Félag skógareigenda á Suðurlandi Heimsókn í Guðmundarlund, laugardaginn 9. nóvember kl. 11.00 Næsta laugardag, þann 9. nóvember, kl. 11, munu skógarbændur á Suðurlandi heimsækja Guðmundarlund, í Kópavogi, sem flestir hafa heyrt af. Við munum hittast við grillhúsið, en færa okkur svo að móttökuhúsinu, sem er aðeins innar en grillhúsið. Þar verður sögð saga staðarins, sem er bæði löng og merkileg, en síðan rölt um þetta mjög svo áhugaverða og fallega svæði.
Boðið verður upp á samlokur og kaffi.
Guðmundarlundur er í Kópavogi. Ef ekið er í átt að Kórnum, íþróttahúsinu, þá er þar, suður af, hesthúsahverfið Heimsendir og enn sunnar er Guðmundarlundur, en afleggjarinn þangað er merktur. Þeir sem koma að austan, fara til vinstri út af hringtorginu við Rauðavatn og svo aftur til vinstri við Ögurhvarf og stefna á Kórinn. Það er ágætt bílastæði við Guðmundarlund og smá spölur að grillhúsinu. Ýmsan fróðleik um þetta svæði má finna á heimasíðu Skógræktarfélags Kópavogs, www.skogkop.is
Sjáumst sem flest, hress og kát í Guðmundarlundi á laugardaginn.