top of page

Líf í lundi

Líf í lundi 2019 Laugardaginn 22. júní verður haldinn útivistar- og fjölskyldudagur í skógum undir merkinu Líf í lundi. Markmið hans er að fá almenning til að heimsækja skóga og stunda hreyfingu, njóta samveru og upplifa náttúru landsins. Boðið verður upp á fjölbreytta viðburði í 17 skógum um land allt, bæði rótgróna viðburði eins og Skógardaginn mikla og nýja viðburði.

Að deginum standa Skógræktarfélag Íslands og aðildarfélög þess, Skógræktin og Landssamtök skógareigenda, í samvinnu við önnur félagasamtök og stofnanir. Arion banki styrkir verkefnið. Nánari upplýsingar um einstaka viðburði eru á Skógargátt vefsíðunni – https://www. skogargatt.is/ og á Facebook-síðu Lífs í lundi – https://www.facebook.com/lifilundi.

Nánari upplýsingar veita

Jón Ásgeir Jónsson (jon@skog.is s. 865-3080)

og

Ragnhildur Freysteinsdóttir (rf@skog.is s. 897-1010).

Samstarfsnefnd Lífs í lundi, sem sér um skipulagningu dagsins, samanstendur af reynslumiklu fólki úr skógræktarfélögum, Skógræktinni og Landsamtökum skógareigenda.

bottom of page