Kæru skógarbændur í BÍ
Í búgreinadeild skógarbænda eru skráðir 177 félagsmenn.
Í dag, 22.febrúar 2024, rann út frestur við að skila inn framboði til formanns.
Tveir hafa boðið sig fram.
Sitjandi formaður: Gunnar Þorgeirsson, garðyrkjubóndi á Árbakka
Hefur verið formaður BÍ í 4 ár, var áður formaður Garðyrkjubænda.
Gunnar er mikill áhugamaður um skógrækt.
Mótframboð: Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi í Austurhlíð
Var formaður búgreinadeildar sauðfjárbænda frá 2022-2024 og sat í stjórn BÍ.
Trausti er mikill áhugamaður um skógrækt.
Nú eru rúm vika í kosningar. Þær fara fram rafrænt á kosningaveg BI og standa yfir í tvo daga frá föstudagi 1.mars til laugardags 2.mars. Sjá nánar á bondi.is
Stjórn búgreinadeildar skógarbænda hvetur skógarbændur eindreigið að nýti sér kosningarétt sinn og kjósi í rafrænni kosningu dagana 1.-2.mars.
Hægt er að kynna sér frambjóðendurna betur í Bændablaðinu sem og hefur hróður þeirra borist vísa um ljósvakana.
Comentarios