top of page

Aðalfundur LSE 2010

Ársreikningur 2009

Þrettándi aðalfundur Landssamtaka skógareigenda

haldinn í Reykholti 8. og 9. október 2010

Dagskrá fundarins:

Föstudagur 8. október

Kl. 14:00 Tækjasýning – ýmis tæki og tól til skógræktar.

Kl. 16:00 Fundur settur í Reykholti.

Kl. 16:05 Kosnir starfsmenn fundarins.

Kl. 16:10 Skýrsla stjórnar.

Kl. 16:40 Ávörp gesta

Kl. 17:00 Umræður um skýrslu stjórnar

Erindi

Kl. 17:20 Endurskoðun landshlutaverkefnanna – Valgerður Jónsdóttir

Kl. 17:40 Efniviður úr íslenskum skógum til blómaskreytinga: vannýtt aðlind

- Steinar Björgvinsson

Kl. 18:00 Aðrar skógarnytjar – Björn Bjarndal Jónsson

Kl. 18:20 Mál lögð fyrir fundinn. Skipað í nefndir fundarins og málum vísað til nefnda.

Kl. 18:40 Fundi frestað. Nefndir hefja störf.

Kl. 19:30 Kvöldmatur.

Kl. 20:30 Framhald nefndarstarfa.

Kl. 21:00 Menning og saga Reykholts. Ætlað mökum fundarmanna og öðrum fundargestum sem hafa lokið nefndarstörfum.

Laugardagur 9. október

Kl. 08:00 Morgunverður.

Kl. 09:00 Nefndir skila áliti.

Kl. 09:45 Kaffi.

Kl. 10:30 Nefndir skila áliti, frh.

Kl. 11:15 Kosningar:

Tveir menn í stjórn,

þrír menn í varastjórn,

tveir skoðunarmenn

Kl. 11:30 Önnur mál.

Kl. 12:45 Fundarlok.

Kl. 12:45 Hádegismatur.

Kl. 14:00 Ferð í Skorradal - skógarskoðun

Fararstjórn og leiðsögn: Birgir Hauksson

Kl. 17:30 Komið í Reykholt.

Kl. 19:00 Fordrykkur.

Kl. 19:30 Árshátíð skógarbænda.

Formaður Félags skógarbænda á Vesturlandi, Bergþóra Jónsdóttir, bauð gesti velkomna í Reykholt og fór yfir praktísk atriði varðandi fundinn og fundaraðstöðuna.

1. Fundur settur.

Formaður LSE, Edda Kr. Björnsdóttir, setti fund og bauð gesti velkomna.

2. Kosnir starfsmenn fundarins.

Starfsmenn fundarins voru kjörnir;

Guðbrandur Brynjúlfsson og Guðmundur Sigurðsson fundarstjórar, Freyja Gunnarsdóttir fundarritari og henni til aðstoðar Þórunn Sveinbjörnsdóttir og Þórhallur Runólfsson.

Fundarstjóri bauð menn velkomna og gengið var til dagskrár.

3. Skýrsla stjórnar.

Edda Kr. Björnsdóttir formaður LSE flutti skýrslu stjórnar og fór yfir starf samtakanna frá síðasta aðalfundi.

Þórarinn Svavarsson gerði grein fyrir endurskoðuðum reikningum samtakanna árið 2009.

Niðurstöður rekstrarreiknings;

Rekstrartekjur 8.435.579

Rekstrargjöld 7.028.050

Rekstrarhagnaður 1.407.529

Niðurstöður efnahagsreiknings;

Eignir 3.772.117

Eigið fé 3.761.457

Skuldir 10.660

Eigið fé og skuldir 3.772.117

Reikningarnir bornir upp og samþykktir.

4. Ávörp gesta

Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra ávarpaði fundinn og lýsti ánægju sinni með að vera staddur meðal skógarbænda á aðalfundi þeirra. Sagði hann að með tilkomu skógræktarverkefnanna fyrir 20 árum hafi orðið straumhvörf í skógrækt. Sagði ráðherra að uppbygging verkefnanna hefði verið gerð í samvinnu við bændur og reynt að byggja nytjaskógræktina upp eins og hverja aðra búgrein.

Nú sé komin fullvissa um að markmið um raunverulega nytjaskóga getur náðst. Á næstu 100 árum, eðlilegri lotulengd skógar, muni verða til mikið magn af viði við grisjun og lokahögg þegar þar að kemur. Fjöldi starfa hafa skapast í kringum bændaskógaverkefnin, skógurinn stækkar og verkefnin treysti byggð í landinu.

Úrtöluraddir hafa heyrst en þær séu settar fram af vanþekkingu á verkefnunum og öfund.

Undanfarna mánuði hefur verið starfandi nefnd til að vinna að stefnumörkin í nytjaskógrækt og hefur hún lokið störfum en ráðherra hefur ekki unnist tími til að kynna sér lokaskýrslu nefndarinnar ítarlega.

Fáein atriði úr skýrslunni sem ráðherra drap á voru; aukinn almennur skilningur sé á jákvæðum áhrifum skóga, samdráttur er í fjármagni til verkefnanna, áratugareynsla sé komin af verkefnunum en enn má bæta framkvæmdina.

Sagði ráðherra að í vetur yrði Alþingi að vinna langtímaáætlun með hliðsjón af skýrslunni. Rekstur verkefnanna þarfnast endurskoðunar, stjórnir þeirra eru umboðlausar og sagðist ráðherra munu íhuga hvernig skal standa að skipun nýrra stjórna. Sagði hann enga umbyltingu framundan en sjálfsagt væri að fara yfir og skoða skipulag verkefnanna. Hvernig á að vinna til nýrrar framtíðar? Ráðherra leitar eftir samstarfi við LSE og framkvæmdaaðila heima í héruðum við þessa endurskoðun s.s. varðandi samþættingu verkefnanna.

Stærsti árangurinn í bændaskógrækt sé drifkraftur fólksins heima í héruðum. Niðurskurður sé óhjákvæmilegur og bitni því miður á því en ráðherra telur skógrækt eiga mikla framtíð fyrir sér. Horfir til skipulagsbreytinga á verkefnunum í nánu samráði við bændur og forystufólk þeirra.

Þó alls staðar sé hægt að rækta skóg eru þó skilyrði mismunandi, hvar á að rækta skóg og á hvaða tegund skógræktar á að leggja mesta áherslu á miðað við aðstæður?

Þá nefndi ráðherra kolefnismál sem munu hafa áhrif á þróun skógræktarmála og þau gæti orðið til þess að auka fjármagn til skógræktar.

Bændaskógrækt er landbúnaðarmál og á að vistast hjá landbúnaðarráðuneytinu.

Jón Loftsson skógræktarstjóri ávarpaði fundinn og sagði að á þessum tímamótum fögnum við því að LSE er 13 ára og 20 ár liðin frá því að fyrsta verkefnið tók til starfa og Skógrækt ríkisins sé 103 ára. Það hafi tekið rúmlega 80 ár áður en hafist var handa að alvöru við að endurheimta skógana.

Sumri væri tekið að halla en að baki sé eitt besta sumar sem um getur í trjárækt. Því er ekki að neita að niðurskurður hefur bitnað harkalega á skógræktarstarfi, rannsóknum, gróðrarstöðvum og framkvæmdum bænda.

Hrunfjárlögin nýframlögðu eru sögð forgangsraða vitlaust, 300 þúsund manna þjóð geti ekki eytt 400 milljónum í skógrækt er greint frá í fréttum núna en erum við að forgangsraða rétt eða rangt? Skógrækt getur hjálpað í ,,næstu” kreppu. Ef hún væri ekki hvar stæðum við þá? Margt hefur áunnist og skógarnir eru nú þegar nýttir s.s. til spónaframleiðslu og iðnviðar, sparar þar með gjaldeyri vegna innflutnings.

Jón sagði frá störfum nefndar undir sinni forystu sem hefur verið að störfum en hún fjallar um framtíðarstefnumörkun í skógrækt í landinu; Skógar og skógrækt –stefna. Nefndin hefur sjálfbæra þróun að leiðarljósi. Skógar framtíðarinnar eru afleiðing framkvæmda nútímans. Skýrsla nefndarinnar hefur verið send víða til umsagnar og í lok mánaðarins fer nefndin yfir allar framkomnar ábendingar og athugasemdir og í framhaldinu er hægt að marka stefnuna.

Önnur nefnd hefur verið að störfum, Nytjaskóganefndin svokallaða, sem ráðherra hafi m.a. rætt um í erindi sínu. Með tilkomu verkefnanna urðu straumhvörf í skógrækt í landinu, fram til stofnunar þeirra byggði skógrækt í landinu aðallega á vinnu Sr, SÍ og sjálfboðaliða. Í þessari kerfisbreytingu gafst bændum kostur á að fara út í skógrækt sem búgrein og hefur stofnun þeirra án efa treyst búsetu í byggðum landsins.

