top of page

Fnykur flugna, okkar angan.


Ilmolíurnar hennar Hraundísar eru flestum skógarbændum að góðu kunnar. Þær ilma afskaplega vel, enda unnar úr þeim íslensku skógum sem við skógarbændur ræktum. Ávinningurinn af ilmolíunum er þó meiri en eingöngu brakandi góð lykt, heldur efla þær ónæmiskerfið, stuðla að bættri heilsu og fleira eftir því. Ekki eru þó öll börn skaparans jafn glöð með afurirnar hennar Hraundísar því vafalítið myndu sumar flugur kalla þetta "fnyk"... ef þær væru ekki málleysingjar. Margar ilmolíur henta því einstakega vel við að halda bitmýi í skefjum. Þekktustu olíurnar er sennilega lavander og TeeTree en stafafuran er enginn eftirbátur. Það þarf ekki að sækja langt yfir skammt, ilmolíurnar hennar Hraundísar eru unnar úr barri íslenskra trjáa og eru því vörur hennar al íslenskar.

Dæmi um áhrifaríka leið til að halda flugum, svo sem bitmýi, í skefjum er að setja dropa í sængurfötinn áður en maður fer að sofa á hverju kvöldi. Einnig er hægt að setja dropa í viftu sem dreifir notalegri lykt um svefnherbergið.

"Ef skaðinn er skeður og fluga eða fló hefur náð að bíta er gott að setja dropa á bitið og í vissum tilvikum er það mínútuspursmál hversu lengi það er að gróa" segir Hraundís Guðmundsdóttir, ilmolíusérfræðingur.

Heimasíða Hraundis.is

Náttúran er hreint kraftaverk, sama hvernig á það er litið. Það sem okkur mönnunum þykir vera afskaplega frískandi angan og góð lykt þykir öðrum hún vera fnykur.

bottom of page