Fyrirhugað var að halda aðalfund LSE 2020 á Hótel Hamri við Borgarnes. Af völdum covid 19 tók stjórn LSE ákvörðun um að aflýsa fundinum og öllu sem honum átti að fylgja svo sem árshátíð, erindum, málþingi, göngu og slíku.
Stjórn LSE mun funda innan tíðar um hvort aðalfundur LSE 2020 verði með öðru sniði. Yfirlýsing verður gefin út þegar það liggur fyrir.