Stiklaði Jón yfir nokkra þætti úr skýrslu nefndarinnar; að vel hafi tekist til með tilkomu verkefnanna, ekki bara varðandi skógræktarframkvæmdirnar sjálfar heldur einnig í afleiddri þjónustu og verslun, margvísleg félagsleg áhrif sem og mótvægi gegn gróðurhúsaáhrifum.

En enn má bæta og gera betur og í lokin hvatti skógræktarstjóri bændur til að standa vörð um störf verkefnanna þar sem skógrækt hafi margfaldast með tilkomu þeirra.

Björgvin Örn Eggertsson frá Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands ávarpaði fundinn. Björgvin er verkefnisstjóri Grænna skóga sem hófst 2001 en úr þeirri námskeiðsröð hafa 150 skógarbændur útskrifast og enn fleiri setið námskeiðin þar sem ekki hafi allir úrskrifast formlega.

Upp úr Grænni skógum I spruttu Grænni skógar II þar sem meira var farið í umhirðu skógarins. Eins og GS I er um þriggja ára nám að ræða í námskeiðaformi. Búið að keyra GS II einu sinni fyrir austan og nú í haust hófst slík röð á Suður og Vesturlandi. Búið er að auka við efnið og stefnt er á samstarf við erlenda aðila.

Björgvin fór einnig yfir önnur námskeið Endurmenntunardeildarinnar sem mörg passa skógarbændum en námskeiðin eru um 100 á ári af ýmsum gerðum og fara fram víða um land.

Árangur af námskeiðunum er góður og segir Björgvin starfsmenn skógræktarverkefnanna svo sannarlega verða vara við það að skógarbændur séu búnir að sækja sér þekkingu sem bætir gæði og árangur í skógrækt.

Sagði Björgvin frá námskeiði sem átti að prufa í fyrra um gamla traktora en það sló algjörlega í gegn og nú sjöunda traktorsnámskeiðið að fara af stað.

Einnig var ákveðið að prófa torfhleðslunámskeið sem einnig sló í gegn og nú er fimmta námskeiðið að fara í gang.

Björgvin flutti kveðjur rektors Lbhí, Ágústar Sigurðssonar og prófessors Bjarna Diðriks Jónssonar sem stýrir skógfræðibraut skólans. Sagði Björgvin skólann vilja halda áfram samvinnu við LSE og bændur.

5. Umræður um skýrslu stjórnar

Björn Bj. Jónsson framkvæmdastjóri LSE sagði formanninn, Eddu, hafa farið vel í gegnum störf LSE í skýrslu sinni. Sagðist líka ánægður með starf skógarbændafélaganna. Taldi teikn á lofti um að starfið í félögunum væri vel virkt og sæist það vel í fundarsókn.

Björn sagðist vera glaður í bragði, skógurinn aldrei vaxið eins mikið og á þessu ári. Mjög sáttur við að hafa fengið að taka þátt í störfum landshlutaverkefnis. Björn fullyrti að ekkert verkefni á vegum landbúnaðarráðuneytis hefði heppnast eins vel og landshlutaverkefnin og þá ekki síst varðandi samvinnu þéttbýlis og dreifbýlis.

Niðurskurður er ekki vandamál heldur verkefni til að takast á við og að lokum hvatti hann fólk til að tjá sig.

Björn Ármann Ólafsson kom upp til að lýsa ánægju sinni með skýrslu stjórnar. Sagði samt mikið starf framundan, skógrækt væri á viðkvæmu stigi en lýsti jafnframt ánægju sinni með orð landbúnaðarráðherra um stuðning við nytjaskógrækt.

Það sem skógarbændur ætla að gera fyrir þjóðina er að rækta skóg til að nýta hér á landi sem er ekki lítið til að geta gripið til þegar illa árar.

Sagði skógrækt vera framtíð okkar og að henni yrði að standa vel að.

Sigvaldi Ásgeirsson sagðist gleðjast yfir góðri mætingu. Benti á að kirkjan í Reykholti væri nýbúin að leggja til 200 hektara undir skóg. Varðandi störf LSE vildi hann víkja að einu máli en það væri skipulagsmál sveitarfélaga en þar dúkkuðu reglulega upp ,,draugar” sem þyrfti að kveða niður. Hvetur LSE, félögin, SR og LHV að leggjast á eitt að vinda ofan af þeirri vitleysu Umhverfisstofnunar að skógrækt sé óheimil nær ár og vatnsbökkum en 30 metra sem hann tók sem dæmi um vitleysuna en komið væri fram að skógrækt fram á bakka væri ákaflega æskileg. Þessu þarf að vinda ofan af og nokkrum fleiri ,,draugum”.

Björn Jónsson þakkaði Sigvalda innleggið og sagði þetta ekki það eina sem á þyrfti að taka á varðandi skipulag, sagði þetta góða ábendingu. Sagði að stundum virtist sem þeir sem vinna við skipulag hafi ekki nægilega yfirsýn. Sagði LSE eiga eftir vinna að þessum málum.

6. Erindi

Endurskoðun landshlutaverkefnanna – Valgerður Jónsdóttir

Valgerður Jónsdóttir framkvæmdastjóri Norðurlandsskóga flutti erindi um endurskoðun landshlutaverkefnanna útfrá skýrslu nefndar um stefnumörkun í nytjaskógrækt en Valgerður sat í nefndinni fyrir hönd skógaræktarverkefnanna. Hlutverk nefndarinnar, sem hefur verið kölluð Jóns Birgis nefndin (JB-nefndin), var að leggja mat á hvernig til hefur tekist með framkvæmd landshlutaverkefnanna til þessa með hliðsjón af umfangi gróðursetningar og árangri.

Eins og áður hefur komið fram í máli manna á fundinum hafa tvær nefndir verið að störfum er varða stefnumörkun í skógrækt, kallaðar Jóns Loftssonar nefndin (JL-nefndin) og Jóns Birgis nefndin.

Valgerður fór yfir muninn á þessum tveimur nefndum en hann er sá helstur að skýrsla með niðurstöðum JL-nefndarinnar fer til ríkisstjórnar og mun í framhaldinu móta stefnu í skógræktarmálum landsins en skýrsla með niðurstöðum JB-nefndarinnar fer til ráðherra sem vinnur svo útfrá henni eins.

Fór yfir störf JB-nefndarinnar og ólík sjónarmið nefndarmanna, nefndi t.d. verkfræðinga sem vildu reikna, m.a. var reiknað út áætlað magn afurða úr skóginumþ

Í upphafi var ákveðið að skýrslan yrði hörð, ekkert hallelúja, miklum upplýsingum safnað og gott yrði að hafa þær upp á framtíðina að gera.

Nefndarmenn voru 10. Sagðist Valgerður halda að aldrei áður í sögu skógræktar hafi verið reynt að hafa þessa tíu aðila saman í herbergi.

Nefndin heimsótti öll verkefnin og félög skógarbænda, fundaði með stjórn LSE, BÍ og Skógrækt ríkisins.

Meðal þátta sem voru skoðaðir voru: Skipulag og rekstur LHV, þáttur LHV í uppbyggingu atvinnulífs og byggðaþróun, hlutverk LHV í viðbrögðum Íslands við loftslagsvandanum og í hagvörnum, þarfir LHV á sviði rannsókna og nýsköpunar og til að auka framleiðni í ræktun skóga, möguleikar á afsetningu afurða úr skógum, náttúruverndarsjónarmið, viðhorf til landnotkunar í íslenskum landbúnaði og fræðsla og menntun í skógrækt

Helstu niðurstöður nefndarinnar voru m.a. að miðað við núverandi fjárveitingar til LHV blasir við að verkefnin eru óhagstæð í rekstri, þáttur landshlutaverkefnanna í uppbyggingu atvinnulífs og byggðaþróun væri mikill en þann þátt mælir nefndin með að verði rannsakaður betur, að landshlutaverkefnin hafi skilgreint hlutverk í viðbrögðum Íslands við loftslagsvandanum og hagvörnum, að auka og efla þurfi rannsóknir á sviði skógræktar til að auka framleiðni í ræktun skóga og margt, margt fleira.

Varðandi LSE þá var nefndin sammála um: að samtökin undirbúi markaðssetningu á afurðum skóga skógarbænda, hvort sem eru hefðbundnar timburafurðir eða aðrar skógarnytjar, að samtökin styðji sprotafyrirtæki sem koma fram m.a. með því að tryggja hráefni til vinnslu og einnig með faglegri aðstoð s.s. að upplýsa kaupendur um eiginleika hráefnis úr íslenskum skógum, að samtökin vinni markvisst að aukinni fræðslu fyrir skógareigendur sem skili sér m.a. í minni afföllum í gróðursetningum og auknum gæðum skógarafurða, að stjórnvöld tryggi fjárveitingar til Landssamtaka skógareigenda meðan auðlindin er að byggjast upp.

