top of page

Aðalfundur LSE 2012

Blaðsíða 1 Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012 Dagskrá fundarins:

Föstudagur 5. október Kl. 14:00 – 17:00 Fræðaþing LSE. Kl. 17:30 Setning aðalfundar. Kl. 17:40 Kosnir starfsmenn fundarins. Kl. 17:45 Skýrsla stjórnar. Kl. 18:10 Ávörp gesta. Kl. 18:30 Umræður um skýrslu stjórnar. Kl. 18:50 Mál lögð fyrir fundinn. Kl. 19:00 Skipað í nefndir fundarins og málum vísað til nefnda. Kl. 19:15 Fundi frestað - kvöldmatur. Kl. 20:00 – 22:00 Nefndastörf. Kl. 20:00 BARa notalegheit.

Laugardagur 6. október Kl. 08:00 Morgunverður. Kl. 09:00 Framhald nefndastarfa. Kl. 10:00 Framhald aðalfundar - nefndir skila áliti. Kl. 12:15 Kosningar: Tveir menn í stjórn, Þrír menn í varastjórn, Tveir skoðunarmenn. Fulltrúi á Búnaðarþing og einn til vara. Kl. 12:30 Önnur mál. Kl. 13:00 Fundarlok. Kl. 13:00 Hádegismatur. Kl. 14:00 Gönguferð í skóg. Kl. 17:30 Komið á hótel. Kl. 19:00 Fordrykkur. Kl. 19:30 Árshátíð skógarbænda.

2 Formaður Félags skógarbænda á Vestfjörðum, Hallfríður F. Sigurðardóttir, bauð gesti velkomna til Ísafjarðar á 15. aðalfund Landssamtaka skógareigenda. 1. Fundur settur Formaður LSE, Edda Kr. Björnsdóttir, setti fund og bauð gesti velkomna. 2. Kosnir starfsmenn fundarins Starfsmenn fundarins skipaðir; Bergur Torfason fundarstjóri og Barði Ingibjartsson honum til aðstoðar, Freyja Gunnarsdóttir fundarritari og henni til aðstoðar Helga Dóra Kristjánsdóttir. Fundarstjóri bauð fundarmenn velkomna, flutti drápu og gengið var til dagskrár. 3. Skýrsla stjórnar Edda Kr. Björnsdóttir formaður LSE flutti skýrslu stjórnar og fór yfir starf samtakanna frá síðasta aðalfundi. Skýrsla formanns fylgir fundargerð. Björn Bj. Jónsson fór yfir nokkra punkta í starfi sínu sem framkvæmdastjóri Landssamtaka skógareigenda á starfsárinu. Hann byrjaði á að segja frá starfi skógarbændafélaganna í landinu. Sagði hann að það væri sammerkt með öllum félögunum að standa vel að aðalfundum sínum og einnig væri Jónsmessan orðin að degi skógarbænda hjá flestum félögunum en um Jónsmessuleytið er m.a., Skógardagurinn mikli haldinn austur á landi. Björn nefndi einnig vinnu við nýja heimasíðu www.skogarbondi.is og útgáfu blaðsins Við skógareigendur. Hann hvatti fólk til að taka eintök af blaðinu með sér og dreifa sem víðast, t.d. á biðstofur og víðar. Í sambandi við jólatrjárækt sagðist Björn binda miklar vonir við að sú ræktun yrði alvöru atvinnugrein sem hún reyndar væri þegar orðin. Árleg fræðsla um jólatrjárækt fer fram á aðalfundi LSE og framundan eru heimsóknir til bænda á næsta ári. Síðastliðið vor voru haldin námskeið á netinu sem tókust vel. Hugmyndir eru uppi um að vinna með íslenskum hönnuðum varðandi úrvinnslu skógarafurða. Einnig er verið að vinna að vöruþróun með Listaháskóla Íslands. Verið er að vinna að verkefni um átak í grisjun og er það unnið með Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Varðandi nýlega færslu landshlutaverkefnanna undir Umhverfisráðuneyti sagði Björn að það bæri að líta á það sem ný tækifæri og að vonandi yrði áfram unnið að nýjum skógræktarlögum. Það hefur verið unnið að stefnumótun LSE og verður áfram unnið í nefndum á fundinum, vonandi til endanlegrar afgreiðslu. Faghópur um skógarmenntun er starfandi innan LBHÍ, Björn situr í þessum hópi og segir mikinn áhuga hjá skólanum að vinna vel að þessum málum. Björn nefndi ráðstefnuna Heimsins græna gull sem haldin var í fyrra og þakkaði Jóni Loftssyni fyrir að fá stórskotalið heimsins á þessa ráðstefnu. Þá hafi Þröstur Eysteinsson farið á kostum á þessari ráðstefnu með góðu erindi. 3 Það eru miklar vonir og væntingar til þess að geta sameinað ,,okkur“ undir eina heimasíðu www.skogarbondi.is en það er eitt af því sem er verið að vinna að þessa dagana undir verkefninu Kraftmeiri skógur. Fór aðeins yfir erlent samstarf og félagskerfið en Björn situr árlega fundi Félags skógareiganda á Norðurlöndum. Einnig eru Evrópsk samtök (CEPF) sem Björn hefur einu sinni sótt fund hjá. IFFA eru svo heimssamtök. Eins og er hefur LSE ekki bolmagn til að taka þátt í öllum þessum samtökum og á meðan þannig stendur á eru aðeins fundir í norræna félaginu sóttir. Björn þakkaði skógarbændum fyrir frábært samstarf og lagði áherslu á að LSE yrði að ná að hafa starfsmann í 100% starfi. María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir endurskoðuðum reikningum samtakanna árið 2011. Niðurstöður rekstrarreiknings ársins 2011; Rekstrartekjur ársins, kr. 7.353.746 Rekstrargjöld ársins, kr. 6.677.796 Afgangur frá rekstri, kr. 675.950 Niðurstöður efnahagsreiknings; Eignir í árslok 2011, kr. 4.913.985 Skuldir í árslok 2011, kr. 14.324 Eigið fé í árslok 2011, kr. 4.899.661 4. Ávörp gesta Jón Geir Pétursson sérfræðingur í umhverfisráðuneytinu flutti kveðjur frá umhverfis- og auðlindaráðherra, Svandísi Svavarsdóttur, sem forfallaðist á síðustu stundu vegna veikinda. Jón Geir sagði það gaman að koma til Ísafjarðar en hann sagðist hafa náð að fara svolítið um svæðið fyrr um daginn og skoða árangur Skjólskóga. Jón Geir nefndi að veðurskilyrði hafi verið góð síðastliðið ár og það sæist á gróðrinum þó það þyrfti eflaust ekki að segja skógarbændum það. Hann sagði að upp væri að vaxa raunveruleg skógarauðlind þar sem starf skógarbænda hafi skipt miklu. Hann nefndi flutning á landshlutaverkefnunum undir nýstofnað ráðuneyti umhverfis- og auðlindamála en þangað voru þau flutt 1. september síðastliðinn og nú er öll skógrækt í landinu undir einu ráðuneyti. Sagði hann ráðuneytið fagna þessu og þegar væri ráðherra farinn að heimsækja verkefnin til að kynna sér starf þeirra sem og að hitta skógarbændur. Verið er að endurskoða skógræktarlögin, enda þau barn síns tíma. Nefnd sem ráðherra skipaði undir stjórn Valgerðar Jónsdóttur skilaði greinargerð sem búið er að kynna á vef ráðuneytisins. Þær umsagnir sem bárust um greinargerðina eru hugsaðar sem grunnur í gerð nýrra skógræktarlaga. Jón Geir nefndi lög um loftslagsmál sem nýlega voru samþykkt og sagði mikla umræðu hafa farið af stað meðal skógareigenda sem hefðu áhyggjur af því að einhverjar breytingar væru framunda sem rýrðu hagsmuni þeirra. Sagði hann þá umræðu ekki alveg vera á réttum nótum og fór yfir það að stjórnvöld færu með þjóðréttarlegar skuldbindingar í loftslagsmálum. Það þýddi t.d., að stjórnvöldum beri að halda saman upplýsingum um losun gróðurhúsalofttegunda fyrir allt landið og standa skil á þeim vegna loftslagssamnings sem Ísland er aðili að. Lögunum um loftslagsmál sé ætlað að

