top of page

Aðalfundur LSE 2011

Blaðsíða 1 Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 Dagskrá fundarins: Föstudagur 7. október Kl. 13:00 Nytjaskógrækt – ráðstefna LSE. Kl. 17:00 Aðalfundur settur að Eiðum. Kl. 17:05 Kosnir starfsmenn fundarins. Kl. 17:10 Skýrsla stjórnar. Kl. 17:40 Ávörp gesta. Kl. 18:10 Umræður um skýrslu stjórnar. Kl. 18:30 Mál lögð fyrir fundinn. Kl. 18:45 Skipað í nefndir fundarins og málum vísað til nefnda. Kl. 19:00 Fundi frestað - kvöldmatur. Kl. 20:30 Framhald nefndastarfa. Kl. 19:30 – 21:00 Nefndastörf. Kl. 21:00 Aðalfundur jólatrjáaræktenda. Kl. 22:00 BARa notalegheit. Laugardagur 8. október Kl. 08:00 Morgunverður. Kl. 08:30 Nefndastörf. Kl. 09:00 Framhald nefndastarfa. Kl. 10:00 Framhald aðalfundar - nefndir skila áliti. Kl. 12:15 Kosningar: Einn maður í stjórn, þrír menn í varastjórn, tveir skoðunarmenn. Kl. 12:30 Önnur mál. Kl. 13:00 Fundarlok. Kl. 13:00 Hádegismatur. Kl. 14:00 Ferð í skóg. Kl. 17:30 Komið að Eiðum. Kl. 19:00 Fordrykkur. Kl. 19:30 Árshátíð skógarbænda og afmælishátíð Héraðs-og Austurlandsskóga. 2 Formaður Félags skógarbænda á Austurlandi, Jóhann Gísli Jóhannsson, bauð gesti velkomna að Eiðum.

1. Fundur settur. Formaður LSE, Edda Kr. Björnsdóttir, setti fund og bauð gesti velkomna.

2. Kosnir starfsmenn fundarins. Starfsmenn fundarins skipaðir; Guðlaugur Sæbjörnsson og Maríanna Jóhannsdóttir fundarstjórar, Freyja Gunnarsdóttir fundarritari og henni til aðstoðar Helgi Þorsteinsson. Fundarstjóri bauð menn velkomna og gengið var til dagskrár.

3. Skýrsla stjórnar. Edda Kr. Björnsdóttir formaður LSE flutti skýrslu stjórnar og fór yfir starf samtakanna frá síðasta aðalfundi. Björn Bj. Jónsson fór yfir nokkra punkta í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda og benti á nokkra jákvæða og neikvæða punkta sem blasa við skógarbændum nú. Mikil eftirspurn er eftir viði og væru það stór fyrirtæki með stórar pantanir m.a. Elkem sem þyrftu yfir 100 þúsund tonn á ári í verksmiðjur sínar til brennslu. Sagði hann verð á timbri fara hækkandi. Jákvætt væri líka að mikill áhugi væri á skógrækt á Íslandi og möguleiki að skapa tugi starfa í skógrækt án mikils tilkostnaðar en það neikvæða er niðurskurður til landshlutaverkefnanna sem og LSE. Vegna þessa niðurskurðar bíða mörg verkefni úrvinnslu. Óvissa er um hvert stefnir varðandi skógrækt í ýmsum lögum sem eru í endurskoðun t.d. jarðalögum, náttúruverndarlögum og skógræktarlögum og þurfa skógarbændur og samtök þeirra að vera vel vakandi yfir þeim laga og reglugerðabreytingum sem snertir þeirra mál. Fimm félög skógarbænda eru starfandi og öll vel virk, það er stór plús. Einnig er það jákvætt að að eiga vel menntað rannsóknarfólk og margar rannsóknir væru í gangi þó þær megi alltaf aukast. Niðurskurðurinn kemur þó líka við sögu á þessu sviði. Menntun og endurmenntun í skógrækt er öflug. Verkefnið ,,Skógargull“ hefur ekki verið hægt að vinna að fullum krafti vegna títt nefnds niðurskurðar en það hefur sýnt hvaða möguleikar liggja í íslenskum skóga. Það eru miklir möguleikar í úrvinnslu á timbri sem og í öðrum skógarnytjum en bóndinn þarf að þekkja skóginn sinn vel til að hámarka nytjarnar. Björn bar góðar kveðjur frá fundi félags skógareigenda (NSFfundur) á Norðurlöndum sem hann sat nýlega. Fór yfir hvað hinar þjóðirnar eru að gera og hvað er mikilvægt fyrir ,,okkur“ að læra af. ,,Uppsóp“ úr skógum er líka peningur, greinar og slíkt. Sagði frá því hvernig nágrannaþjóðirnar vinna með náttúruvernd í skógunum. 3 Ísland er orðinn þátttakandi í starfi NSF að því leyti að það er með í nefndum. Þá nefndi hann nokkur verkefni sem eru í gangi og LSE vill leggja áherslu á: Kraftsamlig skog – kraftmeiri skógur Akurræktun jólatrjáa Verkefni með stóriðju Auka grisjun Auka enn meira fræðslu til skógareigenda Ráðstefna LSE Blaðið Við skógreigendur Björn sagði stærsta málið þó vera að afla meiri fjár til reksturs LSE María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir endurskoðuðum reikningum samtakanna árið 2010. Niðurstöður rekstrarreiknings; Rekstrartekjur 7.499.192 Rekstrargjöld 7.028.050 Rekstrarhagnaður 462.254 Niðurstöður efnahagsreiknings; Eignir 4.223.711 Eigið fé 4.223.711 Eigið fé og skuldir 4.223.711 Reikningarnir bornir upp og samþykktir samhljóða. 