top of page

CE merking

Þetta er dagbók fyrir verkliði í tengslum við CE-merkingar


07

9. apríl, Þjóraárdalur

Upptökur fyrir efni til handa BSI

Með í för, Eiríkur sem Attenborough, Jóhannes og Magnús sem staðarhaldarar.


 

06

5. apríl, BSI

5.apríl

Eiríkur og Hlynur hittu árna hjá BSI og ræddu faggirldingu.


 

05

00. apríl, HMS-Nýsköpunarvika

00.apríl

...

 

04

26. mars, HMS-Nýsköpunarvika

19. feb

Fundur í HMS

Fundarmenn: Eiríkur, Hlynur, Hrafnhildur, Áróra og TEAMS-Trausti og Hreinn

Farið yfir daskrárdrög að ráðstefnu sem skal haldin 15.maí í HMS.

 

03

19. feb, HMS

19. feb

Fundur með í HMS

Fundarmenn: Eiríkur, Hlynur og Hrafnhildur Sif Hrafnsdóttir

Farð var yfir utanumhald og forsendur góðrar lokaskýrslu. Hrafhnildur sendi email þess efnis 21.feb.

Í kjölfarið hafði EÞ samband við Tomast Ivarsson og Arnar hjá BSI.


 

02

15. feb, HMS

15. feb

Eiríkur og Hlynur funda með Þórunni Sigurðar hjá HMS.

HMS mun vera með eftirlit og ráðgjöf en mun að öðru leiti ekki aðstoða við innleiðingu fagildgingar enda ekki í starfi HMS. Þá er það staðferst og verkefnið getur haldið áfram. 

01

9. febrúar, Viðtökur ASK styrks frá ráðherrum

9. febrúar

Í salarkynnum HMS vettu styrkþegar ASK viðtökur styrkjanna frá Áslaugu Örnu og Sigurði Inga.

CE verkefni skógargeirans (Skógræktin, Skóg, Ísl., Skógarbændur) fékk 4 milljónir. Það er leitt af BÍ og er Eíríkur Þorsteinsson verkefnisstjóri


UmsókninASK Samningur við HMS


Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (hér eftir styrkgreiðandi), kt. 581219-1480, Borgartúni 21, Reykjavík og Bændasamtök Íslands, kt. 631294-2279 (hér eftir styrkþegi), gera með sér eftirfarandi

 

samning

um styrk úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði á grundvelli reglugerðar nr. 1025/2021 með áorðnum breytingum um verkefnið „CE merkingar fyrir viðarvinnslur sem vinna með íslenskan efnivið“

1. gr.

Um verkefnið

Með ákvörðun dags 24. janúar 2023 samþykkti innviðaráðherra að veita verkefninu „CE merkingar fyrir viðarvinnslur sem vinna með íslenskan efnivið.“ styrk á grundvelli tillögu fagráðs Asks mannvirkjarannsóknarsjóðs.

2. gr.

Gildissvið, lög og reglur

Samningurinn gildir um styrk sem veittur er Bændasamtökum Íslands, kt. 631294-2279 úr Aski mannvirkjarannsóknarsjóði. Hlynur Gauti Sigurðsson, kt. 090779-5249, undirritar samninginn fyrir hönd styrkþega og ber fulla ábyrgð á framvindu hins styrkta verkefnis og fjármálum þess. Samningurinn byggir á 54. gr. a. laga nr. 160/2010 um mannvirki, sbr lög nr. 25/2021 um opinberan stuðning við nýsköpun, reglugerð um Ask – mannvirkjarannsóknarsjóð nr. 1025/2021 með áorðnum breytingum og starfsreglur fyrir Ask – mannvirkjarannsóknarsjóð, dagsettar 22. september 2022.

3. gr.

Samþykktur styrkur

Samþykktur styrkur til verkefnisins er að fjárhæð 4.000.000 kr.

Við móttöku á styrk ábyrgist styrkþegi að honum verði einungis varið til þess verkefnis sem sótt var um fyrir.

4. gr.