Þá sagði Valgerður að það væri mat nefndarinnar að vel hafi tekist til um framkvæmd landshlutaverkefnanna og áhrifa þeirra gæti víða, ekki aðeins með stóraukinni skógrækt heldur og hafa fylgt þeim ný störf á mörgum sviðum s.s. verslunar og þjónustu. Eindregið er mælt með því að haldið verði áfram stuðningi í skógrækt á grunni þess starfs og reynslu sem áunnist hefur á síðustu áratugum hjá verkefnunum

Í kjöfar efnahagshruns þjóðarinnar hefur orðið samdráttur á fjárveitingum hins opinbera. Það er mat nefndarinnar að leita verði allra leiða til sem minnst dragi úr skógrækt við þessar aðstæður og að skipulag og framkvæmd verkefnanna taki mið af því að skógrækt verði aukin og efld í náinni framtíð

Efniviður úr íslenskum skógum til blómaskreytinga: vannýtt auðlind - Steinar Björgvinsson

Steinar flutti erindi um Bs verkefni sitt í skógfræði við Lbhí. Steinar er jafnframt garðyrkjumaður að mennt, lærði blómaskreytingar og starfar nú hjá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar.

Verkefnið var rannsókn á efnivið úr íslenskum skógum til skreytinga. Skreytingarefni er 95% innflutt og því miklir ónýttir möguleikar þar fyrir innlenda framleiðslu. Rannsakaðar voru 34 tegundir í samanburðarrannsókn og leitað til fagfólks til að prófa efniviðinn og svara ítarlegum spurningum um gæði og mögulega notkun afskorinna greina, sprota og runna í alls konar skreytingar.

Fór Steinar vel yfir hvernig rannsóknin hefði verið unnin, val á tegundum, meðferð og faglegt mat á innlendu greinaefni við rannsóknina.

Þá fór Steinar yfir niðurstöður rannsóknarinnar á því í hvaða gerðir skreytingaefnið hentaði en þar kom m.a. fram að hengibjörk hentaði vel í flestar gerðir skreytinga eða 7 af 8, að sitkaelri hentaði vel í 5 gerðir skreytinga, að einir, fjallaþinur, hvítþinur, ilmbjörk og síberíulerki með könglum þóttu henta vel í 4 gerðir skreytinga.

Af rannsókninni má draga þá ályktun að að auka megi hlut íslenskra greina á skreytingamarkaðnum. Byggist sú ályktun á því hversu hentugar margar íslensku trjátegundirnar þóttu til skreytinga bæði hefðbundnar tegundir og minna þekktar á þessu sviði. Þá kom fram að innflutningur væri dýr og að skógræktendur gætu haft tekjur af greinaframleiðslu t.d. á fyrstu stigum timburskógræktar eða með markvissri ræktun fyrst og fremst til greinaframleiðslu (t.d. á beðum).

Aðrar skógarnýtjar – Björn Bjarndal Jónsson

Björn Bj. Jónsson framkvæmdastjóri LSE flutti erindið, Aðrar skógarnytjar, en samtökin hafa verið að vinna verkefni um aðrar skógarnytjar og hefur verkefnið hlotið vinnuheitið Skógargull. Verkefnið er nýfarið af stað en þó það langt að það er komið á glærur.

Skógarnytjar felast í fleiru en timbri og er farið í verkefnið til að auka fjölbreytni á nýtingu afurða úr skógum á Íslandi. Skógar heimsins skapa mikil verðmæti, það sama gildir um íslenska skóga og liggja miklir möguleikar í nýtingu og úrvinnslu. Markmiðið er að sýna fram á mismunandi leiðir til að skapa verðmæti úr því sem til staðar er og gæti orðið ef rétt er á málum haldið.

Skógarbændur hafa í dag takmarkaða möguleika á að verða skógarbændur í fullu starfi. Að framleiða timbur tekur tugi ár. Með því að nýta skógana til framleiðslu á öðrum afurðum en timbri getur skógareigandinn haft reglubundnar tekjur af skóginum fram að skógarhöggi.

Fór Björn yfir þá fjölmörgu möguleika sem liggja í afurðum skógarins og nýtingu þeirra s.s. ber, fræ, olíur, sætuefni, hnetur, krydd, sveppi, hunang, fuglakjöt, bývax og ferðaþjónustu. Hægt er að framleiða ýmislegt úr því sem finnst í skóginum t.d. lyf, eldsneyti, lím, litarefni og svo mætti lengi telja. Þá er ótalin ýmis þjónusta s.s. útvist, heilsuvernd, vatnsvernd og upplifun að ógleymdu hlutverki skógarins við kolefnisbindingu.

Markmið verkefnisins er að: auka fjölbreytni á skógarsvæðum þannig að skógareigendur geti nýtt sín svæði betur með fjölbreyttari verkefnum og afurðum sem skila verðmætum, að finna leiðir til þess að skógarbóndi fái fyrr innkomu sem eykur um leið möguleikann á að hann geti stundað skógrækt í fullu starfi. Að verkefninu loknu eigi að vera tilbúnir ákveðnir möguleikar og lausnir á mismunandi hugmyndum sem landeigandi getur notfært sér og að möguleikarnir eiga að endurspegla þörf landans á náttúrulegum afurðum, áhugasviði landeigandans og möguleika á landinu sjálfu.

7. Mál lögð fyrir fundinn - skipað í nefndir fundarins og málum vísað til nefnda.

Edda Kr. Björnsdóttir gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum frá stjórn LSE:

1. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að haldin verði ráðstefna í tengslum við aðalfund LSE”.

Greinargerð:

Undanfarin ár hefur verið haldin metnaðarfull ráðstefna í skógrækt hér á landi. Ráðstefnan hefur að miklu leiti verið stíluð inn á svið fagfólks. Skógareigendur telja því tímabært að haldin verði ráðstefna þar sem einvörðungu verði höfðað til fagsviðs skógareigenda. Ráðstefnan yrði haldin á sama stað og aðalfundur LSE er haldinn og er ætlaður tími frá 10:00 til 16:00 fyrri dag aðalfundarins.

Vísað til félagsmálanefndar

2. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010 samþykkir að farið verði í verkefni með LbhÍ sem á að tryggja meiri uppskeru ísl. skóga. Verkefnið yrði unnið á nokkrum árum”.

Greinargerð:

Mikilvægt er að fjármagn sem er ætlað í nytjaskógrækt nýtist sem best. Til að tryggja að skógar framtíðarinnar uppskeri sem mest og tryggi þannig ásættanlega innkomu fyrir alla aðila þá er lagt til að farin verði svipuð leið og þekkist í nágrannalöndum okkar til að auka afkastagetu skóganna. Má í því sambandi nefna verkefnið í Svíþjóð ,,Kraftsamlig skog”.

Vísað til allsherjarnefndar

3. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010 samþykkir að hefja stórsókn í ræktun jólatrjáa. Gert yrði 12 ára ræktunarplan sem ,,hópverkefni” fyrir væntanlega jólatrjáabændur”.

Greinargerð.

Undanfarin ár hefur komið í ljós að íslenskir ræktunaraðilar eru ekki að framleiða það magn af jólatrjám sem þarf til að metta markaðinn. Mikilvægt er því að áhugasamir skógareigendur hefjist handa við akurræktun jólatrjáa undir handleiðslu færustu sérfræðina á því sviði. LSE gegni forustuhlutverki í þessu átaksverkefni og leiði það sem hópverkefni áhugasamra skógarbænda.

Vísað til allsherjarnefndar

4. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010 fagnar verkefninu “Skógargull” sem LSE hefur haft forgöngu um. Jafnfram hvetur fundurinn til að hraðað verði vinnu við lokafrágang og útgáfu verkefnisins, en um leið að unnið verði að framkvæmd einstaka þátta þess”.

Vísað til félagsmálanefndar

5. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010 samþykkir að átak verði gert í þróun og markaðssetningu íslenskra viðarafurða”.

Greinargerð:

Nú þegar eru að falla til viðarnytjar úr íslenskum skógum. Mikilvægt er að LSE hafi forgöngu um markaðssetningu og úrvinnslu úr timbri. Afkoma skógareigenda á eftir að byggjast að verulegu leiti á hvernig til tekst að selja afurðir skóganna. Það er því mikilvægt að hafist verði handa með markvissa vinnu við afurðaþátt skógareigenda sem snýr að timbri.

Vísað til allsherjarnefndar

6. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010 leggur til við stjórn LSE að hún hafi forgöngu um endurskoðun á SKÓGRÆKT - Í SÁTT VIÐ UMHVERFIÐ, LEIÐBEININGAR UM NÝRÆKTUN SKÓGA. Tryggja þarf að reglurnar falli betur að nytjaskógrækt, en gerir í dag”

Vísað til félagsmálanefndar

7. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010 samþykkir að unnið verði að stefnumörkun 2011 til 2015 fyrir LSE. Stefnumörkunin verði lögð fyrir aðalfund LSE 2011”.

