top of page

Stjórnarfundir FSA 2020



FSA- Fundur 3


Félag skógarbænda á Austurlandi, FSA- Fundur 3

Stjórnarfundur

Fundargerð.


Fundur í stjórn Fsa haldinn í Snjóholti fimmtudaginn 29. október 2020 og hefst kl 17:00. Mætt eru, Maríanna, Jónína, Þórhalla, Haukur,Halldór ásamt Jóhanni Gísla sem kom nokkru síðar.


1. Ný stjórn skipti með sér verkum. Maríanna kjörin formaður félagsins, Þórhalla kjörin sem gjaldkeri og Haukur kjörinn ritari.

2. Afmæliskveðja til skógræktarfélags Íslands. Skógræktarfélag Íslands er að fara að gefa út rit í tilefni af 90 ára afmæli félagsins, samþykkt að FSA sendi félaginu afmæliskveðju í því riti sem greiddar verða fyrir kr. 20.000.

3. Jólakötturinn, markaður. Rætt um hvort og þá hvernig Jólakötturinn yrði haldin í ár. Stefnt á að halda markað í blómabæjarhúsinu á Egilsstöðum 2 laugardaga í desember þar sem seld yrðu jólatré og fleiri vörur.

4. Starfið í vetur. Fundarmenn vonast eftir því að hægt verði að komast í einhverjar heimsóknir til skógarbænda í vetur en ekkert verður þó af slíku í bili vegna Covid-19

5. Fundir með þingmönnum, Maríanna og Jóhann Gísli munu ræða við þingmenn um málefni félagsins.

6. Kolefnisjöfnun. Rætt var um kolefnisbindingar verkefnið kolefnisbrú. Rætt var um mikilvægi þess að binding sé vottuð af þar til bærum aðilum. Einnig var rætt um hvort rétt væri að eingöngu væri um að ræða nýskógrækt í þessu verkefni en ekki eldri skógrækt bænda. Mikilvægt að mati fundarmanna að flýta eins og hægt er að koma þessu verkefni út á markað.

7. Girðingamál. Rætt um viðhald girðinga og þá ákvörðun skógræktarinnar að greiða ekki fyrir viðhald á girðingum. Skógræktin bendir bændum á að sækja um í bjargráðasjóði til að greiða fyrir viðhald girðinga sem hlýtur að teljast afturför.

8. Grisjun og slóðagerð. Fundarmenn ræddu það að of lítil áhersla væri á slóðagerð og hefði verið í gegnum tíðina. Erfitt væri að hirða skóga þar sem engar eða fáar slóðir væru. Einnig var rætt um grisjun á skógum sem heldur engan veginn við þörfina sem á henni er. Vanir menn í grisjun eru að hætta störfum og hafa lág laun fyrir störfin verið nefnd sem ein ástæða þess.


Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 18:57

Haukur Guðmundsson fr.


 

FSA- Fundur 2

Fundargerð.


Fundur í stjórn Fsa 2. júní kl. 16:30. Mætt eru Maríanna, Borgþór, Halldór, Jói Þórhalls, og Jónína.


1. Aðalfundur ákveðinn 25. ágúst í Barnaskólanum á Eiðum kl. 20. Hafliði Hafliðason og Hlynur Gauti mæta á fundinn.

2. Þröstur skógræktarstjóri og Sigríður Júlía frá Skógræktinni verða með fundi með skógarbændum í sumar. Áætlað er að í okkar félagi verði fundurinn þriðjudaginn 30. júní. Hann verður haldinn í skógarrjóðri á Mýrum.

3. Rætt um að stjórn Fsa sendi erindi á stjórn Lse um að bændahluti Skógræktarinnar flytjist frá umhverfisráðuneyti til landbúnarðarráðuneytis. Maríanna ætlar að senda uppkast á aðra stjórnarmenn.

4. Ferð til Skógarafurða sem frestað var í mars vegna Covid-19 verður ekki farin að sinni. Athuga með að fara í haust.

5. Jói upplýsti að fjárhagsstaða félagsins væri góð.

6. Lárus fór yfir stöðuna í skógrækt í vor. Lítið er búið að taka af plöntum enn sem komið er. Hið slæma er að nú er að verða hörgull á lerkifræi og mun það ekki leysast á næstu árum. Ekki er ljóst hvernig verður brugðist við því. Ákveðið að stjórn sendi frá sér ályktun um málið til Skógræktarinnar og afrit til Lse. Halldóri falið að gera uppkast að bréfi.


Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 17:38

Halldór Sigurðsson fr.


 

FSA- Fundur 1

Stjónarfundur

Fundargerð.

Fundur í stjórn Fsa haldinn í Snjóholti þriðjudaginn 11. feb. 2020 og hefst kl 16:05. Mætt eru, Maríanna, Jónína, Jóhann Þórhallsson, Jóhann Gisli, Halldór og Karl Jóhannsson kom nokkru síðar.

