top of page

Girðingartjón, taktu mynd !!!


Sumarið er komið en Vetur konungur bankaði víða uppá að undanförnu. Snjórinn bráðnar og brosnar girðingar koma í ljós undan sköflunum. Brotnir staurar, slitnir vírar, skriður eða hreinlega girðingin farin. Bændur standa frammi fyrir miklum endurbótum ef vel skal lagfæra eftir öll ósköpin.

Skógarbændur, sem og aðrir bændur, þurfa að sinna tálmum síns friðaða lands.

Við hjá LSE leitum eftir myndum af skemmdum girðingum á skógræktarjörðum. Endilega takið mynd og sendið á hlynur@skogarbondi.is og þær munu birtast með þessari frétt. Gott er að hafa staðhætti í texta með myndinni, að minnsta kosti bæjarnafn.

Norðurland

Vestfirðir

Vesturland

bottom of page