Hlutverk styrkþega

Styrkþegi heldur skýrslur/fundargerðir yfir framgang verkefnisins og kostnað. Styrkgreiðandi getur kallað eftir þessum gögnum telji hann þörf á. Styrkþegi tryggir að verkefnið sé unnið í samræmi við verkáætlun. Heimilt er að vinna verkefnið á skemmri tíma en áætlun gerir ráð fyrir. Ef útlit er fyrir að verkefnið taki lengri tíma en gert er ráð fyrir í áætluninni skal umsækjandi leggja nýja verkáætlun fyrir styrkgreiðanda. Ef verkefninu er ekki lokið á áætluðum tíma og ný verkáætlun ekki gerð eða samþykkt af styrkgreiðanda fellur styrkurinn niður.

 

5. gr.

Hlutverk styrkgreiðanda

Styrkgreiðandi skal staðfesta eðlilega framvindu verkefnisins skv. fylgiskjali 1 og og lokaskýrslu frá styrkþega. Við staðfestingu á framvindu verkefnisins skal styrkgreiðandi greiða styrkþega skv. 6. gr. samnings. Styrkgreiðandi hefur rétt til að stöðva greiðslur eða fresta þeim telji hann framvindu verkefnisins ekki í samræmi við fylgiskjal 1.

6. gr.

Tímalengd og greiðslur

Helmingur samþykktrar styrkfjárhæðar er greiddur út í upphafi verkefnisins þegar undirritaður samningur liggur fyrir.

Greiðslur leggjast inn á reikning þann sem tilgreindur er í fylgiskjali 2.

Lokagreiðsla fer fram þegar styrkþegi hefur sent styrkgreiðanda lokaskýrslu og reikninga fyrir útlögðum kostnaði  þess, sem styrkgreiðandi metur fullnægjandi, sbr. 9. gr. reglugerðar um Ask – mannvirkjarannsóknarsjóð nr. 1025/2021. Styrkgreiðandi fer yfir raunkostnað vegna verkefnisins áður en lokagreiðsla fer fram. Í lokaskýrslu skal gera grein fyrir kostnaði, greinargerð um framgang verkefnis og lok þess ásamt fjárhagsuppgjöri og afriti af reikningum.  

Upphaf verkefnis miðast við 13. febrúar 2024 og er miðað við að því verði lokið fyrir 12. febrúar 2025.

Tilhögun greiðslna á grundvelli þessa samnings verður svohljóðandi:

 

 

Dags./áætluð dags.

Styrkfjárhæð

 

Upphafsgreiðsla, við undirritun samnings

13.02.2024

2.000.000

 

Lokagreiðsla, við skil á lokaskýrslu og reikningum

12.02.2025

2.000.000

 

Heildarskuldbindingar styrkgreiðanda takmarkast á samningstímanum við þær fjárhæðir, sem tilgreindar eru í samningi þessum. Styrkgreiðandi mun ekki greiða dráttarvexti ef greiðsla dregst og greiðslur bera hvorki vexti né verðtryggingu.

Styrkþegi skuldbindur hann sig til þess að skila lokaskýrslu og reikningum við áætluð verklok. Lokaskýrslu ásamt kynningu á verkefninu skal skila á netfangið askur@hms.is í síðasta lagi fyrir áætlaða dagsetningu lokagreiðslu skv. ofangreindri töflu.

Styrkþegi skal halda bókhald fyrir verkefnið þar sem talinn er kostnaður einstakra verkþátta, heildarkostnaður verkefnisins og framlög þátttakenda.

Þegar um er að ræða samstarfsverkefni fleiri aðila, t.d. stofnana og/ eða fyrirtækja, skal fylgja verkbókhaldi verkefnisstjóra greinargerð og/eða yfirlit frá hverjum þátttakenda þar sem fram kemur staðfest framlag hvers þeirra til verkefnisins. Við verklok skal verkefnisstjóri skila reikningsyfirliti til sjóðsins um heildarkostnað og fjármögnun verkefnisins og er það hluti af lokaskýrslu þess.

Nýti styrkþegi ekki styrk innan kostnaðar- og verkáætlunar, skv. fylgiskjali 1, fellur styrkurinn niður, nema sérstaklega sé sótt um frestun á ráðstöfun hans. Umsókn þess efnis skal vera skrifleg og rökstudd og send á netfangið askur@hms.is, sbr. lið 4.5. í starfsreglum um Ask – mannvirkjarannsóknarsjóð.