4. Ávörp gesta Þorsteinn Tómasson flutti kveðjur frá landbúnaðarráðherra sem forfallaðist á síðustu stundu en mætir annað kvöld því landbúnaðarráðuneytið leggur mikla áherslu á að mæta á aðalfund LSE sem og afmæli Héraðs-og Austurlandsskóga. Ráðuneytið er að huga að framtíðarmálum skógræktarmála og bændaskógræktin er ráðuneytinu hugleikin. Lagði áherslu á hlutverk LSE í uppbyggingu skógræktar. Þorsteinn sagðist vera nýkomin úr ferð á vegum Skógræktarfélags Íslands um Skotland og sagði það hafa verið upplifun að sjá Skotland með augum skógræktarmanna og sagðist vera viss um að við gætum ýmislegt lært af Skotum en þeir hófu skógrækt við svipaðar aðstæður og við Íslendingar t.d. mikið bitið land. Hvatti skógarbændur til að vera vakandi í þeim umræðum um umhverfi, náttúrvernd og jarðalög sem eru í gangi. Lýsti ánægju með þróttmikið starf LSE. Þröstur Eysteinsson ávarpaði fundinn og færði fundarmönnum góða kveðju frá skógræktarstjóra, Jóni Loftssyni, sem er staddur í Noregi sem og kveðjur frá Skógrækt ríksins allri. Þröstur segist hafa horft á ótrúlegar framfarir í skógrækt á þeim tæpum 20 árum sem hann hefur starfað hjá Skógrækt ríkisins. Á þessum tíma sé m.a. búið að sanna það að tré geta vaxið á Íslandi. Framleiðsla íslenskra skóga er mikil og stundum 4 jafnvel meiri en í nágrannalöndunum. Við höfum alla möguleika á að gera mikið úr þeim og skapa skógarauðlind. Félagsstarfið hefur einnig verið að þróast og m.a. LSE orðið til. Sala á afurðum grisjunar hefur líka stóraukist og það er iðnaður sem kaupir. Iðnaður sem býr til undirlag fyrir búpening og iðnaður sem býr til kísil. Kísill er m.a. notaður í tölvukubba og sólarsellur og framundan er vöxtur í því. Skógarafurðir henta vel í þessa framleiðslu í stað kola eða koks sem verksmiðjurnar nota og eru grafin úr jörðu. Í bígerð er að reisa aðra kísilverksmiðju á Reykjanesi svo það er bara meiri eftirspurn eftir við framundan. Þetta er allt mjög mikilvægt og íslensk skógrækt getur tekið þátt í þessu. Samt stöndum við hér og erum í vörn. Íslensk skógrækt er í vörn, framlög ríkisins til skógræktar byrjuðu að dala um 2004 og endurspegla kannski áhuga stjórnvalda á skógrækt. Þröstur nefndi þá arfavitlausu ákvörðun að kljúfa skógræktina í landinu í tvennt á milli tveggja ráðuneyta. Þá kom hann inn á þá pólítík sem er í gangi við hina ýmsu laga og reglugerðarsetninga sem og skipulagsgerð en þar er skógrækt oft orðin ógn í augum einhverra aðila og þar með er skógrækt í vörn. Allt þetta hefur gert það að verkum að skógræktargeirinn hefur veikst og það þarf að snúa vörn í sókn og vinna saman. Þröstur fagnar því að það standi til að stofna félag um jólatrjáarækt og býður fram þekkingu Skógræktar ríkisins en þá aðallega í því að vita hvað ekki á að gera. Segir það fagnaðarefni að skógarbændur sem hafi þekkinguna taki að sér þessa ræktun. Benti bændum á að samkeppnisaðilarnir í jólatrjárækt væru ekki Skógrækt ríkisins og/eða Skógræktarfélag Íslands heldur danskir jólatrjáræktendur, því mætti ekki hver höndin vera upp á móti annarri. Sagði frá bók sem Níels Árni Lund er með í smíðum sem er um Melrakkasléttu m.a. um skógræktarskilyrði þar. Björgvin Örn Eggertsson frá Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands ávarpaði fundinn og flutti fundinum kveðjur starfsmanna LBHÍ. Sagði LBHÍ og endurmenntunina tengjast landshlutaverkefnunum í skógrækt á margan hátt m.a. í gegnum Kraftsamlig skog sem og námskeiðaraða Grænni skóga. Síðastliðið vor voru liðin 10 ár síðan Grænni skóga námskeiðaröðin hófst og hafa 11-12 raðir farið fram. Flestar af Grænni skógum I. Á þessum 10 árum hafa 270 manns útskrifast og haldin hafa verið 160 námskeið. Björgvin sagði Grænni skóga vera elsta skógræktarnámið í landinu því skógfræðibrautin á Hvanneyri byrjaði ekki fyrr en 2006. Þá fór hann yfir námskeið Endurmenntunardeildarinnar en 220 námskeið voru haldin á vegum hennar á síðasta ári. Húsgagnagerð úr skógarefni var hugmynd sem hent var fram fyrir nokkrum árum og nú í haust var slíkt námskeið auglýst. Námskeiðið sprakk í aðsókn og búið er að auglýsa námskeið á Norðurlandi og Suðurlandi og þau eru full. Sagði nemendur á þessum námskeiðum vera mikilvæga notendur þar sem þeir nota afurðir úr skógunum. Sagði frá grisjunarnámskeiði sem verður á Hallormsstað í vikunni og ítrekaði gildi þekkingar í skógrækt. Vigdís Sveinbjörnsdóttir ávarpaði fundinn fyrir hönd Bændasamtaka Íslands. Þakkaði boðið á aðalfundinn og flutti kveðju BÍ. Sagði Vigdís skógarbændur eiga fulltrúa á Búnaðarþingi og komi þannig að landbúnaðarkerfinu. 5 Talaði um að landbúnaðarkerfið væri flókið en bændur ættu aðild að þessu kerfi eftir mörgum leiðum. Sagði skógarbændur alveg eiga samleið með öðrum bændum og oft væri skógarbóndinn líka í öðrum búskap. Skógrækt eiga að teljast til landbúnaðar og skógarbændur ættu heima innan BÍ. Aðalatriði væri að vinna saman. Að lokum sagði Vigdís það vera forréttindi að hafa yfirráð yfir landi en þeim forréttindum fylgi líka ábyrgð.