4 mynda ramma um loftslagsmál og þau fjalli ekki um eignarhald einstaklinga á losunarheimildum. Ekkert sé sem rýri hagsmuni skógareigenda í þessum lögum. Sagðist Jón Geir vona að hægt yrði að eyða þessum misskilningi og notaði tækifærið til að bjóða skógareigendum til fundar við ráðuneytið til að ræða þessi mál. Fór yfir uppbygginu eftir hrunið fyrir fjórum árum, en nú væri að birta til og spennandi tímar framundan þar sem rými væri að skapast til nýrrar sóknar. Ítrekaði kveðjur og góðar óskir til fundarins frá ráðherra. Jón Loftsson skógræktarstjóri ávarpaði fundinn. Sagðist skógræktarstjóri hafa verið þrjá sólarhringa á leiðinni en hann og fagmálastjóri skógræktarinnar, Þröstur Eysteinsson, nýttu ferðina til að vísitera, þ.e. að heimsækja starfsmenn og starfsstöðvar Skógræktar ríkisins á Suður- og Vesturlandi. Hann sagði ótrúlegustu hluti hafa gerst sl. 5 ár vegna bættra veðurskilyrða. Jón nefndi breytingarnar á ráðuneytinu, þ.e. að skógræktin væri öll komin undir umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Sagði að það ætti að nota þetta tækifæri á jákvæðan hátt. Sagði það hafa verið erfitt að hafa skógræktina í sitthvoru ráðuneytinu en nú væru bjartir tímar framundan sem ætti að nýta. Hræddastur sagðist hann vera um að niðurskurður síðustu ára hefði helst áhrif á nýliðun í skógræktarverkefnunum. Hræddur um að unga fólkið hefði ekki biðlund til að bíða eftir skógræktarsamningum þ.e., að bíða eftir að verkefnin gætu farið að taka inn nýjar jarðir. Mikil grisjunarþörf væri komin upp fyrir austan sem og í skógum Skógræktar ríkisins sem þyrfti að sinna en á þessum stöðum væri kominn alvöru skógur. Nú væri áherslan að breytast þar sem skógur er vaxinn upp og nú þyrfti nýtingaráætlanir í stað ræktunaráætlana. Sagði þetta stóra verkefnið framundan. Nefndi Jón grunnvinnu að endurskoðun skógræktarlaga. Sagðist vera búinn að afhenda ráðuneytinu vinnu hóps sem er búinn að starfa í nokkur ár, hóps sem var að vinna að skógarstefnu. Vonaði að sú vinna, sem og hópsins sem vann að endurskoðun skógræktarlaga, hjálpaði til við að fá loksins ný skógræktarlög. Sagði, varðandi afurðir skóga, að flestir sæju fyrir sér timburborð þegar nefndar væru afurðir skóga en reyndin væri sú að meirihluti timburs væri í raun kurlaður niður og notaður í pappír eða orku (brennslu). Jón sagði frá tilraunaverkefni með Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga, þar sem Skógrækt ríkisins útvegaði timbur. Árangurinn var ævintýralegur en Grundartangi fékk mun betri árangur út úr þessu en að nota kol eða aðra orkugjafa. Eftir þessa reynslu hefði Grundartangi ákveðið að skipta algjörlega yfir í timbur sem kolefnisgjafa og kaupir verksmiðjan nú timbur, m.a. frá Kanada, því íslensk framleiðsla er enn ekki nógu stórtæk til að geta annað þörf Járnblendiverksmiðjunnar. Sagði þetta jákvæða stöðu fyrir skógarbændur því verksmiðjan vildi að sjálfsögðu helst kaupa við innanlands. Óskaði fundarmönnum alls góðs, að fundurinn gengi vel og góðar ályktanir kæmu fram. Edda Kr. Björnsdóttir skilaði kveðjum frá Bændasamtökum Íslands. 5. Umræður um skýrslu stjórnar María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir störfum úrvinnslunefndar en í henni eru Björn Ármann Ólafsson, Lilja Magnúsdóttir, Þórarinn Svavarsson og Guðríður Baldvinsdóttir auk Maríu. Í nefndinni hafa verið haldnir 3 fundir, þar af 2 símafundir. Ekki kom niðurstaða úr þeim fundum, þ.e. að stofna félag um úrvinnslu. Þakkaði María nefndarmönnum gott og fjörugt samstarf.

5 Helgi Þorsteinsson situr í ritnefnd blaðsins Við skógareigendur. Sagði hann formann ritnefndar ekki hafa átt heimangengt svo það félli í hlut hans sem ritara að gera grein fyrir útgáfunni. Það kom út blað í vor sem gekk ágætlega að fjármagna og farið er að undirbúa útkomu næsta blaðs sem kemur væntanlega út í þessum mánuði. Margrét Guðmundsdóttir spurði um hækkun á viðskiptakröfum á milli ára, hvað ylli. Jóhann Gísli Jóhannsson óskaði fundarmönnum og Vestfirðingum til hamingju með daginn og þakkaði stjórn LSE fyrir gott samstarf á árinu. Nefndi í framhaldi af skýrslu framkvæmdastjóra, að á nýju síðunni yrði búinn til gagnvirkur möguleiki á fræðslu, t.d. að þar verði hægt að setja fræðsluerindi inn sem fólk gæti horft og hlustað á. Þá hvatti hann skógfræðinga sem útskrifast frá Hvanneyri til að fara til frekara náms erlendis áður en þeir fara að segja til. Björn Ármann Ólafsson þakkaði fyrir þær skýrslur sem voru fluttar. Hann sagði loftslagsmálin vera málið framundan. Fór yfir nokkur atriði í lögum um loftslagsmál og sagði að mörgu að hyggja. Sagði það gott að ráðuneytið væri tilbúið að ræða þessi mál við skógareigendur. María E. Ingvadóttir svaraði spurningu Margrétar um viðskiptakröfurnar. Sagði þetta vera óinnheimt félagsgjöld sem komu inn í byrjun árs. Ásvaldur Magnússon þakkaði þau erindi sem flutt voru á ráðstefnunni í dag sem og skýrslur fundarins. Sagði það ekki vera svo einfalt að skógrækt hefði verið flutt í eitt ráðuneyti því skógarbændur (LSE) væru í Bændasamtökunum sem búgreinafélag og þar með undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti. Sagði að það hefði verið ákveðinn núningur á milli skógarbænda og annarra búgreina og þessi tilfærsla hjálpaði ekki til. „Við erum bændur, þó að við séum komnir undir umhverfis- og auðlindaráðuneytið“, sagði Ásvaldur. Reikningar samtakanna bornir upp og samþykktir samhljóða. 6. Mál lögð fyrir fundinn - skipað í nefndir fundarins og málum vísað til nefnda. Edda Kr. Björnsdóttir gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum frá stjórn LSE: Tillaga nr. 1 frá stjórn LSE ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, samþykkir framkomna stefnumörkun LSE; „Framtíðarsýn Landssamtaka skógareigenda 2012-2022. Samvinna - þekking – árangur.” Vísað til stefnumótunarnefndar

6 Tillaga nr. 2 frá stjórn LSE ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, samþykkir að stjórn LSE hafi það sem forgangsmál að útvega fjármagn til að ráða stafsmann í 100% starf fyrir samtökin til næstu ára.“ Vísað til fjárhagsnefndar Tillaga nr. 3 frá stjórn LSE ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, fagnar því að samstarfsverkefnið Kraftmeiri skógur skuli vera orðið að veruleika. Jafnframt skorar aðalfundurinn á öll aðildarfélögin og félagsmenn þeirra að kynna sér vel dagskrá verkefnisins og nýta þau tækifæri sem felast í þessu samstarfi.“ Vísað til allsherjarnefndar Tillaga nr. 4 frá stjórn LSE. ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. - 6. október 2012, skorar á umhverfis og auðlindaráðherra að auka fjárveitingar til landshlutaverkefnanna í skógrækt til fyrra horfs og vinna þannig að uppbyggingu skógarauðlindarinnar á Íslandi til framtíðar.“ Greinargerð: Fundurinn lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem hafin er við endurskoðun skógræktarlaga og fagnar fram kominni greinargerð þar sem bent er á margt sem brýnt er að endurskoða og samræma í lagaumhverfi skógræktar. Fundurinn beinir því til umhverfis- og auðlindaráðherra að ný skógræktarlög verði lögð fram hið fyrsta. Skógareigendur á Íslandi vænta góðs samstarfs við hið háa ráðuneyti við þá vinnu sem framundan er, við að auka fjárveitingar til skógræktar á ný og tryggja þannig áframhaldandi uppbyggingu skógarauðlindarinnar á landinu. Fundurinn leggur áherslu á að Landssamtök skógareigenda verði ávallt höfð til samráðs um málefnið skógrækt. Vísað til fjárhagsnefndar Tillaga nr. 5 frá stjórn LSE ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, skorar á innanríkisráðherra að taka upp lög um Viðlagatryggingu þar sem skógar verði gerðir tryggingarhæfir jafnt á við aðrar eignir bænda líkt og tíðkast í nágrannalöndum okkar.“ Vísað til öryggis-og trygginganefndar Tillaga nr.6 frá stjórn LSE ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, samþykkir að unnið verði að samræmingu á aðgerðum í brunavörnum í skógi í samvinnu við slökkvilið á hverjum stað. Hvetur fundurinn til að samþykkja að LSE gangist fyrir magninnkaupum á sinuklöppum fyrir aðildarfélög og félagsmenn sína.“ Vísað til öryggis-og trygginganefndar