  1. Girðingarmál. Tekið hefur til starfa 6 manna nefnd sem gera á tillögur að samræmdum reglum um girðingar í bændaskógrækt. Gunnlaugur Guðjónsson er formaður en tengiliður okkar er Halldór Sigurðsson. Hann fór yfir það sem fram kom á fyrsta fundi nefndarinnar og stjórnin tók afstöðu með framhaldið sem er í raun það sem áður hefur verið rætt í félaginu.

  2. Taxtar. Jói Gísli er í nefnd sem fjalla á um taxta í skógræktarvinnu. Stjórn leggur áherslu á fyrri samþykktir um að hækkanir taki mið af launavísitölu. Jafnframt verði tekið tillit til mismunandi landgerðar, þ.e. gróðurfar og halli þess lands sem unnið er í.

  3. Heimsókn. Lengi hefur staðið til að heimsækja fyrirtækið Skógarafurðir ehf á Víðvöllum í Fljótsdal. Ákveðið að fara þangað 12. mars n.k. milli kl 16 og 18

  4. Samráðsfundur. Maríanna fór yfir það sem rætt var á síðasta samráðsfundi sem haldinn var á Mógilsá síðasta föstudag. M.a. var rætt um greinaskrif í Bændablaðið en Fsa á að koma með efni sem birt verður í blaðinu í mars.

  5. Skógardagurinn Mikli. Jói Þórhalls sagði frá því að Skógardagsnefndin hefur komið einu sinni saman og mætti hann þar. Ákveðið að skipa sömu aðila frá félaginu í nefndina og voru á síðasta ári. Guðný Drífu, Helga Bragason og Jóhann Þórhallsson sem mun halda utan um fjármál hátíðarinnar. Dagurinn verður haldinn 20. júní n.k.

  6. Elmia Wood. Maríanna kynnti ferð á skógarsýninguna Elmia Wood í Sviþjóð sem farin verður 18. maí 2021

  7. Aðalfundur. Ákveðið að halda næsta aðalfund fimmtudaginn 26. mars n.k. í Barnaskólanum á Eiðum.

  8. Kurlari. Farið yfir möguleika á því að selja hlut félagsins og fyrrverandi Héraðsskóga í stóra kurlaranum sem ekki hefur skilað félaginu neinum tekjum. Stefnt er að að því að kaupa annan minni sem nýtist skógarbændum betur. Formanni falið að vinna að málinu.

  9. Jafningjafræðsla. Á síðasta ári var haldinn fundur í félaginu sem fékk heitið jafningjafræðsla. Þar komu skógarbændur saman og fór Þorsteinn Pétursson yfir ýmis atriði í hans skógar búskap, bæði það sem vel gekk og líka það sem betur hefði mátt fara. Nú viljum við endurtaka leikinn og var ákveðið að leita til Bjarka Sigurðssonar með reynslusögur. Fundurinn verður í fundarsal Skógræktarinnar 27. feb. n.k.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 17:30

Halldór Sigurðsson fr.




FSA- Fundur 2


Fundargerð.

Fundur í stjórn Fsa 2. júní kl. 16:30.

Mætt eru Maríanna, Borgþór, Halldór, Jói Þórhalls, og Jónína.


1. Aðalfundur ákveðinn 25. ágúst í Barnaskólanum á Eiðum kl. 20. Hafliði Hafliðason og Hlynur Gauti mæta á fundinn.

2. Þröstur skógræktarstjóri og Sigríður Júlía frá Skógræktinni verða með fundi með skógarbændum í sumar. Áætlað er að í okkar félagi verði fundurinn þriðjudaginn 30. júní. Hann verður haldinn í skógarrjóðri á Mýrum.

3. Rætt um að stjórn Fsa sendi erindi á stjórn Lse um að bændahluti Skógræktarinnar flytjist frá umhverfisráðuneyti til landbúnarðarráðuneytis. Maríanna ætlar að senda uppkast á aðra stjórnarmenn.

4. Ferð til Skógarafurða sem frestað var í mars vegna Covid-19 verður ekki farin að sinni. Athuga með að fara í haust.

5. Jói upplýsti að fjárhagsstaða félagsins væri góð.

6. Lárus fór yfir stöðuna í skógrækt í vor. Lítið er búið að taka af plöntum enn sem komið er. Hið slæma er að nú er að verða hörgull á lerkifræi og mun það ekki leysast á næstu árum. Ekki er ljóst hvernig verður brugðist við því. Ákveðið að stjórn sendi frá sér ályktun um málið til Skógræktarinnar og afrit til Lse. Halldóri falið að gera uppkast að bréfi.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 17:38

Halldór Sigurðsson fr.

bottom of page