Greinargerð:

LSE hefur samþykkt stefnumörkun fyrir árin 2000 til 2005 og síðan aftur fyrir árin 2005 til 2010. Tímabært er því að endurskoða stefnuna fyrir árin 2011 til 2015

Vísað til félagsmálanefndar

8. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010 samþykkir að skora á umhverfisráðherra að láta fara fram endurskoðun á lögum um Viðlagatryggingu Íslands þar sem gert yrði ráð fyrir að vátryggingu á skógum fylgi vátryggingarvernd af völdum tjónsatburða, sem Viðlagatrygging Íslands hefur með að gera”.

Greinargerð:

Undanfarin ár hefur LSE unnið að brunavörnum og brunatryggingu á skógum. Sú vinna er að mestu lokið en ekki er hægt að ljúka þeirri vinnu að fullu fyrr en viðurkenning fæst fyrir að brunatrygging skóga gildi um leið sem vátryggingarvernd annarra tjóna en skógarelda.

Vísað til laganefndar

Þórarinn Svavarsson gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum frá stjórn LSE:

1. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir eftirfarandi fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2011:

Rekstrartekjur 2011 2009

Félagsgjöld 900.000 608.000

Ýmis framlög 300.000 337.416

Vaxtatekjur 300.000 240.163

Auglýsingar 250.000

Ríkisframlag 7.000.000 7.000.000

Tekjur alls 8.500.000 8.435.579

Rekstrargjöld

Kostnaður vegna aðalfunda 800.000 888.000

Stjórnar- og fundakostnaður 1.000.000 1.408.821

Ráðstefnur og námskeið 100.000 13.800

Þróunarvinna 2.000.000 585.314

Rekstur skrifstofu 4.000.000 3.182.571

Blaðaútgáfa 250.000 665.460

Annað 320.000 263.686

Vaxta- og bankakostnaður 30.000 20.318

Gjöld alls 8.500.000 7.028.050

Rekstrarhagnaður (tap) 0.- 1.407.529

Vísað til fjárhagsnefndar

2. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að stjórn LSE fái þóknun fyrir árið 2011 sem hér segir:

Formaður 120.000 120.000

Gjaldkeri 90.000 90.000

Aðrir stjórnarmenn 80.000 240.000

---------------------------------------------------------------------------

Stjórnarlaun samtals 450.000

Vísað til fjárhagsnefndar

3. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að félagsgjöld verði 1.500.-”

Vísað til fjárhagsnefndar

María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum frá Félagi skógareigenda á Suðurlandi til aðalfundar LSE 2010:

1. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, skorar á stjórn LSE að fylgja fast eftir við landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið, þeirri ósk sem fram er borin í umsögn samtakanna um drög að stefnu Íslands um skóga og skógrækt, að skipuð verði ný nefnd er vinni nýjar tillögur og að skógareigendur eigi fulltrúa í þeirri nefnd.

Greinargerð:

Þegar stefna Íslands um skóga og skógrækt er mörkuð, þarf að hafa að leiðarljósi alla þá þætti er skipta máli og eru samstíga faglegri þekkingu og nytjum á skógi í fullri sátt við skynsamleg og heiðarleg umhverfissjónarmið.

Það liggur því beint við að skógareigendur muni eiga fulltrúa í þessari nefnd.

Vísað til félagsmálanefndar

2. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að sett verði á fót laganefnd er endurskoði lög félagsins og skili af sér ekki seinna en tveimur mánuðum fyrir næsta aðalfund.

Lagt er til að sérstaklega verði 3. greinin skoðuð, en hún fjallar um stjórn og stjórnarkjör.

Greinargerð:

Það sem býr að baki þessari tillögu er að gera stjórnun félagsins enn skilvirkari. Skoða mætti þá hugmynd að formaður væri kosinn sérstaklega, meðstjórnendur væru 7, þar af mundu tveir skipa framkvæmdastjórn, ásamt formanni. Einnig að hver stjórnarmaður sitji aldrei samfellt lengur en tvo kjörtímabil í stjórn félagsins.

Framkvæmdastjórn mundi funda reglulega, en öll stjórnin eins oft og þörf væri á, en þó minnst, til dæmis tvisvar á ári.

Reynslan sýnir að fámenn framkvæmdastjórn er gjarnan virkari og skjótari til ákvarðana, en stærri stjórn.

Vísað til laganefndar

3. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að skipuð verði nefnd eða vinnuhópur sem falið verði að gera tímamælingar á öllum vinnuþáttum við skógrækt, en þessar mælieiningar eru undirstaða vinnutaxta bænda.

Taka þarf tillit til landgæða, gerð plantna, áburðarþörf og annarra þátta er máli skipta og því er mikilvægt að þær séu gerðar á nokkrum stöðum á landinu.

Greinargerð:

Nokkuð er um liðið síðan að síðast voru gerðar tímamælingar á verkþáttum við gróðursetningu og skógrækt. Þessar tímamælingar verða að endurspegla þá vinnu sem unnin er á hverjum tíma og eru mikilvægur liður í samræmdum útreikningum á greiðslum til bænda.

Vísað til taxtanefndar

4. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, skorar á taxtanefnd að ljúka sem fyrst störfum, þannig að fyrir liggi ákveðinn launataxti sem fast viðmið og að hann verði hluti af samræmdum útreikningum á verkþáttum hjá öllum verkefnunum.

Greinargerð:

Mikilvægt er að taka mið af ákveðnum viðurkenndum vinnutaxta. Laun bænda taka mið af launataxta Starfsgreinasambandsins og ef litið er til hæsta taxta verkafólks, með 7 ára reynslu, er hann ekki langt frá því, sem nú er greitt fyrir vinnu við gróðursetningu.

Mikilvægt er að gæta hófsemi í launaliðnum, því að því hærri sem hann er, því minna er eftir til plöntukaupa.

Sú hófsemi er líka mikilvæg nú á tímum niðurskurðar og gagnrýni á hlutfall launa- og reksturskostnaðar, borið saman við hlutfall plöntukaupa í heildarkostnaði.

Vísað til taxtanefndar

5. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að ráðinn verði framkvæmdastjóri í fullt starf til samtakanna.

Greinargerð:

Ljóst er að framundan eru stór og mikilvæg verkefni. Hagsmunir skógarbænda og skógrækt á Íslandi standa á tímamótum og vinna þarf skógræktinni þann sess í atvinnulífi landsmanna sem henni ber. Í stað varnaraðgerða þarf að snúa til sóknar.

Varla er hægt að gera ráð fyrir að framkvæmdastjóri í hálfu starfi anni þeim verkefnum sem ráðast þarf í á næstu misserum hjá Landssamtökum skógareigenda.

Vísað til fjárhagsnefndar

6. tillaga 6

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að stjórn LSE beiti sér fyrir því að á næstu vikum verði unnin stefnumörkun fyrir næstu fimm árin, árin 2011 til 2015. Þar verði um að ræða heildar stefnumörkun um ræktun nytjaskóga og úrvinnslugreinar, með það að markmiði að ná fram hagkvæmni í greininni og sem mestu verðmæti afurða skógarins. Einnig að sýnt verði fram á mikilvægi greinarinnar í atvinnuuppbyggingu landsmanna og nauðsyn þess að hún verði studd til stórra verka.

Greinargerð:

Áður hefur verið unnin 5 ára stefnumörkun í tvígang og nú er jafnvel enn meiri þörf en áður á að marka skýra stefnu hvert skal haldið og hvernig. Skógrækt er nú þegar og verður enn mikilvægari atvinnugrein, en hún hefur ekki verið tekin sem slík, hingað til. Það er til dæmis furðulegt, að skógarbændur eigi ekki sæti í öllum þeim nefndum og ráðum er fjalla um skógrækt og stefnumörkun um skóga og skógrækt. Það er verið að endurskoða verklagsreglur og skipulag landshlutaverkefna, með lítilli aðkomu skógarbænda. Opinberir aðila virðast lítið vita um félag skógareigenda, þegar leitað er eftir sjónarmiðum hagsmunasamtaka.

Skógarbændur verða að taka höndum saman um að gera raunhæfar áætlanir um nýskógrækt og setja aukinn kraft í nýgróðursetningu. Það er auðvelt að færa rök fyrir margföldunaráhrifum þeirra fjármuna sem settir eru í þessa grein.

Afurðir skógarins eru verðmæti sem nýta þarf sem best og því þarf að skoða, með hvaða hætti viðarframleiðendur verða best aðstoðaðir við að koma vöru sinni á markað, vinna nýjar vörur, markaðssetja þær og fá sem mest verðmæti fyrir þær. Ljóst er að ýmsar úrvinnslugreinar munu dafna og vaxa með aukinni nýtingu skógarafurða.