Styrkurinn byggir á styrkhæfum kostnaði skv. lið 2.3. í starfsreglum Asks – mannvirkjarannsóknarsjóðs og byggja greiðslur á uppfærðri verkefnislýsingu, kostnaðar- og verkáætlun skv. fylgiskjali 1, sem er hluti samnings þessa.

Reynist útgjöld vegna verkefnis samkvæmt umsókn lægri en útborguð styrkfjárhæð skal styrkþegi endurgreiða ofgreiddan styrk innan 30 daga frá því að fjárhagsuppgjör lá fyrir. Að öðrum kosti innheimtir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun ofgreiddan styrk, sbr. 3. mgr. 10. gr. reglugerðar nr. 1025/2021.

7. gr.

Breytingar á áætlun

Verði óhóflegur frestur á að ráðist sé í verkefnið, framkvæmd þess tefjist úr hófi eða önnur skilyrði styrkveitingar ekki uppfyllt innan eðlilegra tímamarka teljast forsendur brostnar. Styrkþegi skuldbindur sig til að láta styrkgreiðanda vita verði verulegar breytingar á forsendum sem geta haft áhrif á framvindu/niðurstöðu verkefnis. Upplýsingar þess efnis skulu sendar á netfangið askur@hms.is.  Sama gildir ef skipt er um verkefnisstjóra verkefnisstjóra. Ráðherra er þá heimilt að afturkalla styrkveitinguna að hluta til eða í heild og getur falið styrkveitanda að krefja styrkþega um endurgreiðslu á greiddum styrk. Áður en ákvörðun um slíkt er tekin skal styrkþega gefinn kostur á að lýsa afstöðu sinni til málsins, sbr. lið 4.6. í starfsreglum Asks – mannvirkjarannsóknarsjóðs.

Upplýsa skal styrkgreiðanda skriflega um allar meiriháttar breytingar á tímaáætlunum, samstarfsaðilum, verk- og fjármögnunaráætlunum vegna verkefnisins og skulu þær samþykktar af. Ónýttur styrkur eða styrkhluti í verkefni þar sem forsendur hafa breyst verulega og sjóðsstjórn getur ekki samþykkt rennur aftur til sjóðsins.

8. gr.

Upplýsingaskylda, bókhald og reikningsskil

Styrkþega ber ávallt að verða við beiðni styrkgreiðanda um upplýsingar um stöðu verkefnis og láta stofnuninni í té allar upplýsingar og gögn um verkefnið þar á meðal bókhaldsgögn. Styrkþegum er skylt að tilkynna stofnuninni tafarlaust ef upp koma aðstæður sem seinka verkefninu eða koma í veg fyrir að markmiðum eða skilyrðum fyrir styrkveitingu sé fullnægt, sbr. lið 4.6. í starfsreglum Asks – mannvirkjarannsóknarsjóðs.

Styrkþegi skal varðveita öll gögn verkefnisins, þ.m.t. bókhaldsgögn, í a.m.k. sjö ár og hafa þau tiltæk ef óskað verður eftir afriti af þeim af hálfu Ríkisendurskoðunar.

9. gr.

Birting niðurstaðna

Styrkþegi skuldbindur sig til að láta það koma fram á öllu útgefnu efni, auglýsingum o.s.frv. sem tengist hinu styrkta verkefni að það hafi hlotið styrk úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði sem er fjármagnaður af innviðaráðuneytinu og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu.

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur heimild til að birta niðurstöður þeirra rannsókna sem hljóta styrki úr sjóðnum og safna þeim saman á miðlægt vefsvæði Asks – mannvirkjasjóðs hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Lokaskýrsla verður birt á svæðinu sem og myndræn og upplýsandi kynning á verkefninu í formi myndbands og/eða PPT kynningar.

Í undantekningartilfellum er hægt að semja sérstaklega um undanþágu frá birtingu upplýsinga á grundvelli 9. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012, ef mikilvægir fjárhags- eða viðskiptahagsmunir krefjast þess.  

10. gr.

Eignarhald á niðurstöðum og hagnýting

Niðurstöður og afrakstur verkefnisins verða eign styrkþega þegar lokaskýrsla hefur verið samþykkt. Hvatt er til að þátttakendur í rannsóknaverkefnum geri samning sín á milli um eignar- og nýtingarrétt á niðurstöðum og umsóknir einkaleyfa. Ef ekki er um annað samið eiga styrkþegar niðurstöður og afrakstur verkefna í hlutfalli við framlag hvers og eins.  

