top of page

Skógarsnyrtar


Myndband á Youtube

Uppkvistun ungra trjáa er göfug og skemmtileg vinna. Fyrir utan það að komast út í skóg, hamast, og sjá árangur erfiðisins jafnt og þétt, er þetta ekki síður gott fyrir gæði viðarinns. Með uppkvistun má gera góðan við betri.

Vinnumálastofnun Austurlands, Austurbrú og Héraðs- og Austurlandsskógar settu á laggirnar lítið verkefni á hausttdögum 2011. Þetta er verefni sem hefði haglega gengið að halda úti en einungis var það virkt í 3 ár. Árið 2011 hafði Emil Björnsson umsjón með verkefninu, 2012 var það Dagur Óðinsson og loks árið 2013 var það í höndum Pétur Elíssonar.

Hér má smá sjónvarpsfrétt RÚV um verkefnið sem Elsa Björgvinsdóttir og Hjalti Stefánsson unnu 2011.

bottom of page