5. Umræður um skýrslu stjórnar Þorsteinn Tómasson kom í pontu og hnykkti á því að landbúnaðarráðherra og ráðuneytið segði skógrækt tvímælalaust vera landbúnað. Björn Ármann Ólafsson tók til máls og sagði miklar upplýsingar hafa komið fram m.a. í góðri skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra. Sagðist hann aðeins ætla að koma inn á þau mál sem væru áhyggjuefni. Það að skorið hafi verið niður um 60% hjá LVH frá 2006 sagði hann sýna að stjórnvöldum væri ekki umhugað um skógrækt og nú yrði að snúast til varnar. Stjórnvöld taka kolefnisgjald af eldsneyti sem færi beint í ríkissjóð en það gjald ætti að ganga beint til skógarbænda (lófatak). Tók hann sem dæmi að skógrækt á Austurlandi væri orðin það mikil að hún gæti kolefnisjafnað á móti allri mengun sem á sér stað á Austurlandi og vel það. Síðan snéri hann sér að því sem er að gerast í náttúruvernd. Sagði hann þeim hluta náttúruverndarlaga sem fjalla um skógrækt hafa verið frestað, m.a. vegna kröftugra athugasemda ýmissa aðila, en brýnir menn til að gleyma sér ekki því þetta væri bara frestun og því þyrfti að vera vakandi. Við verðum að berjast fyrir því sem er framundan voru lokaorðin. 6. Mál lögð fyrir fundinn - skipað í nefndir fundarins og málum vísað til nefnda. Edda Kr. Björnsdóttir gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum frá stjórn LSE: Tillaga nr. 1 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 skorar á atvinnuveganefnd alþingis að skoða allar leiðir til að íslenskir skógar geti þjónað viðarþörf íslensks iðnaðar til framtíðar.“ Greinargerð: Með aukinni uppbyggingu á iðnaði á Íslandi, þar sem timbur er notað sem hráefni, er mikilvægt að skipuleggja til langs tíma þörf á timbri til iðnaðarnota. Nægt landrými er til staðar til að mæta þörf markaðarins eftir timbri ef saman fer gott skipulag og fylgni í uppbyggingu á skógrækt. Vísað til allsherjarnefndar Tillaga nr. 2 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 leggur áherslu á að með aukinni skógrækt eykst matvælaöryggi þjóðarinnar. Með aukinni skógrækt skapast í senn verðmæti tengd nýjum atvinnutækifærum og verðmæti í formi timburs, bindingu koltvísýrings, bættum skilyrðum til 6 matvælaframleiðslu auk orkuöryggis með aukinni nýtingu á skógarauðlindinni. Hin jákvæðu umhverfisáhrif skógræktar felast í timburframleiðslu, ræktun og framleiðslu matvæla í skjóli skóga, umhverfisbótum, endurheimtu landgæða og auknum fjölbreytileika í lífríkinu.“ Vísað til allsherjarnefndar Tillaga nr. 3 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 þakkar samstarfsaðilum fyrir ánægjulegt samstarf við framkvæmd Timburráðstefnunnar sem haldin var á Hótel Sögu í lok apríl sl. Aðalfundur LSE vill færa Nýsköpunarmiðstöð Íslands sérstakar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð við allan undirbúning og framkvæmd ráðstefnunnar.“ Vísað til félagsmálanefndar Tillaga nr. 4 frá stjórn LSE ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 skorar á Sjávarútvegs- og landbúnaðaráðuneytið að beita sér fyrir endurskoðun og samræmingu laga og reglugerða er varða girðingalög, nýtingu lands og fjallskil, til einföldunar og hagsbóta fyrir alla land- og búfjáreigendur.“ Greinargerð: Það hefur verið ljóst í nokkurn tíma að lög og reglugerðir um þessa þætti landbúnaðarins rekast á hvers annars horn með tilkomu nýrra búgreina og fjölbreyttari atvinnu í sveitum á síðustu áratugum. Vísað til allsherjarnefndar Tillaga nr. 5 frá stjórn LSE ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 skorar á stjórnvöld að sýna vilja í verki á Ári skóga Sameinuðu þjóðanna 2011 með stórauknum stuðningi við ræktun nytjaskóga á Íslandi.“ Vísað til félagsmálanefndar Tillaga nr. 6 frá stjórn LSE ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 samþykkir framkomna stefnumörkun LSE; „Framtíðarsýn Landssamtaka skógareigenda 2011-2020, Samvinna - þekking – árangur.” Vísað til félagsmálanefndar María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu frá stjórn LSE: 7 Tillaga nr. 7 frá stjórn LSE Tillaga nr. 7 Fjárhagsáætlun LSE fyrir starfsárið 2012 2009 2010 Breyting 2011 Breyting 2012 Breyting Rekstrartekjur: frá fyrra ári frá fyrra ári frá fyrra ári Félagsgjöld 608.000 491.000 -19,2% 900.000 83,3% 900.000 0,0% Ýmis framlög 587.416 340.986 -42,0% 300.000 -12,0% 300.000 0,0% Vaxtatekjur 240.163 129.460 -46,1% 300.000 131,7% 50.000 -83,3% Ríkisframlag 7.000.000 7.000.000 0,0% 4.000.000 -42,9% 4.000.000 0,0% Tekjur samtals 8.435.579 7.961.446 -5,6% 5.500.000 -30,9% 5.250.000 -4,5% Rekstrargjöld: Kostnaður vegna aðalfundar 888.080 815.067 -8,2% 300.000 -63,2% 400.000 33,3% Stjórnar- og fundarkostnaður 1.408.821 1.468.312 4,2% 1.000.000 -31,9% 900.000 -10,0% Ráðstefnur og námskeið 13.800 169.045 1125,0% 100.000 -40,8% 150.000 50,0% Þróunarvinna 585.314 980.540 67,5% 500.000 -49,0% 500.000 0,0% Rekstur skrifstofu 3.425.941 3.308.511 -3,4% 3.800.000 14,9% 3.000.000 -21,1% Blaðaútgáfa 665.460 673.206 1,2% 250.000 -62,9% 250.000 0,0% Annað 20.316 76.075 274,5% 320.000 320,6% 40.000 -87,5% Vaxta- og bankakostnaður 20.318 8.436 -58,5% 30.000 255,6% 10.000 -66,7% Gjöld alls 7.028.050 7.499.192 6,7% 6.300.000 -16,0% 5.250.000 -16,7% Hagnaður/tap ársins 1.407.529 462.254 -67,2% -800.000 -273,1% 0 -100,0% Handbært fé 31.12. 3.772.457 4.223.711 3.423.711 3.423.711 Vísað til fjárhagsnefndar Bergþóra Jónsdóttir gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu frá Félagi skógarbænda á Vesturlandi: Tillaga nr. 8 Tillaga til aðalfundar LSE 7. & 8. okt. 2011. Frá Félagi skógarbænda á Vesturlandi. Félag skógarbænda á Vesturlandi skorar á stjórn L.S.E. að vinna með Bændasamtökum Íslands og viðeigandi ráðuneytum að því að skapa friðargrundvöll og jafnrétti milli hagsmuna ólíkra greina landbúnaðarins. Hér er átt við setningu laga og reglugerða um að jarðeignir, umráðaréttur þeirra og hlunnindi eigenda séu virt og að enginn einn eða ein grein sé rétthærri hinni í anda mannréttindasáttmála sem Ísland hefur skuldbundið sig til. Þekkt er að beit dýra veldur æ meiri ósátt landeigenda þar sem jarðir þeirra eru beittar af öðrum í óleyfi og óþökk. Vandanum til þessa hefur verið velt á þolandann en eigendur búfjárins ekki gerðir ábyrgir fyrir að halda fé sínu til haga. Þannig hefur