7 Tillaga nr.7 frá stjórn LSE ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, fagnar nýrri heimasíðu samstarfsverkefnisins Kraftmeiri skógur sem hefur fengið lénið www.skogarbondi.is og samþykkir að sú síða verði notuð sem sameiginlegur vettvangur skógareigenda og landshlutaverkefnanna sem vinna að nytjaskógrækt í landinu.“ Vísað til félagsmálanefndar Tillaga nr. 8 frá stjórn LSE ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, skorar á atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Bændasamtök Íslands að láta vinna heildstæða landnýtingaráætlun með aðkomu LSE, þar sem tekið verði tillit til allra greina landbúnaðarins og lög og reglur færð til nútímahorfs.“ Vísað til allsherjarnefndar Tillaga nr. 9 frá stjórn LSE ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, samþykkir að stjórn LSE skipi 3ja manna nefnd sem fari yfir lög samtakanna. Nefndin skili af sér tillögum fyrir 1. mars 2013.“ Vísað til allsherjarnefndar Tillaga nr. 10 frá stjórn LSE ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5.og 6. október 2012, samþykkir að samræmdar verði reglur um heiðranir á vegum samtakanna. Reglurnar verði lagðar fyrir næsta aðalfund.“ Vísað til allsherjarnefndar Tillaga nr. 11 frá stjórn LSE ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október, samþykkir að árgjald félagsmanna fyrir árið 2013 verði krónur 1.600“. Vísað til fjárhagsnefndar María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu frá stjórn LSE: Tillaga nr. 12 frá stjórn LSE Fjárhagsáætlun LSE fyrir starfsárið 2013 2010 2011 Breyting 2012 Breyting 2013 Breyting Rekstrartekjur: frá fyrra ári áætlun frá fyrra ári áætlun frá fyrra ári Félagsgjöld 491.000 1.000.500 103,8% 900.000 -10,0% 1.100.000 22,2% Ýmis framlög 340.986 2.294.086 572,8% 300.000 -86,9% 500.000 66,7% Vaxtatekjur 129.460 59.160 -54,3% 50.000 -15,5% 50.000 20,0% Ríkisframlag 7.000.000 4.000.000 -42,9% 4.000.000 0,0% 4.000.000 0,0% Tekjur samtals 7.961.446 7.353.746 -7,6% 5.250.000 -28,6% 5.650.000 7,6%

8 Rekstrargjöld: Kostnaður vegna aðalfundar 815.067 771.487 -5,3% 400.000 -48,2% 400.000 0,0% Stjórnar- og fundarkostnaður 1.468.312 995.909 -32,2% 900.000 -9,6% 800.000 -11,1% Ráðstefnur og námskeið 169.045 21.000 -87,6% 150.000 614,3% 150.000 0,0% Þróunarvinna 980.540 0 500.000 500.000 Rekstur skrifstofu 3.308.511 2.151.810 -35,0% 3.000.000 39,4% 3.500.000 16,7% Blaðaútgáfa 673.206 578.333 -14,1% 250.000 -56,8% 250.000 0,0% Ár skóga 0 1.805.674 Annað 76.075 335.658 341,2% 40.000 -88,1% 40.000 0,0% Vaxta- og bankakostnaður 8.436 17.925 112,5% 10.000 -44,2% 10.000 0,0% Gjöld alls 7.499.192 6.677.796 -11,0% 5.250.000 -21,4% 5.650.000 26,7% Hagnaður/tap ársins 462.254 675.950 0 0 Handbært fé 31.12. 4.223.711 4.913.985 4.913.985 4.913.985 Vísað til fjárhagsnefndar Tillaga nr. 13 frá stjórn LSE ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012 samþykkir að stjórn LSE fái þóknun fyrir árið 2013 sem hér segir: Formaður 126.000 126.000 Gjaldkeri 94.500 94.500 Aðrir stjórnarmenn 84.000 252.000 Stjórnarlaun samtals 472.500 Vísað til fjárhagsnefndar Tillaga nr. 14 frá stjórn LSE Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012 samþykkir að beina því til stjórnar LSE og umhverfis-og auðlindaráðuneytis að skipaður verði vinnuhópur sem fái það hlutverk að fara yfir og skýra betur eignarhald á bindingu kolefnisins í skógi og jarðvegi. Sérstaklega skal horfa til nýrra laga nr. 70/2012 um loftslagsmál í þessu sambandi. Vinnuhópurinn skili niðurstöðum fyrir 1. júní 2013. Vísað til kolefnisnefndar

9 Tillaga frá Félagi skógareigenda á Suðurlandi María E. Ingvadóttir gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu: ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, hvetur umhverfis- og auðlindaráðherra, til að taka til skoðunar, með hvaða hætti skipulag skógræktar, landgræðslu og endurheimt votlendis, verði best hagað, þannig að ná megi enn betri árangri með einföldu, markvissu og hagkvæmu ferli stjórnunar, verklags og framkvæmda.“ Vísað til allsherjarnefndar Tillögur frá Lúðvíg Lárussyni: I. „Tillaga til aðalfundar Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012“: Aðalfundur LSE samþykkir að félagið stefni íslenska ríkinu þegar sýnt þykir að fullir samningar náist ekki eða kærufrestur er hálfnaður, til að fá staðfestan eignarrétt landeigenda á kolefnisbindingu sem myndast við skógrækt og landgræðslu á jörðum þeirra. Þannig verði kolefnisbinding skilgreind sem afurð bæði í skógrækt og langræðslu. Greinargerð: Markmið laga númer 70/2012 frá 29. júní um loftslagsmál eru þessi: a) Að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með hagkvæmum og skilvirkum hætti b) Að auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti c) Að stuðla að aðlögun að afleiðingum loftslagsbreytinga og d) Að skapa skilyrði fyrir stjórnvöld til þess að standa við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum Megin uppistaða laganna er um tekjur af kolefnisbindingu og eftirliti með koldioxið losun. Lögin fela Umhverfisstofnun að halda bókhald yfir losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á því sviði. Tilnefndar eru meðal annarra Landgræðsla ríkisins og Skógrækt ríkisins sem ábyrgir upplýsingaaðilar. Hins vegar koma hvergi fram neinar skilgreiningar á eignarhaldi á þeim verðmætum sem skapast við kolefnisbindingu hvort sem er frá skógum eða landgræðslu. Lögin ganga út frá því að þessi verðmæti tilfalli ríkinu án endurgjalds og án þess að það komi sérstaklega fram í lögunum. Mikilvægt er að fá þessu óskýra orðalagi laganna hnekkt fyrir dómstólum og fá kolefnisbindinguna skilgreinda sem afurð skóga, skógræktar og landgræðslu og þar með eign og umráðréttur landeigenda til jafns við aðrar afurðir og eignir í landbúnaði. Þessi réttur landeigenda er skilgreindur í eignarréttarákvæði stjórnarskrár lýðveldisins Íslands (gr. 72). Þar að auki tekur hugtakið eign í Mannréttindasáttmála Evrópu bæði til fasteigna og lausafjár og tekur til allra fjárhagslegra hagsmuna og hefur Mannréttindasáttmálinn lagagildi hér á landi. Dómaframkvæmd