Vísað til allsherjarnefndar

Fundarstjóri gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu frá taxtanefnd:

1. tillaga

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að skipaðir verði vinnuhópar á vegum landshlutaverkefnanna, sem falið verði að gera tímamælingar á öllum verkþáttum í skógrækt. Launanefndin eigi fulltrúa við tímamælingarnar.”

Greinargerð:

Verkefni nefndarinnar verður að skilgreina hvað telst eðlilegur kostnaður við skógræktina, sem þá teljast til greiðslna fyrir: gróðursetningu, girðingar, áburðargjöf, grisjun, tvítoppaklipping, uppkvistun, slóðagerð, brunavarnir og önnur verk sem nauðsynleg eru í skógrækt.

Markmið vinnuhópsins er að öll verkefnin verði unnin á sömu töxtum.

Vísað til taxtanefndar

Lúðvíg Lárusson, Breiðabólsstað, gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum:

1. tillaga

Undirritaður skógarbóndi leggur til að Landsambandið stofni til nýrrar nefndar á sínum vegum sem hefur það markmið í samvinnu við stjórnvöld og sveitarfélög að koma á eðlilegu banni við lausagöngu búfjár og lausnum á því með sanngjörnum reglum sem gæta jafnræðis og virða eignarrétt landeigenda sem hafa ekki búfjárhald né vilja beit annarra á jörðum sínum. Styðja beri skógarbændur til að geta lýst yfir lausagöngubanni búfjár á eignarlöndum sínum þar sem þess er óskað. Nefndinni er ætlað að virkja löggjafarvaldið og Alþingi til að setja lög og reglur sem tryggja landeigendum og skógarbændum raunverulega og virka vernd gegn beitarágangi.

Forsendur:

Þekkt er að laust sauðfé fer mjög víða og gjarna í gamla beitarhaga. Tvílembd kind étur 5-8 kg af allskonar ferskfóðri á dag yfir sumarið þannig að hver gestgjafi getur reiknað eignatjónið sitt. Enda þótt skógarbændur í landshlutaverkefnum fái greitt fyrir girðingarkostnað í gróðursetningarverkefnum sínum eru margir sem hafa einnig aðra skóga frá fyrri tíð þar fyrir utan, dæmigerða birkiskóga, og vilja vernda þá fyrir beit sem og að friða land til að búa í haginn fyrir sjálfsáningu. Vilji skógarbændur hefja landgræðsluátak af ýmsu tagi á jörðum sínum eru þeir í dag í reynd neyddir til að girða sig af á því svæði sem þeir vilja verja fyrir beitarágangi með ærnum tilkostnaði. Hér er viðteknu réttlæti snúið á haus að sá/sú sem hefur ekki eigna-, eða umráðaréttinn fær að taka hann samt. Að mestu hefur tekizt að láta landann virða veiðirétt í laxveiðiám til samanburðar. Er hér um augljósan og sjálfsagðan rétt jarðaeigenda að ræða að ákveða hvernig lönd þeirra eru nýtt. Það hefur verið rík hefð fyrir því að virða eignarrétt bænda á lífsviðurværi sínu í matvælaframleiðslu sbr. afstöðu til sauðaþjófnaðar, en skógrækt er svo ný af nálinni að kenna þarf landanum sambærilega siði varðandi gróðurnýtingu.

Vísað til allsherjarnefndar

2. tillaga

Aðalfundur Landsambands skógareiganda haldinn í Reykholti í Borgarfirði 8. október, 2010 skorar á sveitarstjórn Dalabyggðar að endurskoða afstöðu sína til lausagöngubanns búfjár innan svæðis Landgræðslufélags Skógarstrandar. Jafnframt skorar Landsambandið á Dalabyggð að vinna með Landgræðslufélagi Skógarstrandar að gerð deiliskipulags á svæðinu um landgræðslu og skógrækt.

Með ákvörðun sinni dags. 24.08.10 er sveitarstjórn Dalabyggðar að leggja miklar fjárhagslegar byrðar á meðlimi Landgræðslufélagsins, sem með þessari ákvörðun eiga ekki möguleika á styrk frá Vegagerðinni skv. Vegalögum. Sveitarstjórnin hefur ekki gefið neinar skýringar á ákvörðun sinni né rökstutt hana á nokkurn hátt. Er hér um verulegt hagsmunamál fyrir Landgræðslufélagið og framgang skógræktar innan svæðis Vesturlandskóga. Óskiljanlegt er að sveitarstjórnin vilji ekki styðja við slík verkefni né að bjóða samvinnu um deiliskipulag á svæðinu þar sem víða sé stefnt að skógrækt í Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016.

Vísað til allsherjarnefndar

Jóhann Gísli Jóhannsson gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum frá stjórn Félags skógarbænda á Austurlandi:

1. tillaga

Stjórn Félags skógarbænda á Austurlandi leggur til að mælingar fari fram hið fyrsta í samvinnu við landshlutaverkefnin á vinnuþáttum, og e.t.v. fleiru sem til álita kæmi, við framkvæmdir sem landshlutaverkefnin greiða.

Greinargerð:

Stjórn FSA telur að taxtanefnd LSE þurfi að geta stutt tillögu að töxtum með tölulegum upplýsingum um hvaðeina sem viðkemur framkvæmdum á vegum skógræktarverkefnanna. Það er ekki unnt nema fram fari mælingar og athuganir á því sem til er lagt á móti greiðslum.

Vísað til taxtanefndar

2. tillaga

Stjórn FSA gerir að tillögu sinni að skógarbændur sitji fyrir vinnu við grisjun og aðra umhirðu eigin skóga, kjósi þeir svo .

Greinargerð:

Nú færist í aukana að bjóða út grisjun (bilun) á bændaskógum. Gætt hefur nokkurrar óánægju meðal skógarbænda með reglur sem farið er eftir. Telja ýmsir að við útboðin sé gengið á sinn rétt til vinnu við eigin skógrækt. Til að sem flestir geti verið ánægðir með sinn hlut er vænlegt að setjast að samningaborði og ná sáttum um þetta mál.

Vísað til allsherjarnefndar

3. tillaga

Stjórn FSA leggur til við LSE að reynt verði að fá landshlutaverkefnin til að leggja fram fé til að styðja við þá samningsbundna skógarbændur sem hafa hug á að hefja ræktun jólatrjáa. Stuðningur miðast við fyrstu vaxtarlotu.

Greinargerð:

Kostnaður við að hefja jólatrjáaræktun og binda fé í henni þar til sala getur hafist, er meiri en svo að venjulegur skógarbóndi ráði við hann. En þar sem markaður ætti að vera tryggur svo lengi sem jólahald helst í því horfi sem nú er ætti að vera hagstætt að hlú að innlendri jólatrjárækt úr sjóði þjóðarinnar.

Vísað til allsherjarnefndar

4. tillaga

,,Aðalfundur LSE samþykkir að skora á landbúnaðarráðherra að gæta þess við skipan í stjórnir fyrir landshlutaverkefnin verði hagsmuna heimamanna gætt.”

Vísað til allsherjarnefndar

Allsherjarnefnd – Formaður; Ásvaldur Magnússon.

Fjárhagsnefnd – Formaður; Jóhann Gísli Jóhannsson.

Félagsmálanefnd – Formaður: Hörður Harðarson.

Laganefnd – Formaður; María E. Ingvadóttir.

Uppstillingarnefnd – Formaður; Björn Ármann Ólafsson.

Taxtanefnd: - Formaður; Sigurður Jónsson.

8. Aðalfundi frestað og nefndastörf hefjast.

Kvöldmatur.

10. Kynning á leiðarvísi fyrir ungskógaumhirðu (bilun) – Hlynur Gauti Sigurðsson

Hlunur Gauti Sigurðsson verkefnastjóri hjá Héraðs-og Austurlandsskógum kynnti tilurð leiðarvísis í bilun ungskóga en að honum hefur verið unnið sl. ár hjá verkefninu.

Tilurð vinnunnar er sú að á Fljótsdalshéraði eru margir skógar komnir á það stig að nauðsynlegt er að grípa til aðgerða til að stuðla að hámarksvexti skóganna til framtíðar.

Þó ýmis gögn liggi fyrir um grisjun eldri skóga, þá finnast fá gögn um meðhöndlun ungskóga. Þá hefur ekki verið til staðlað gæðamat fyrir skógarumhirðu í ungum íslenskum skógum en slíkt gæðamat á að tryggja heilbrigði skógarins sem og hag allra sem að málum koma.

Leiðarvísirinn var unnin í samstarfi Héraðs-og Austurlandsskóga, Félags skógarbænda á Austurlandi og Skógræktar ríkisins og hafa fjölmargir lagt hönd á plóginn.

Afrakstur vinnunar er að nú liggur fyrir staðlað úttektarkerfi og skýrar vinnureglur um bilun í ungskógi ásamt leiðarvísinum sjálfum þar sem upp eru sett ítarleg skýringadæmi um fellinguna sjálfa.

