top of page

Aðalfundur FSV

Aðalfundur Félags skógarbænda á Vesturlandi verður haldinn á Hótel Hamri í Borgarfirði fimmtudaginn 23. mars 2023, fundurinn hefst kl.18:00.


Helstu dagskrárliðir fundarins eru:


· Venjuleg aðalfundarstörf

· Önnur málGestir fundarins verða:

· Sæmundur Þorvaldsson, skógrætarráðgjafi Skógræktarinnar

· Hlynur Gauti Sigurðsson, sérfræðingur hjá Bí

– Hvað er helst á döfinni hjá skógarbændum


Kosningar:

Í aðalstjórn eru 3 menn, formaður, ritari og gjaldkeri, kjörnir til eins árs. Varamenn í stjórn og skoðunarmenn reikninga eru kosnir til eins árs í senn.

Stjórnin skiptir með sér verkum að loknum aðalfundi.

Allir félagsmenn eru í kjöri og geta boðið sig fram til stjórnarsetu.

Bergþóra María Jónsdóttir formaður og Laufey B. Hannesdóttir gjaldkeri gefa ekki kost á sér lengur til setu í stjórn.


Að venju verður boðið uppá súpu, brauð og kaffi.

Gott væri að vita ca. fjölda vegna veitinga. Endilega tilkynnið þátttöku þeir sem það geta annars bara mætið á staðinn. (laufeybh@gmail.com)


Mætum öll og eflum með því félagsstarfið. Takið með ykkur nýja félaga.


Bergþóra María Jónsdóttir, formaður

Laufey B. Hannesdóttir, gjaldkeri

Sigurkarl Stefánsson, ritari


Comments


bottom of page