10 Mannréttindadómstólsins getur því haft mikilvæga vísbendingu um skýringu á hugtakinu eign að íslenskum rétti. Eignarrétturinn er tryggður í 1. gr. samningsviðauka nr. 1 við Mannréttindasáttmála Evrópu. Því er það nauðsynlegt skógareigendum að láta reyna sem fyrst á þennan rétt þeirra fyrir dómstólum til að fyrningarákvæði hindri ekki möguleikann á að fá staðfestingu á eignarréttinum. Fordæmi og aðvörun í þessu hagsmunamáli er síðbúin barátta Félags eigenda sjávarjarða fyrir aldalöngum útræðisrétti sem hvarf við setningu kvótalaganna og landeigendur leituðu of seint réttar síns til bóta sem töpuðst vegna tómlætis og fyrningarákvæða. Tekið skal fram að skógareigendur eru ekki einsleitur hópur heldur skiptast þeir amk. í þrennt:  skógareigendur fornra skóga sem hafa haldið sér við í tímans rás  skógareigendur sem hafa ræktað sinn skóg á sinn eigin kostnað  skógareigendur sem eru þátttakendur í skógræktarverkefnum landshlutaskóganna og eru skilgreindir eigendur að skógum sínum með þinglýsingu  sambland af ofangreindum möguleikum Vísað til kolefnisnefndar II. „Lagt er til að LSE stofni deild innan samtakanna fyrir þá skógareigendur sem eiga skóg sem annað hvort lifir enn frá fornu fari eða kostað skóg sinn alfarið af eigin fjármunum“. Forsenda: Í ljósi yfirstandandi þróunar vegna laga númer 70/2012 um loftslagsmál geta skapast ólíkir hagsmunir milli félagsmanna LSE vegna krafna um hlutdeild í tekjum af koldíoxíðbindingu í skógum og skógrækt. Án tillits til þess hvernig mál þróast getur það verið beggja hagur að hafa sérstaka deild með stjórn þeirra innan samtakanna sem sér um hagsmuni þeirra sem eru óháðir opinberum styrkjum vegna landshlutaverkefnanna í skógrækt. Geta þessir aðilar beitt sér fyrir hagsmunum sínum en einnig til hagsbóta fyrir aðra félaga innan samtakanna. Á hinn bóginn geta félagar innan deildarinnar mögulega varist að falla á því í hagsmunabaráttu sinni að vera óaðskildir frá þeim sem eingöngu byggja skóg sinn á þátttöku í landshlutaverkefnunum. Vísað til kolefnisnefndar III. „Lagt er til að LSE nýti sér lögfræðilega fagþekkingu í viðræðum við umhverfisráðuneytið um Loftslagslögin númer 70/2012“. Forsenda: Í ljósi yfirstandandi þróunar vegna laga númer 70/2012 um loftslagsmál getur verið nauðsynlegt að nýta sér lögfræðilega þekkingu og reynslu í samskiptum við ráðuneytið til að sjá fyrir sem flestar samningstæknilegar flækjur og blindgötur enda er um gagnkvæma og lóðrétta andstæða hagsmuni að ræða. Ekki þarf að efast um að á meðan ráðuneytið hefur ríkisstjórnina á bak við sig höfum við stjórnarskrárvarinn rétt okkar í 72. greininni um eignarrétt sem verður ekki tekinn nema fullar bætur koma fyrir en að auki stuðning í Mannréttindasáttmála Evrópu ef íslenzka réttarkerfið þrýtur. Vísað til kolefnisnefndar

11 Tillaga frá Félagi skógarbænda á Vesturlandi: Bergþóra Jónsdóttir gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu: Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda skorar á ráðherra umhverfis- og auðlinda að auka fjármagn til Landshlutaverkefna í skógrækt svo unnt verði að halda áfram uppbyggingu skógarauðlindar á Íslandi og stuðla jafnframt að eflingu byggðar og atvinnu í dreifbýli. Landssamtök skógareigenda binda vonir við að sjálft ráðuneyti auðlinda leggi til það fjármagn sem þarf til greinarinnar svo ná megi því markmiði að skógarauðlind þjóðarinnar verði sjálfbær á sem allra stystum tíma. Vísað til fjárhagsnefndar Tillögur frá Félagi skógarbænda á Austurlandi: Björn Ármann Ólafsson gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum: I. Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. - 6. október 2012, mótmælir 36.grein ný samþykktra laga nr. 70/2012 um loftlagsmál þar sem segir, “Losunarheimildir sem verða til við bindingu kolefnis í gróðri og jarðvegi eða vegna endurheimtar votlendis í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands á því sviði skulu bókfærðar á reikning íslenska ríkisins í skráningarkerfi skv. 22. gr.” . Ákvæði þetta þýðir eignarupptöku á eignum skógareigenda og er ekki samræmi í viðurkenningu Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis á eignarrétti landeigenda á skógi, sem viðurkennir í nefndaráliti að skógur er eign landeiganda skv. lögum 95/2006. Þá er því áliti Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að kolefnisbinding sé ekki hluti skógarins og undanþegin eignarrétti skógareigenda þess vegna mótmælt, þó hún sé ekki nefnd sérstaklega í lögum um landshlutaverkefni í skógrækt nr. 95/2006, þar sem tré eru að uppistöðu til kolefni. Þá er því vísað á bug að binding á kolefni sé eign íslenska ríkisins til að verja almannahagsmuni og samfélagslega hagsmuni. Heimild skógareigenda til að eiga og versla með það kolefni sem er bundið í þeim trjám sem þeir rækta, getur ekki verið hættuleg eða skapað sérstaka vá fyrir íslenska ríkið eða borgara þess. Vísað til kolefnisnefndar II. Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. - 6. október 2012, samþykkir að setja af stað vinnu til að sækja réttindi skógareiganda gagnvart lögum nr. 70/2012 um loftlagsmál, með því að: a) Sækja réttindi skógareigenda fyrir dómstólum og leitað verði samstarfs við skógræktarfélög í þeirri málssókn. b) Athugað verði með hvort íslenska ríkið hafi umboð til að fara með kolefnisbindingu sem á sér stað á löndum skógareigenda. c) Athugað verði hvort álit Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að setja nýtingarrétti landeiganda á þeim skógi sem þeir rækta ýmsar almennar skorður bótalaust.

12 d) Athugað verði hvort álit Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að kolefni í trjám sé ekki hluti þeirra standist þegar um lagaskýringar er að ræða. e) Athugað verði hvort nýting og réttur skógareigenda til að þiggja peningalegan arð af skógi sínum hafi sérstaka vá í för með sér fyrir íslenska þjóð og náttúru. f) Athugað verði hvort staðhæfing Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um að ákvæðið um meðferð (bann við sölu milli landa og innanlands) sérstakra losunarheimilda til Íslands samkvæmt Kyoto-bókuninni eigi einnig við aukna kolefnisbindingu á Íslandi eftir 1990. g) Athugað verði hvort mögulegt sé að ákvæði 36. greinar nái ekki til skógareigenda. Vísað til kolefnisnefndar III. Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. - 6. október 2012, samþykkir að fá lögfræðiálit á hvort skógareigendum sé heimilt að stofna reikning í skráningarkerfi ríkisins samkvæmt 22. gr. laga nr. 70/2012 og eiga þar vottaðar losunarheimildir er verða til í skógum skógareigenda, sem hægt verði að versla með í viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir. Vísað til kolefnisnefndar Þorsteinn Pétursson gerði grein fyrir eftirfarandi tillögum: IV. Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. - 6. október 2012, samþykkir að LSE finni leiðir til að bæta afkomu skógarbænda. Vísað til fjárhagsnefndar VI. Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. - 6.október 2012, samþykkir að herjað verði á Alþingi um auknar fjárheimildir á fjárlögum til landshlutaverkefnanna í skógrækt. Vísað til fjárhagsnefndar VII. Aðalfundur LSE, haldinn á Ísafirði 5. og 6.október 2012, samþykkir að vinna að verkefni þar sem skógarbændur og LSE bjóði landsmenn velkomna í skógana okkar. Greinagerð: „Velkomin í skóginn“, er hugmynd að verkefni, sem unnið verði á vegum LSE og einstakra skógarbænda. Hugmyndin gengur út á það að skapa samtökum og starfi okkar jákvæða ímynd meðal almennings. Sett verði upp skilti (með samræmdu útliti) á staði meðfram vegum þar sem áningastaðir (grillstaðir) eru merktir. Á skiltunum getur verið kynning á starfi okkar, út á hvað það gengur, hversu langan tíma tekur að fá afurðir – hversu mikið kolefni

