Skógarbændur BÍ eru nú aðilar að Félagi evrópskra skógarbændasamtaka (CEPF)
- Skógarbændur
- Jun 24
- 3 min read
Höfundar:
Dagbjartur Bjarnason, stjórnarmaður í búgreinadeild skógarbænda hjá BÍ og Hlynur Gauti Sigurðsson, starfsmaður búgreinadeildar skógarbænda BÍ.
Það blása ferskir vindar um samtök Evrópskra skógarbænda (CEPF) þessi dægrin. Í lok maí mánaðar var aðalfundur CEPF á Ítalíu þar sem búgreinadeild skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands var samþykkt sem með fullri aðild að samtökunum. Það var ljóst snemma í opnunarerindinu hjá Sven-Erik Hammar, formanni CEPF, að mikið stæði til. Þegar hann var að bjóða gesti fundarins velkomna tók það sérstaklega fram, að tveir Íslendingar sæktu fundinn að þessu sinni og bauð hann þá sérstaklega velkomna.
Það hefur löngum verið í hávegum hjá íslenskum skógarbændum að styrkja tengsl til nágrannaþjóða okkar. Formleg aðild að CEPF er því stór viðburður í sögu skógarbænda, ekki bara á Íslandi heldur ekki síður Evrópu. Samstöðumátturinn er mikill. Þó Ísland sé agnarsmá skógarþjóð í samhengi Evrópskra þjóða þá mun þessi aðild styrkja samtökin út á við. Á fundinum var einnig samþykkt aðild tveggja Skandinavískra skógarbændafélaga í CEPF, Norskog og Skogsellskapet, en Norðurlöndin eiga mikið undir samtökunum.
CEPF eru með höfuðstöðvar í Brussel, þar sem þeirra helsta starf fer fram. Fanny-Pomme Langue , framkvæmdastjóri CEPF, bauð félögum að kíkja við í kaffi og jafnvel nýta fundaraðstöðuna hugnist þeim það. CEPF veita Evrópusambandinu aðhald og vinna að margskonar stefnumarkandi vinnu. Mörg hafa sitthvað að segja með stefnur Íslendinga að gera, enda eiga smáþjóðir það til að taka upp stefnur og strauma Evrópusambandsins án þess að líta á innihaldslýsinguna. Nú höfum við beinan aðgang að þessari stefnumótun ef við viljum. Sem dæmi um slíkt starf er: Sífelldri endurskoðun á Líffjölbreytileika og umhverfi, Þróun landbúnaðarlands, kolefnisvottun, LULUCF, jarðvegs- og vatnsvernd og það sem nú þykir einna vinsælast, lífhagkerfi.
Það er margt sem lítil, en ört vaxandi skógarþjóð á borð við Ísland, getur nýtt sér úr samvinnunni við Evrópska félaga. Fyrir það fyrsta stækkar tengslanetið umtalsvert. Þó lítil reynsla sé enn komið á starfið þá voru ýmis áform rædd sem myndu efla samskipti milli þjóða. Má þar t.d. nefna mögulega gestafyrirlesara sem munu jafnvel koma á þessu ári á viðburði hjá skógarbændum. Meira verður sagt frá því þegar nær dregur.
Aðalfundur CEPF var haldinn í Peccioli í Toscana 27. - 28.maí 2025 og voru þátttakendur yfir 50 manns frá 23 Evrópuþjóðum. Gestgjafarnir voru skógarbændafélagið Confagricoltura. Vettvangsferð var um asparrækt í héraðinu. Næsti Aðalfundur CEPF verður haldinn í júní 2026 í Frakklandi. Vænta má að Íslendingar verði einn góðan veðurdag gestgjafar. Þá verður gaman að sýna og segja frá ört vaxandi fjölbreyttri skógarauðlind sem eflir lífhagkerfið og styrkir sjálfbæran landbúnað.





VIDEO

Létt umfjöllun um starf CEPF
Vinnuhópar innan CEPF eru nokkuð margir. Hér má skiptingu á þeim. Íslendingum er boðin þátttaka í þeim.
I would like to share information about CEPF’s Working Group and Expert Groups, which focus on various EU forest-related topics.
Vinnuhópar
CEPF Working Group gathers experts within CEPF members’ organisations that are following EU forest-related policies in general. This group is consulted in writing, via online or in person meetings to provide inputs once CEPF Secretariat has developed first draft documents or analysis with CEPF expert groups.
Expert groups serve as platforms for expert level exchange on different EU files. Our Policy Advisors regularly engage with the Experts, especially ahead of key events such as: EP vote, Commission’s proposals, or for example when CEPF responds to a survey/public consultation of the Commission, etc.
Sérfræðingahópar
We invite each of our Members to express their interest in any of the following Expert Groups and nominate an individual(s) as an Expert:
1. Líffjölbreytni og Umhverfi / Biodiversity and Environment
2. Tölvustudd þróun fyrir dreifbýli / CAP and Rural Development
3. Kolefnisbinding og vottun / Carbon Certification
4. Reglugerðir frá ESB (LULUCF=Landnotkun, Landnotkunarbreytingar og Skógrækt) og
RED =Tilskipun um endurnýjanlega orku) / LULUCF and RED
5 Eftirfylgni og miðlun / Monitoring and Reporting
6. Skógareyðing / Deforestation (EUDR)
7. Jarðvegur / Soil
8. Lífhagkerfi / Bioeconomy
9. Vatn / Water
______________________________________________
Hér er yfirlit yfir verkefni sem CEPF er að vinna. Þetta var til kynningar á veffundi 20.júní 2025 með 25 þáttakendum frá öllum aðlidaþjóðum CEPF


































Comments