Aðalfundur LSE 2023 verður haldinn þann 22.febrúar í Reykjavík á hótel Natura (áður Loftleiðir).
Á dagskrá
a. Skýrsla stjórnar.
b. Afgreiðsla reikninga fyrir næst liðið almanaksár, fullnægjandi félagaskrá aðildarfélaga skal ávallt fylgja
endurskoðuðum ársreikningi samþykktum á aðalfundi.
c. Tillögur og erindi til umræðu og afgreiðslu.
d. Skipan stjórnar skv. grein 8 í samþykktum þessum
e. Fjárhagsáætlun til næsta árs.
f. Önnur mál.
- Samþykkja lagabreytingartillögu frá Aukafundi LSE 16.maí 2022
FYRIR
Leggist starfsemi LSE niður og félaginu er slitið skulu eigur þess ganga til skógarbændafélaganna í hlutfalli við fjölda félagsmanna.
EFTIR
Leggist starfsemi LSE niður og félaginu er slitið skulu eigur þess ganga til aðildarfélaganna, sbr. 3. grein, í
hlutfalli við fjölda félagsmanna þeirra.
3. gr. Eignarhald / félagsaðild
Félagið er samtök fimm landshlutafélaga skógarbænda: Félög skógarbænda/eigenda á - Austurlandi, - Norðurlandi, - Suðurlandi, - Vesturlandi og - Vestfjörðum. Félagsmenn skógarbændafélaganna frá síðasta uppgefna félagatali (eða frá síðustu áramótum) eru eigendur og aðilar í LSE. Óski félagsmaður í skógarbændafélagi eftir úrsögn úr LSE skal það afgreitt samstundis og fært til bókar á næsta aðalfundi viðkomandi skógarbændafélags.
Reiknað er með að fundurinn taki stutta stund
Fundargerð Aðalfundar LSE 2023 (þessi nýjasta)
Lög eftir eftir breytingu.
Comments