13 skógurinn bindur, hver vinnan er sem þarf til að ná árangri osfv. (sem sagt áróður í okkar þágu), hversu gamall skógurinn er, svo og nöfn þeirra sem rækta viðkomandi skóg, persónugera málið, auka þannig nánd. Áningastaðirnir hafi t.d. borð og bekki, grillaðstöðu og ruslatunnu, gestabækur? Vegfarendum er með þessu beint inn á ákveðna staði og getur það gagnast sem liður í brunavörnum í skógi, staðsetning og aðbúnaður áningastaða geti tekið mið af því. (útgáfa korts sem sýnir staðsetningu áningastaða?) Með svona verkefni gerum við okkur sýnileg um allt land og vekjum athygli á starfi skógarbóndans og gagnsemi þess og sköpum okkur jákvæða ímynd. Kostun? Jafnframt þurfum við að geta takmarkað (banna) umferð ökutækja um skógarslóðir, en ganga yrði heimil. Vísað til félagsmálanefndar Tillaga frá Félagi skógarbænda á Norðurlandi: Sigrún Grímsdóttir gerði grein fyrir eftirfarandi tillögu: ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. - 6. október 2012, skorar á umhverfis- og auðlindaráðherra að beita sér fyrir því að fjárframlög til landshlutaverkefnanna í skógrækt verði aukin sem allra fyrst.” Greinargerð: Skógrækt á Íslandi hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Nú þegar eru starfræktar úrvinnslustöðvar víða um land sem vinna ýmiskonar afurðir úr íslensku timbri. Á næstu árum og áratugum munu væntanlega byggjast upp fleiri slíkar. Forsenda þess að úrvinnslustöðvar geti gengið og skapað atvinnu og verðmæti er að timburframboð verði stöðugt. Nú þegar er mun meiri eftirspurn eftir timbri úr íslenskum skógum heldur en framboðið. Mikilvægt er að halda áfram af krafti að byggja upp skógarauðlindina og stuðla þannig að atvinnusköpun og gjaldeyrissparnaði í framtíðinni. Samdráttur í gróðursetningum skógarplantna á undanförnum árum hefur einnig haft alvarlegar afleiðingar fyrir skógarplöntuframleiðendur í landinu, sem hafa lagt mikið undir til að afla sér þekkingar og koma upp sérhæfðum framleiðslutækjum. Árið 2012 gróðursettu landeigendur sem eru þátttakendur í landshlutaverkefnunum í skógrækt um 2 milljónir plantna, á árabilinu 2005-2008 voru gróðursettar 4-5 milljónir plantna árlega. Samkvæmt nýlegri rannsókn má áætla að á bak við hverja milljón plantna sem gróðursett er skapist 14,2 ársverk. Þannig hafa tapast 30-40 ársverk á landsbyggðinni á undanförnum árum vegna samdráttar í fjárveitingum til landshlutaverkefnanna. Vísað til fjárhagsnefndar

14 Björn Bj. Jónsson kynnti hvaða nefndir yrðu að störfum og hvar. Kjörbréfanefnd- Formaður; Björn Ármann Ólafsson Kolefnisnefnd – Formaður; Jóhann Gísli Jóhannsson Fjárhagsnefnd -Formaður; María E. Ingvadóttir Allsherjarnefnd – Formaður; Ásvaldur Magnússon Félagsmálanefnd – Formaður; Jón Zimsen Stefnumótunarnefnd - Formaður; Agnes Geirdal Öryggis- og trygginganefnd – Formaður; Lilja Magnúsdóttir Umræðuhópur um jólatrjáræktun – umræðustjóri; Hrönn Guðmundsdóttir 7. Aðalfundi frestað og nefndastörf hefjast. Kvöldmatur. 8. Nefndir skila áliti. Frá Allsherjarnefnd – formaður; Ásvaldur Magnússon Tillaga nr. 3 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, fagnar því að samstarfsverkefnið Kraftmeiri skógur skuli vera orðið að veruleika. Jafnframt skorar aðalfundurinn á öll aðildarfélögin og félagsmenn þeirra að kynna sér vel dagskrá verkefnisins og nýta þau tækifæri sem felast í þessu samstarfi.“ Samþykkt samhljóða Tillaga nr. 8 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, skorar á stjórnvöld og Bændasamtök Íslands að láta vinna heildstæða landnýtingaráætlun með aðkomu LSE, þar sem tekið verði tillit til allra greina landbúnaðarins og lög og reglur færðar til nútímahorfs.“ Borin var upp tillaga um að vísa tillögu 8 frá. Frávísunartillaga samþykkt með 43 atkvæðum gegn 1 María E. Ingvadóttir tók til máls og vildi ekki taka undir að tillaga 8 samræmdist tillögu Sunnlendinga (nr. 15) efnislega en nefndin hafði fellt hana undir tillögu 8. María las upp tillögu Sunnlendinga og lagði til að hún yrði samþykkt óbreytt. Tillaga nr. 15 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, hvetur umhverfis- og auðlindaráðherra, til að taka til skoðunar, með hvaða hætti skipulag skógræktar, landgræðslu og endurheimt votlendis, verði best hagað, þannig að ná megi enn betri árangri með einföldu, markvissu og hagkvæmu ferli stjórnunar, verklags og framkvæmda.“ Samþykkt með þorra atkvæða

15 Þröstur Eysteinsson vildi fá að vita hvað orðalagið ,,heildstæða landnýtingaráætlun“ fæli í sér í skilningi nefndarinnar. Hvað er átt við? Ásvaldur Magnússon svaraði því til að nefndarmenn hefðu orðið sammála um það að tillögur 8 og 15 fjölluðu um sama efni. Um heildstæðu stefnuna sagði hann að nefndinni hefði fundist vanta slíka stefnu þar sem það líktist því stundum að vinna eftir þeim stefnubútum sem til væru að það væri verið að sauma bútateppi. Björn Bj. Jónsson tók til máls og sagðist ekki muna betur en að þegar Bændasamtök Íslands komu inn í umræðuna um breytingar á skógræktarlögum, að fulltrúar þeirra hafi komið með þá tillögu að gera þyrfti heildstæða áætlun. Sagðist ekki vera sammála nefndinni að fella saman tillögur 8 og 15 og sagðist styðja tillögu 15. Edda Kr. Björnsdóttir sagði Þröst hafa mikið til síns máls en sá núningur sem væri innan geirans við aðra geira væri ekki ásættanlegur. Það þarf að koma öllum strúktúr í heildræna stefnu. Kallaði eftir góðu orði ef það finnst en sagðist styðja tillöguna. Lúðvíg Lárusson fannst báðar tillögurnar góðar og leggur til að þær verði báðar bornar upp. Margrét Guðmundsdóttir sagði að það væri líka verið að tala um lagaumgjörðina í kringum skógrækt en sú umgjörð væri skelfileg til að vinna eftir. Sagði frá baráttu sinni við kerfið varðandi fjallskil og annað. Það þyrfti að skoða rammann sem skógræktin er að vinna eftir. Bergþóra Jónsdóttir stakk um á orðalagsbreytingu í tillögu 8. ,,Bændasamtök Íslands láti vinna heildstæða rammaáætlun um landnýtingu“. Helgi Þorsteinsson sagði frá vinnunni í nefndinni og ástæðum þess að tillagan frá Sunnlendingum var felld undir tillögu 8. Þröstur Eysteinsson vildi í framhaldi umræðu um orðalag benda á að það hefði verið unnið að landskipulagsstefnu síðustu ár og sú stefna væri komin í lög. Vildi skerpa á því hvað væri verið að fara frammá og að menn gerðu sér grein fyrir því. Er bara verið að tala um skipulag/ramma utan um skógrækt eða er verið að tala um heildarlandnýtingu? Biður fólk að átta sig á því hvað það er að biðja um þegar svona tillögur eru lagðar fram. Sagði tillögu Sunnlendinga ekki fjalla um það sama og tillaga 8, þar væri verið að fara fram á að endurskoða stofnanastrúktúrinn og það væri eitthvað sem alltaf þyrfti að vinna að. María E. Ingvadóttir leggur til að tillögu 8 verði vísað frá en tillaga 15 verði lögð fram óbreytt. Sagði það verkefni stjórnar LSE að fara yfir málin með sveitarstjórnum. Jón Zimsen kvaddi sér hljóðs og vildi taka undir orð Þrastar Eysteinssonar og fagnaði því að tillögu 8 var vísað frá. Hvetur fólk til að styðja tillögu Sunnlendinga. Tillaga nr. 9 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, samþykkir að stjórn LSE skipi 3ja manna nefnd sem fari yfir lög LSE. Einnig semji