9. Nefndir skila áliti.

Tillögur frá allsherjarnefnd – Ásvaldur Magnússon

Tillaga 1

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010 samþykkir að farið verði í verkefni með LbhÍ sem á að tryggja meiri uppskeru íslenskra. skóga. Verkefnið yrði unnið á nokkrum árum”.

Greinargerð:

Mikilvægt er að fjármagn sem er ætlað í nytjaskógrækt nýtist sem best. Til að tryggja að skógar framtíðarinnar uppskeri sem mest og tryggi þannig ásættanlega innkomu fyrir alla aðila. Þá er lagt til að farin verði svipuð leið og þekkist í nágrannalöndum okkar til að auka afkastagetu skóganna. Má í því sambandi nefna verkefnið í Svíþjóð ,,Kraftsamlig skog”.

Samþykkt samhljóða

Björn Bj. Jónsson steig í pontu og fór yfir hvað Kraftsamlig skog væri og væri að gera.

Tillaga 2

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010 samþykkir að hefja stórsókn í ræktun jólatrjáa. Gert yrði 12 ára ræktunarplan sem ,,hópverkefni” fyrir væntanlega jólatrjáabændur. Reynt verði að fá landshlutaverkefnin til að leggja fram fé til að styðja við þá samningsbundna skógarbændur sem hafa hug á að hefja ræktun jólatrjáa í þessu hópverkefni.”

Greinargerð.

Undanfarin ár hefur komið í ljós að íslenskir ræktunaraðilar eru ekki að framleiða það magn af jólatrjám sem þarf til að metta markaðinn. Mikilvægt er því að áhugasamir skógareigendur hefjist handa við akurræktun jólatrjáa undir handleiðslu færustu sérfræðinga á því sviði. LSE gegni forustuhlutverki í þessu átaksverkefni og leiði það sem hópverkefni áhugasamra skógarbænda.

Kostnaður við að hefja jólatrjáaræktun og binda fé í henni þar til sala getur hafist, er meiri en svo að venjulegur skógarbóndi ráði við hann. En þar sem markaður ætti að vera tryggur svo lengi sem jólahald helst í því horfi sem nú er ætti að vera hagstætt að hlú að innlendri jólatrjárækt úr sjóði þjóðarinnar.

Samþykkt samhljóða

Tillaga 3

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010 samþykkir að átak verði gert í þróun og markaðssetningu íslenskra viðarafurða”.

Greinargerð:

Nú þegar eru að falla til viðarnytjar úr íslenskum skógum. Mikilvægt er að LSE hafi forgöngu um markaðssetningu og úrvinnslu úr timbri. Afkoma skógareigenda á eftir að byggjast að verulegu leiti á hvernig til tekst að selja afurðir skóganna. Það er því mikilvægt að hafist verði handa með markvissa vinnu við afurðaþátt skógareigenda sem snýr að timbri.

Samþykkt samhljóða

Björn Bj. Jónsson sagðist vera búin að fara á fund iðnaðarráðuneytis vegna verkefnis um viðarnytjar og fengið jákvæð viðbrögð. Einnig segir Björn mikinn áhuga hjá skógarbændum og nú sé búið að ákveða að halda ráðstefnu í febrúar nk sem mun fjalla um úrvinnslu og markaðssetningu á timbri.

Tillaga 4

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að stjórn LSE beiti sér fyrir því að á næstu vikum verði unnin stefnumörkun fyrir næstu fimm árin, árin 2011 til 2015. Þar verði um að ræða heildar stefnumörkun um ræktun nytjaskóga og úrvinnslugreinar, með það að markmiði að ná fram hagkvæmni í greininni og sem mestu verðmæti afurða skógarins. Einnig að sýnt verði fram á mikilvægi greinarinnar í atvinnuuppbyggingu landsmanna og nauðsyn þess að hún verði studd til stórra verka.

Greinargerð:

Áður hefur verið unnin 5 ára stefnumörkun í tvígang og nú er jafnvel enn meiri þörf en áður á að marka skýra stefnu hvert skal haldið og hvernig. Skógrækt er nú þegar og verður enn mikilvægari atvinnugrein, en hún hefur ekki verið tekin sem slík, hingað til. Það er til dæmis furðulegt, að skógarbændur eigi ekki sæti í öllum þeim nefndum og ráðum er fjalla um skógrækt og stefnumörkun um skóga og skógrækt. Það er verið að endurskoða verklagsreglur og skipulag landshlutaverkefna, með lítilli aðkomu skógarbænda. Opinberir aðila virðast lítið vita um félag skógareigenda, þegar leitað er eftir sjónarmiðum hagsmunasamtaka.

Skógarbændur verða að taka höndum saman um að gera raunhæfar áætlanir um nýskógrækt og setja aukinn kraft í nýgróðursetningu. Það er auðvelt að færa rök fyrir margföldunaráhrifum þeirra fjármuna sem settir eru í þessa grein.

Afurðir skógarins eru verðmæti sem nýta þarf sem best og því þarf að skoða, með hvaða hætti viðarframleiðendur verða best aðstoðaðir við að koma vöru sinni á markað, vinna nýjar vörur, markaðssetja þær og fá sem mest verðmæti fyrir þær. Ljóst er að ýmsar úrvinnslugreinar munu dafna og vaxa með aukinni nýtingu skógarafurða.

Dregin til baka vegna keimlíkrar tillögu frá félagsmálanefnd.

Tillaga 5

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010 samþykkir að stofnuð verði nefnd á vegum LSE sem hefur það markmið í samvinnu við stjórnvöld og sveitarfélög að hefja endurskoðun á lögum og reglugerðum, sem lúta að búfjárhaldi, gæðastýringu í sauðfjárrækt, lausagöngu búfjár, fjallskilum og öðrum þeim lögum sem í dag leggja skyldur á herðar búfjárlausra landeigenda. Tilgangur þessarar endurskoðunar sé að tryggja rétt búfjárlausra landeigenda til að ráðstafa og nýta sitt land án skuldbindinga gagnvart búfjáreigendum meðal annars með því að lýsa yfir lausagöngubanni búfjár á eignarlöndum sínum þar sem þess er óskað. Nefndinni er ætlað að virkja löggjafarvaldið til að setja lög og reglur sem tryggja landeigendum og skógarbændum raunverulega og virka vernd gegn beitarágangi.

Greinargerð

Lagarammi í kringum sauðfjárbúskap og annað búfjárhald gerir búfjárlausum landeigendum mjög erfitt um vik að standa á rétti sínum til ráðstöfunar eigin lands og verndunar þess nema með miklum kostnaði við girðingar og smalamennsku. Búfjárlausum landeigendum fjölgar sífellt í sveitum landsins og skógrækt er orðin staðreynd á stórum svæðum ásamt því að vera vaxandi atvinnugrein. Því er nauðsynlegt að taka tillit til skógræktar í öllu lagaumhverfi sveita og landbúnaðar.

Ásvaldur Magnússon bað um orðið og sagði að það þyrfti að fara afskaplega varlega í þá hluti sem tillaga 5 fjallar um. Miðað er við að rækta eigi skóg á 2% landsins og þá sé hagstæðara að girða skóginn af frekar en sauðfé. Einnig benti Ásvaldur á að í lögum verkefnanna stæði að þau ættu að efla byggð og það að banna lausagöngu búfjár gerði það ekki víðast hvar. Bað menn enn og aftur að fara varlega í þessum málum.

Edda Kr. Björnsdóttir sagði þessi mál búin að vera í umræðunni mjög lengi, margt í tillögunni væri bæði satt og rétt. Sagðist vera manna fyrst til að taka undir það að skyldur á búfjárlausa landeigendur væru íþyngjandi. Misjafnt er eftir svæðum hvort hentar best að girða af búfé eða skóg. Edda leggur til að gæðastýringahlutinn í tillögunni verði tekinn út.

Lúðvíg Lárusson sagðist vera ánægður með vinnu nefndarinnar á tillögunni sem hann lagði fram. Hann sagði nausynlegt að fara í þá vinnu að finna flöt á því að sauðfjárbændur og skógarbændur geti lifað í sátt og samlyndi. Vonast hann til þess að nú verði tekinn ,,sjens” og farið í þessa vinnu til að sjá hvað kæmi út úr henni.

Lilja Magnúsdóttir sagði að það sem þessi tillaga fæli í sér væri að fá lagarammann skoðaðan því hann væri of óskýr og of gamall til að skógrækt passaði almennilega þar inn. Því þyrfti að fara í skoðun á þessari umgjörð. Lilja er alveg sammála Ásvaldi að fara varlega en vinnuna þyrfti samt að fara í því ramminn væri hreinlega ekki í takt við tímann. Tók hún sem dæmi að í Tálknafirði er ekkert sauðfé en þar fara samt fram fjallskil skv. lögum.

