Getur Ísland staðið undir nafni án íss og jökla? Christina Nunez, blaðamaður THE HILL, fjallar um breytt Ísland í grein sem kom út 4. nóvember síðast liðinn. Þar er áhyggjuefni bráðnun jökla og þá sér í lagi eftir að jökulinn Okið hvarf af radar. Öllu frekar er fjallað um möguleika sem fylgja hnattrænni hlýnun og þar er einn möguleikinn skógrækt. Það hljómar svolítið tvírætt þegar skógærækt vinnur einmitt gegn hlýnun jarðar. En hér liggja tækifærin. Christina Nunez, blaðamaður The Hill, átti spjall við Þröst Eysteinsson, skógræktarstjóra og Hlyn Gauta Sigurðsson, framkvæmdastjóra LSE, um tækifærin og framtíðina.