16 hún reglur um heiðranir á vegum samtakanna. Nefndin skili af sér tillögum fyrir 1. mars 2013.“ Samþykkt samhljóða Frá Félagsmálanefnd – formaður; Jón Zimsen Tillaga nr.7 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, lýsir ánægju sinni með nýja heimasíðu samstarfsverkefnisins Kraftmeiri skógur sem hefur fengið lénið www.skogarbondi.is og samþykkir að síðan verði notuð sem sameiginlegur vettvangur skógareigenda og landshlutaverkefnanna sem vinna að nytjaskógrækt í landinu.“ Samþykkt samhljóða Tillaga nr. 21. ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, beinir því til stjórnar LSE að hún vinni að samræmdu verkefni þar sem skógarbændur og LSE bjóða landsmenn velkomna í skógana okkar.” Greinagerð: „Velkomin í skóginn“, er hugmynd að verkefni, sem unnið verði á vegum LSE og einstakra skógarbænda. Hugmyndin gengi út á það skapa samtökum og starfi okkar jákvæða ímynd meðal almennings. Sett verði upp skilti (með samræmdu útliti) á staði meðfram vegum þar sem áningastaðir (grillstaðir) eru merktir. Á skiltunum getur verið kynning á starfi okkar, út á hvað það gengur, hversu langan tíma tekur að fá afurðir – hversu mikið kolefni skógurinn bindur, hver vinnan er sem þarf til að ná árangri o.s.frv.. (sem sagt áróður í okkar þágu), hversu gamall skógurinn er, svo og nöfn þeirra sem rækta viðkomandi skóg, persónugera málið, auka þannig nánd. Áningastaðirnir hafi t.d. borð og bekki, grillaðstöðu og ruslatunnu, gestabækur? Vegfarendum er með þessu beint inn á ákveðna staði og getur það gagnast sem liður í brunavörnum í skógi, staðsetning og aðbúnaður áningastaða geti tekið mið af því. (útgáfa korts sem sýnir staðsetningu áningastaða?) Með svona verkefni gerum við okkur sýnileg um allt land og vekjum athygli á starfi skógarbóndans og gagnsemi þess og sköpum okkur jákvæða ímynd. Samþykkt með þorra atkvæða Guðmundur Sigurðsson sagði að sér litist vel á þessa tillögu. Sagðist oft hugsa þegar hann sæi skóg upp í hlíð hvort um væri að ræða bændaskógrækt eða eitthvað annað. Sagði gaman ef hægt væri að merkja skógarjarðir sem slíkar. Jóhanna Sigurðardóttir sat í nefndinni og sagði nefndarmenn einmitt hafa rætt það sem Guðmundur var að stinga upp á. Það væru nokkuð skiptar skoðanir á því hvort bændur vildu vera merktir eða ekki. Ákveðið var að blanda þessu ekki saman við þessa ákveðnu tillögu.

17 Margrét Guðmundsdóttir sagðist aðeins vera búin að láta vinna að merki og ætlar að sýna fundinum þær hugmyndir seinna í dag. Sigurbjörg Snorradóttir sagði alveg eðlilegt að þeir sem vilji merkja sig geri það en sjálf sagðist hún ekki kæra sig um að fá fólk vaðandi inn í sinn skóg sem teldi sig jafnvel eiga hann þar sem ríkið legði til fjármagn í skógrækt. Sæmundur Þorvaldsson finnst tillagan frábær en sagði það þurfa að vera á hreinu hvað er verið að bjóða. Það væri sjálfsagt að leyfa fólki að ganga um skógræktarsvæði. Það þurfi að vanda til og þetta sé góður vettvangur til að kenna fólki að umgangast skóga t.d. varðandi að kveikja eld. Jóhann Gísli Jóhannsson sagði tillöguna frábæra en langaði að benda á eitt vandamál sem hlýst af því að bjóða upp á áningastaði en eftir eitt sumar gæti verið orðið ólíft á staðnum vegna ákveðinna úrgangsefna sem fólk skilur eftir sig. Kom inn á tilvonandi bókarútgáfu Þórs Þorfinnssonar í þessu sambandi, bókina ,,Hvernig ganga á örna sinna í íslenskri náttúru“. Valgerður Jónsdóttir vildi taka undir með Jóhanni Gísla og benda fólki á að það væri dýrt að viðhalda svona áningastöðum þó tillagan sé mjög góð. Benti fólki á að athuga með styrki. Margrét Þórðardóttir vildi aðeins koma inn í umræðuna um merkingar og opna skóga. Sagði merkingar geta verið af því góða, að fólk viti hvað er framundan, skógarbýli, bændaskógur eða skógræktarfélagsskógur. Þorsteinn Pétursson sagði hugmyndina ekki eiga að vera kvöð á nokkrum manni heldur til að skapa jákvæða ímynd. Ný tillaga frá félagsmálanefnd: ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, beinir því til stjórnar LSE að hún láti vinna upplýsingaefni þar sem bændur eru fræddir um ábyrgð þá sem þeir geta borið af óviðkomandi umferð um skógarstíga.” Samþykkt samhljóða Agnes Geirdal spurði hvort dygði að setja skilti t.d. einkavegur. Jón Zimsen sagði tillöguna einmitt vera setta fram til að fá svör við spurningum sem þessari. Björn Bj. Jónsson sagðist hafa leitað til lögfræðings til að spyrja um ábyrgð landeigenda ef t.d. fólk slasast eða farartæki skemmast á vegaslóðum en sá hafi ekki viljað setja neitt skriflegt á blað. Edda Kr. Björnsdóttir sagði frá slysi sem varð á hennar landareign og sagði bændur vera bótaskylda. Benti fólki á að vera tryggt með bændatryggingu.

18 Frá Kolefnisnefnd – formaður; Jóhann Gísli Jóhannsson Tillaga nr. 14 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, samþykkir að beina því til stjórnar LSE og umhverfis-og auðlindaráðuneytis að skipaður verði vinnuhópur sem fái það hlutverk að fara yfir og skýra betur eignarhald skógareigenda á bindingu kolefnisins í skógi og jarðvegi. Sérstaklega skal horfa til nýrra laga nr. 70/2012 um loftslagsmál í þessu sambandi. Vinnuhópurinn hafi allar tillögur sem lagðar voru fram á aðalfundi LSE sem vinnuplögg og skili niðurstöðum fyrir 1. febrúar 2013.“ Samþykkt samhljóða ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, samþykkir að fela stjórn LSE að kalla saman stjórnir aðildarfélaganna til fundar, eigi síðar en 1. apríl 2013, um niðurstöður vinnuhóps um kolefnismál þegar niðurstöður hans liggja fyrir til að ákveða framhalds málsins fram að aðalfundi LSE 2013.“ Samþykkt samhljóða Nýjar tillögur frá kolefnisnefnd: Flutningsmaður – Lúðvíg Lárusson: ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, samþykkir að stjórn LSE verði falið að kanna og mynda bæran markað innanlands um losunarheimildir á koldioxiði með umhverfis- og auðlindaráðuneyti f.h. skógareigenda. Stefnt er að því að vinnu við málið verði lokið 1. maí 2013” Samþykkt samhljóða Björn Ármann Ólafsson sagði skógarbændur vera á réttri leið með þessi mál. Sagðist styðja það að mál fyrri tillögu yrðu kláruð áður en vinnu við þessa tillögu lyki. ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, skorar á umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Skógrækt ríkisins að safna saman og miðla upplýsingum um alla þætti er varða loftslags- og markaðsmál með kolefni og koma á framfæri til LSE. Þessar upplýsingar verði aðgengilegar öllum á nýrri heimasíðu LSE.“ Samþykkt samhljóða ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, skorar á umhverfis- og auðlindaráðuneyti, Skógrækt ríkisins, landshlutaverkefnin og LSE að gangast fyrir fagráðstefnu um loftslagsmál og kolefnisbindingu í tengslum við aðalfund LSE 2013.“

19 Samþykkt samhljóða Lúðvíg kom með nýja tillögu varðandi tímabundna hækkun þóknunar til stjórnar vegna mikillar vinnu framunda. ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, samþykkir tímabundna hækkun á þóknun til stjórnar LSE á meðan þessi margfalda vinna vegna kolefnisbindingamála með ráðuneyti og stofnunum stendur yfir.“ Fundarstjóri bar það undir fundinn hvort tillagan fengi afgreiðslu og var það samþykkt. Agnes Geirdal lagði til að þessari tillögu yrði vísað til fjárhagsumræðu. Björn Ármann Ólafsson sagðist búast við að fjárhagsnefnd þyrfti að skoða þessa tillögu áður en hún yrði afgreidd. Fundarstjóri sagðist taka þessar ábendingar sem dagskrártillögu. Lúðvíg Lárusson sagði að sjálfsögðu eðlilegt að fjárhagsnefnd fjallaði um tillöguna en sagði mjög nauðsynlegt að greitt yrði fyrir þá vinnu sem framundan væri. Fundarstjóri bar það upp hvort tillögunni yrði vísað til fjárhagsnefndar. Samþykkt samhljóða Frá öryggis-og trygginganefnd –formaður; Lilja Magnúsdóttir Tillaga nr. 5 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, skorar á innanríkisráðherra að taka upp lög um Viðlagatryggingu þar sem skógar verði gerðir tryggingarhæfir til jafns við aðrar eignir bænda líkt og tíðkast í nágrannalöndum okkar.“ Samþykkt samhljóða Tillaga nr.6 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, samþykkir að unnið verði að samræmdri áætlunargerð um brunavarnir í skógum og aðgerðaáætlun um slökkviaðgerðir í samvinnu við slökkvilið á landsvísu. Fundurinn hvetur jafnframt alla þá sem koma að gerð ræktunaráætlana og þá sem vinna að skipulagsgerð í heild sinni að hafa ávallt í huga brunavarnir á sem stærstum mælikvarða. Sérstaklega er brýnt að hafa í huga staðsetningu áningastaða, vatnsbóla, vatnstökustaða og eldvarnabelta. Fundurinn hvetur til að LSE gangist fyrir magninnkaupum á viðeigandi eldvarnarbúnaði svo sem sinuklöppum fyrir aðildarfélög og félagsmenn sína.“ Samþykkt samhljóða