Styrkgreiðandi getur ávallt án sérstaks endurgjalds fengið eintak af afurðinni til eigin afnota og birtingar, t.d. ef afrakstur verkefnisins er RB-blað sem inniheldur tækni og leiðbeiningar fyrir byggingarðinaðinn. Miðlun og notkun HMS á niðurstöðunum raskar þó ekki sæmdarrétti styrkhafa.

 

11. gr.

Meðferð ágreiningsmála

Verði ágreiningur milli samningsaðila um framkvæmd eða túlkun samnings þessa, skulu aðilar leitast við að jafna hann með viðræðum. Rísi mál vegna samnings þessa skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

12. gr.

Vanefndir og heimildir til riftunar

Verði styrkþegi staðinn að verulegum vanefndum við framkvæmd samnings þessa getur styrkgreiðandi, auk þess að fresta greiðslum eða stöðva þær, ákveðið að rifta samningi þessum. Riftun skal lýst yfir skriflega og slík tilkynning send styrkþega með sannanlegum hætti.

Samningur þessi er gerður í tveimur samhljóða eintökum og skal hvor samningsaðili halda einu eintaki.

Öllu framanrituðu til staðfestingar rita aðilar samningsins nöfn sín hér að neðan í votta viðurvist.

 

Reykjavík 13. febrúar 2024

 

 

f.h. Húsnæðis- og mannvirkjastofnar

 

 

 

f.h. styrkhafa

 

 

 

f.h. styrkhafa

 

 

 

 

 

 

Fylgiskjal 1 – Verkefnislýsing, kostnaðar- og verkáætlun

 

Verkefnisstjóri og tengiliður verkefnisins:

Verkefnisstjóri verkefnis

Hlynur Gauti Sigurðsson

Netfang verkefnisstjóra

Sími

7751070

 

Verkefnislýsing

Verklýsing verður samkvæmt skjali GNB-CPD position paper from SG18 - EN 14081 - 1 (sjá viðhengi SG18)Í megin atriðum snýst verkefnið um þessa liði:1 Undirbúning og samræming2 Tala við fagildingaraðila og fá hann til að taka að sér vottunina3 Ræða við hvert fyrirtæki fyrir sig4 Að fenginni þátttöku fyrirtækjanna er fundað með faggildingaraðila/vottunaraðila.5 Loks þarf að heimækja fyrirtækin og leggja línurnar í sambandi við úttekt og frágang á gögnum6 Að því loknu eru samræmisyfirlýsing undirritaðir og EC-vottorð um framleiðslustýringu í verksmiðu undirritað.7 Nú geta þau fyrirtæki unnið sínar vörur og vottað með CE merkingum.Verkefninu verður gert skil í ítarefn,i svo sem myndbandi, sem mun vera vegvísir fyrir næstu ár.

Tölfræði

Áhersluflokkur úthlutunar

Byggingarefni

Landfræðileg flokkun

3/16 Norðurland eystra 

1/16 Norðurland vestra

3/16 Suðurland

9/16 Höfuðborgarsvæðið

Kyn styrkþega

100% Karlkyn

Kynjahlutfall starfa

16 þátttakendur 100%Karlkyn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kostnaðaráætlun

 

Fjöldi tíma

Einingarverð

Uppfærð kostnaðaráætlun

Launakostnaður alls

 

 

 

 

Bjarki Jónsson

 

 

 

 

Eiríkur Þorsteinsson

 

 

 

 

Hlynur Gauti Sigurðsson

 

 

 

 

Aðalsteinn Sigurgeirsson

 

 

 

 

Þór Þorfinnsson

 

 

 

 

Brynjólfur Jónsson

 

 

 

 

Rúnar Ísleifsson

 

 

 

 

Trausti Jóhannsson

 

 

 

 

Hörður Magnússon

 

 

 

 

Johan Holst

 

 

 

 

Bergur Þór Björnsson

 

 

 

 

Sævar Hreiðarsson

 

 

 

 

Gústaf Jarl Viðarsson

 

 

 

 

Jóhannes Hlynur Sigurðsson

 