Margrét Guðmundsdóttir vildi hnykkja á því taka ekkert undan eins og t.d. gæðastýringu í sauðfjárrækt eins og einhver nefndi, það þyrfti að fara yfir allan rammann. Sauðfjárbúskapur er atvinnugrein og Margrét heldur að hún sé eina atvinnugreinin sem leyfist að nýta eigur annarra án leyfis eða endurgjalds.

Edda Kr. Björnsdóttir kom aftur í pontu vegna tillögu sinnar um að taka gæðastýringuna út úr tillögunni, sagðist greinilega hafa misskilið hvernig eftirliti með þessu væri háttað og drægi hér með sína breytingartillögu til baka.

Ásvaldur Magnússon sagði að ef Edda drægi breytingartillöguna til baka þá flytti hann hana. Ræddi lúpínu og útbreiðslu hennar en það væri bara sauðkindin sem gæti hamlað útbreiðslu hennar.

Þorsteinn Pétursson sagði að ef lagaramminn varðandi sauðfé yrði notaður varðandi lúpínur þá yrði það þannig að ef lúpína af nærliggjandi jörð færði sig inn á land skógareiganda bæri honum að skila köfnunarefninu sem lúpínan batt í hans landi til landeigandans þar sem lúpínan óx upphaflega. Þorsteinn sagði sauðfjárbúskap eins og hann er stundaður núna hnignunarbúskap. Vill láta girða sauðféð af og græða landið upp í staðinn. Sagðist hafa orðið fyrir því að nágranni hans hafi gefið hans land upp sem beitarland í gæðastýringu í sauðfjárrækt. Rakti þrautargöngu sína við að fá því hnekkt.

Jóhann B. Arngrímsson sagði að ef sauðkindin væri ekki til væri fólk ekki í skógrækt núna því landið hefði verið skógi vaxið. Sagði það ætti að fara mjög varlega í því að egna sauðfjárbændur upp á móti skógræktarbændum.

Jóhann G. Jóhannsson er sammála síðasta ræðumanni um að það ætti að fara mjög varlega í þessa tillögu. Leggur til að tillögunni sé vísað til stjórnar LSE til skoðunar.

Lilja Magnúsdóttir sagði að það væri ekki bara í röðum skógarbænda sem þessi mál væru rædd, starfshópur frá Búnaðarþingi væri líka að skoða þennan lagaramma því hann þætti götóttur.

Fundarstjóri bar upp tillögu Jóhanns um að tillögunni yrði vísað til stjórnar til skoðunar.

Samþykkt að vísa tillögu til stjórnar með 37 atkvæðum gegn 19

Tillaga 6

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, skorar á sveitarstjórn Dalabyggðar að endurskoða afstöðu sína til lausagöngubanns búfjár innan svæðis Landgræðslufélags Skógarstrandar. Jafnframt skora Landsamtökin á Dalabyggð að vinna með Landgræðslufélagi Skógarstrandar að gerð deiliskipulags á svæðinu um landgræðslu og skógrækt.

Greinargerð.

Með ákvörðun sinni dags. 24.08.10 er sveitarstjórn Dalabyggðar að leggja miklar fjárhagslegar byrðar á meðlimi Landgræðslufélagsins, sem með þessari ákvörðun eiga ekki möguleika á styrk frá Vegagerðinni skv. Vegalögum. Sveitarstjórnin hefur ekki gefið neinar skýringar á ákvörðun sinni né rökstutt hana á nokkurn hátt. Er hér um verulegt hagsmunamál fyrir Landgræðslufélagið og framgang skógræktar innan svæðis Vesturlandskóga að ræða. Óskiljanlegt er að sveitarstjórnin vilji ekki styðja við slík verkefni né að bjóða samvinnu um deiliskipulag á svæðinu þar sem víða sé stefnt að skógrækt í Aðalskipulagi Dalabyggðar 2004-2016.

Samþykkt samhljóða

Lúðvíg Lárusson.vildi fylgja þessari tillögu eftir þar sem hún væri í beinu framhaldi af tillögunni sem var vísað frá. Bændur á Skógarströnd standa í stappi við sveitarstjórn sem vill alls ekki banna lausagöngu búfjár þó þarna sé nánast samfelld skógarækt. Sagði frávísunartillöguna gott dæmi um það hvernig þessi mál væru aftur og aftur kæfð í fæðingu. Brýndi fundinn til að samþykkja þessa tillögu svo skógarbændur fái að stunda sína starfsemi í friði.

Guðmundur Wiium sagði einsýnt að hafna þessari tillögu fyrst búið væri að afgreiða þessi mál þannig að réttur sauðfjárbænda nái fram yfir rétt allra annarra með samþykki frávísunartillögunnar áðan.

Tillaga 7

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, gerir að tillögu sinni að skógarbændur sitji fyrir vinnu við grisjun og aðra umhirðu eigin skóga, kjósi þeir svo .”

Greinargerð:

Nú færist í aukana að bjóða út grisjun (bilun) á bændaskógum. Gætt hefur nokkurrar óánægju meðal skógarbænda með reglur sem farið er eftir. Telja ýmsir að við útboðin sé gengið á sinn rétt til vinnu við eigin skógrækt. Til að sem flestir geti verið ánægðir með sinn hlut er vænlegt að setjast að samningaborði og ná sáttum um þetta mál.

Samþykkt samhljóða

Tillaga 8

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að skora á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að gæta þess við skipan í stjórnir fyrir landshlutaverkefnin verði hagsmunir skógarbænda á hverju starfsvæði landshlutaverkefnanna hafðir að leiðarljósi.”

Samþykkt samhljóða

Tillögur frá félagsmálanefnd – Hörður Harðarson

Tillaga 1

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að haldin verði ráðstefna í tengslum við aðalfund LSE”.

Greinargerð:

Undanfarin ár hefur verið haldin metnaðarfull ráðstefna í skógrækt hér á landi. Ráðstefnan hefur að miklu leiti verið stíluð inn á svið fagfólks. Skógareigendur telja því tímabært að haldin verði ráðstefna þar sem einvörðungu verði höfðað til fagsviðs skógareigenda. Ráðstefnan yrði haldin á sama stað og aðalfundur LSE er haldinn og er ætlaður tími frá 10:00 til 16:00 fyrri dag aðalfundarins.

Samþykkt samhljóða

Tillaga 2

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010 fagnar verkefninu “Skógargull” sem LSE hefur haft forgöngu um. Jafnfram hvetur fundurinn til að hraðað verði vinnu við lokafrágang og útgáfu verkefnisins, en um leið að unnið verði að framkvæmd einstakra þátta þess”.

Samþykkt samhljóða

Tillaga 3

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010 leggur til við stjórn LSE að hún hafi forgöngu um nánari útfærslu og ítarlegri skilgreiningar á SKÓGRÆKT - Í SÁTT VIÐ UMHVERFIÐ, LEIÐBEININGAR UM NÝRÆKTUN SKÓGA.”

Greinargerð:

Árið 2005 voru mótaðar leiðbeiningarreglur í samvinnu skógargeirans (LSE, LHV, Sr, SÍ) við ýmsar stofnanir og félagasamtök (NÍ, UST, Fuglavernd, Fornleifastofnun o.fl.).

Á undanförnum árum hafa komið fram ýmis vafamál og ágreiningur um túlkun ákvæða um framkvæmd leiðbeiningareglnanna. Hér er hvatt til þess að skógargeirinn, með forgöngu LSE, skilgreini betur og útfæri nánar leiðbeiningareglurnar þannig að þær falli betur að hagsmunum nytjaskógræktar og skógareigenda.

Samþykkt samhljóða

Tillaga 4

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010 samþykkir að unnið verði að stefnumörkun LSE fyrir árin 2011 til 2015. Stefnumörkunin verði lögð fyrir aðalfund LSE 2011”.

Greinargerð:

Þar verði um að ræða heildarstefnumörkun um ræktun nytjaskóga og úrvinnslugreinar, með það að markmiði að ná fram hagkvæmni í greininni og sem mestu verðmæti afurða skógarins. Einnig að sýnt verði fram á mikilvægi greinarinnar í atvinnuuppbyggingu landsmanna og nauðsyn þess að hún verði studd til stórra verka.

Samþykkt samhljóða

Tillaga 5

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra að fullt tillit verði tekið til ábendinga og breytingatillagna í umsögn skógareigenda um drög að stefnu Íslands um skóga og skógrækt.

Samþykkt samhljóða

Björn Bj. Jónsson steig í pontu og vildi halda því til haga að ekki var tilnefnt í nefnd þessa á vegum ráðuneytisins að öðru leyti en því að Jón Loftsson var skipaður og valdi síðan meðnefndarfólk.

Tillögur frá laganefnd – María E. Ingvadóttir

Tillaga 1

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010 samþykkir að skora á umhverfisráðherra að láta fara fram endurskoðun á lögum um Viðlagatryggingu Íslands þar sem gert yrði ráð fyrir að vátryggingu á skógum fylgi vátryggingarvernd af völdum tjónsatburða, sem Viðlagatrygging Íslands hefur með að gera”.