20 Frá fjárhagsnefnd – formaður María E. Ingvadóttir Tillaga nr. 2 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, samþykkir að stjórn LSE hafi það sem forgangsmál að útvega fjármagn til að ráða stafsmann í 100% starf fyrir samtökin til næstu ára.“ Samþykkt samhljóða Tillaga nr. 4 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, skorar á umhverfis og auðlindaráðherra og Alþingi að auka fjárveitingar til landshlutaverkefnanna í skógrækt til þess horfs sem skilgreint var í lögum um landshlutaverkefni og vinna þannig að uppbyggingu skógarauðlindarinnar á Íslandi til framtíðar.“ Greinargerð: Fundurinn lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem hafin er við endurskoðun skógræktarlaga og fagnar fram kominni greinargerð þar sem bent er á margt sem brýnt er að endurskoða og samræma í lagaumhverfi skógræktar. Fundurinn beinir því til umhverfis- og auðlindaráðherra að ný skógræktarlög verði lögð fram hið fyrsta. Skógareigendur á Íslandi vænta góðs samstarfs við hið háa ráðuneyti við þá vinnu sem framundan er, við að auka fjárveitingar til skógræktar á ný og tryggja þannig áframhaldandi uppbyggingu skógarauðlindarinnar í landinu. Fundurinn leggur áherslu á að Landssamtök skógareigenda verði ávallt höfð til samráðs um málefnið skógrækt. Samþykkt samhljóða með smá orðalagsbreytingu Björn Ármann Ólafsson nefndi að það vantaði að hafa Alþingi með í áskoruninni svo tillagan innihéldi allt sem tillögurnar innihéldu sem voru felldar saman. Tillaga nr. 11 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október, samþykkir að ágjald félagsmanna fyrir árið 2013 verði krónur 2.000.-„ Samþykkt samhljóða

21 Tillaga nr. 12 Fjárhagsáætlun LSE fyrir starfsárið 2013 2010 2011 Breyting 2012 Breyting 2013 Breyting Rekstrartekjur: frá fyrra ári áætlun frá fyrra ári áætlun frá fyrra ári Félagsgjöld 491.000 1.000.500 103,8% 900.000 -10,0% 1.460.000 22,2% Ýmis framlög 340.986 2.294.086 572,8% 300.000 -86,9% 500.000 66,7% Vaxtatekjur 129.460 59.160 -54,3% 50.000 -15,5% 50.000 20,0% Ríkisframlag 7.000.000 4.000.000 -42,9% 4.000.000 0,0% 4.000.000 0,0% Tekjur samtals 7.961.446 7.353.746 -7,6% 5.250.000 -28,6% 6.010.000 7,6% Rekstrargjöld: Kostnaður vegna aðalfundar 815.067 771.487 -5,3% 400.000 -48,2% 400.000 0,0% Stjórnar- og fundarkostnaður 1.468.312 995.909 -32,2% 900.000 -9,6% 800.000 -11,1% Ráðstefnur og námskeið 169.045 21.000 -87,6% 150.000 614,3% 150.000 0,0% Þróunarvinna 980.540 0 500.000 500.000 Rekstur skrifstofu 3.308.511 2.151.810 -35,0% 3.000.000 39,4% 3.500.000 16,7% Blaðaútgáfa 673.206 578.333 -14,1% 250.000 -56,8% 250.000 0,0% Ár skóga 0 1.805.674 Annað 76.075 335.658 341,2% 40.000 -88,1% 400.000 0,0% Vaxta- og bankakostnaður 8.436 17.925 112,5% 10.000 -44,2% 10.000 0,0% Gjöld alls 7.499.192 6.677.796 -11,0% 5.250.000 -21,4% 6.010.000 26,7% Hagnaður/tap ársins 462.254 675.950 0 0 Handbært fé 31.12. 4.223.711 4.913.985 4.913.985 4.913.985 Samþykkt samhljóða

Björn Bj. Jónsson vildi benda á að þær 4 milljónir sem eru áætlaðar frá ríkinu eru ekkert í hendi í ljósi breytinga á ráðuneytum sem hafa með bændaskógrækt að gera.

Tillaga nr. 13 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, samþykkir að stjórn LSE fái þóknun fyrir árið 2013 sem hér segir: Formaður 126.000 126.000 Gjaldkeri 94.500 94.500 Aðrir stjórnarmenn 84.000 252.000 Stjórnarlaun samtals 472.500 Samþykkt samhljóða

22 Fjárhagsnefndin hafði gert að tillögu sinni að vísa frá tillögu IV, en flutningsmaður, Þorsteinn Pétursson, gerði athugasemd við það og kaus fundurinn um það hvort hún kæmi til afgreiðslu. 11 voru með því að hún kæmi til afgreiðslu en 9 á móti og var hún tekin fyrir.

Tillaga nr. 4 ,,Aðalfundur Landssamtaka skógareigenda, haldinn á Ísafirði 5. og 6. október 2012, samþykkir að LSE finni leiðir til að bæta afkomu skógarbænda.” Samþykkt án mótatkvæða Björn Ármann Ólafsson tók til máls og studdi tillöguna. María E. Ingvadóttir útskýrði hvers vegna nefndin hefði sleppt tillögunni, hún væri mjög víðtæk og að inntaki félli hún að öllu starfi LSE og benti m.a. á stefnumörkun samtakanna. Sagði tillöguna að sjálfsögðu vera góða. Þorsteinn Pétursson sagði skógarauðlindina vera atvinnu og fyrir atvinnu þyrfti að greiða laun. Frá stefnumótunarnefnd – formaður; Agnes Geirdal Framtíðarsýn Landssamtaka skógareigenda 2012-2022 Samvinna - þekking - árangur Hlutverk Landssamtaka skógareigenda (LSE) Hlutverk LSE er að gæta hagsmuna félagsmanna. Samtökin stuðla að þekkingaröflun, faglegum vinnubrögðum og miðlun upplýsinga um málefni skógræktar. LSE eru aðilar að Bændasamtökum Íslands. LSE eiga samskipti við stjórnvöld, stofnanir, hagsmunaaðila og erlend systursamtök. LSE eru virkir aðilar í stefnumörkun í skógræktarmálum og samhæfingu skógræktarstarfs á Íslandi. LSE leggja áherslu á mikilvægi rannsókna og þekkingarmiðlunar í skógrækt. LSE leggja áherslu á nýsköpun við nýtingu auðlinda skóganna.

23 Framtíðarsýn LSE leggi áherslu á mikilvægi rannsókna og þekkingarmiðlunar sem undirstöðu framfara í skógrækt. Samtökin standi við bakið á öflugri menntun í skógrækt á háskólastigi, með tengingu við aðrar greinar í háskólasamfélaginu. Jafnframt verði leitast við að efla tækni- og fagmenntun fyrir félagsmenn. Að félagsmenn hafi góða alhliða þekkingu á starfsgreininni og náttúru Íslands. Að LSE vinni að því að íslenskur skógariðnaður vaxi með arðbærum hætti, félagsmönnum og þjóðinni til hagsbóta. Að vera í góðum tengslum við landshlutaverkefnin í skógrækt, Skógrækt ríkisins, Landbúnaðarháskóla Íslands og aðra þá aðila sem vilja vinna að sömu markmiðum og LSE. Fjárhagur LSE verði traustur og grundvallist á árgjöldum, framlögum, og eðlilegri hlutdeild í styrkjakerfi stjórnvalda á hverjum tíma. LSE geti gert samninga um að annast verkefni á sínu sviði fyrir opinbera aðila eða aðra. Markmið Að viðurkennd verði búgreinin skógrækt og að hér þróist skógariðnaður. Að standa vörð um og efla íslenska nytjaskógrækt. Að unnið verði að jöfnu og öruggu framboði á skógarafurðum. Að hér þróist fjölbreyttur skógariðnaður. Að skógrækt verði arðbær og sjálfstæð atvinnugrein. Ávallt verði notaðar bestu tegundir og kvæmi til ræktunar. Að eign skógarbænda á kolefni sem bindst í skógum þeirra verði skilyrðislaust viðurkennd og lagt verði mat á þau verðmæti. Réttur þeirra til að eiga viðskipti með þau verðmæti verði virtur. Að allar skógarjarðir verði skipulagðar með tilliti til brunavarna og öryggis ábúenda og almennings. Að lögð verði áhersla á markaðsdrifna skógrækt. Samhliða timburskógrækt verði stunduð umfangsmikil skjólbeltarækt, landbótaskógrækt, jólatrjárækt, berja- og ávaxtarækt, ásamt öðrum ábatasömum búskap í skógi. Að rannsóknastarfsemi leitist við að gera íslenska skógrækt sem hagkvæmasta og leggi áherslu á rannsóknir auk nýtingar á erlendri þekkingu. Að tryggja aðgang félagsmanna að sérfræðiþjónustu, þegar óvænt áföll dynja yfir. LSE stuðli að aðgengi félagsmanna að gagnagrunni varðandi rannsóknir í skógrækt.