rekstrarkostnaði eins eða geranda verið velt yfir á þolanda og oft með ærnum 8 tilkostnaði. Dæmin eru hvað skýrust milli sumra sauðfjárbænda og skógarbænda um land allt. Leggur F.S.V. til að farið verði í endurskoðun þeirra laga og reglugerða sem viðhalda þessu ójafnræði og íþyngja fjárhagslega sem dæmi skógarbændum verulega með einhliða ærnum girðingarkostnaði. Þá má hagræða verulega öllum til bóta ef farið væri í að deila landsvæðum upp og skilgreina eftir megin starfsemi. Þannig mætti girða af svæði t.d. 10 samhangandi jarða eða fleiri sem væru með sama búskap. Ef þar fyrir utan væru síðan aðrar samhangandi jarðir með annað en eins búskaparform innbyrðis, sem samrýmdist ekki því hinu megin, gætu þeir sameinast um að girða sitt hólf. Ríkið er hvort eð er að kosta miklu til girðinga meðfram vegum í gegnum vegalögin en vörn þeirra girðinga eru algerlega takmörkuð við vegina en ekki allt landsvæðið innan þeirra. Með þessu myndi gildi girðinga aukast til mikilla muna eða bæði til umferðaröryggis en líka til landverndar og uppgræðslu stórra svæða bæði plantna og trjáa. Einfaldar þetta við haustleitir og gefur tíma aflögu fyrir utan smitvörn milli dýra. Ríkisvaldið ætti að hafa verulegan hag af því að þurfa ekki að girða beggja megin vega og umhverfismengun af girðingum minnkar. Vísað til allsherjarnefndar Anna Ragnarsdóttir gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu frá Félagi skógarbænda á Norðurlandi: Tillaga nr. 9 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011, skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir því að fjárframlög til landshlutaverkefnanna í skógrækt verði aukin á komandi fjárlögum. Skógrækt á Íslandi hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Markmið ríkisstjórnarinnar sem sett voru fram í aðgerðaráætlun í loftslagsmálum munu langt því frá nást verði nýskógrækt ekki aukin aftur sem fyrst.“ Greinargerð: Ríkisstjórnin samþykkti fyrir um ári síðan aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem felur í sér að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um allt að 30% til ársins 2020 með tíu lykilaðgerðum. Samkvæmt áætluninni mun binding kolefnis með skógrækt og landgræðslu verða sú einstaka aðgerð sem mestu mun skila. Í aðgerðaáætluninni er gert ráð fyrir að skógrækt og landgræðsla muni að lágmarki haldast óbreytt og jafnframt er bent á það að margvíslegur annar árangur geti náðst með skógrækt sem hagkvæmur er þjóðarbúinu. Frá þeim tíma sem aðgerðaáætlunin miðar við, hafa framlög til landshlutaverkefnanna í skógrækt verið skorin niður um ca. 60% og nýgróðursetningar hafa að sama skapi dregist saman. Skógarbændur sem starfa með landshlutaverkefnunum standa fyrir rúmlega 80% af allri nýskógrækt á Íslandi. 9 Það er því ljóst að Ríkisstjórn Íslands mun ekki geta staðið við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum með áframhaldandi niðurskurði á framlögum til skógræktar. Nauðsynlegt er að auka fjárframlög þegar í stað, eigi skógrækt að skila þeim árangri í bindingu kolefnis sem stefnt er að. Vísað til fjárhagsnefndar Lúðvíg Lárusson gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum: Tillaga nr. 10 Tillaga til stjórnar landsfundar LSE 7. & 8. okt. 2011. Frá Landgræðslufélagi Skógarstrandar. ,,Landgræðslufélag Skógarstrandar skorar á LSE að beita sér fyrir kynningu og átaki á þörfinni fyrir „gróðuröryggi” innan landbúnaðargeirans á tötrum klæddu landinu bæði í gegnum Landgræðslu ríkisins og skógræktarfélög landins.“ Greinargerð: Má skoða þetta í samhengi við tískuorðið „matvælaöryggi” þjóðarinnar sem virðist notað til að réttlæta aukna atvinnu bænda í matvælaframleiðslu. Má sú forsenda liggja milli hluta hér en ljóst er að til að auka matvælaöryggi byggir hún á frumforsendunni gróðuröryggi en þar sem landið er víða gróðursnautt er full ástæða til að gera alvöru úr gróðuröryggi landsins sem átaki. Landgræðsla og skógrækt eru búgreinar sem komnar eru til að vera og góð viðbót við annan landbúnað. Því ætti það að vera sjálfsögð skylda allra matvælaframleiðenda að sjá eigin hag í umhverfisvænu gróðuröryggi fyrst en síðan að meta stærð bústofns eftir beitarþoli eigin jarða. Hér kemur gildi skógræktar sem framtíðarfjárfesting í landgæðum og bættu veðurfari til með að gera það kleift að bæta fæðuöryggi án þess að fórna náttúrunni eða landgæðum. Því þarf verulega aukningu í fjárframlögum ríkisins til skógræktar og landgræðslu ef auka á fæðuöryggi landsmanna. Vísað til allsherjarnefndar Tillaga nr. 11 Tillaga til stjórnar landsfundar LSE 7. & 8. okt. 2011. Frá Landgræðslufélagi Skógarstrandar. ,,Landgræðslufélag Skógarstrandar skorar á LSE að beita sér fyrir þátttöku í Hvítbókarvinnu Umhverfisráðuneytisins þar sem unnið er að skilgreina nánar á hvaða forsendum erlendar framandi trjátegundir eru ekki skaðlegar eða óæskilegar fyrir íslenzka náttúru og útskýra hvernig allar trjátegundir eru í eðli sínu ágengar. Tilgangurinn er að hefta ekki eðlilegan framgang fjölbreytilegrar skógræktar á Íslandi.“ Greinargerð: Gera má ráð fyrir að loftslag, eldfjallavirkni og samneyti við menn og búpening ráði mestu um framgang trjátegunda hérlendis eins og jarðsagan fræðir okkur um japanskan rauðvið, beyki-, og eikarskóga fyrr á öldum. Þá má spyrja hvar stæðum við Íslendingar 10 núna ef landnámsmenn hefðu tekið með sér ýmsar trjátegundir til ræktunar en ekkert sauðfé eða svín? Væri þá samt aðeins birki, víðir og reynitré velþóknanleg á Íslandi? Skorað er á LSE að gera könnun á því meðal félagsmanna hvaða afstöðu þeir hafa til þessara mála til að sjá styrkja eða letja fjölbreytni í tegundavali trjáa hérlendis. Vísað til félagsmálanefndar Bergþóra Jónsdóttir gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu frá Félagi skógarbænda á Vesturlandi: Tillaga nr. 12 Tillaga fyrir aðalfund LSE 7. og 8. október 2011 að Eiðum. Frá Félagi skógarbænda á Vesturlandi. ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011, skorar á stjórnvöld að hafa eigin stefnumótun að leiðarljósi þ.e. það markmið að stuðla að sjálfbærri skógrækt og halda því áfram að byggja upp skógarauðlindina á Íslandi og stuðla jafnframt að eflingu byggðar og atvinnu í dreifbýli. Fundurinn skorar á stjórnvöld að endurskoða þann mikla niðurskurð, u.