin er haldin af vísindamönnum um allan heim í umsjá Evrópskuplöntuvísindasamtakanna (European Plant Science Organization, EPSO). Markmiðið meðhátíðinni er að vekja aðdáun sem flestra víðsvegar um heiminn á plöntum og hlutverkiplönturannsókna í landbúnaði og sjálfbærri framleiðslu næringarríkra matvæla, garðyrkjuog skógrækt, framleiðslu á timbri, pappír, orku og ýmsum lífrænum efnum og lyfjum.Hlutverk plantna í umhverfisvernd og vistheimt er einnig megináhersla hátíðarinnar.

Öllum er velkomið að taka þátt!

Við bjóðum öllum, allt frá grunnskólum að framleiðslufyrirtækjum, að taka þátt í hátíðinni. Stofnanir sem stunda rannsóknir á plöntum, til dæmis háskólar, skólar,grasagarðar og söfn hafa átt framlög til alþjóðegu plöntuhátíðanna 2012, 2013, 2015 og2017. Auk þess hafa bændur og framleiðslufyrirtæki tekið þátt. Allir þeir sem dást aðplöntum og vilja deila aðdáun sinni eru hvattir til að taka þátt. Undir flipanum „Successstories“ á heimasíðu hátíðarinnar er hægt að fá hugmyndir að viðburði fyrir hátíðina.

Við hvetjum fjölmiðla, vísindamenn, stefnumótendur og áhrifavalda til að fjalla umplöntur, nýjustu plönturannsóknir og undangengin framfaraskref auk þess að skapa nýjaþekkingu. Viðburði á degi aðdáunar á plöntum má einnig halda fjarri rannsóknastofnunum,til dæmis á kaffihúsi, almenningsgarði, leikhúsum eða hvar sem hægt er að fjalla ummikilvægi plantna.

Þér er boðið að skipuleggja plöntutengdan viðburð þann 18. maí 2019 eða dagana þar íkring. Dagur aðdáunar plantna er haldinn 18. maí og flestir viðburðir fara fram þann dag.Hins vegar er hægt að halda viðburð á hátíðinni hvenær sem er í maímánuði. Markmiðiðokkar er að halda fleiri viðburði en haldnir voru á degi aðdáunar á plöntum 2017. Til þessþurfum við meira en 1000 viðburði um allan heim.

Plöntur eru aðdáunarverðar. Úr fræjum sem falla í mold vex aragrúi grænna lífvera. Sumarverða að breiðum runnum eða háum trjám, aðrar skreyta líf okkar með blómum og litadýrð.Enn aðrar eru nytjajurtir sem halda uppi mannkyninu og öllum þeim dýrum sem eiga líf sínundir okkur komin. Talið er að fjöldi plöntutegunda í heiminum sé um 250.000. Af þeim erumargar tegundir enn óþekktar. Á hátíð aðdáunar á plöntum sáum við annars konar fræjum.Það er von okkar að þau fræ muni spíra í hugum þátttakenda á hátíðinni og veita okkurdýpri skilning á hlutverki plantna í umhverfinu og hversu nauðsynlegar þær eru fyrirmanninn.

Við getum aukið skilning á plöntum með því að vinna saman. Þú getur stofnað til viðurðarupp á eigin spýtur og haldið hann undir nafni hátíðarinnar. Nálgast má merki hátíðarinnarundir flipanum „PR-toolbox“ á heimasíðu hátíðarinnar. Til þess að fá viðburðinn birtan hafiðsamband við tengilið Íslands fyrir hátíðina sem finna má á heimasíðu hátíðarinnar www.plantday18may.org. Ekki hika við að hafa samband ef spurningar vakna. Deilumaðdáun okkar á plöntum með hvert öðru. Við hlökkum til.

plantday@epsomail.org

epsoweb.org

epso

bottom of page