41. stjórnarfundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum, haldinn í Hólaseli
4.september 2018 kl. 15.00
Dagskrá
1. Stjórnin skiptir með sér verkum þar sem þetta er fyrsti stjórnarfundur eftir aðalfund.
2. Framboð í stjórn LSE á næsta aðalfundi LSE.
3. Tillögur fyrir aðalfund LSE
4. Næsti aðalfundur Félags skógarbænda á Vestfjörðum, staðsetning, dagsetning o.s.frv.
5. Önnur mál
a. Bók um tré (auglýsing, greiðsla)
b. Innheimta félagsgjalda – innheimtumál
c. Facebook-hópur og birting fundargerða
d. Eitthvað fleira?
1. Stjórnin skiptir með sér verkum þannig Naomi, formaður, Sólveig gjaldkeri og Svavar ritari.
2. Naomi verður fulltrúi okkar á næsta aðalfundi LSE.
3. Engin tillaga.
4. Rætt um stað fyrir næsta aðalfund. Ekkert ákveðið en stefnum á að hafa fundinn í júní helst á suðurhluta Vestfjarða. Sólveig Bessa kannar stað og kemur á framfæri tillögu.
5. a) Bók um tré. Naomi segir frá því að átta bækur séu seldar en fjórar eftir sem verður reynt að selja í gegnum face book samband.b) Innheimta félagsgjalda gengur ágætlega. Félagsmenn eru 62, 5000 kr.á býli og 2000 kr. á einstakling. 420 þúsund innheimtist á sl. ári en af því fara 380 þúsund til LSE. Samþykkt að skoða hækkun félagsgjalds það er þess hluta gjaldsins sem gengur til félagsins á næsta aðalfundi til dæmis 1000 kr. á félagsmann.c) Ákveðið að fundargerðir birtist á skogabondi.is og þessi fundargerð verður send til félagsmanna. d) Óskum eftir því við Arnlínu og Sigríði Júlíu að eyðublaði vegna girðinga verði komið á framfæri við félagsmenn.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið.
Á fundinn mættu:
Naomi Bos, formaður
Svavar Gestsson, ritari
Sólveig Bessa Magnúsdóttir, gjaldkeri
39. stjórnarfundur Félags skógarbænda á VestfjörðumHaldinn á Reykhólum,
29. Júní 2019. Fundurinn hófst kl. 11.45
Mættir: Naomi Bos – formaður félagsins og Sighvatur Jón Þórarinsson ritari sem jafnframt ritar fundargerð. Sólveig Bessa – gjaldkeri gat ekki mætt á fundinn.
Dagskrá
Farið var yfir reikninga félagsins fyrir síðastliðið ár og þeir samþ. af stjórn. Skoðunarmenn félagsins höfðu yfirfarið reikningana og samþ. án athugasemda.
Ákveða leggja til óbreytt árgjald fyrir þetta ár. Það er kr. 5.000 á hverja jörð og 2.000 á hvern félaga. Árgjaldið á hverja jörð rennur óskipt til LSE og kr. 1.500 af því sem félagsmenn greiða, þannig að félagið sjálft er aðeins að innheimta kr. 500 af hverjum félaga í árgjöld. Eindagi félagsgjalda er 1. Nóvember.
Félagatal – yfirfarið. Félagar teljast vera 80 um síðustu áramót.
Undirbúa kosningar á aðalfundi:
Kosnir 2016: Ganga úr stjórn.Sighvatur, varamaður Ásvaldur Magnússon
– Sighvatur gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn.
Kosnir 2017: Sólveig Bessa, varamaður Oddný Bergs.
Kosnir 2018: Naomi Bos, varamaður Halla
Kjósa þarf árlega skoðunar og varaskoðunarmenn. Viðar Már og Magnús Rafnsson eru aðalmenn en Svanhildur og Sæmundur eru varamenn.
5. Önnur mál:
Formaður ætlar að kynna fyrir gestum aðalfundarins ‘Bók um tré’ sem félaginu hefur staðið til boða að kaupa á kr. 3.000 og selur á kr. 4.000, þannig að félagið fær í sinn hlut kr. 1.000 fyrir hverja selda bók. Formaður er búin að fá kassa með 12 eintökum.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl.12.10.