top of page

Kolefnisbrúin, kynning á hugmyndafræði


Landssamtök skógareigenda og Bændasamtök Íslands, í samstarfi við Skógræktina eru að leggja upp aðferð við að binda kolefnis, en ágóðinn fellst í fleiru en eingöngu því.

Textinn úr myndbandinu.

„Kolefnisbrúin“ er vinnuheiti yfir verkefni sem ætlað er að standa undir skógrækt meðal bænda sem í megin atriðum yrði kostuð af fyrirtækjum. Þjónustan yrði veitt af fyrirtæki, sem við skulum kalla „kolefnisbrúin“, sem yrði leidd áfram af Bændasamtökum Íslands.

Innblásturinn kemur aðallega úr þremur áttum.

Í fyrsta lagi, aðgerðir í loftslagsmálum. Enn hefur ekki fundist betri aðferð til kolefnisbindingar en með gróðri og þá sér í lagi trjám. Lendur Íslands eru að miklu leiti í eigu bænda og á því landi má rækta skóg. Skógur bindur kolefni úr andrúmsloftinu og gerir reyndar gott betur en það.

Í öðru lagi, má rækta timbur úr trjám úr skóginum. Með því er hægt að búa til fjárhagslegan ávinning fyrir bóndann og samfélagið. Hægt er að binda meira kolefni með meðhöndlun skógarins en ef hann er látinn afskiptalaust. Með réttri meðhöndlun má einnig auka verðmætasköpunina.

Í þriðja lagi, yrði öll ræktunin vottuð. Stærstu kostunaraðilarnir yrðu stórfyrirtæki sem myndu greiða fyrir skógræktina og fá „kolefnisinneign", eða „carbon credit“ í staðin sem notuð er á alþjóða vísu. Skógræktin yrði þar með vottuð eftir ströngum alþjóðlegum viðmiðum.

Lítum nánar á þessi þrjú atriði.

Þetta er allt í loftinu. Allt snýst þetta um kolefni. Kolefnisbinding, Kolefnisnotkun og Kolefnisinneign.

Hvað er kolefnisbinding?

Andrúmsloftið er út um allt. Dýr, eins og þú, andar að sé andrúmslofti, nýtir súrefnið í því og skilar koltvísýringi FRÁ SÉR í andrúmsloftið. Þau gefa líka aðrar loftegundir frá sér en það er önnur saga. Kolefnið, sem dýrin gefa frá sér, nýta plöntur sér til uppvaxtar. Með hjálp frá sólinni draga þau inn kolefnið úr andrúmsloftinu og breyta í fast, sýnilegt efni. Svo sem trjábol, rætur og lauf. Trén gefa auk þess frá sér súrefni aftur út í andrúmsloftið.

Um þessar mundir er mikið kolefni í andrúmsloftinu, eitthvað sem við köllum mengun. Þetta veldur því að loftið mettast meira og meira af kolefni, þá er hlutfallslega minna af súrefnis. Þessi mengun hefur áhrif á lífið á jörðinni en það ætti öllum að vera orðið kunnugt. Flest þekkjum við orð eins og Loftslagsbreytingar, Hlýnun jarðar, Kioto, Parísarsáttmáli og Bonn-áskorun. Það er því eftirsóknarvert að binda eitthvað af þessu kolefni aftur í fast form. Aðstæður til skógræktar hérlendis hafa alla tíð verið betri en samtímamenn vildu vera láta. Skógrækt er því afbragðs kostur til kolefnisbindingar.

Hvað er kolefnisnotkun?

Notkun á kolefni á eiginlega við um allt og það er kolefni allsstaðar. Hér er þó átt við það kolefni sem er í föstu formi sem tré. Við getum nýtt það á marga vega. Tré, sem vex í skógi, myndar skjól, er heimili fyrir fugla, bætir jarðveg, miðlar vatni í öllum formum, sem ís, vökvi og loft, svo fátt eitt sé nefnt. Tré, sem er fellt og dregið út úr skógi, er að megninu til kolefni og vatn. Eiginleg eins og mannslíkami. Nú, tréð má nota á ýmsan máta. Líklega er timbur það sem flestir þekkja, borð og plankar. Eldivið nýtum við sem hitaorkugjafa, já eða kolefnisgjafa þegar við búum til málm. En tré bíður upp á fleiri möguleikum, svo sem dísel, textíl og plast.

Hvað er kolefnisinneign?

Líklega er best að notast við enska hugtakið „carbon credit“, þar sem lítið eyríki, eins og Ísland mun alltaf þurf leita út fyrir landsteinana til að eiga viðskipti með það. Kolefni virðir engin landamæri. Carbon credit er einskonar alþjóðlegur gjaldmiðill. Gjaldmiðill sem gengur kaupum og sölum. Fyrirtæki, sem mengar mikið, getur keypt sér losunarheimild á kolefni. Segjum að eitthvað fyrirtæki losi 100 tonn af kolefni á ári getur það annað hvort bætt fyrir losunina með kaupum á carbon credit, eða staðið sjálft í að binda það kolefnis sem það losar. Það yrð að sjálfsögðu gert með skógrækt. Hlutlaus alþjóðlegur vottunaraðili tæki skógræktina út eftir stöngum kröfum. Kröfur væru gerðar á landgerð, plöntuval og gæði gróðursetningar, staðan metin og staðfesting gefin út og VOTTUÐ. Þar með eru þessi tré ánöfnuð 100 tonna losun fyrirtækisins, fyrir eitt ár. Það má því ekki sýsla meira með þessa bindingu. EN ef t.d. skógarbóndinn hefði ræktað meira en um var samið, gæti hann látið votta það og sýslað sjálfur með umfram gróðursetninguna sína, jafnvel selt síðar þegar heimmarkaðsverð á carbon credit hefur hækkað. Þetta er samt ekki alveg svona einfal, því vottunarstofan heldur áfram að taka út. Metin yrði lifun eftir 10 ár...20 ár... 40 ár... og fleira í þeim dúr. Þetta þýddi það að fyrirtækið fyrrnefnda, sem vildi bæta fyrir 100 tonna kolefnislosun, myndi greiða landeiganda fyrir að rækta skóginn og gæta og þar með nýta. Það má nefnilega nýta skógana þó þeir séu að binda.

Ávinningur af skógrækt með „kolefnisbrúnni“ er margþættur. Þetta hentar fyrirtækjum af öllum stærðargráðum, jafnvel einstaklingum. Enginn veit hvernig markaður með kolefni á eftir að þróast, en það er nokkuð víst að töluvert á eftir að binda af kolefni úr andrúmsloftinu. Það sama má segja um afurðir skógarins, sá markaður hefur alltaf verið að rokka upp og niður. En með lausnamiðuðum hugmyndum í t.d. byggingageiranum má búast við aukinni eftirspurn eftir góðum viði.

Þetta er allt í loftinu. Viljum við eiga þátt í að skapa bjartari framtíð þá er „Kolefnisbrúin“ leið til þess.

Slóð á myndband:

Skógarnir okkar, Vaglaskógur

bottom of page