þ.b. 60% frá 2006, á fjárlögum sem orðið hefur til nytjaskógræktar. Skógrækt er vaxandi atvinnugrein og fer hlutur úrvinnslu ört vaxandi og því er mikilvægt að draga ekki úr nýgróðursetningum sem er forsenda þess að skógrækt verði sjálfbær atvinnugrein sem er raunhæft markmið á Íslandi í dag. Skógrækt er atvinnugrein sem getur skapað mörg störf, við plöntuframleiðslu, gróðursetningar, umhirðu og úrvinnslu, og er því góður kostur til að efla og byggja upp atvinnu í landinu.“ Vísað til félagsmálanefndar María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum frá Félagi skógareigenda á Suðurlandi og flutti í leiðinni kveðjur frá öðrum stjórnarmönnum félagsins sem áttu ekki heimangengt til fundar: Tillaga nr. 13 ,,FsS beinir þeim eindregnu tilmælum til Landssamtaka skógareigenda að taka fyrir og vinna að heildarskipulagi skógræktar á Íslandi og uppbyggingu atvinnugreinarinnar.“ Greinargerð: Ljóst er að það er orðið mjög aðkallandi að heildarskipulag atvinnugreinarinnar skógrækt, liggi fyrir. Þar þarf að taka mið af markvissri uppbyggingu greinarinnar, einföldu og skýru ákvörðunarvaldi og boðleiðum, fagmennsku við skipulag skógræktar og úrvinnslu, með það að markmiði að tryggja stöðugt og öruggt framboð af timbri og öðrum afurðum skógarins, þar á meðal kolefnisjöfnun. 11 Tryggja þarf eðlilegt lagaumhverfi og öruggt fjármagn til uppbyggingar greinarinnar, enda ljóst að mörg ný störf munu fylgja þróun og vexti hennar og margföldunaráhrif þess fjármagns sem til hennar er lagt fyrstu skrefin, munu verða veruleg, ekki síst vegna hliðargreina sem skapast munu við úrvinnslu afurða skógarins. Vísað til félagsmálanefndar Tillaga nr. 14 ,,FsS leggur til að aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, að Eiðum, 7. til 8. október 2011, skori á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, að taka höndum saman við Landssamtök skógareigenda og skipa nefnd er vinni að heildar skipulagi atvinnugreinarinnar skógrækt.“ Greinargerð: Skógrækt er atvinnugrein og verður að vera viðurkennd sem slík. Uppbygging hennar þarf að ganga hratt og vel fyrir sig, þar sem afurðir skógarins bíða nú þegar frekari úrvinnslu. Hagsmunir skógarbænda og það umhverfi sem skógarbændur lifa og vinna við, verður að vera í þeim farvegi, að ljóst sé að öruggt, markvisst og af metnaði, sé unnið að því að rækta skóg, með hagkvæma uppbyggingu í huga. Þar skal hafa að leiðarljósi, góða umgengni og tillit til náttúru landsins, matvælaöryggi, atvinnuuppbyggingu og nýjar atvinnugreinar og fegurra umhverfi fyrir betra mannlíf. Vísað til félagsmálanefndar Allsherjarnefnd – Formaður; Steingrímur Gautur Kristjánsson Fjárhagsnefnd – Formaður; María E. Ingvadótitr. Félagsmálanefnd – Formaður; Ásvaldur Magnússon Uppstillingarnefnd; Björn Ármann Ólafsson formaður, Sigrún Grímsdóttir og Bergþóra Jónsdóttir

7. Aðalfundi frestað og nefndastörf hefjast. Kvöldmatur.

8. Nefndir skila áliti. Allsherjarnefnd. Formaður; Steingrímur Gautur Kristjánsson Tillaga 1 (Tillaga nr.1 frá stjórn LSE) ,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 skorar á atvinnuveganefnd Alþingis að skoða allar leiðir til að íslenskir skógar geti þjónað viðarþörf íslensks iðnaðar til framtíðar.“ 12 Greinargerð: Með aukinni uppbyggingu á iðnaði á Íslandi, þar sem timbur er notað sem hráefni, er mikilvægt að skipuleggja til langs tíma þörf á timbri til iðnaðarnota. Nægt landrými er til staðar til að mæta þörf markaðarins eftir timbri ef saman fer gott skipulag og fylgni í uppbyggingu á skógrækt. Samþykkt samhljóða Tillaga 2 (Tillaga nr. 2 frá stjórn LSE) ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 leggur áherslu á að með aukinni skógrækt og landgræðslu eykst fæðuöryggi þjóðarinnar. Með aukinni skógrækt skapast bætt skilyrði til matvælaframleiðslu í skjóli skóga ásamt meiri verðmætum og nýjum atvinnutækifærum. Greinargerð: Hin jákvæðu umhverfisáhrif skógræktar felast í timburframleiðslu, ræktun og framleiðslu matvæla, umhverfisbótum, endurheimt landgæða og auknum fjölbreytileika í lífríkinu. Því þarf verulega hækkun á fjárframlögum ríkisins til skógræktar og landgræðslu til að tryggja fæðuöryggi landsmanna. Samþykkt með meirihluta atkvæða Þorsteinn Pétursson kom með athugasemd við skjól skóga – þessi setning væri óþarfi. Sæmundur Kr. Þorvaldsson vildi halda textanum óbreyttum. María E Ingvadóttir telur að vakið hafi fyrir þeim sem sömdu þetta að svara þeirri gagnrýni sem skógrækt verði fyrir á þann hátt að það sé ekki pláss fyrir skógrækt vegna matvælaöryggis þjóðarinnar. Þröstur Eysteinsson sagði að ef skógarbændur vildu hrekja þá umræðu að skógrækt sé mikil ógn við matvælaöryggi á Íslandi ættu þeir bara að segja það beint út. Skógrækt er ekki ógn við matvælaöryggi. Breytingartillaga kom fram frá Birni Ármanni Ólafssyni um að niður falli orðin ,,í skjóli skóga“ en hún var felld. Tillaga 3 (Tillaga nr. 4 frá stjórn LSE) ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 skorar á Sjávarútvegs-og landbúnaðaráðuneytið að beita sér fyrir endurskoðun og samræmingu laga og reglugerða er varða girðingar, nýtingu lands og fjallskil, til einföldunar og hagsbóta fyrir alla land- og búfjáreigendur.” Greinargerð: Gæta þarf þess að lög og reglugerðir um þessa þætti landbúnaðar tryggi jafnrétti allra búgreina í sveitum landsins. Samþykkt samhljóða. Fjárhagsnefnd. Formaður; María E. Ingvadóttir 13 Tillaga 1 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 samþykkir að stjórn LSE fái þóknun fyrir árið 2012 sem hér segir: Formaður 120.000 120.000 Gjaldkeri 90.000 90.000 Aðrir stjórnarmenn 80.000 240.000 Stjórnarlaun samtals 450.000 Samþykkt samhljóða Tillaga 2 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 samþykkir að félagsgjöld verði 1.500.” Samþykkt samhljóða Tillaga 3 (Tillaga nr. 7 frá stjórn LSE) ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 samþykkir fyrirliggjandi fjárhagsáætlun LSE fyrir árið 2012” Tillaga nr. 7 Fjárhagsáætlun LSE fyrir starfsárið 2012 2009 2010 Breyting 2011 Breyting 2012 Breyting Rekstrartekjur: frá fyrra ári frá fyrra ári frá fyrra ári Félagsgjöld 608.000 491.000 -19,2% 900.000 83,3% 900.000 0,0% Ýmis framlög 587.416 340.986 -42,0% 300.000 -12,0% 300.000 0,0% Vaxtatekjur 240.163 129.460 -46,1% 300.000 131,7% 50.000 -83,3% Ríkisframlag 7.000.000 7.000.000 0,0% 4.000.000 -42,9% 4.000.000 0,0% Tekjur samtals 8.435.579 7.961.446 -5,6% 5.500.000 -30,9% 5.250.000 -4,5% Rekstrargjöld: Kostnaður vegna aðalfundar 888.080 815.067 -8,2% 300.000 -63,2% 400.000 33,3% Stjórnar- og fundarkostnaður 1.408.821 1.468.312 4,2% 1.000.000 -31,9% 900.000 -10,0% Ráðstefnur og námskeið 13.800 169.045 1125,0% 100.000 -40,8% 150.000 50,0% Þróunarvinna 585.314 980.540 67,5% 500.000 -49,0% 500.000 0,0% Rekstur skrifstofu 3.425.941 3.308.511 -3,4% 3.800.000 14,9% 3.000.000 -21,1% Blaðaútgáfa 665.460 673.206 1,2% 250.000 -62,9% 250.000 0,0% Annað 20.316 76.075 274,5% 320.000 320,6% 40.000 -87,5% Vaxta- og bankakostnaður 20.318 8.436 -58,5% 30.000 255,6% 10.000 -66,7% Gjöld alls 7.028.050 7.499.192 6,7% 6.300.000 -16,0% 5.250.000 -16,7% Hagnaður/tap ársins 1.407.529 462.254 -67,2% -800.000 -273,1% 0 -100,0% Handbært fé 31.12. 