Greinargerð:

Undanfarin ár hefur LSE unnið að brunavörnum og brunatryggingu á skógum. Þeirri vinnu er að mestu lokið en ekki er hægt að ljúka þeirri vinnu að fullu fyrr en viðurkenning fæst fyrir að brunatrygging skóga gildi um leið sem vátryggingarvernd annarra tjóna en skógarelda.

Samþykkt samhljóða

Tillaga 2

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að sett verði á fót laganefnd er endurskoði lög félagsins og skili af sér ekki seinna en tveimur mánuðum fyrir næsta aðalfund.

Lagt er til að sérstaklega verði 5. greinin skoðuð, en hún fjallar um stjórn og stjórnarkjör.

Greinargerð:

Það sem býr að baki þessari tillögu er að gera stjórnun félagsins enn skilvirkari. Skoða mætti þá hugmynd að formaður væri kosinn sérstaklega, meðstjórnendur væru 4, þar af mundu tveir skipa framkvæmdastjórn, ásamt formanni. Einnig að hver stjórnarmaður sitji aldrei samfellt lengur en tvo kjörtímabil í stjórn félagsins.

Framkvæmdastjórn mundi funda reglulega, en öll stjórnin eins oft og þörf væri á, en þó minnst, til dæmis tvisvar á ári.

Reynslan sýnir að fámenn framkvæmdastjórn er gjarnan virkari og skjótari til ákvarðana, en stærri stjórn.

Samþykkt samhljóða

Tillögur frá taxtanefnd – Sigurður Jónsson

Tillaga 1

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að skipaðir verði vinnuhópar í samvinnu við landshlutaverkefnin og skógarbændafélögin, sem falið verði að gera tímamælingar á öllum verkþáttum í skógrækt. Taxtanefndin eigi fulltrúa við tímamælingarnar og sjái um að framfylgja þeim með verkefnastjórum í hverjum landshluta.”

Greinargerð:

Verkefni taxtanefndar að loknum mælingum verður að skilgreina hvað telst eðlilegur kostnaður við skógrækt, sem þá teljast til greiðslna fyrir t.d.: gróðursetningu, girðingar, áburðargjöf, grisjun, tvítoppaklippingu, uppkvistun, slóðagerð, brunavarnir og önnur verk sem nauðsynleg eru í skógrækt. Tímamælingar verði framkvæmdar í öllum landshlutum.

Markmið vinnuhópsins er að öll verkefnin verði unnin á sömu töxtum. Þar sem ekki er unnt að koma við tímamælingum verði fundið sanngjarnt tímakaup.

Samþykkt samhljóða

Tillögur frá fjárhagsnefnd – Jóhann Gísli Jóhannsson

Tillaga 1

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir eftirfarandi fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 2011:

Rekstrartekjur 2011 2009

Félagsgjöld 900.000 608.000

Ýmis framlög 300.000 337.416

Vaxtatekjur 300.000 240.163

Ríkisframlag 7.000.000 7.000.000

Tekjur alls 8.500.000 8.435.579

Rekstrargjöld

Kostnaður vegna aðalfunda 800.000 888.000

Stjórnar- og fundakostnaður 1.000.000 1.408.821

Ráðstefnur og námskeið 100.000 13.800

Þróunarvinna 2.000.000 585.314

Rekstur skrifstofu 4.000.000 3.182.571

Blaðaútgáfa 250.000 665.460

Annað 320.000 263.686

Vaxta- og bankakostnaður 30.000 20.318

Gjöld alls 8.500.000 7.028.050

Rekstrarhagnaður (tap) 0.- 1.407.529

Samþykkt samhljóða

Nokkrar fyrirspurnir og athugasemdir voru gerðar um fjárhagsáætlunina

Björn Bj. Jónsson fór yfir tölur og svaraði spurningum.

Björn Ármann Ólafsson benti á að fjárhagsáætlun væri áætlun varðandi blaðaútgáfuna og Edda Kr. Björnsdóttir dró sína tillögu til baka varðandi hækkun á þeim lið.

Tillaga 2

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að stjórn LSE fái þóknun fyrir árið 2011 sem hér segir:

Formaður 120.000 120.000

Gjaldkeri 90.000 90.000

Aðrir stjórnarmenn 80.000 240.000

---------------------------------------------------------------------------

Stjórnarlaun samtals 450.000

Samþykkt samhljóða

Tillaga 3

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að félagsgjöld verði 1.500.-”

Samþykkt samhljóða

Tillaga 4

,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda (LSE), haldinn í Reykholti Borgarfirði , 8. og 9. október 2010, samþykkir að beina því til stjórnar LSE að leitað verði allra leiða til að útvega fjármagn til að hægt sé að ráða framkvæmdastjóra í fullt starf til samtakanna.”

Greinargerð:

Ljóst er að framundan eru stór og mikilvæg verkefni. Hagsmunir skógarbænda og skógrækt á Íslandi standa á tímamótum og vinna þarf skógræktinni þann sess í atvinnulífi landsmanna sem henni ber. Í stað varnaraðgerða þarf að snúa til sóknar.

Varla er hægt að gera ráð fyrir að framkvæmdastjóri í hálfu starfi anni þeim verkefnum sem ráðast þarf í á næstu misserum hjá Landssamtökum skógareigenda.

Samþykkt samhljóða

10. Kosningar.

Kosning tveggja stjórnarmanna.

Úr aðalstjórn eiga að ganga Edda Kr. Björnsdóttir fulltrúi Austurlands og Þórarinn Svavarsson fulltrúi Suðurlands. Edda Kr. Björnsdóttir gefur kost á sér áfram en ekki Þórarinn Svavarsson.

Tillaga uppstillingarnefndar er því að í aðalstjórn LSE verði kjörin:

Edda Kr. Björnsdóttir frá Austurlandi

María E. Ingvadóttir frá Suðurlandi

Tillagan var samþykkt með lófataki.

Kosning þriggja varamanna í stjórn.

Varamenn voru Sigrún Grímsdóttir, María E. Ingvadóttir og Þorsteinn Pétursson.

Tillaga uppstillinganefndar er að í varastjórn verði kjörnir:

  1. Jóhann Gísli Jóhannsson

  2. Þórarinn Svavarsson

  3. Sigrún Grímsdóttir

Tillaga uppstillingarnefndar samþykkt með lófataki.

Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.

Skoðunarmenn voru; Ásmundur Guðmundsson og Jóhanna H. Sigurðardóttir og uppstillingarnefnd leggur til að þau verði áfram.

Samþykkt.

Kosning tveggja varaskoðunarmanna reikninga.

Varaskoðunarmenn voru; Haraldur Magnússon og Hraundís Guðmundsdóttir og uppstillingarnefnd leggur til að þau verði áfram.

Samþykkt.

11. Önnur mál.

María E. Ingvadóttir þakkaði traustið að vera kosin í stjórn LSE, sagðist hlakka til að vinna með því ágæta fólki sem fyrir væri í stjórn.

Guðna Guðmundssyni á Þverlæk fannst vanta vísu á fundinn og kom hann með hugleiðingar í bundnu máli útfrá erindi Björns Bj. Jónssonar um aðrar skógarnytjar:

Við iðngreinar leynist andans angi

eflir það vorn trúarstyrk?

Ef Guð finnst ekki á víða-vangi

verður trúin í rjóðri virk?

Edda Kr. Björnsdóttir þakkaði fyrir traustið og kosninguna í stjórn. Vegna mikilla umræðna um sauðfé, skógrækt og réttarstöðu landeigenda sagði Edda að stjórnin myndi fara í þessi mál og finna þeim réttan farveg. Sagði hún að það að aðrir megi nota annarra manna land til eigin atvinnurekstrar sé ekkert einskorðað við sauðfjárbændur og benti á aðila eins og Vegagerðina, Símann og RARIK sem valta yfir landeigendur.

Lúðvíg Lárusson sagðist vera vongóður eftir orð formannsins, Eddu, um að stjórnin tæki sauðfjármálið upp á sína arma og ynni því farveg.

Björn Bj. Jónsson þakkaði Vestlendingum fyrir undirbúning og umgjörð fundarins.

Jóhann Gísli Jóhannsson taldi sig muna rétt að næsta aðalfund ætti að halda á Austurlandi og bauð fólk hjartanlega velkomið á næsta ári. Þakkaði Vestlendingum fyrir móttökurnar.

12. Fundarlok.

Fundarstjóri þakkaði góðan fund og gaf formanni orðið kl. 11:35. Edda dásamaði staðinn og viðurgjörning allan, gott skipulag, þakkaði starfsmönnum fundarins, vonaði að það yrði ekki of ,,langt” austur á næsta ári.

Sagði aðalfundi 2010 slitið.

bottom of page