24 Leiðir að markmiðum; Framlög frá hinu opinbera til landshlutaverkefnanna aukist á ný svo hægt verði að halda áfram af krafti að byggja upp skógarauðlind. Unnin verði spá um nýtanlegt magn afurða við tiltekin skilyrði og fjárfestingu.  Fram fari rannsóknir á þörfum markaðarins fyrir skógarafurðir þannig að ljóst liggi fyrir hvar sóknarfæri eru.  Leitað verði samstarfsaðila um úrvinnslu og markaðsmál.  Unnið skal áfram að átaki LSE varðandi nytjar skógarins sem nefnist „skógargull“.  Unnið verði markvisst að gæðastýringu innan greinarinnar.  Áfram verði haldið með 15 ára átak LSE í ræktun jólatrjáa.  Brunavarnir í skógi verði gerðar að almennri reglu í skógrækt.  Brunatrygging skóga verði almenn.  Séð verði til þess að skógareigendur hafi aðgang að þeim verktökum sem þeir þarfnast.  Stuðlað verði að því að á Íslandi verði viðurkennd vottunarstöð vegna mats og mælingar á kolefnisbindingu og annarra þátta skógarins.  Að tryggja öflugt samstarf í skógrækt og samræmda vinnu stofnana svo nýta megi rannsóknarfjármagn sem allra best.  Að stofna afurðafélag í eigu félagsmanna.  Vinna í samræmi við áætlanir stjórnvalda um nytjaskógrækt. Fræðslustarfsemi, kynningarmál og útgáfa LSE miðli upplýsingum um starfsemi samtakanna og sinni fræðslustarfsemi. LSE miðli upplýsingum um stöðu, gagnsemi og framtíðarhorfur skógræktar til stjórnvalda, Alþingis og almennings. LSE standi fyrir fræðsluþingi fyrir félagsmenn í tengslum við aðalfund. Að framkvæmdastjóri eða stjórnarmenn LSE heimsæki aðildarfélög á aðalfundi félaganna. Að móta félagskerfið eftir þörfum hvers tíma og horfa til framtíðar. Stutt verði við útgáfu á blaðinu Við skógareigendur.

25 Heimasíðan www.skogarbondi.is verði lifandi miðill skógareigenda. Í umræðum í nefndinni sem fjallaði um stefnumótunarplaggið kom fram að fólk vildi leggja meiri áherslu á sköpun nýrrar auðlindar. Skógrækt væri atvinnuvegur og þyrfti að vinna með annarri landnýtingu. Einnig vildu nefndarmenn leggja áherslu á samstarf við Listaháskólann, hönnuði, iðnaðarmenn og aðra þá sem geta stuðlað að nýsköpun í afurðanýtingu skóganna. Nefndarmenn lögðu áherslu á, að umgengni um landið eigi að vera með fullri virðingu og tillitssemi við viðkæma náttúru og það haft að leiðarljósi við eðlilega nýtingu og uppbyggingu nýrra leiða til betri lífskjara. Sigurbjörg Snorradóttir spyr í sambandi við samlag/afurðafélag, finnst það ekki eiga að vera inni í stefnumörkun. Dagskrártillaga frá fundarstjóra, að tillagan verði afgreidd til stjórnar til fullvinnslu eftir breytingar stefnumótunarnefndar. Samþykkt samhljóða

9. Kosningar. Kosning tveggja stjórnarmanna. Úr aðalstjórn eiga að ganga Anna Ragnarsdóttir fulltrúi Norðurlands og Ásvaldur Magnússon fulltrúi Vestfirðinga. Anna gaf kost á sér áfram en Ásvaldur ekki. Tillaga uppstillingarnefndar er að í aðalstjórn LSE verði kjörin: Anna Ragnarsdóttir frá Norðurlandi og Sighvatur Þórarinsson frá Vestfjörðum Fundarstjóri lýsti eftir öðrum tillögum, þær komu ekki Samþykkt samhljóða. Kosning þriggja varamanna í stjórn. Varamenn eru Jóhann Gísli Jóhannsson, Þórarinn Svavarsson og Sigrún Grímsdóttir og þau gáfu öll kost á sér til áframhaldandi setu. Tillaga uppstillingarnefndar er að sömu varamenn verði kjörnir áfram. Fundarstjóri lýsti eftir öðrum tillögum, þær komu ekki. Samþykkt samhljóða. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga. Skoðunarmenn eru Ásmundur Guðmundsson og Jóhanna H. Sigurðardóttir. Tillaga uppstillingarnefndar að sömu skoðunarmenn verði kjörnir áfram. Samþykkt samhljóða. Kosning tveggja varaskoðunarmanna reikninga. Varaskoðunarmenn eru Haraldur Magnússon og Hraundís Guðmundsdóttir. Tillaga uppstillingarnefndar að sömu varaskoðunarmenn verði kjörnir áfram. Samþykkt samhljóða.

26 Kosning fulltrúa og varafulltrúa á Búnaðarþing. Tillaga uppstillingarnefndar er að Jóhann Gísli Jóhannsson verði fulltrúi og Edda Kr. Björnsdóttir til vara. Lýst eftir öðrum tillögum, þær komu ekki. Samþykkt samhljóða.

10. Önnur mál. Margét Guðmundsdóttir sýndi vinnu við merki fyrir Landssamtök skógareigenda í framhaldi af tillögu um að bjóða fólk velkomið í skógana. Nokkur umræða varð um merkið og hvernig fólki leist á. María E. Ingvadóttir tók til máls og bauð til aðalfundar á Suðurlandi á næsta ári, ekki er búið að ákveða fundarstað þó Vestmannaeyjar séu í sigti. Sagði Sunnlendinga hlakka til að taka á móti skógarbændum til fundar og þakkaði fyrir góðan fund á Ísafirði. Ásvaldur Magnússon þakkaði fyrir árin í stjórn LSE. Óskaði stjórninni til hamingju með eftirmanninn. Sagði Ásvaldur að það sem stæði upp úr, er hann hugsaði til baka, væri fundurinn á Núpi þegar gömlu Skjólskógar voru stofnaðir 1996. Margt hefur breyst síðan þá og þó oft sé því haldið fram að skógarbændur séu á undanhaldi og það vanti peninga þá hefur samt gríðarlega margt breyst. Guðni Guðmundsson þakkaði fyrir góða fundarstjórn og góðan fund og lét ekki fundinn vera vísulausan. Útfrá nefndarstörfum frá kvöldinu áður fæddist þessi vísa: Ég tré og greinar saga, saxa stórskógurinn birtist senn. Þeir sem í skóginum bjástra, baxa er best að þeir séu timburmenn. Guðni sagðist ekki kunna við orðið niðurskurð í fjárframlögum, vill nota orðið skerðing á fjárframlögum og útfrá því fæddist þetta: Framlög niður stjórnvöld skera skógarbænda þyngist róður. Í skóginum gríðarmargt að gera Þó gauli garnir og léttist sjóður. Sæmundur Þorvaldsson kvaddi sér hljóðs. Þakkaði fyrir ánægjulegan fund og fór yfir praktísk atriði þ.e. það sem gerist á eftir þegar farið verður í gönguferð. Margrét Þórðardóttir þakkaði góðan og skemmtilegan fund. Vildi koma með smá innlegg í þá skemmtilegu hugmynd um að merkja skógarbýlin. Sagði merkin frá nöfnu sinni skemmtileg en benti á merkið sem bændur eiga þegar, þ.e. merki samtakanna.

11. Fundarlok. Edda Kr. Björnsdóttir steig í pontu, þakkaði Vestfirðingum fyrir móttökurnar og góðan fund. Þakkaði Ásvaldi gott samstarf í stjórn LSE og bauð Sighvat velkominn til starfa í stjórninni. Þakkaði öllum starfsmönnum fundarins og sleit fundi. Freyja Gunnarsdóttir Helga Dóra Kristjánsdóttir (sign) (sign)

bottom of page