3.772.457 4.223.711 3.423.711 3.423.711 Samþykkt samhljóða Tillaga 4 (Tillaga nr. 9 frá FsN) 14 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011, skorar á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir því að fjárframlög til landshlutaverkefnanna í skógrækt verði aukin á komandi fjárlögum.“ Greinargerð: Skógrækt á Íslandi hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Markmið ríkisstjórnarinnar sem sett voru fram í aðgerðaráætlun í loftslagsmálum munu langt í frá nást verði nýskógrækt ekki aukin sem fyrst. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir um ári síðan aðgerðaáætlun í loftslagsmálum sem felur í sér að dregið verði úr nettólosun gróðurhúsalofttegunda um allt að 30% til ársins 2020 með tíu lykilaðgerðum. Samkvæmt áætluninni mun binding kolefnis með skógrækt og landgræðslu verða sú einstaka aðgerð sem mestu mun skila. Í aðgerðaáætluninni er gert ráð fyrir að skógrækt og landgræðsla muni að lágmarki haldast óbreytt og jafnframt er bent á það að margvíslegur annar árangur geti náðst með skógrækt sem hagkvæmur er þjóðarbúinu. Frá þeim tíma sem aðgerðaáætlunin miðar við, hafa framlög til landshlutaverkefnanna í skógrækt verið skorin niður um ca. 60% og nýgróðursetningar hafa að sama skapi dregist saman. Skógarbændur sem starfa með landshlutaverkefnunum standa fyrir rúmlega 80% af allri nytjakógrækt á Íslandi. Það er því ljóst að Ríkisstjórn Íslands mun ekki geta staðið við skuldbindingar sínar í loftslagsmálum með áframhaldandi niðurskurði á framlögum til skógræktar. Nauðsynlegt er að auka fjárframlög þegar í stað, eigi skógrækt að skila þeim árangri í bindingu kolefnis sem stefnt er að. Skógrækt er atvinnugrein sem skapar mörg störf, við plöntuframleiðslu, gróðursetningar, umhirðu og úrvinnslu, og er því góður kostur til að efla og byggja upp atvinnu í landinu. Samþykkt samhljóða Félagsmálanefnd. Formaður; Ásvaldur Magnússon Tillaga 1 (Tillaga nr. 13 frá FsS) ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 skorar á stjórn LSE að skipa nefnd er vinnur að tillögu um heildarfyrirkomulag atvinnugreinarinnar ,,skógrækt“.” Greinargerð: Mjög aðkallandi er að heildarfyrirkomulag atvinnugreinarinnar ,,skógrækt” liggi fyrir og að atvinnugreinin verði viðurkennd sem slík. Uppbygging hennar þarf að ganga hratt og vel fyrir sig, þar sem afurðir skógarins bíða nú þegar frekari úrvinnslu. Þar skal hafa að leiðarljósi: Að tryggja stöðugt og öruggt framboð á timbri og öðrum afurðum skógarins, þar á meðal kolefnisjöfnun. En um leið góða umgengni og að tillit verði tekið til náttúru landsins, fæðuöryggis, atvinnuuppbyggingar, nýrra atvinnugreina og fegurra umhverfis fyrir betra mannlíf. 15 María E. Ingvadóttir vildi fá skýringu frá nefndinni af hverju felld var út heil setning út úr upphaflegu tillögunni sem og öll tillaga 14. Sagði tillögur Félags skógareigenda á Suðurlandi hafa miðast að því að snúa vörn í sókn og einfalda allan strúktur. Lagði til að tillögurnar eins og þær komu fram upphaflega yrðu samþykktar óbreyttar. Björn Ármann Ólafsson velti fyrir sér kolefnisjöfnun. Við þurfum að vera með eitthvað bitastætt í tillögum um kolefnisbindingu þar sem ríkið virðist telja sig eiga bindinguna sem nýskógrækt skapar. Þurfum að tala um úthlutun og eignarhald á bindingu og að skógarbændur eiga að njóta arðs af jöfnuninni sé hún seld. Þröstur Eysteinsson lýsti þeim umræður sem fóru fram í nefndinni um þessar tvær tillögur. Sagði aðalbreytinguna við upphaflegu tillögu nr. 13 að orðinu heildarskipulag hafi verið breytt í heildarfyrirkomulag svo enginn misskilningur yrði því orðið skipulag skildist með ákveðnum hætti og væri villandi. Telur tillögu 13 efnislega óbreytta. Varðandi tillögu nr. 14 sagði hann hana vera nánast eins og tillögu 13 nema þar var lagt til að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti kæmi að vinnunni með LSE. Vandamálið liggur í því að búið er að kljúfa skógræktina undir tvö ráðuneyti og því ekki hægt að fjalla um heildarfyrirkomulag bara með öðru ráðuneytinu. Niðurstaða nefndarinnar var því að LSE ætti að móta sínar eigin skoðanir án aðkomu ráðuneyta. Segir tillögu 13 (nr.1 frá nefndinni) ná þessum tilgangi. Margrét Guðmundsdóttir ræddi matvæla og fæðuöryggi. Finnst umræðan í landinu algjört bull. Það sé ekki hægt að tryggja þetta öryggi nema fullt af öðrum hlutum séu til staðar sem þarf að flytja inn s.s. áburð og annað. Skógrækt er komin til að vera sem atvinnugrein og þarf ekki að hengja sig í fæðuöryggi. Maríu E. Ingvadóttur fyndist eðlilegra að halda tillögu 14 inni og bæta inn í hana aðkomu umhverfisráðuneytis. Segir LSE ekki ákveða heildarfyrirkomulag eitt. Leggur til að tillaga 14 verði tekin inn með þessari breytingu. Björn Ámann Ólafsson kom með breytingartillögu. Að í staðinn fyrir kolefnisjöfnun/bindingu. komi: ,,þar á meðal úthlutun og eignarhald á kolefnisbindingu.