Frá Félagi skógarbænda á Vesturlandi.
Til starfsmanna Skógræktarinnar á Vesturlandi
Heimsókn til skógarbænda sunnudaginn 23.júní 2019
Félag skógarbænda á Vesturlandi var stofnað þann 23. júní 1997. Hefð er að félagsmenn hittist þennan dag hjá einhverjum skógarbónda innan félagsins og skoði skógræktina hjá honum.
Nú í ár bjóða skógarbændur á Oddsstöðum 2 í Lundarreykjadal þau Sigrún Kristjánsdóttir og Guðmundur Sigurðsson til heimsóknar í skógræktina á Oddsstöðum sunnudaginn 23. júní n.k..
Oddsstaðir 1 og 2 eru með sameiginlegan skógræktarsamning frá árinu 2000. Skógarbændur á Oddsstöðum 1 eru Sigurður Oddur Ragnarsson og Guðbjörg Ólafsdóttir.
Mæting er klukkan 14.00 og er þá boðið uppá ketilkaffi að sið skógarbænda, síðan verður skógarganga og að henni lokinni verður boðið uppá veitingar.
Vona að þið sjáið ykkur fært að mæta og heilsa uppá okkur, takið maka ykkar með.
Sigrún og Guðmundur Oddsstöðum