 

 

 

Bergsveinn Þórsson

 

 

 

 

Ingólfur Jóhannsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðkeypt þjónusta alls

000

BSI - vottun

000

 

 

 

 

 

 

Tækjabúnaður og tæknileg aðstaða alls

 

 

 

 

 

Samrekstur og aðstaða alls

 

 

 

 

 

 

 

Ferðakostnaður alls

000

Ferðakostnaður

000

 

 

 

 

 

 

Samtals

5.714.286

Launakostnaður

·         Samstarfsaðilar og þátttakendur í verkefninu eiga að miða launakostnað við almenna kjarasamninga og stofnanasamninga við útreikning launa sbr. lið 2.3.1.1. í starfsreglum Asks – mannvirkjarannsóknarsjóðs. Launakostnaður miðast við heildarlaun án yfirvinnu og taka þarf tilllit til launatengdra gjalda. Launatengd gjöld geta verið um 35% til viðbótar við laun. Ekki skal nota taxta fyrir útsenda vinnu starfsmanns í fyrirtækinu til viðmiðunar við útreikning launa.

Aðkeypt þjónusta

Undir þennan lið fellur vinna sem ekki er unnin af þátttakendum í verkefninu en er nauðsynleg fyrir framgang þess, sbr. lið 2.3.1.2. í starfsreglum Asks - mannvirkjarannsóknarsjóðs.

Frekari upplýsingar um styrkhæfan kostnað eru í lið 2.3. í starfsreglum Asks – mannvirkjarannsóknarsjóðs.

Vakin er athygli á eftirfarandi dæmum um kostnað sem ekki telst styrkhæfur:

‒        Stofnun fyrirtækis og kostnaður vegna starfsleyfis fyrirtækis.

‒        Framleiðsla á endanlegri söluvöru.

‒        Kostnaður vegna gerð kynningarefnis eða auglýsinga

‒        Kostnaður við umbreytingu eða aðlögun afurða fyrir ný markaðssvæði (t.d. þýðingar eða ný virkni).

‒        Afborganir lána, vaxtagjöld eða lántökukostnaður

‒        Fjármögnun verkefnis, kostnaður vegna öflunar fjármagns til verkefnisins og skrif á styrkumsóknum

 

 

 

Fjármögnunaryfirlit 

Fjárhæð

 

Styrkir

4.000.000

Styrkur frá Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði

4.000.000

Annar styrkur, nafn styrkveitanda

 

Annar styrkur, nafn styrkveitanda

 

 

 

 

 

Önnur fjármögnun

1.714.296

Framlag félaga sem eru þátttakendur

1.714.286

 

 

 

 

 

 

 

 

Heildarfjármögnun

5.714.286

 


Verkáætlun

 - Sjá umsókn

 

 

 

 

 

Áætluð byrjun verkefnis

1/3/2023

Áætluð lok verkefnis

1/3/2024

 

Verkliður

M 1

M 2

M 3

M 4

M 5

M 6

M 7

M 8

M 9

M 10

M 11

M 12

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

5.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

6

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

7.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

8.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

9. Lokaskýrsla

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skráið nánari skilgreining á ofangreindum liðum og stöða þeirra í töfluna hér að neðan. Skráið stöðu verkefnis sem: Ekki hafið, í vinnslu eða lokið.

Verkliður

Nánari skilgreining á verklið

Staða

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

9. Lokaskýrsla

 

 

                                                                                                                                     


Fylgiskjal 2 - Greiðslur

 

Bankaupplýsingar

Styrkurinn mun verða lagður inn á neðangreindan reikning þegar samningsákvæði eru uppfyllt.

Nafn eiganda reiknings

Bændasamtök Íslands

Kennitala reikningseiganda

 

Netfang reikningseiganda

 

 

Banki

Hb

Númer

 

 

Bankareikningur

 

 

 

 

 

 

 

§  Umsækjendur geta vænst þess að starfsmenn Asks hafi samband við þá um miðbik verkefnisins til að afla upplýsinga um framvindu verkefnisins.

§  Við lokagreiðslu leggur umsækjandi fram lokaskýrslu og reikninga þar sem farið er yfir raunkostnað vegna verkefnisins áður en lokagreiðsla fer fram.

 

Kommentare


bottom of page