“ Davíð Herbertsson kastaði því fram hvort ekki væri bara best að segja stjórnvöld í tillögum í stað þess að telja upp ótal ráðuneyti. Eftirfarandi breytingartillaga við tillögu 1 var borin upp: ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 beinir þeim eindregnu fyrirmælum til Landssamtaka skógareigenda að taka fyrir og vinna að heildarfyrirkomulagi skógræktar á Íslandi og uppbyggingu atvinnugreinarinnar. Greinargerð: Ljóst er að það er orðið mjög aðkallandi að heildarfyrirkomulag atvinnugreinarinnar ,,skógrækt“ liggi fyrir. Þar þarf að taka mið af markvissri uppbyggingu greinarinnar, einföldu og skýru ákvörðunarvaldi og boðleiðum, fagmennsku við fyrirkomulag skógræktar og úrvinnslu, með það að markmiði að tryggja stöðugt og öruggt framboð af 16 timbri og öðrum afurðum skógarins, þar á meðal úthlutun og eignarhald kolefnisbindingar. Tryggja þarf eðlilegt lagaumhverfi og öruggt fjármagn til uppbyggingar greinarinnar, enda ljóst að mörg ný störf munu fylgja þróun og vexti hennar og margföldunaráhrif þess fjármagns sem til hennar er lagt fyrstu skrefin, munu verða veruleg, ekki síst vegna hliðargreina sem skapast munu við úrvinnslu afurða skógarins. Samþykkt með 24 atkvæðum gegn 8 María E. Ingvadóttir lagði jafnframt 14. tillögu frá FsS fram með breytingum. ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011, skori á umhverfis, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, að taka höndum saman við Landssamtök skógareigenda og skipa nefnd er vinni að heildarfyrirkomulagi atvinnugreinarinnar skógrækt. Greinargerð: Skógrækt er atvinnugrein og verður að vera viðurkennd sem slík. Uppbygging hennar þarf að ganga hratt og vel fyrir sig, þar sem afurðir skógarins bíða nú þegar frekari úrvinnslu. Hagsmunir skógarbænda og það umhverfi sem skógarbændur lifa og vinna við, verður að vera í þeim farvegi, að ljóst sé að öruggt, markvisst og af metnaði, sé unnið að því að rækta skóg, með hagkvæma uppbyggingu í huga. Þar skal hafa að leiðarljósi, góða umgengni og tillit til náttúru landsins, matvælaöryggi, atvinnuuppbyggingu og nýjar atvinnugreinar og fegurra umhverfi fyrir betra mannlíf. Felld með meirihluta. Þröstur Eysteinsson sagði fundinn nú vera búinn að samþykkja með breytingartillögunni við 1. tillögu nefndarinnar að LSE eigi að móta heildarfyrirkomulag en það á eftir að koma í ljós hvort samstaða er innan LSE um heildarfyrirkomulag. Fyrst þarf að vinna að því áður en farið er í samvinnu við ráðuneytin. Tillagan sé ekki slæm en vinnan sem er lögð til í henni er ekki tímabær fyrr en LSE hefur komist að samkomulagi um heildarfyrirkomulag. Ásvaldur Magnússon er sammála Þresti. Við þurfum að vita hvað við viljum áður en beðið er um samstarf við stjórnvöld. Maríu E. Ingvadóttur finnst ekki hægt að bíða með að taka á þessu máli. Það er endalaust verið að skera niður fjármagn og að sitja endalaust við skipulag sem þjónar skógrækt ekki vel gengur ekki. Verið sé að sóa tíma og peningum með óskipulagi. Verðum að vera á undan en vinna með ráðuneytum samhliða. Á meðan við afgreiðum ekki okkar innri strúktur verður valtað yfir okkur áfram. Það er ekki hægt að bíða. Lúðvíg Lárusson segir tillöguna góða og hefur trú á að LSE vinni sína heimavinnu áður en farið er í samvinnu við ráðuneytin. Treystir LSE fyrir málinu. 17 Valgerður Jónsdóttir sat í nefndinni og tekur undir með Þresti og Ásvaldi. Það eru allir sammála Maríu en ágreiningurinn er hvaða leið er farin. Telur sterkast fyrir LSE að vinna heimavinnuna sína fyrst. Að vinna grunnvinnuna með grasrótinni (félögunum). Til að ná markmiðunum sem María er að tala um að LSE komi fram með strúktur fyrir félagskerfið og skógrækt væri best að byrja á grunnvinnunni. Leggur til að tillaga nefndarinnar verði samþykkt. Það sé veikt að koma að þessu borði án góðs undirbúnings og samstöðu. Tillaga 2 (Tillaga nr. 11) ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 skorar á stjórn LSE að taka fullan þátt í vinnu í framhaldi af útgáfu Hvítbókar umhverfisráðuneytis um náttúruvernd með hagsmuni fjölbreyttrar nytjaskógræktar að leiðarljósi. Greinargerð: Sérstaklega verði þess gætt að í nýjum náttúruverndarlögum verði ekki að óþörfu þrengt að möguleikum á skynsamlegri notkun innfluttra trjátegunda í skógrækt á Íslandi. Samþykkt samhljóða Tillaga 3 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 skorar á umhverfisráðherra að við endurskoðun skógræktarlaga verði fullt tillit tekið til landshlutaverkefnanna í skógrækt.” Samþykkt samhljóða Tillaga 4 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 skorar á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra að við endurskoðun jarðalaga verði nytjaskógrækt viðurkennd búgrein.” Samþykkt samhljóða Jóhanna Sigurðardóttir spyr hvort ástæða hafi verið fyrir að nota nytjaskógrækt í stað orðsins skógræktar. Ásvaldur segir að í drögum að jarðalögum dettur skógrækt út sem búgrein og nefndin sé bara að árétta að þetta komi fram en taldi ekki öllu máli skipta hvort orðið yrði notað. Lúðvíg Lárussyni finnst vanta alveg umræðu um eignarhald á jörðum. Segir þörf á tillögu um það. Taldi varhugaverða hluti í gangi í jarðalögum. Edda Kr. Björnsdóttir blandaði sér í umræðu um orðalagið í tillögunni. Sagði þetta orð notað því nytjaskógrækt er undir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti en skógrækt undir umhverfisráðuneyti. Í jarðalögum er notað orðið nytjaskógrækt. 18 Borin var upp breytingartillaga um að skógrækt kæmi í stað nytjaskógræktar en hún var felld. Tillaga 5 (Tillaga nr. 3 frá stjórn LSE) ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 þakkar samstarfsaðilum fyrir ánægjulegt samstarf við framkvæmd Timburráðstefnunnar sem haldin var á Hótel Sögu í lok apríl sl. Aðalfundur LSE vill færa Nýsköpunarmiðstöð Íslands sérstakar þakkir fyrir ómetanlega aðstoð við allann undirbúning og framkvæmd ráðstefnunnar.“ Samþykkt samhljóða Björn Bj. Jónsson kom að undirbúningi ráðstefnunnar og sagði að Nýsköpunarmiðstöð hafi komið mikið og vel að undirbúningi og vilji halda áfram þátttöku í úrvinnslumálum. Mikilvægt að halda því samstarfi áfram því þar er bæði þekking og fjármagn. Tillaga 6 (Tillaga nr.6 frá stjórn LSE) ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn að Eiðum 7. og 8. október 2011 samþykkir að beina drögum að framtíðarsýn LSE, með breytingartillögum félagsmálanefndar, til stjórnar LSE til frekari úrvinnslu og kynningar á vefsíðu LSE. Framtíðarsýn verði lögð fram á næsta aðalfundi LSE.” Samþykkt samhljóða María E. Ingvadóttir kynnti störf úrvinnslunefndar sem er ætlað að koma á félagi sem sér um sölumál skógarafurða þ.á.m. kolefnisbindingu. Niðurstaðan var að stofna samvinnufélag sem sér um sölumál. Fundarmönnum býðst að skrá sig sem stofnfélaga.

