top of page

Verkefnisstjóri Kolefnisbrúarinnar

Verkefnisstjóri Kolefnisbrúarinnar

Í mánuðinum (apríl 2020) gekk til liðs við LSE nýr starfsmaður. Hafliði Hörður Hafliðason hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri yfir Kolefnisbrúnni, verkefni sem hefur verið í vinnslu LSE og Bændasamtakanna í um hálft ár.

LSE mun leiða verkefnið áfram og er ætlunin er að Hafliði muni leiða vinnuna, sem felur í grunnin í sér að móta og kynna aðferðarfræði við að binda kolefni með nýskógrækt.

Reikna má með fréttum af verkefninu á næstu vikum, bæði hér á heimasíðu LSE og Bændablaðinu.

Starfsstöð Hafliða verður á aðalskrifstofu Skógræktarinnar á Egilsstöðum og er tölvupóstfangs hans haflidi@skogarbondi.is.

Snemma í ferlinu var unnið kynningarmyndband um verkefnið. Það má sjá hér neðar.

bottom of page