Lúpína er stórbortin jurt sem hefur gefið góða raun á Íslandi. Skógarbændur og aðrir sem vilja glæða landið líf dásama all flestir þessa harðgerðu og fallegu plöntu. Ekki þarf að fjölyrða um ágæti hennar á gæði jarðar en ekki er á allra vitorði hversu notadrjúg hún getur verið.
Á VÍSIR.is er fjallað um nýsköpun á sviði lúpínu. Margt bendir til nýrra hagnýtrar ræktunar á Íslandi og má þar helst nefna til sögunar HAMPINN, brenninetlan hefur stundum verið nefnd, enda notuð í Finnlandi og hver veit nema LÚPÍNA geti verið álíka planta í ræktun.
Á ÞESSARI heimasíðu, lupineproject.is má kynna sér áhugavert verkefni. Verkefni sem bundnar eru ekki bara miklar vonir við hvað nýtingu varðar heldur ekki síður sem endurnýjanlega aðferð til kolefnisbindingar á t.d. landi sem áður var svo að segja líflaust fyrir.
Með tíð og tíma bætir lúpína jarðveg þar sem hún kemst á legg. Hún hopar síðar fyrir öðrum gróðri og má þar helzt nefna gras, kerfil. Einnig hefur rifs, birki og reynir skotið sér bólfestu í lúpínubreiðum en er það oftar en ekki fyrir tilstill fugla. Í lúpínubreiðum er nefnilega kjörlendi fyrir fugla, þar er gott að koma ungum á legg þar sem erfitt er fyrir ránfugla að skima gegnum blómlegan skrúða lúpínunnar og fæða fyrir fugla er þarna allt um kring, flugur.
Verum stolt af því að veita lífvana landi líf aðstoð lúpínu, hvort sem það heitir jarvegsbætir, atvinnugjöf eða kolefnisbinding.