top of page

Við tilheyrum öll hringrás


Við tilheyrum öll hringrás Á næstu dögum fer af stað átak þar sem áhersla er lögð á að verja störf og auka verðmætasköpun á Íslandi. Markmiðið er að efla vitund landsmanna um neysluhegðun og útskýra þau keðjuverkandi áhrif sem verða þegar við veljum innlenda þjónustu og skiptum við innlend fyrirtæki. Látum það ganga Íslensk fyrirtæki hafa til mikils að vinna, sérstaklega um þessar mundir. Ef nógu margir kjósa að eiga viðskipti innanlands getur það haft þýðingarmikil áhrif á efnahagskerfið, tryggt lífskjör, varið störf og eflt atvinnustarfsemi. Þess vegna er mikilvægt að við tökum okkur saman og að sem flest fyrirtæki taki þátt í átakinu. Þannig náum við mestum árangri. Kynning Þriðjudaginn 8. september kl. 14:00 verður haldin kynning á átakinu. Beint streymi verður aðgengilegt á www.gjoridsvovel.is/kynningarfundur með lykilorðinu: aframisland. Við hvetjum sem flesta til að fylgjast með en þeir sem ekki geta fylgst með á þessum tíma geta nálgast upptöku af kynningunni eftir á. Hvernig tek ég þátt? Átakið hefst formlega þann 10. september nk. Við hvetjum öll fyrirtæki til að taka virkan þátt, vekja viðskiptavini sína til umhugsunar og hvetja sem flesta til að velja innlenda þjónustu. Þeim mun fleiri sem taka þátt, þeim mun sýnilegra, víðtækara og áhrifaríkara verður átakið. Frekari upplýsingar um átakið og aðgengi að kynningarefni má nálgast á www.gjoridsvovel.is frá og með þriðjudeginum 8. september. Tökum okkur saman og veljum íslenskt. Og látum það svo ganga.

bottom of page