9. Kosningar. Kosning eins stjórnarmanns. Úr aðalstjórn á að ganga Reynir Ásgeirsson fulltrúi Vesturlands. Tillaga uppstillingarnefndar er að í aðalstjórn LSE verði kjörin: Bergþóra Jónsdóttir frá Vesturlandi Samþykkt með lófataki. Gerð var athugasemd við kosningu með lófaklappi, bent á að nota handauppréttingu eða leynilega kosningu. Það var tekið til greina. Kosning þriggja varamanna í stjórn. Varamenn eru Jóhann Gísli Jóhannsson, Þórarinn Svavarsson og Sigrún Grímsdóttir. Tillaga uppstillinganefndar er að sömu varamenn verði kjörnir áfram Samþykkt samhljóða – og klappað. 19 Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga. Skoðunarmenn eru Ásmundur Guðmundsson og Jóhanna H. Sigurðardóttir. Tillaga uppstillingarnefndar að sömu skoðunarmenn verði kjörnir áfram. Samþykkt samhljóða – og klappað. Kosning tveggja varaskoðunarmanna reikninga. Varaskoðunarmenn eru Haraldur Magnússon og Hraundís Guðmundsdóttir. Tillaga uppstillingarnefndar að sömu varaskoðunarmenn verði kjörnir áfram. Samþykkt samhljóða – og klappað.

10. Önnur mál. Reynir Ásgeirsson þakkaði samstjórnendum sínum árin í stjórn. Óskaði eftirmanni og stjórn velgengni í framtíðinni. Agnes Þ. Guðbergsdóttir þakkaði fyrir góðan fund. Þakkaði fyrir bækling sem dreift var með fundargögnum um umhirðu ungskóga en vildi benda á stóran galla, eingöngu væru myndir af karlmönnum í bæklingnum og í yfirliti yfir hverjir hefðu unnið að honum kæmi fram að yfirlesarar hefðu eingöngu verið karlmenn. Sagði að konur, unglingar og börn kæmu líka að umhirðu skóga og svona bæklingur mætti alveg endurspegla það í myndskreytingum. Sherry Curl verkefnisstjóri bæklingsins þakkaði fyrir ábendinguna og sagði myndirnar bara eiga að hvetja kvenfólk til að láta meira að sér kveða. Björn Bj. Jónsson þakkaði fyrir góðan fund. Sagði það hafa verið skemmtilegt að vinna með Austfirðingum að undirbúningi. Þakkaði góða mætingu á ráðstefnuna sem var í byrjun fundar en hún var tilraun sem virðist ætla að mælast vel fyrir. Minntist á jólatrjáaverkefnið og fund jólatrjáaræktenda. Þakkaði líka vinnuna við Framtíðarsýn LSE og hlakkar til að lesa hana með breytingum og vinna frekar að henni. Jafnframt þakkaði hann Reyni Ásgeirssyni fyrir samstarfið og störf hans sem ritstjóra blaðs skógarbænda ,,Við skógareigendur“ en við útgöngu Reynis úr stjórn hættir hann einnig sem ritstjóri blaðsins og komið að Austfirðingum að skipa ritstjóra. Að lokum sagði Björn að nú þyrfti að spýta í og að það þyrfti að koma starfsmaður í fullt starf fyrir LSE. Haraldur Magnússon þakkaði fyrir traustið í kosningu varaskoðunarmanns. Kynnti sprotafyrirtæki sitt sem heitir Grænn gróður. Um er að ræða svokallaða jarðkeppi en þeir innihalda uppsóp úr skóginum ásamt fleiru. Tilgangurinn er að smita blönduna með svepp og svo er plantað í keppinn. María E. Ingvadóttir þakkaði fyrir góðar undirtektir við skráningu í Sölufélag LSE en listi hefur gengið um salinn. Þakkaði fyrir frábæran fund, móttökur og alla umgjörð og málefnalega umræðu. Færði formanni LSE og formanni FsA fána Félags skógareiganda á Suðurlandi. 20 Jóhann Gísli Jóhannsson þakkaði gjöfina. Sagði veðrið aðeins hafa sett strik í reikninginn varðandi skógarferð sem áætluð var að fara út í Eiðahólma í Eiðavatni en af því verður ekki. Sýnd var mynd sem var tekin er flogið var yfir Eiðastað, Eiðavatn og farið í hólmann svo fundarmenn fengju nasasjón af því sem átti að gera. Þakkaði fundarmönnum góðan fund. Hallfríður Sigurðardóttir bauð fundarmenn velkomna til aðalfundar 2012 á Vestfjörðum sem haldinn verður á Ísafirði 7. og 8. september. Guðna Guðmundssyni fannst ómögulegt annað en fundurinn yrði a.m.k. einnar vísu fundur og kastaði þessari fram: Afkomendur njóta skógararfs að eðlisfari er ég latur árangur míns ellistarfs eldiviður og haugamatur Davíð Herbertsson hafði ætlað að henda fram vísu á síðasta aðalfundi í kjölfar Guðna en ekki unnist tími til þess áður en fundi var slitið. Nú kom vísan og því þessi aðalfundur orðinn tveggja vísna fundur. Ólmur læt ég í mér heyra er ekta þingeysk framkoma þetta er orðin aðeins meira en einnar vísu samkoma Jónas Sigurðarson sagði frá því að þau hjónin ferðuðust svolítið og stundum dauðlangaði þau að banka upp á bæjum þar sem þau sæju að væri skógrækt á ferðum sínum um landið. Kom með þá hugmynd að símanúmerum og netföngum fundarmanna yrði safnað saman og öllum sent svo fólk gæti verið meira í sambandi.

11. Fundarlok. Edda Kr. Björnsdóttir þakkaði Reyni frábært samstarf í 6 ára stjórnarsetu og bauð Bergþóru velkomna í stjórn. Sagði það ekkert nýtt að konur gleymdust í skógrækt útfrá athugasemdum við konuleysið í Umhirðubæklingnum fyrr en vildi samt ekki skrifa undir að konur fengju ekki sömu tækifæri og karlar heldur kæmu þær sér ekki á framfæri. Þakkaði fólkinu sem kom lifandi merki FsA upp á vegg. Þakkaði starfsmönnum öllum sem og Félagi skógarbænda Austurlandi og Kvenfélagi Eiðaþinghár viðurgjörninginn. Sagði fundi slitið. Freyja Gunnarsdóttir Helgi Þorsteinsson (sign) (sign)

bottom of page